Síða 1 af 1

loftpúðar undir 1000 kíloa bíl. spurning!

Posted: 10.jan 2012, 18:44
frá birgir björn
sælir. eg er með stuttan suzuki samurai og hef verið að gæla við loftpúða i stað blaðfjaðra. og eg er með nokkar spurningar varðandi þetta, hvernig púða mindi eg þurfa nota undir bíl sem vigtar rétt yfir 1000 kílo? hvar fást þeir? hvar fæ eg fóðringar í stýfurnar ef eg smíða þær sjálfur? er löglegt að smíða stýfurnar sjálfur úr rörum? endilega miðlið visku ykkar takk takk

Re: loftpúðar undir 1000 kíloa bíl. spurning!

Posted: 10.jan 2012, 20:35
frá olei
1000 Kg bíll með tveimur köllum, farangri og eldsneyti. Eigum við að segja 1350 kg. Að aftan gæti hann verið 600 kg. Púðarnir þurfa ekki að bera hjól og hásingu sem gætu t.d. verið 100 kg. Þá þurfa þeir að bera 500 kg báðir eða 250kg hvor. Ágætt að áætla þá ríflega samt til að vera réttu megin við strikið.

Fóðringar fást víða og já það er löglegt að smíða stífurnar úr rörum. Landvélar og Fjaðrabúðin Partur, E.T selja loftpúða, vafalaust fleiri ..

Re: loftpúðar undir 1000 kíloa bíl. spurning!

Posted: 10.jan 2012, 21:38
frá birgir björn
flott þetta hjálpar

Re: loftpúðar undir 1000 kíloa bíl. spurning!

Posted: 10.jan 2012, 21:58
frá Startarinn
Ég myndi segja 500 kg púða, ég er með 1200 kg púða undir hiluxinum mínum, margir hafa líka notað 800 kg púða undir hiluxana, og minn var vigtaður 1890kg fyrir breytingarskoðun

Re: loftpúðar undir 1000 kíloa bíl. spurning!

Posted: 10.jan 2012, 22:30
frá torino
en hvað með fox dempara eða eitthvað alika eg held eg myndi frekar velja svoleiðis allavega i svona lettan jeppa, er liklega odyrara en dempari og puði og tekur mikið minna plass

bara hugmynd
kv Rögnvaldur

Re: loftpúðar undir 1000 kíloa bíl. spurning!

Posted: 10.jan 2012, 22:46
frá gislisveri
viewtopic.php?f=31&t=7709

Keppnisfjöðrun undir Súkku.

Re: loftpúðar undir 1000 kíloa bíl. spurning!

Posted: 11.jan 2012, 13:04
frá birgir björn
rögnvaldur, góð hugmynd. gísli eg vill kaupa. er þetta samt allveg street legal?

Re: loftpúðar undir 1000 kíloa bíl. spurning!

Posted: 11.jan 2012, 16:42
frá gislisveri
Þetta er jafn löglegt og harðfiskur.

Re: loftpúðar undir 1000 kíloa bíl. spurning!

Posted: 11.jan 2012, 16:51
frá HaffiTopp
Miðað við áframhaldandi boð og bönn ríkisstjórnar í bland við gríðarlegar skattahækkanir þá hefur maður varla trú á að blessaður harðfiskurinn verði löglegur mikið lengur :D
Kannski bara minni munaðarvara heldur en eldsneytið virðist vera að stefna í.
Kv. Haffi