Síða 1 af 1

Að setja hita á pallinn

Posted: 21.jan 2012, 20:24
frá atlimann
Komið þið sælir allir, ég er nýr hér á spjallinu og þetta er minn fyrsti póstur.
Ég er að fara að eignast minn fyrsta jeppa/pick-up eftir helgi (ef allt gegnur eftir), Isuzu D-max 2007árg. 35" breyttur frá Arctic Trucks.

Ég var að spá hvort menn hafi eitthvað verið að tengja hita á pallinn?
Og hvernig menn væru að framkvæma það og hvort það sé eitthvað vesen?

Allar ábendingar og ráð vel þeginn :o)

Atli

Re: Að setja hita á pallinn

Posted: 21.jan 2012, 20:31
frá jeepson
Hvað ætlaru að gera við hita á pallinum?? Er bíllinn með pallhúsi eða? Annars velkominn á þetta frábæra spjall. Svo er um að gera að vera merktur jeppaspjallinu. Límmiðarnir fást hjá mér.

Re: Að setja hita á pallinn

Posted: 21.jan 2012, 20:36
frá atlimann
já takk fyrir það ;o)

bíllinn er mað pallhúsi og ástæða þess að ég er að spá í þessu er að ég er smiður og kem líklega til með að vera með verkfæri á pallinum eins og battery borvélar og fleita dót og þetta er viðkvæmt fyrir miklum kulda og raka. þannig að ef það væri hægt að leiða hita inn á pallinn (ódýrt) þá væri það mjög gott.

Re: Að setja hita á pallinn

Posted: 21.jan 2012, 20:43
frá DABBI SIG
Það er búið að leysa þetta vandamál hjá mér með því að opna pínulitla túðu a milli pallhúss og bíls með litla viftu, kannski 10 cm þvermál, þar sem viftan blæs lofti úr bílnum á pallinn. Þetta er kannski ekki gífurleg upphitun en á lengri leiðum þar sem þarf að halda hita virkar þetta ágætlega. Sömuleiðis er þetta mikill kostur á sumrin í miklu ryki, þá er viftan höfð í gangi til að mynda yfirþrýsting á pallinum. Þá þarf líka að hafa pallinn þokkalega þéttan sem þessi pall hjá mér er.

Re: Að setja hita á pallinn

Posted: 21.jan 2012, 20:53
frá Heiðar Brodda
sæll menn hafa líka tengd t.d. miðstöð inná pallinn ragm eða vatn en þetta er örugglega góð lausn

Re: Að setja hita á pallinn

Posted: 21.jan 2012, 21:02
frá kjellin
en svo er eitt i þessu, hita fyrir batteríin, efað þú ferð snemma dags í verkefni, þá er bíllin væntanlega kaldur yfir dagin svo einning nóttina, ég vandi mig bara á þvi að taka batteríin alltaf með mer inn, en ekki að það sé verra að hafa hita þarna á pallinum, ég heirði um einn smið semað setti einmitt bara svona túðu svipað og davíð er að tala um

Re: Að setja hita á pallinn

Posted: 21.jan 2012, 21:45
frá ellisnorra
Sjálfsagt er best ef þú ætlar að geyma dótið á pallinum að setja olíufylltan rafmagnsofn á pallinn og framlengingarsnúru inn um eldhúsgluggann! :)

Það þarf líka að athuga með saggamyndun ef þetta er hitað stundum og stundum ekki sem er raunin ef þú ætlar að nota einhverja upphitun sem bíllinn sér fyrir.

Re: Að setja hita á pallinn

Posted: 22.jan 2012, 12:43
frá iceman76
jeepson wrote:Hvað ætlaru að gera við hita á pallinum?? Er bíllinn með pallhúsi eða? Annars velkominn á þetta frábæra spjall. Svo er um að gera að vera merktur jeppaspjallinu. Límmiðarnir fást hjá mér.

sæll gísli.
hvað kosta límmiðarnir?
hvað eru þeir stórir?
þú gedur sent mér póst á iceman76@visir.is

kv snorri (zedor strumpur)