Síða 1 af 2

jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 11.jan 2012, 23:31
frá valdi 24
nú er ég búinn að vera springa úr forvitni um þennan bíl, hvað olli því að hann hefur verið skilinn eftir og hvenær.

-Þorvaldur

Image

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 11.jan 2012, 23:36
frá arni87
Ertu með púnt á hann, svo það verði allavega sýður ekið yfir hann.

En það væri gaman ap fá söguna á bakvið hann

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 11.jan 2012, 23:40
frá valdi 24
nei, því miður enginn punktur en það hefði getað endað á því að við hefðum keyrt yfir hann því hann var alveg á kafi nema rétt stiginn.

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 11.jan 2012, 23:46
frá bandido
Saelir herramenn, tad var nu svo ad hann var affelgadur og svo sa sem hafdi hann i lani skildi hann eftir og svo var fenginn adili i ad koma bilnum nidur en ekki gekk betur en ad sa kom honum ekki i gang svo hann fekk ad dusa adeins lengur uppa jokli, Svo naerstu eda tarnaerstu mun eg koma til med ad moka heilan helling.

Ef einhver er med punktinn ta vaeri tad ekkert verra svo madur turfi ekki ad taka snjoflodaleitina a tetta.

Hverning er annars faerdin upp ad jokli, svona in worst case senario ef madur tarf ad draga hlunkinn nidur?

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 11.jan 2012, 23:59
frá valdi 24
færðin er mjög góð á jöklinum allavega eins hátt og við fórum

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 11.jan 2012, 23:59
frá -Hjalti-
Svona miðavið útlitið á honum þarf eflaust að moka innanúr honum :)
Image

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 12.jan 2012, 00:02
frá jeepson
væri gaman að sjá myndir úr björgunar aðegerðinni þegar að því kemur.

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 12.jan 2012, 08:11
frá Freyr
Það að moka snjóinn utan af bílnum er kannski ekki það versta heldur það að brjóta ísinn kringum dekkin/felgurnar.....

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 12.jan 2012, 12:24
frá Sævar Örn
svona var hann í byrjun nóvember

Image

dekkin sokkin í krapa til hálfs ábyggilega vel frosið núna

En allar rúður voru heilar þannig ef þéttikantar eru ágætir ætti hann nu ekki að vera fullur af snjó eins og einhver sagði her að ofan

nema rudurnar hafi gefið sig síðan

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 12.jan 2012, 13:21
frá HHafdal
held að þessi sé frá cheap jeep.

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 12.jan 2012, 14:11
frá DABBI SIG
Er þá ekki bara við hæfi að jeppaspjallsferðin um helgina verði send til að bjarga bílnum og í laun fái þeir að hirða vagninn :D

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 12.jan 2012, 16:35
frá gambri4x4
Hva er hann buinn að vera þarna lengi????'ég leit á Langjökull um miðjan ágúst í sumar og þá er ég nokkuð viss um að hann stóð þar

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 12.jan 2012, 16:41
frá biggi72
Er hann ekki númers laus?
Nei sá það við nánari skoðun.

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 12.jan 2012, 16:58
frá hobo
DABBI SIG wrote:Er þá ekki bara við hæfi að jeppaspjallsferðin um helgina verði send til að bjarga bílnum og í laun fái þeir að hirða vagninn :D


Ég held að erfitt verði að fá menn til að vinna það þrekvirki að moka bílinn upp um helgina, plús að verðlaunin eru ekki glæsileg :)

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 12.jan 2012, 17:19
frá elfar94
HHafdal wrote:held að þessi sé frá cheap jeep.

þessi stóð allavegana alltaf á cheap jeep planinu, var einmitt að furða mig á því hvað hefði orðið um þennan.

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 12.jan 2012, 17:40
frá Stebbi
elfar94 wrote:
HHafdal wrote:held að þessi sé frá cheap jeep.

þessi stóð allavegana alltaf á cheap jeep planinu, var einmitt að furða mig á því hvað hefði orðið um þennan.


Og miðað við ástandi á honum í sumar þá kæmi mér ekki á óvart þó hann væri fullur af snjó, leit ekki beint út fyrir að vera sérstaklega þéttur.

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 12.jan 2012, 18:54
frá scweppes
Ford.jpg


Einu sinni leit hann svona út

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 12.jan 2012, 18:57
frá hobo

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 03.apr 2012, 22:20
frá björninn2
er þessi bill enn i sömu sporunum kv. björninn

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 04.apr 2012, 07:59
frá lc80cruiser1
Er búið að borga bifreiðagjöldin af þessum

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 04.apr 2012, 08:46
frá jongunnar
Ef að Cheapjeep á þennann bíl ber þeim þá ekki skylda að fjarlægja hann? Ég er bara að spekulera sko.

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 04.apr 2012, 09:01
frá ivar
Ég heyrði eitthvað útundanmér björgunarleiðangur á þeirra vegum um daginn. Hefur greinilega ekki orðið af honum þá en kemur örugglega að því :)

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 04.apr 2012, 10:01
frá lc80cruiser1
Leitt að sjá þennan bíl fara vona illa,

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 29.maí 2012, 00:47
frá Sævar Örn
Er búið að moka kaggan upp og koma til byggða?

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 29.maí 2012, 01:32
frá Tonit
Hann fer að fara að fá far til byggða, ég seldi þennan bíl fyrir c.a ári síðan en kaupandinn gekk ekki frá neinu svo það leggst víst á mig að sækja bílinn þar sem hann er mínu nafni og mínum tryggingum, bara búið að bíða færis til að ná honum upp, ætti að vera orðinn möguleiki á því núna eða allavegana á næstunni

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 29.maí 2012, 01:36
frá Tonit
..... svo kemur þessi bíll bílaleigunni ekkert við, ég bara vinn þar og lagði honum fyrir utan vinnuna

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 29.maí 2012, 01:40
frá Tonit
svo er þetta 1979 módel af bíl svo að bifreiðagjöldin eru í sögulegu lámarki ;o)

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 01.aug 2012, 16:12
frá Big Red
Jæja og hvað er að frétta af þessum?

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 02.aug 2012, 00:10
frá reyktour
Kíkti á hann um helgina.
Vinur eiganda hundasleða ferðana á hann.
Virðist ekki vera neinn áhugi að koma honum í burtu.
ætti ekki að vera mikið mál fyrir stóra trukkinn að kippa þessu drasli í burtu.

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 07.sep 2012, 01:04
frá -Hjalti-
scweppes wrote:[attachment=0]Ford.jpg

Image

Einu sinni leit hann svona út



Þessi keyrir líklega ekki fleiri ferðir upp á Jökul

Image

Image

Image

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 07.sep 2012, 04:16
frá Oskar K
láttu ekki svona, nóg af teipi og benslum til

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 07.sep 2012, 08:33
frá Tómas Þröstur
Oskar K wrote:láttu ekki svona, nóg af teipi og benslum til


Einmitt- ekkert mál að redda þessu - með hörku, hráka og heilling af teipi.

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 07.sep 2012, 10:44
frá LFS
kom hann svona undan snjónum ?

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 07.sep 2012, 14:53
frá Valdi B
er ekki síðan einn 38" ford ranger uppá fimmvörðuhálsi sem var skilinn eftir þar þegar gosið varð á fimmvörðuhálsi...

held hann sé ennþá þar

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 07.sep 2012, 18:28
frá Big Red
Er semsagt búið að sækja hann?

og hvernig hrundi allt undan honum að framan?

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 07.sep 2012, 20:14
frá -Hjalti-
Hjónakornin wrote:Er semsagt búið að sækja hann?

og hvernig hrundi allt undan honum að framan?

dregin yfir sprungur og stórgrýti , efast um að ástandið á honum hafi verið eitthvað æðislegt fyrir jökulferðina.

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 09.sep 2012, 14:41
frá vulger
heheh frábært!

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 09.sep 2012, 19:20
frá Stebbi
Ótrúlegt hvað hann hefur sloppið vel við alla umfjöllun. Það hefur ekki birst mynd af honum í neinum af þessari flóru af sorp-miðlum sem við Íslendingar eigum.

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 09.sep 2012, 21:33
frá Stebbi
reyktour wrote:Kíkti á hann um helgina.
Vinur eiganda hundasleða ferðana á hann.
Virðist ekki vera neinn áhugi að koma honum í burtu.
ætti ekki að vera mikið mál fyrir stóra trukkinn að kippa þessu drasli í burtu.


Það væri þá kanski ráð að einhver sem hefur tækin til myndi koma bílnum fyrir í garðinum hjá eigandanum. Þá kanski vaknar einhver áhugi.

Re: jeppi á kafi við rætur langjökuls

Posted: 09.sep 2012, 22:06
frá Hólmar
Stebbi wrote:
reyktour wrote:Kíkti á hann um helgina.
Vinur eiganda hundasleða ferðana á hann.
Virðist ekki vera neinn áhugi að koma honum í burtu.
ætti ekki að vera mikið mál fyrir stóra trukkinn að kippa þessu drasli í burtu.


Það væri þá kanski ráð að einhver sem hefur tækin til myndi koma bílnum fyrir í garðinum hjá eigandanum. Þá kanski vaknar einhver áhugi.


Eigandin kom bílnum niður af jöklinum. Og ég veit ekki betur en hann verður fluttur í bæin á næstuni og rifin.