Síða 1 af 1
44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 15.jan 2012, 20:04
frá Kölski
Hvað hafið þið að segja um þetta. Allt í 44" hvað er best. ???
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 15.jan 2012, 21:45
frá birgthor
Fer svolítið eftir því undir hverju þetta á að vera og fyrir hvað?
Þekki ekki PB
Vélarafl: DC eru létt dekk og með nett grip (þurfa minna afl). Swamper eru þyngri, stífari og með groddalegra munstur (þarf meira afl)
Geri ráð fyrir að PB séu sambærileg Swamper.
Þyngd ökutækis: DC er fín fyrir léttari bíla, bælast vel. Swamper hefur meiri burð og þurfa meira til þess að bælast. Flott fyrir bíla frá Ameríkuhrepp.
Aðstæður: DC eru ágær í snjó, persónulega finnst mér of lítið grip í þeim. En þau spóla sig ekki hratt niður á móti. Swamper er flottur í grjót og harðfenni, ég hef ekki mikla reynslu af þeim en af því sem ég hef prófað þá líka mig betur við þau heldur en DC.
Allt er þetta byggt á eigin mati.
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 15.jan 2012, 22:49
frá Kölski
Já var að pæla undir Y61 patrol. 2001. Sumir lofsyngja Swamperinn aðrir segja það þeir séu handónýtir. Virðist vera komin lítil reynsla af PB. en er búinn að heyra mjög slæmar sögur um hann líka. En lítið sem ekkert sögur af DC.
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 15.jan 2012, 23:36
frá Hagalín
Ég er búinn að vera á SuperSwamper undir bæði Y60 og y61 patrol síðustu árin og er bara sáttur en ég hef ekki prufað DC undir patrol sjálfur.
Þau eru þung og það vita allir en bæta það margfalt upp með öðru.
Það er mjög gott grip í þeim og mokast maður endalaust áfram.
Gott að keyra á þeim og vel kringlótt.
Standa alveg 44" annað en DC.
Svakalega góð í krapa út af gripinu.
Endast mun betur heldur en DC og er það kostur í dag þegar
dekk kosta helvítis helling. Búinn að keyra mín dekk undir síðustu tveimur
bílum sem ég á.
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 16.jan 2012, 06:46
frá AgnarBen
DC eru náttúrulega margsönnuð dekk hjá jeppamönnum hér á klakanum og hundruðir jeppa (Patrol-a) hafa keyrt á þessu hér heima (já og erlendis eins og á suðurheimskautinu og Grænlandi) síðustu tvo áratugina. Ég var með svona undir Y61 bíl og fannst þau bara nokkuð góð, þau bældust frábærlega og flutu vel, eru létt og það er hægt að misbjóða þeim eins og andskotinn og hleypa öllu loftinu úr þeim fram og til baka án þess að skemma þau. Ég keyrði á þeim í 3.5 ár og fannst þau mjög traust dekk sem klikka ekki þegar á reynir ........... já og þau éta grjót í morgunmat ;-)
Gallarnir við DC er að þau eru með lélegt grip sem skiptir miklu máli í krapa og í brekkum, þau standa náttúrulega ekki nema ca 42" eins og Kristján bendir á og þau eru velflest skelfilega illa smíðuð og því oft hopp í þeim.
Ég hugsa að 42" Irok myndi gera það sama fyrir Patrol, sumir segja meira, en þau eru aðeins vandmeðfarari, þurfa helst valsaðar felgur eða beatlock og hitamyndun er klárlega vandamál með tilheyrandi sprunguvandamálum í kringum kubba ef ekki er skorið vel í þau.
Hef enga reynslu af SS og PB
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 16.jan 2012, 07:25
frá dabbigj
Hef bara keyrt SS á vegum og rétt svo nokkur hundrað metra á snjó, er hrifinn af þeim að mörgu leyti, fannst gott að keyra þau útá vegum og fannst vera meira grip í snjó heldur en DC, fannst þau samt ekki bælast alveg jafn vel og DC.
Ef að ég þyrfti að velja myndi ég fara í SS nema að þetta væri þeim mun léttari og afllaus bíll og sérstaklega uppá vegaaksturinn.
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 16.jan 2012, 12:49
frá Stebbi
Kölski wrote:Já var að pæla undir Y61 patrol. 2001. Sumir lofsyngja Swamperinn aðrir segja það þeir séu handónýtir. Virðist vera komin lítil reynsla af PB. en er búinn að heyra mjög slæmar sögur um hann líka. En lítið sem ekkert sögur af DC.
Það eru til svo margar tegundir af SuperSwamper dekkjum, jafnvel með samskonar mynstri að það er ekki hægt að alhæfa um alla framleiðsluna. Stíf og gróf dekk í flestum tilfellum en gripið er líka eftir því. Eitthvað var samt Irokinn að fara í hliðunum útaf hita og það á víst að vera hægt að redda því með einhverjum skurði en þeir sem ég þekki sem hafa verið á þeim dásama þau.
Sumt er eflaust vonlaust og annað frábært, bara spurning um í hvað á að nota þau.
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 16.jan 2012, 14:25
frá Valdi B
dc er búinn að margsanna sig... en þau eru bara svo mismunandi uppá akstur á þjóðvegum .. sum hoppa alveg þvílíkt að bíllinn er ekki keyrandi á 80-90 og sum eru bara fín....
ég hef ekki reynslu af pit bull en ég værimjög tilí að prófa 44" pitbull rocker.... held að þau séu snilld... gott grip og eru samt vel breið... en veit ekki hvernig þau eru að endast...
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 16.jan 2012, 18:51
frá jeepson
Mér var einmitt sagt að forðast super swamper. Bíllinn hefði ekkert við það að gera með 2,8 vélinni. Mér var sagt að kaupa DC. En það er bara þetta með hoppið í þeim. En mér skylst að það sé aðalega í gömlu dekkjunum. Það væri gaman að fá að vita hvort að menn séu að lenda í þessu hoppi með ný dekk.
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 16.jan 2012, 19:56
frá birgthor
Sá sem vill hafa hærri dótastuðul en þú :) Og líka sá sem vill komast en lengra.
En DC eiga það til að hoppa mikið og þá sérstaklega ef þau hafa staðið. Það er hinsvegar ágætis lausn að setja í þau 30 psi og keyra þau þannig, þ.e. ef það er þurrt úti og bíllinn þinn ekki þeim mun léttari.
Ég hef að minnsta kosti ágætis reynslu af því og þau voru ekkert að mislitna við það, ég hef reyndar ávallt verið duglegur við að breyta loftþrýsting miðað við aðstæður (kannski hefur það áhrif).
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 16.jan 2012, 20:24
frá jeepson
Ef að maður kaupir splunku ný 44" dc er þá ekkert mál að fá að skipta dekki ef að það hoppar? Og hver selur Dc og super swamper?
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 16.jan 2012, 21:05
frá AgnarBen
svopni wrote:Og já ég sá þarna á verkstæðinu 54" Baja Claw og 54" Boggera á felgum. Djöfulsins stærð á þeim! Hver hefur verið með 54" boggera undir bíl hér heima?
Flestir sem eru á 54" fóru á bogger því þau komu fyrst en sjálfsagt eru einhverjir nokkrar komnir á Baja Claw núna.
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 16.jan 2012, 21:57
frá Magni
jeepson wrote:Ef að maður kaupir splunku ný 44" dc er þá ekkert mál að fá að skipta dekki ef að það hoppar? Og hver selur Dc og super swamper?
Arctic Trucks er að selja 44 DC í dag fyrir 15 tommu felgur. Held þú getir ekki skipt um dekk ef eitt hoppar...
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 16.jan 2012, 22:04
frá jeepson
svopni wrote:Okay, þau eru líka töluvert breiðari en BC. Já hann sagði mér kallinn að það væru 4 gangar af Baja Claw sem þeir væru að fara að græja á felgur undir bíla sem er verið að smíða. Kreppa hvað! Verð á dekki komið á felgu um 500 kall.
500kall á stykkið???!!!!!!
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 16.jan 2012, 22:04
frá jeepson
Magni81 wrote:jeepson wrote:Ef að maður kaupir splunku ný 44" dc er þá ekkert mál að fá að skipta dekki ef að það hoppar? Og hver selur Dc og super swamper?
Arctic Trucks er að selja 44 DC í dag fyrir 15 tommu felgur. Held þú getir ekki skipt um dekk ef eitt hoppar...
En hver selur super swamper?
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 16.jan 2012, 23:08
frá HaffiTopp
Gunni í Icecool?
Kv. Haffi
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 16.jan 2012, 23:26
frá jeepson
HaffiTopp wrote:Gunni í Icecool?
Kv. Haffi
Hann er ða selja pibull já. En hver selur superswamperinn??
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 16.jan 2012, 23:51
frá Hagalín
jeepson wrote:HaffiTopp wrote:Gunni í Icecool?
Kv. Haffi
Hann er ða selja pibull já. En hver selur superswamperinn??
N1
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 16.jan 2012, 23:57
frá Kalli
15 - 42x14.00 Super Swamper Irok Jeppadekk 119.900,- Vefverslun 107.910,-
Til hjá N1. Nánar
http://dekk.n1.is/SearchTires.aspx
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 17.jan 2012, 00:45
frá jeepson
N1 virðist eingöngu bjóða uppá super swamper í 38" og DC í 44" En svo var ég að skoða lista 09-10 frá þeim og þá var hægt að fá trexus,super swamper og DC í 44". Maður verður bara að bjalla í þá og sjá hvað þeir segja.
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 17.jan 2012, 01:36
frá Einar Kr
Var einmitt að keyra Patrol 38" með Nýjum Pitbull Mad Dog dekkjum í síðustu viku, og hann djöflaðist eins og andskotinn í stýrinu á milli 70 og 80 km hraða, er það sem þið meinið með "hoppar"? Annað sem ég tók eftir var það að nú var bíllinn á nýjum og þræl nelgdum dekkjum, sem var þörf á því kvikindið var á hundleiðinlegum dekkjum fyrir, en fannst mér hann samt full laus og "óeðlilega" hljóðlátur í keyrslu, í næsta stoppi þá þreifaði ég á dekkjunum og það stóð ekki einn einasti nagli upp fyrir gummí.....Ætli það sé með þessi eins og loftbóludekkin sem þurfa að hitna fyrst áður en þau grípa....nema þessi þurfa að slitna fyrst : )
Hef ekki prufað að hleypa úr þeim enn...þar sem ekki hefur gefist tækifæri til, en mér finnst þau standa eitthvað svo tæpt á felgubrúninni að ég veit ekki hvort það kunni góðri lukku að stýra að hleypa úr þeim.
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 17.jan 2012, 15:40
frá jeepson
svopni wrote:Frábært ef að það er raunin að maður sé að versla dekk á rúman 100 kall stk og má svo ekki skila því ef það er gallað! Tékkaðu á því Gísli ef þú bjallar í þá.
Ég hringdi í N1 og þeir eiga til um 30stk af DC 44" Í sambandi við hopp í þessum dekkjum þá er reynt að skða það vel þegar er verið að ballansera dekkin. Og ef að það finst óeðligt hopp þá ætti að vera hægt að fá að skipta um dekk ef að það er ekki búið að keyra mikið á þeim. En mér fanst nú samt eins og það yrði samt einhver tregða við að taka á móti þessum dekkjum. En það er bara að láta reyna á það. En stykkið af þessum dekkjum kostar 129.900kr.
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 17.jan 2012, 21:33
frá jeepson
Einhver sagð mér að artic trucks væru með DC 44" Ég finn þau ekki á síðuni þeirra. Vitið þið eitthvað um það?
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 17.jan 2012, 22:45
frá halli7
Þau voru inná síðunni hjá þeim fyrir ca viku.
sennilega uppseld eða einhvað.
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 17.jan 2012, 22:53
frá Kiddi
Einar Kr wrote:Var einmitt að keyra Patrol 38" með Nýjum Pitbull Mad Dog dekkjum í síðustu viku, og hann djöflaðist eins og andskotinn í stýrinu á milli 70 og 80 km hraða, er það sem þið meinið með "hoppar"? Annað sem ég tók eftir var það að nú var bíllinn á nýjum og þræl nelgdum dekkjum, sem var þörf á því kvikindið var á hundleiðinlegum dekkjum fyrir, en fannst mér hann samt full laus og "óeðlilega" hljóðlátur í keyrslu, í næsta stoppi þá þreifaði ég á dekkjunum og það stóð ekki einn einasti nagli upp fyrir gummí.....Ætli það sé með þessi eins og loftbóludekkin sem þurfa að hitna fyrst áður en þau grípa....nema þessi þurfa að slitna fyrst : )
Hef ekki prufað að hleypa úr þeim enn...þar sem ekki hefur gefist tækifæri til, en mér finnst þau standa eitthvað svo tæpt á felgubrúninni að ég veit ekki hvort það kunni góðri lukku að stýra að hleypa úr þeim.
Þetta sem þú ert að lenda í er jeppaveiki (skjálfti), ekki hopp. Þessi bíll er nú bara með eitthvað ekki í lagi því ég hef ekið slatta á 38.5" Maddog á Patrol og enginn skjálfti.
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 18.jan 2012, 01:23
frá Einar Kr
Hann var á 38 Mickey Thompson á sömu felgum ekki að finna fyrir skjálfta, en byrjaði að "skjálfa" eins og skrattinn eftir að hann var settur á Mad Dog dekkin. Búið að ballancera þau núna þrisvar (á tveim vikum) og þau skána aðeins í hvert skifti en alltaf skjálfti, sérstaklega á milli 70 og 80 km hraða. Jafnt loft í öllum dekkjum. En hann er reyndar misjafn eftir vegum og virðist rólegri í skjálftanum niður í mót. Búinn að prufa bæði í 4wd og í afturfóta og það virðist ekki skifta miklu máli.
Re: 44" Super swamper vs. DC. vs. pittbull.
Posted: 18.jan 2012, 08:55
frá Magni
Arctic Trucks flytur 44DC til íslands. N1 kaupir þau af þeim. ég fékk tilboð hjá N1 í gang með microskurði og umfelgun og það var uppá ca 490þús. Arctic voru eitthvað ódýrari.