Síða 1 af 1

Alvöru hundagrind í jeppa

Posted: 12.jan 2012, 13:58
frá muggur
Sælir,
Er að leita að hudagrind aftan í Pajeroinn minn. Vil ekki eitthvað svona plastdrasl sem er á fótum og með útdraganlegum stöngum. Heldur alvöru grind sem boltast föst í öryggisbelatafestingarnar að aftan eða álíka. Hef séð svona í mörgum jeppum og grunar að þetta sé sérsmíðað. Getur einhver bent mér í rétta átt hvar hægt er að nálgast svona.

Re: Alvöru hundagrind í jeppa

Posted: 17.jan 2012, 13:38
frá gunnireykur
ég smíðaði bara mína á sínum tíma kom mjög vel út og algjör snild að vera með svona í bílnum þetta á að vera staðlbúnaður í öllum jeppum sem huga á því að fara á fjöll

Re: Alvöru hundagrind í jeppa

Posted: 17.jan 2012, 15:03
frá muggur
gunnireykur wrote:ég smíðaði bara mína á sínum tíma kom mjög vel út og algjör snild að vera með svona í bílnum þetta á að vera staðlbúnaður í öllum jeppum sem huga á því að fara á fjöll


Ég er nú bara auli með hor sem kann ekkert í járnsmíði en get hugsanlega dregið upp veskið fyrir svona. Þannig að mig vantar einhvern til að smíða svona. Hefurðu áhuga?

kv.

Re: Alvöru hundagrind í jeppa

Posted: 17.jan 2012, 16:00
frá gunnireykur
ég væri alveg meira en til í það en ég hef bara ekki suðvél lengur annars mundi ég glaður gera það fyrir þig en ég skal láta þig vita ef ég á séns í að komast í eina