Síða 1 af 1
Dýr ljós í Subaru
Posted: 10.jan 2012, 23:55
frá Lada
Sælir
Nú er svo fyrir mér komið að mig vantar framljós á 10 ára Subaru Legacy sem ég á, svo ég gerði eins og alltaf þegar mig vantar eitthvað... ...hringdi í umboðið til að athuga verðið. Þar er mér sagt að þeir eigi ljósin ekki til á lager en geti útvegað mér þau á 125.000 kr. STYKKIÐ, eða kvartmilljón fyrir parið. Ég talaði við tvö önnur fyrirtæki sem selja nýja boddýhluti, og var mér sagt á báðum stöðum að "eðlilegt" verð á sambærilegum ljósum væri kannski frá 15.000 kr. til 30.000kr. en það færi eftir tegund, hversu algengir bílarnir eru og ýmsu öðru. Það skal þó tekið fram að hvorugt fyrirtækið átti til ljós í Subaru, og virðist enginn annar selja þau ný.
Hvernig getur það verið að umboðið sé svona rosalega mikið dýrara? Ég hef alveg tekið eftir miklum verðmun þegar mig hefur vantað annað, en þetta er alveg fáránlegt.
Vitið þið hvar eru mestar líkur á að finna ný ljós í Subaru Legacy?
Kv.
Ásgeir
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 10.jan 2012, 23:58
frá isak2488
Prófaðu
www.mekonomen.is þeir hafa reynst mér nokkuð vel
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 11.jan 2012, 00:13
frá Kalli
Þeir hjá IH halda að allt sé úr gulli
kv. Kalli
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 11.jan 2012, 00:27
frá jeepson
Kalli wrote:Þeir hjá IH halda að allt sé úr gulli
kv. Kalli
Já þeir virðast halda það. En hvað er að ljósunum þínum? Félagi minn er með 06 eða 07 legacy og lenti í sandfoki í öræfunum þegar hann var að fara í bæinn. Ljósin áttu að kostar STYKKIÐ!! 250þús í bílinn. Hann keypti massa fyrir 2eða3 kall og massaði ljósin. Og þau urðu eins og ný. Talsverður sparnaður þar. Ef að þú ert með mött ljós og plast gler í þeim. þá mundi ég íhuga þetta áður en þú ferð að láta taka af þér hendur og fætur fyrir nýjum ljósum :)
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 11.jan 2012, 04:24
frá Oskar K
jeppapartar.is
japanskar vélar
bílar og partar
Vaka ehf
kaupir ekki nýja boddyhluti á 10 ára gamlan bíl
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 11.jan 2012, 09:00
frá Stebbi
Oskar K wrote:jeppapartar.is
japanskar vélar
bílar og partar
Vaka ehf
kaupir ekki nýja boddyhluti á 10 ára gamlan bíl
Afhverju ekki ??
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 11.jan 2012, 09:10
frá Henning
Athugaðu með Felgur.is Hann á eitthvað af ljósum á góðu verði
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 11.jan 2012, 09:12
frá -Hjalti-
Oskar K wrote:jeppapartar.is
japanskar vélar
bílar og partar
Vaka ehf
kaupir ekki nýja boddyhluti á 10 ára gamlan bíl

Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 11.jan 2012, 09:27
frá Polarbear
það er ljóst að ég myndi ekki kaupa notaða bíla af hjalta :)
e.s. þetta er kanski full djúpt í árina tekið, en mér finnst skrýtið viðhorf að finnast sóun að kaupa nýja varahluti í notaða bíla.
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 11.jan 2012, 10:50
frá -Hjalti-
Polarbear wrote:það er ljóst að ég myndi ekki kaupa notaða bíla af hjalta :)
e.s. þetta er kanski full djúpt í árina tekið, en mér finnst skrýtið viðhorf að finnast sóun að kaupa nýja varahluti í notaða bíla.
hvada rugl er þetta?
ég sagði það aldrei... skoðaðu þetta betur.. var að hneikslast á póstinum frá Óskari...
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 11.jan 2012, 10:53
frá Polarbear
ahh... fyrirgefðu innilega hjalti. ég lesblindaði þetta óvart. ég myndi ekki kaupa notaða bíla af óskari :) hehe.
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 11.jan 2012, 17:47
frá Stebbi
Ég hlýt að vera algjör bruðlari þar sem ég keypti NÝ framljós á bílinn hjá mér þegar hann var 11 ára gamall.
P.s
Hvar fær maður notaða bremsuklossa og súran kælivökva fyrir lítið??
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 11.jan 2012, 21:45
frá Lada
Sælir og takk fyrir ábendingarnar
Gísli, ljósin eru bæði nokkuð mött en svo er sprunga í öðru. Ég var búinn að heyra að Poulsen seldi slípimassa sem er ætlaður til að slípa niður svona plastljós (Sparar mér 123.000 kr.) En hinu vildi ég helst skipta út.
Veit einhver hvort ljós úr 2003 bíl passa í 2001 árgerðina?
Kv.
Ásgeir
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 11.jan 2012, 22:15
frá vippi
Netpartar á Selfossi eiga mikið í Subaru, getur athugað það.
netpartar.is eða leitað á partasölur.is
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 12.jan 2012, 00:53
frá Oskar K
Polarbear wrote:ahh... fyrirgefðu innilega hjalti. ég lesblindaði þetta óvart. ég myndi ekki kaupa notaða bíla af óskari :) hehe.
feginn er ég, búinn að lenda í því nógu oft að selja hálfvitum bíla
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 12.jan 2012, 06:36
frá Ofsi
Kemur ekki á óvart verðlagningin. Vantaði 1 framljós í Forrester 1998 árgerð um daginn og einn ytri hjörulið að aftan. Hjöruliðurinn var á 90.000 hjá IH og ljósið á 80.000
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 12.jan 2012, 09:53
frá Polarbear
Oskar K wrote:Polarbear wrote:ahh... fyrirgefðu innilega hjalti. ég lesblindaði þetta óvart. ég myndi ekki kaupa notaða bíla af óskari :) hehe.
feginn er ég, búinn að lenda í því nógu oft að selja hálfvitum bíla
haha.... snilld :)
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 13.jan 2012, 09:42
frá Sira
Sælir.
Ljós úr BE III passa á árg 1999 til 2002 árg en það verður aðeins facelift á ljósum í 2003 árg
k.v
S.L
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 13.jan 2012, 12:57
frá Heiðar Brodda
sæll hringd í Bjarnþór í síma 8673277 hann gæti átt þetta handa þér
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 04.feb 2012, 22:54
frá Lada
Sira wrote:Ljós úr BE III passa á árg 1999 til 2002 árg en það verður aðeins facelift á ljósum í 2003 árg
Hvað er BE III? Passa ljós úr 2003 árg. í 2000?
Kv.
Ásgeir
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 04.feb 2012, 23:04
frá ssjo
Eitt innlegg í þessa umræðu er bílapartasamsalan í Svíþjóð. Vettvangur sænskra bílarpartasla á netinu. Hef enga reynslu af því að panta af þessari síðu. Kannaði eitt sinn með ljós í Mösdu '99 sem áttu að kosta 100.000 kall stykkið í umboðinu. Þau voru verðlögð á 15-25.000 kall á þessari síðu en fundust fyrir rest hér heima.
www.bildelsbasen.se
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 05.feb 2012, 16:26
frá Lada
Takk fyrir ábendinguna Sigurður.
Ef að ljósin kosta 15.000 - 25.000 kr. þarna úti, hvað kosta þau þá komin á klakann?
Veit virkilega enginn hvort ljós af 2003 árgerðinni passa á 1999 - 2002 árgerðir?
Kv. Ásgeir
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 29.mar 2012, 15:57
frá Ausi
Veit einhver hvort ljós úr 2003 bíl passa í 2001 árgerðina?
Ég veit ekki betur en ljósin séu eins í grófum dráttum festingar og þessháttar frá 99-2004 eða þar til boddý breitist nema að ljósin breitast aðeins í útliti stefnuljós og þessháttar en ekkert að því að fá bara 2 og skifta báðum út hjá þér :)
Vona að þetta segi þér eithvað.
Kv Ausi
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 17.apr 2012, 00:37
frá Oskar K
þyrftir þá að skipta um húdd og frammbretti líka 1999-2002 er eins, 2003-2004 er eins
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 17.apr 2012, 12:17
frá Grímur Gísla
ertu búinn að athuga á ebay.com
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 18.apr 2012, 11:56
frá Holyman
5553560 Bílapartar og þjónusta..... hann er liklegur til að eiga þetta.... og svo var bílapartasalan austurhlíð á akureyri ....þeir voru að flytja inn ljós....
Re: Dýr ljós í Subaru
Posted: 18.apr 2012, 12:30
frá Óskar - Einfari