Síða 1 af 1
Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 11.jan 2012, 12:39
frá Óskar - Einfari
Jæja þá er þessi umræða komin upp aftur:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/11/fordast_ad_draga_vegna_tjonamala/Hvað segið þið hérna, hafa menn lent í einhverju véseni í þessari vetrarfærð út af tjónamálum..... þessi lög eru eiginlega alger skelfing...
Kv.
Óskar Andri
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 11.jan 2012, 13:03
frá Kalli
Ætti nátturu lega að vera í lögum að sá sem er fastur ætti að bera tjón en ekki björgunar bíll. Lesist sem (Björgunarsveitarbíll)
kv. Kalli
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 11.jan 2012, 13:21
frá jeepson
Í þessu tilfelli eiga auðvitað ekki björgunarsveitirnar að bera neina ábyrgð. Ertu á þinni ábyrgð þegar þú ert ða þvælast á vegi sem er búið að loka vegna ófærðar?? Áttu ekki að hafa vit á því að vera ekki að þvælast um í vondu veðri?? Nú ef þú hefur ekki vit á því er þá ekki rétt að þú berir tjónið sjálfur?? Mennirnir sem komu og björgðuðu þér fá ekkert greitt fyrir það. Þeir gátu verið heima með fjölskylduni eða verið að gera eitthvað annað mikilvægt. Það á bara hreinlega að setja það í lög að björgunarsveitirnar beri ekki neina ábyrgð á tjóni þegar að þessu kemur.
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 11.jan 2012, 15:20
frá AgnarBen
Kalli wrote:Ætti nátturu lega að vera í lögum að sá sem er fastur ætti að bera tjón en ekki björgunar bíll.
kv. Kalli
Það gengur augljóslega ekki þar sem bílar sem eru td bilaðir og eru í drætti fram og til baka um borgina geta ekki verið í ábyrgð fyrir tjóni sem dráttarbíllinn kann að valda. Td er ekki óalgengt að bíll sem er dreginn sé alls ekki tryggður.
Þetta er ekki alveg einfalt mál og hefur fleiri fleti en að bara sé verið að draga bíl lausann úr snjóskafli. Til viðbótar þá er ábyrgð þess sem er að draga augljóslega nokkur þar sem hann ræður ferðinni.
Breytingar sem undanskilja Björgunarsveitirnar frá þessum reglum eru aftur á móti gott skref finnst mér.
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 11.jan 2012, 15:37
frá gaz69m
konan fauk útaf í fyrra á franska apparatinu okkar og ég á samt öðrum fórum að sækja hana þar kom að björgunarsveitar bíll og við spurðum út í þetta með hvort að hann mætti draga bílin upp á veg fyrir okkur , hann í fyrstalagi benti á að ef bíllin skemmdist í drætti þá þyrfti björgunarsveitin að borga tjónið og í öðrulagi að þá mættu þeir ekki draga upp bíla fyr en lögreglan hefði haft samband með beiðni um að bíllin yrði dregin upp . Mér finst það fáranlegar reglur að sá sem dregur mann upp þurfi að bera tjónið ef að bíllin skemmist við drátt , það ætti að vera á ábyrgð þess sem dregin er ef það verður tjón á hans bíl ,
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 11.jan 2012, 17:22
frá Freyr
Svo er eitt sem ég held að enginn sé búinn að minnast á, það er ef dráttarbíllinn beitir óhóflegu afli og valdi miklum óþarfa átökum. Segjum t.d. að lítill hilux, cherokee eða álíka bíll sitji fastur. Síðan kemur 46" F-350 og dregur hann með því að nota öll 500 hestöflin við að koma 5 tonnum á góða ferð í fyrstu tilraun...........
Vissulega er þetta mjög ýkt dæmi en vildi bara benda á þetta.
Kv. Freyr
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 11.jan 2012, 18:49
frá ibbi-4x4
finnst þetta svo asnalegt. eg lennti i þvi að festa mig og björgunarsveitin dro mig upp. afturstuðarinn skemmdist a bilnum minum. ekki datt mer i hug að rukka sveitina fyrir þetta
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 11.jan 2012, 19:02
frá Startarinn
Mér finnst fáránlegt að dráttarbíllinn beri ábyrgð á tjóni sem verður á þeim dregna, það er fáránlegt að dráttarbíllinn verði kaskótrygging þess dregna, aftur á móti finnst mér eðlilegt að dráttarbíllinn beri ábyrgð á tjóni sem sá dregni veldur þriðja aðila meðan hann er dreginn.
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 11.jan 2012, 19:39
frá arni87
Ég er búinn að kynna mér þetta aðeins fyrir björgunarsveitina sem ég er í, þá kom í ljós að tryggingafélagið getur neitað að greyða fyrir tjón í drætti, en ef lögregla byður okkur um að draga þá þarf að gera lögregluskýslu ef tjón verður og tryggingafélagið metur það hvort það borgi eða ekki, en það verður jákvæðara.
Ég persónulega fer eftir heiðursmanns samkomulaginu, þar sem ef ég er fastur þá þarf ég aðstoð, og þú býður mér hana, eða öfugt.
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 12.jan 2012, 21:07
frá Brjótur
Freyr sá sem dregur svona eins og þú lýsir hérna ofar, ætti alls ekki að vera undir stýri á jeppa og þaðan af síður á björgunarsveitarbíl, sorry, og mér þykir illa fyrir þjóðinni komið að heyra svona umræðu, að maður geti ekki hjálpað til öðruvísi en að eiga þetta yfir höfði sér, náungakærleikurinn víkinn fyrir stórborgaraulahugsunargangi. Og verði nú hver sem er vitlaus yfir skoðun minni :) ég er vanur því :)
kveðja Helgi
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 12.jan 2012, 22:25
frá jongunnar
Fyrir ca 10 árum dró ég bíl upp í þrengslunum. Bísltjóri bílsins batt í sinn bíl og ég spáði ekkert í það síðan var mér gefið merki um að keyra af stað sem og ég gerði síðan þegar ég fann enga fyrirstöðu stoppaði ég. Þá kom félagi minn sem var með mér hlaupandi með rör sem hékk í spottanum. Bílsjóri hins bílsins hafði semsagt bundið í kælirör fyrir sjálfskiptinguna. Ég skutlaði honum til Þorlákshafnar og það varð ekkert meira mál úr þessu.
Átti ég að bera kostnaðinn við þetta tjón?????
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 12.jan 2012, 22:43
frá Izan
Sælir.
Þetta er náttúrulega hárrétt hjá þér Helgi og ekki minna rétt hjá Þóri sem akkúrrat hitti naglann í dekkið.
Sá sem dregur annan bíl hefur alla stjórn á því sem er að gerast, eða hvað? Það væri eðlilegt ef hann hefði alla stjórnina að hann bæri alla ábyrgðina finnst mér en hann getur ekki borið ábyrgð á því hvernig ökumaður hins dregna gerir en gerir það trúlega samt sem þýðir að ef þú lætur draga þig ætti fátt að koma í veg fyrir að þú fáir húddið sprautað ef þú smellir þér bara aftaná þann sem dregur þó að hann hafi dregið af mikilli fagmennsku.
Ætli ruglið sé ekki tilkomið vegna þess að menn hafa séð fyrir sér bíl að draga annan óskráðann á milli staða. Þá er í raun eðlilegt að sá sem dregur beri ábyrgðina sem eina tryggða tækið í pakkanum og ætti að heita sá sem stjórnar öllu.
Þetta með björgunarsveitirnar er aftur dálítið flóknara. Ég er í einni slíkri sem er allt árið um kring að velta þessu fyrir sér og þangað til endanleg niðurstaða er fengin fæ ég mig ekki til að bulla um það hér en það er í mörg horn að líta og allt mjög háð því hvar bíllinn er, hvort hann sé í hættu eða skapi hættu o.s.frv. Þórir kom inn á einn veikann pungt í þessari pælingu og það er hvort það sé réttlætanlegt að björgunarsveitamenn, sem eru jú bara venjulegir menn, fái slíkt alræðisvald að ákveða hvort og hvernig bíll kemur úr skafli án þess að bera nokkra ábyrgð á því hvað gerist. Það gengur ekki í mínum huga.
Svo má líka benda á það að það eru víðsvegar um landið fyrirtæki sem gera út á að draga bíla og færa á milli staða og eru sérstaklega græjaðir í slíka vinnu, tryggðir gagnvart 3. aðila og alles. Hvernig á sambúð þessara aðila að vera?
Kv Jón Garðar
P.s. jongunnar, vitandi að þú barst ábyrgðina áttir þú sjálfur að tryggja bandið í hinn bílinn.
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 12.jan 2012, 22:49
frá jongunnar
Izan wrote:
P.s. jongunnar, vitandi að þú barst ábyrgðina áttir þú sjálfur að tryggja bandið í hinn bílinn.
Já ég veit það en það var Jóladagur og ég í jakkafötum og kalt úti svo að ég lét hann bara um að binda
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 12.jan 2012, 23:19
frá Freyr
Brjótur wrote:Freyr sá sem dregur svona eins og þú lýsir hérna ofar, ætti alls ekki að vera undir stýri á jeppa og þaðan af síður á björgunarsveitarbíl, sorry, og mér þykir illa fyrir þjóðinni komið að heyra svona umræðu, að maður geti ekki hjálpað til öðruvísi en að eiga þetta yfir höfði sér, náungakærleikurinn víkinn fyrir stórborgaraulahugsunargangi. Og verði nú hver sem er vitlaus yfir skoðun minni :) ég er vanur því :)
kveðja Helgi
Þar er ég algjörlega sammála þér Helgi, menn sem gera svona ættu alls ekki að vera undir stýri á jeppa en maður sé því miður eitthvað í áttina að þessu af og til. Ég hef ekki enn hikað við að draga hvern sem er þó lögin séu svona fyrir utan eitt skipti. Þá var bílaleigubíll fastur í vegöxl og ég hringdi í einhvern yfirmann hjá leigunni til að lýsa aðstæðum og taka fram að ég tæki ekki á mig neinn kostnað vegna hugsanlegra skemmda.
Kveðja, Freyr
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 13.jan 2012, 00:45
frá risinn
Þetta er voðalega einfalt. Þeir sem eru fastir á veturna þeir verða bara að bíða eftir sumrinu með að ná í sína bíla sjálfir.
Sorry kann ekki að setja inn broskarl.
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 13.jan 2012, 02:36
frá Valdi B
björgunarsveitir eiga ekki að borga tjón af ef þeir eru að draga upp bíla ... nema að það sé þeim að kenna að eitthvað gerist.. þ.e. að ef að sá björgunarsveitarmaður sem er að draga bílinn er bjáni og stendur 400hp ford á 46" dekkjum á til að kippa upp litlum yaris.. þið skiljið hvað ég á við og þá á náttúrulega sá björgunarsveitarmaður sem geriri þetta alveg kolvitlaust að bera tjónið...
ég er sjálfur björgunarsveitarmaður þannig að það þýðir ekki að reyna að drulla yfir mig þar...
það hafa verið plögg í bílunum hjá okkur (í minni björgunarsveit) sem að við látum undirrita um að við eigum ekki að bera neinn kostnað af... þið skiljið hvað ég á við og ég nenni ekki að útskýra það betur
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 13.jan 2012, 08:32
frá dabbigj
Er sjálfur í björgunarsveit og hef fengið að hjálpa ófáum ökumönnum seinustu vikur og þeir eru komnir ansi nálægt hundrað bílarnir sem ég er búinn að aðstoða undir merkjum minnar sveitar þessa dagana.
En ég reyni alltaf að byrja á að ýta bílunum eða einfaldlega að keyra þá útá rudda götu fyrir fólk, ef það gengur og það þarf bara rétta að hnika bílnum spila ég hann nánast undantekningarlaust frekar en að draga þarsem það er hægt að fylgjast margfallt betur með öllu sem er að gerast þarsem ótrúlegustu hlutir geta gerst.
Hef allavega sloppið við að skemma eitthvað hingað til og mun vonandi sleppa við að gera það í framtíðinni.
En gaman að sjá þessa umræðu og að hún sé á svona jákvæðum nótum, það getur verið stressandi stundum þegar að fólk er að biðja mann að kippa í bíla sem að kostar margföld árslaun meðalmanns.
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 13.jan 2012, 09:37
frá Izan
Sælir
Freyr wrote:Þá var bílaleigubíll fastur í vegöxl og ég hringdi í einhvern yfirmann hjá leigunni til að lýsa aðstæðum og taka fram að ég tæki ekki á mig neinn kostnað vegna hugsanlegra skemmda
valdibenz wrote:það hafa verið plögg í bílunum hjá okkur (í minni björgunarsveit) sem að við látum undirrita um að við eigum ekki að bera neinn kostnað af...
Vandamálið er eingöngu það að enginn "heiðursmannasáttmáli", plagg til að undirrita í hita leiksins eða nokkur hlutur í þessum dúr gerir nokkurt einasta gagn nema gefa þér örlítið meiri öryggistilfinningu meðan þú lætur bílinn hafa'ða. Frekar en vera í jakkafötum undanskilur þig undan ábyrgðinni. Það er samt sennilega besta tilraunin eins og hefur mátt sjá í bankakerfinu undanfarin ár.
Kv Jón Garðar
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 13.jan 2012, 09:47
frá Óskar - Einfari
Þegar ég er að aðstoða fólk í ófærðinni hérna innanbæjar eða við þjóðveginn, byrja ég yfirleytt alltaf á því að reyna að ýta bíl úr festu og jafnvel fæ einhvern með mér. Mér finnst stundum eins og fólk sé óþarflega fljótt að taka upp spottan. Ég jafnvel reyni að moka aðeins frá bílum áður en að það kemur að því að taka upp spottan... maður leggur bara mat á það hverju sinni hvort það þjóni tilgangi að moka eða ekki. Ef það kemur til þess að ég dragi bíl þá skoða ég alltaf festingarnar, síðan festi ég í báða bílana, nota minn spotta og mína keðjulása.
Svo er það nú eitt vandamál líka með margar af þessum nýju rassþotum að það er oft ekki gert ráð fyrir að þeir bílar séu dregnir og hvað þá að það sé dráttarkrókur aftan á þeim. Þá þarf bara að beyta öðrum ráðum... fá fleiri í að ýta, reyna að moka frá eða jafn benda viðkomandi á að hringja í dráttarbíl. Það er allavega ekki séns að ég fari að binda í spyrnur, einhverja bita eða stuðarafestingar sem er ekki gert fyrir drátt.
Re: Forðast að draga vegna tjónamála
Posted: 13.jan 2012, 15:41
frá Valdi B
Izan wrote:Sælir
Freyr wrote:Þá var bílaleigubíll fastur í vegöxl og ég hringdi í einhvern yfirmann hjá leigunni til að lýsa aðstæðum og taka fram að ég tæki ekki á mig neinn kostnað vegna hugsanlegra skemmda
valdibenz wrote:það hafa verið plögg í bílunum hjá okkur (í minni björgunarsveit) sem að við látum undirrita um að við eigum ekki að bera neinn kostnað af...
Vandamálið er eingöngu það að enginn "heiðursmannasáttmáli", plagg til að undirrita í hita leiksins eða nokkur hlutur í þessum dúr gerir nokkurt einasta gagn nema gefa þér örlítið meiri öryggistilfinningu meðan þú lætur bílinn hafa'ða. Frekar en vera í jakkafötum undanskilur þig undan ábyrgðinni. Það er samt sennilega besta tilraunin eins og hefur mátt sjá í bankakerfinu undanfarin ár.
Kv Jón Garðar
sæll... þetta plagg var býst ég gert (ekki án þess að ég viti það ) í gegnum lögfræðing og eða eitthvern sem eitthfað hefur fyrir ´ser í þessum málum... þetta hefur varla verið gert uppá kaffistofu hjá eitthverju björgunarsveitarmönnum tilað þeim líði betur...
annars þá ætla ég ekki að tjá mig meira um þetta þar sem að e´g veit ekki nóg um þetta... held að flestir hérna séu álíka mér í því hehe :D