Síða 1 af 1
60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 21.jan 2012, 02:04
frá BANGSINN
Einhverstaðar heirði ég það að Hilux hásing væri það sama og í 80LC og ég heirði það líka að menn væru að setja 60Lc drif kögla í fram hásingu á 80Lc hvort að það væri rétt og hvernin þeir færu að því því það er bara 8" drif í Lc80 en ekki 60Lc og nöfin væru stæri og öxlarnir sterkari í 80Lc ef það er rétt endilega géfið mér leibeningar og annað slíkt er að spá í að setja 60Lc undir Gamla sonax hvíta bílinn
Re: 60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 21.jan 2012, 07:52
frá Magni
Re: 60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 21.jan 2012, 12:01
frá Heiðar Brodda
sæll það er einn hilux hérna í sveitinni rétt hjá Egilsstöðum með lc 60 hásingar undir sínum jeppa svo er hann með 44'' og 18'' br felgur og lógír úr lc70 og virkar gríðarlega vel en Rúnar Ingi vinur minn er akkúrat með svona útfærslu undir sínum 80 krúser að framan það er lc60 kökkul að framan í 80lc hásingu að mig minnir spurning um að hringja í ljónsstaði þeir ættu að vera með þetta á hreinu en af hverju ferðu ekki alla leið og ferð í lc60 hásingar toppurinn væri ef þú finnur barkalæstar hásingar kv Heiðar
Re: 60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 21.jan 2012, 15:03
frá smaris
Er ekki auðveldast að fá sér LC 60 framhásingu og setja hana bara undir. LC 80 hásingin er talsvert breiðari og aðeins meiri vinna að smíða 9,5" drif í hana þó það sé ekkert stór mál.
Kv. Smári.
Re: 60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 21.jan 2012, 22:27
frá BANGSINN
snild en er Hilux fram hásing það sama og 80Lc hásing að framan ? og eru stæri öxlar í 80Lc en í 60Lc
Re: 60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 22.jan 2012, 05:54
frá steinarxe
neih ,erudi klikkadir tad er ekki sama hasing i hilux og i landcruiser ,lc80 er med 9,5 tommu drif en hilux med 8 tommu ef tad er ekki bensin klafa aumingi. Eina astædan fyrir endingar muninum a lc80 og lc60 er ad lc80 er med mun meiri beygjuradius en lc60 og tarmed mun meira alag a drifi i lc80 tegar hun er i fullri beygju.
Re: 60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 22.jan 2012, 10:01
frá BANGSINN
þannig í raunini er bara betra að vera með hreina 60Lc hásingu og stirkja hana bara vel í staðin ;)
Re: 60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 22.jan 2012, 10:19
frá smaris
LC 60 er með 9,5" drifi en LC 80 er með 8" drifi þannig að LC 60 er með sterkara drif. Einnig er lengra milli hjólalega í LC 60 þannig að hjólalegubúnaðurinn er einnig sterkari. Aftur á móti er LC 80 með sterkari kúluliði í liðhúsum sem eru sterkari en það er hægt að fá sterkari liði í LC 60.
LC 60 er klárlega betri kostur að mínu mati.
Kv. Smári.
Re: 60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 22.jan 2012, 10:54
frá BANGSINN
ætli ég stilli þá ekki bara 60Lc hásinguni undir ekkert verið að mixa hana eða neit bara sjóða utan á hana og stirkja hana þíðir ekki að vera með 8" drif þegar maður er bíl sem er að skila 300hp+ :S en takk fyrir ábendingarnar allar
Re: 60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 22.jan 2012, 17:00
frá Heiðar Brodda
sæll svo geturu keypt krómstálsöxla frá ástralíu og þá er kominn meiri styrkur en þetta dugar alveg kv Heiðar
Re: 60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 22.jan 2012, 17:12
frá StefánDal
steinarxe wrote:neih ,erudi klikkadir tad er ekki sama hasing i hilux og i landcruiser ,lc80 er med 9,5 tommu drif en hilux med 8 tommu ef tad er ekki bensin klafa aumingi. Eina astædan fyrir endingar muninum a lc80 og lc60 er ad lc80 er med mun meiri beygjuradius en lc60 og tarmed mun meira alag a drifi i lc80 tegar hun er i fullri beygju.
Ég er snarklikkaður og vill meina það að Hilux með framhásingu sé með sama drif og Landcruiser 80 að framan.
Re: 60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 22.jan 2012, 17:27
frá smaris
StefánDal wrote:steinarxe wrote:neih ,erudi klikkadir tad er ekki sama hasing i hilux og i landcruiser ,lc80 er med 9,5 tommu drif en hilux med 8 tommu ef tad er ekki bensin klafa aumingi. Eina astædan fyrir endingar muninum a lc80 og lc60 er ad lc80 er med mun meiri beygjuradius en lc60 og tarmed mun meira alag a drifi i lc80 tegar hun er i fullri beygju.
Ég er snarklikkaður og vill meina það að Hilux með framhásingu sé með sama drif og Landcruiser 80 að framan.
Nei það voru kallarnir þarna suðurfrá sem voru klikkaðir þegar þeir þyngdu bílinn, stækkuðu mótorinn og minnkuðu drifið.
Re: 60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 23.jan 2012, 08:52
frá Nóri 2
landkrúserin er með revers dif. en eru minnir mig bæði 8''
Re: 60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 23.jan 2012, 09:43
frá Polarbear
það er bara litli landcruiser 70 sem er með reverse að framan og 8" að framan og aftan.
60 krúser er með 9.5" drif bæði framan og aftan (ekki reverse að framan).
Re: 60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 23.jan 2012, 09:46
frá Nóri 2
Polarbear wrote:það er bara litli landcruiser 70 sem er með reverse að framan og 8" að framan og aftan.
60 krúser er með 9.5" drif bæði framan og aftan (ekki reverse að framan).
já 80 cruserinn er með revers að framan var ég að meina. en ekki 60 cruserinn
Re: 60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 23.jan 2012, 11:41
frá Kiddi
Jæja...
Nú ætla ég bara að gera smá samantekt af þræðinum hér, því þetta er allt búið að koma fram.
LC 60 framdrif: 9.5"
LC 60 afturdrif: 9.5"
LC 80 framdrif: 8" Reverse
LC 80 afturdrif: 9.5"
Litli 70 Cruiser framdrif: 8" Reverse
Litli 70 Cruiser afturdrif: 8"
Hilux framdrif hásing: 8"
Hilux framdrif klafar: 7.5"
Hilux afturdrif: 8"
:-)
Re: 60 LC og 80 LC hásing að framan
Posted: 23.jan 2012, 12:23
frá birgthor
Kiddi farðu að læra...