Síða 1 af 1

Enn á ný í smá vanda :)

Posted: 08.jan 2012, 17:24
frá afc
Jæja sælir félagar

Hvernig væri lífið ef það væri enginn vandi :o ?
Ég er einmitt í vanda núna, ekkert miklum en svona aukalegum vanda.

Þannig eru málin núna að ég keypti mér kastaragrind á bílinn, en hún passar ekki nákvæmlega í festingarnar sem fyrir voru á bílnum.....
Er einhver hérna sem getur bent á einhvern eða er einhvern hérna sem gæti aðstoðað mig við að koma þessu á bílinn ?
Mér er sagt að þetta sé ekkert mál, en það er alltaf mál fyrir þann sem ekki kann þetta :o

með fyrirfram þökk :)

Re: Enn á ný í smá vanda :)

Posted: 08.jan 2012, 22:54
frá MattiH
Talaðu við Smára í Betra Púst. www.betrapust.is
Hann græjaði grindina má hjá mér, Mjög flinkur.

Re: Enn á ný í smá vanda :)

Posted: 09.jan 2012, 17:08
frá afc
Takk fyrir ábendinguna Matti
Fyrst það var bara nóg að tékka á pústverkstæði, þá leitaði ég nú ekki yfir lækinn heldur fór þá bara í minn heimabæ og smellti honum á BJB og þetta var til fyrirmyndar hjá þeim og þjónustan þar frábær, þeir tróðu mér bara á milli þó það væri brjálað að gera

En allavega grindin komin á bílinn, svaka fínt alveg hreint og ég sáttur, núna vantar bara kastara........ :o það eru samt tengi og rofi fyrir þá.

Re: Enn á ný í smá vanda :)

Posted: 09.jan 2012, 17:16
frá hobo
Það virðist ennþá vera "útsala" á kösturum hjá Hugna á Dalvegi. Kannski ekki bestu gæðin en verðin eru góð.
Ég keypti þessi gulu þokuljós og þau eru að lýsa svona svona lala.

http://hugna.is/attachments/File/Ljoska ... Utsala.pdf

Re: Enn á ný í smá vanda :)

Posted: 09.jan 2012, 17:23
frá dazy crazy
Ég get reddað flestum þessum kösturum á betra verði eins og t.d. xenon 4" ys-2006 á 11.500 35w og 12.500 55w

Ég og vinur minn erum að gæla við innflutning á þessum ljósum til að skapa samkeppni þar sem 200%+ álagning virðist teljast eðlileg. við eigum bara eftir að stofna fyrirtæki til að geta endurgreitt virðisaukaskattinn svo þeir sem eru með vsk kennitölu geti fengið enn betra verð.

Kv. Dagur

Re: Enn á ný í smá vanda :)

Posted: 09.jan 2012, 22:50
frá Kalli
dazy crazy wrote:Ég get reddað flestum þessum kösturum á betra verði eins og t.d. xenon 4" ys-2006 á 11.500 35w og 12.500 55w

Ég og vinur minn erum að gæla við innflutning á þessum ljósum til að skapa samkeppni þar sem 200%+ álagning virðist teljast eðlileg. við eigum bara eftir að stofna fyrirtæki til að geta endurgreitt virðisaukaskattinn svo þeir sem eru með vsk kennitölu geti fengið enn betra verð.

Kv. Dagur

Stórt læk á þetta Dagur.

en kvenær byrjið þið að selja ?

kv. Kalli

Re: Enn á ný í smá vanda :)

Posted: 09.jan 2012, 23:46
frá dazy crazy
Kalli wrote:Stórt læk á þetta Dagur.

en kvenær byrjið þið að selja ?

kv. Kalli


Það er ekki alveg ákveðið, það eru nokkrir kastarar í prófunum, nenni ekki að vera með eitthvað drasl í höndunum og er að finna út hvað af þessu kínadóti virkar. ;)
Í fyrsta lagi eftir 2 mánuði

Re: Enn á ný í smá vanda :)

Posted: 12.jan 2012, 13:59
frá Kalli

Re: Enn á ný í smá vanda :)

Posted: 12.jan 2012, 14:29
frá dabbigj
dazy crazy wrote:Ég get reddað flestum þessum kösturum á betra verði eins og t.d. xenon 4" ys-2006 á 11.500 35w og 12.500 55w

Ég og vinur minn erum að gæla við innflutning á þessum ljósum til að skapa samkeppni þar sem 200%+ álagning virðist teljast eðlileg. við eigum bara eftir að stofna fyrirtæki til að geta endurgreitt virðisaukaskattinn svo þeir sem eru með vsk kennitölu geti fengið enn betra verð.

Kv. Dagur



Nóg að vera með vsk númer og það tekur kortér að setja það upp.