Síða 1 af 1
					
				pajero miðstöðvarvandamál
				Posted: 20.jan 2012, 22:08
				frá kalliguðna
				sælir félagar. hvernig lofttæmir maður miðstöð í pajero ? hann er líklega hækkaður á grind og 
og mig grunar að það sé vandamálið að miðstöðin er þeim mun hærri og loki þessvegna loftið
inni. nú er ég bara að giska en þekkja menn þetta vandamál ??   aðstoð væri vel þegin.
kv Kalli 
e.þ. það var verið að skipta um mótor og miðstöðin hitnar ekki neitt að ráði eftir aðgerð
			 
			
					
				Re: pajero miðstöðvarvandamál
				Posted: 20.jan 2012, 22:13
				frá Braskar
				Hef ekki trú á að þetta sé útaf body hækkun þar sem vatnskassinn hækkar jafn mikið og miðstöðin  hvaða árgerð er þetta er hann með vatnsmiðstöð afturí skotti ?
			 
			
					
				Re: pajero miðstöðvarvandamál
				Posted: 20.jan 2012, 22:18
				frá Stebbi
				Braskar wrote:Hef ekki trú á að þetta sé útaf body hækkun þar sem vatnskassinn hækkar jafn mikið og miðstöðin  hvaða árgerð er þetta er hann með vatnsmiðstöð afturí skotti ?
Vatnskassinn er yfirleitt færður niður til að viftuspaðinn hakki ekki í sig plastið á vatnskassanum.  Yfirfallskúturinn fylgir boddýinu.
Hvað er bíllinn mikið hækkaður á boddý ?
 
			
					
				Re: pajero miðstöðvarvandamál
				Posted: 20.jan 2012, 22:29
				frá kalliguðna
				þetta er ´95  módel veit ekki um miðstöð afturí . hvað gæti þá verið að plaga ?
			 
			
					
				Re: pajero miðstöðvarvandamál
				Posted: 20.jan 2012, 22:37
				frá Polarbear
				ertu alveg viss um að það vanti hreinlega ekki á hann vatn?
			 
			
					
				Re: pajero miðstöðvarvandamál
				Posted: 20.jan 2012, 22:38
				frá kalliguðna
				já það er nóg vatn.
			 
			
					
				Re: pajero miðstöðvarvandamál
				Posted: 20.jan 2012, 22:45
				frá Polarbear
				ég setti reyndar bara feitt T-stykki með kúluloka á lögnina hjá mér þar sem miðstöðvarvatnið kemur út aftur í hvalbaknum og setti slöngunippil á kúlulokann...svo bara slöngu í 2ja lítra plastflösku við þetta sem búið var að skera botninn úr og helti þar í aðeins og hafði kúlulokann opinn þar til kerfið var orðið sæmilega volgt og loftbólur voru hættar að koma... :)
			 
			
					
				Re: pajero miðstöðvarvandamál
				Posted: 20.jan 2012, 22:49
				frá kalliguðna
				Sniðugt, ég var einmitt að spekúlera í eitthvað svipuðum kúnstum en hélt kannski að það væri til einföld lausn sem maður kæmi ekki auga á. takk fyrir