Hvaða dekk á maður að taka?


Höfundur þráðar
Gunnar G
Innlegg: 116
Skráður: 29.aug 2011, 17:36
Fullt nafn: Gunnar Guðjónsson

Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá Gunnar G » 10.jan 2012, 20:55

Langaði að forvitnast hvað dekk maður ætti að kaupa 39,5" irok eða 38" at 405. Er með rosalegan valkvíða !! langaði að fá ykkar álit




ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá ivar » 10.jan 2012, 21:21

Ef þú ætlar að vera meirihlutan í bænum þá AT en ef aðalmálið er drifgeta þá 39,5".
Ef þú kaupir ný 39,5 myndi ég láta skera þau og míkróskera til að gera góð dekk enn betri.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá AgnarBen » 10.jan 2012, 22:05

ivar wrote:Ef þú ætlar að vera meirihlutan í bænum þá AT en ef aðalmálið er drifgeta þá 39,5".
Ef þú kaupir ný 39,5 myndi ég láta skera þau og míkróskera til að gera góð dekk enn betri.


Og svo er öruggara að vera með valsaðar felgur eða Beat Lock fyrir Irok-inn.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá Guðjón S » 10.jan 2012, 22:26

Hvernig bíl ertu á, fer svolítið eftir því að einhverju leiti. Sjálfur er ég á Pittbull dekkjum "42 á gömlum 60 cruiser og er mjög ánægðu með þau. Icecool er að selja þau, ég skora á þig að skoða þessi dekk þ.e. ef þú ert ekki búinn að því.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá jeepcj7 » 10.jan 2012, 22:39

Hvaða verð er á 42"pitbull og er það á 15 eða 16" felgu?
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá AgnarBen » 10.jan 2012, 22:41

Guðjón S wrote:Hvernig bíl ertu á, fer svolítið eftir því að einhverju leiti. Sjálfur er ég á Pittbull dekkjum "42 á gömlum 60 cruiser og er mjög ánægðu með þau. Icecool er að selja þau, ég skora á þig að skoða þessi dekk þ.e. ef þú ert ekki búinn að því.


Hvernig er slitið á þessum Pitbull dekkjum, ertu með Rocker ?
Talaði við einn sem var með Pitbull 47" undir Ford F350 og hann talaði um að þau væru eins og strokleður þau væru svo mjúk og slitnuðu mjög hratt !
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá Eiður » 10.jan 2012, 22:41

Ég myndi taka at dekkin, mikið af sögum um irok sem hvellspringa við úrhleypingu eða þá að felgan spóli inní dekkjunum

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá DABBI SIG » 10.jan 2012, 23:52

Þetta fer nú kannski aðeins eftir tegund bíls... persónulega (ath. mín skoðun) myndi ég velja AT dekkið undir léttan, minni bíl sem ekki er með óþarflega mikið af hrossum í húddinu. Því þeim dekkjum er auðveldara að snúa, þ.e. léttari.
Hinsvegar myndi ég skoða Irokinn undir þyngri bíla þar sem þeir finna þá líka minna fyrir hversu stórum dekkjum verið er að snúa.
Hvort þetta sé endilega réttur hugsunarháttur ætla ég ekkert að fullyrða um, bara mín skoðun sem gæti auðveldlega breyst.
En já það hafa heyrst þessar sögur um Irokinn að það þurfi að valsa felgurnar svo þau tolli almennilega og sömuleiðis kannski skera og míkróskera þau til að gera þau meðfærilegri og betri til úrhleypingar.
Það væri kannski forvitnilegt að heyra í Agnari á cherokee hvernig irok hefur komið út undir frekar léttum bíl? Ertu með einhvern samanburð við önnur svipuð dekk eða 38"?
-Defender 110 44"-

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá Hjörturinn » 11.jan 2012, 00:51

veit til þess að Irokinn á til að sprynga með kubbum ef það er ekið mikið á þeim úrhleyptum, annars fín dekk.
Dents are like tattoos but with better stories.


Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá Guðjón S » 11.jan 2012, 01:02

AgnarBen wrote:
Guðjón S wrote:Hvernig bíl ertu á, fer svolítið eftir því að einhverju leiti. Sjálfur er ég á Pittbull dekkjum "42 á gömlum 60 cruiser og er mjög ánægðu með þau. Icecool er að selja þau, ég skora á þig að skoða þessi dekk þ.e. ef þú ert ekki búinn að því.


Hvernig er slitið á þessum Pitbull dekkjum, ertu með Rocker ?
Talaði við einn sem var með Pitbull 47" undir Ford F350 og hann talaði um að þau væru eins og strokleður þau væru svo mjúk og slitnuðu mjög hratt !


Slitið er svo sem ekki komið í ljós, er ekki búinn að keyra neitt að viti á þeim, kannski rétt um 1000km, ég lét microskéra þau strax. Mér finnst þau ekki mjúk. Það fer líka alveg eftir því hversu duglegur þú ert að svissa dekkjum fram og aftur, segir sig sjálft að ef þú ert á afturdrifs bíl og ekur honum svoleiðis þá slitna afturdekkin frekar en hin. Svo er bara að passa upp á psi, hafa það rétt.

Ég er búinn að fara í þrjár ferðir nú í vetur og þau eru farin að virka eftir pöntun frá mér, ég var á 38" AT og voru þau svo sem að virka vel en þessi bíll mátti alveg við því að fá stærra undir sig :-)

Ég var að fá stk á 92þ, tek það fram að þessi dekk eru ekki radial, en eins og þau eru framleidd í dag þá eru þau samt að gera sitt, sterkari og bælast vel þegar hleypt er úr þeim. Þessi dekk komu fyrir 16" felgur, veit til þess að hann er með 41 1/2" radial fyrir 15" felgur að vísu dýrari en 42".

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá AgnarBen » 11.jan 2012, 01:03

Ég er búinn að keyra á þeim (39,5" Irok Radial) síðan í maí en þau voru keyrð nokkur þúsund km á malbiki þegar ég fékk þau, frábær keyrsludekk en pínu hávær í þjóðvegaakstri. Vandamálin með þessi dekk hafa að gera með hitamyndun sem orsaka sprungumyndun í kringum hliðarkubbana sem síðan hafa orsakað að þau hafa farið að leka, hef ekki heyrt um hvellsprungin dekk. Svona hitamyndun orsakast væntanlega þegar ekið er á þeim á mjög þungum bílum eða ekið hratt á þeim úrhleyptum á auðum vegum. Ég hef ekki trú á að þau séu að eyðileggjast vegna úrhleypinga í snjó (mín skoðun).

Ég skar hressilega úr kubbunum í köntunum til að draga úr hitamyndun og einnig aðeins úr mynstrinu á bananum, einnig lét ég microskera þau í miðjunni. Dekkin eru mjög rásföst og eru með frábært grip í hálku og snjó finnst mér. Þau belgjast líka betur en ég þorði að vona eftir þessa aðgerð undir mínum bíl (þurrvigt 1700 kg) en ég þarf að hleypa ca einu pundi meira úr þeim en á 38" til að ná sama floti, þannig er ég í 2 psi á þessum á meðan ég var í 3 psi á hálfslitnum Mudder undir sama bíl sem er nú bara eðlilegt miðað hvað Irok-inn eru grófmynstruð. Ég hef ekki orðið var við vott af hitamyndun í dekkjunum undir mínum bíl.

Ástæðan fyrir því að ég valdi þessi dekk eru gróft munstrið, góðir akstureiginleikar, þau eru frekar mjó en með lengra spor sem ég taldi henta vel undir þetta léttan bíl og að ég veit að þau munu verða til áfram fyrir 15" háar felgur. Þau eru nokkuð laus á felgu og því lét ég valsa felgurnar mínar og þau hafa ekki haggast á þeim hingað til þrátt fyrir að ég hafi verið að hleypa úr allt niður í 1 psi. Ég er auðvitað ennþá með þau í "prófunum" en ég er mjög sáttur við þau hingað til.

Hvort þau eigi síðan eftir endast verður bara að koma í ljós en ég veit um dæmi þar sem svona munsturskorin dekk hafa verið keyrð út undir LC90 án vandamála þannig að vonandi verður þetta bara í lagi hjá mér :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


silli525
Innlegg: 109
Skráður: 27.okt 2011, 08:54
Fullt nafn: Sigvaldi Þ Emilsson

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá silli525 » 11.jan 2012, 09:23

Gunnar G wrote:Langaði að forvitnast hvað dekk maður ætti að kaupa 39,5" irok eða 38" at 405. Er með rosalegan valkvíða !! langaði að fá ykkar álit



Kaupir bara af mér mökkslitnu at dekkinn og færð felgurnar með sem eru með völsuðum kanti þannig getur þú prófað bæði at og irok :) , þú verður reyndar að kyngja miklu stolti,breyta gatadeilingu og borga mér morðfjár fyrir þetta sem er náttúrulega bara frábært:)


Höfundur þráðar
Gunnar G
Innlegg: 116
Skráður: 29.aug 2011, 17:36
Fullt nafn: Gunnar Guðjónsson

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá Gunnar G » 11.jan 2012, 10:43

Heyrðu ég er með Grand cherokee 2001 hann vigtar 1850kg á 38" mudderum sem eru rosalega léglegir. Ég hef nu prófað irokinn undir willis sem ég átti og hann virkaði ekkert síður á þeim heldur en mudder. og var léttara að keyra í snó vegna þess að það var minni fyrir staða á iroknum í snjó heldur en muddernum. Eina sem ég fann áð það þýtti ekkert að vera nýskur á loftið á þeim!!

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá JonHrafn » 11.jan 2012, 12:13

Ég missti nú allt álit á AT eftir að hafa farið á langjökul 20jún síðasta sumar. Við vorum á '87 patrol með opnum drifum á 39.5 irok, með í för var lc90 loftlæstur framan og aftan á óslitnum AT 38" . Þegar líða tók á dagin fór cruiserinn að spóla sig niður þegar blotnaði í snjónum meðan patrolinn rúntaði í kringum hann og kipti í.

Hef verið með sama irok gang undir hilux sem vigtar hvað 2100kg án farangurs og olíu, helvíti sáttur við drifgetuna en afturhásingin og drifin eru ekki alveg jafn sátt við gripið.

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá Hagalín » 11.jan 2012, 12:39

Pabbi er búinn að keyra út einn AT gang á 2004 Patrol. Hef ég sjálfur ekið honum töluvert á malbiki og eru þetta ofboðslega góð akstursdekk. Í snjó hefur þessi bíll verið fáránlega seigur miðað við þyngd á 38" Þau náttúrulega bælast vel á svona þungum bíl en ég veit ekki hvort að þyngdardreyfingin á Patrol veldur því að hann sé þetta duglegur á þessum dekkjum og svo er eyðslan á þeim ekki að skemma fyrir......
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá jeepson » 11.jan 2012, 13:26

Ég sé að það eru misjafnar sögur af þessum AT dekkjum. Hefur einhver hérna prufað þetta undir patrol Y60?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá Heiðar Brodda » 11.jan 2012, 14:05

Félagi minn er með hilux dc á nýjum AT dekkjum ólæstur og það er alveg magnað hvað er hægt að drulla þessu áfram og höfum við verið í mjög leiðinlegu færi en veit um dæmi þar sem 90lc var á svona dekkjum aldrei hleypt úr bara keyrt og eftir 30þús km voru dekkin búin en nóg eftir af munstri en ef ég væri á patrol eða sambærilegum þá mundi ég kaupa super svamper ssr aðeins stífari en snilld undir patrol og munstrið er svona í átt við mödder og virka í snjó

kv Heiðar Brodda

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá Freyr » 11.jan 2012, 14:06

Ég tæki Irok alltaf frammyfir AT dekkin fyrir snjóakstur. Ég hef lítið ekið á AT dekkjum í snjó sjálfur en það litla sem ég prófaði var ég ekki sáttur, þau eru allt of fínmunstruð. Hinsvegar hef ég margoft verið á fjöllum með bílum á AT dekkjum og oftast er svosem enginn munur á þeim og öðrum 38" dekkjum en nokkrum sinnum hef ég séð bíla á AT dekkjum sitja t.d. neðst í brekkum þar sem sambærilegir bílar/bílstjórar fóru upp á öðrum dekkjum. Það sem gerist er að þau ná ekki að hreinsa sig því bilið milli kubbana er svo lítið og þá missa þau allt grip.

Freyr

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá Óskar - Einfari » 11.jan 2012, 15:04

Hefur engum dottið í hug að skera AT dekkin eitthvað til að gera þau betri í þungu færi..... væri ekki hægt að "stækka" örlítið bilið á milli kubbana?
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá DABBI SIG » 11.jan 2012, 16:10

Takk fyrir svarið Agnar, flott að fá reynslusögur. Hvað með eyðslu á bílnum á Irok vs. mudder eða því sem þú varst á? Er markverður munur að snúa þessum dekkjum, þ.e. mun þyngri dekk að snúa á malbiki og í snjó o.s.frv.?
-Defender 110 44"-

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá AgnarBen » 11.jan 2012, 22:14

DABBI SIG wrote:Takk fyrir svarið Agnar, flott að fá reynslusögur. Hvað með eyðslu á bílnum á Irok vs. mudder eða því sem þú varst á? Er markverður munur að snúa þessum dekkjum, þ.e. mun þyngri dekk að snúa á malbiki og í snjó o.s.frv.?


Veit ekkert með eyðslu í snjónum - ég mældi hann bara einu sinni á Muddernum í langkeyrslu 15 l/100 en mér sýnist hann vera að eyða svona 16 l/100 á Irok (venjulegur þjóðvegaakstur á löglegum hraða) .... sem sagt eyðslan er svipuð, varla marktækur munur !
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Kölski
Innlegg: 233
Skráður: 28.feb 2010, 11:18
Fullt nafn: Hlífar Vilhelm Helgasson

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá Kölski » 12.jan 2012, 06:54

Gísli ég var með AT dekk undir y60 og eru þetta bara ein bestu dekk sem ég hef verið á. Ég fór t.m. upp á sólheimajökul í fyrra. Ég var með einu '00 árg. af hælux á 38"GH. læstur að aftan. Svo var ég með öðrum Hilux '08 38"AT. breyttur með öllu. Og ég skal segja þér að þeir voru bara að fara jafn mikið og ég þótt ég hafi verið á þyngri bíl, fullan af fólki með engar læsingar.

Hef farið í margar ferðið sem hægt hefur verið að dæma dekk og fyrir mittleiti eru AT. með þeim bestu ef ekki bestu(Hef ekki prófað allar tegundir en nokkrar.) sem ég veit um.
Búinn því miður að heyra allt of mikið af leiðinda sögum um irokinn. En hef mikinn áhuga á pittbull dekkjunum. En svo var ég að tala við einn vel fróðan jeppa kall upp í moso í gær og hann var að tala um að þessi pitbull væru handónýt. (Væri til í meiri reynslusögur af pittbull.
En til að svara spurningunni þinni þá held ég að þú ættir að gefa okkur upp hvernig bíl þú sért á svo að það sé auðveldara að benda á dekk.

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá Hagalín » 12.jan 2012, 09:54

Svona varðandi endingu á AT undir Y61 Patrol að þá var bíllinn Hjá pabba ekin 84þ þegar hann fékk hann á nýjum AT dekkjum. Í dag er hann ekinn 150þ og eru þau orðin vel slitin og er það bara ágætis ending þessir 66þ km...
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Höfundur þráðar
Gunnar G
Innlegg: 116
Skráður: 29.aug 2011, 17:36
Fullt nafn: Gunnar Guðjónsson

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá Gunnar G » 12.jan 2012, 19:13

Jæja þá er maður búinn að festa sér irock 39,5" held að þau séu frekar málið!!

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvaða dekk á maður að taka?

Postfrá jeepson » 12.jan 2012, 19:15

Ég er mikið að pæla í að fá mér AT dekk við tækifæri. Væri til í að fá að heyra fleiri reynslu sögur ef að fleiri hafa verið með þau undir Y60 patrolum ..
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 43 gestir