Síða 1 af 1
Loftþrýstingur í 44 dekki.
Posted: 07.jan 2012, 08:58
frá Svali
Sælir bræður, hvað er heppilegasti loftþrýstingur í 44"dekk í innanbæjar akstri með tilliti til sem bestu endingar á dekkjum ?
Mbk, Svali
Re: Loftþrýstingur í 44 dekki.
Posted: 07.jan 2012, 10:15
frá Magni
Hvernig dekk? ég er með 20 - 25pund í DC
Re: Loftþrýstingur í 44 dekki.
Posted: 08.jan 2012, 21:57
frá Svali
Ok takk. Er með DC dekk líka.
Re: Loftþrýstingur í 44 dekki.
Posted: 08.jan 2012, 22:07
frá halendingurinn
Fer eftir þyngd bíls líka að sjálfsögðu, eru þið á eins bílum. Er bíllinn að jafnslíta dekkjunum yfir allan banann, ef svo er þá eru menn í góðum málum.
Re: Loftþrýstingur í 44 dekki.
Posted: 08.jan 2012, 22:11
frá LFS
hvað má setja mikið i 44" ? er það misjafnt milli dekkjaframleiðanda og þyngd bíla hvað ma blasa mikið i þau !
Re: Loftþrýstingur í 44 dekki.
Posted: 08.jan 2012, 22:22
frá jeepson
49cm wrote:hvað má setja mikið i 44" ? er það misjafnt milli dekkjaframleiðanda og þyngd bíla hvað ma blasa mikið i þau !
Það á að standa á dekkjunum hvað má setja mikið í þau.
Re: Loftþrýstingur í 44 dekki.
Posted: 08.jan 2012, 22:41
frá -Hjalti-
Magni81 wrote:Hvernig dekk? ég er með 20 - 25pund í DC
Alveg klárlega hafa 30psi í 44" DC !
Re: Loftþrýstingur í 44 dekki.
Posted: 09.jan 2012, 10:09
frá Brjótur
Já Hjalti hafa nógu mikið í þessu svo þú klárir miðjuna úr þeim eins og flestir gera alveg stórkostleg viska, :) þetta gera menn hægri vinstri, ég keyri 46 tommu undir Econoline í 20 pundum 46 undir Patrol á 14 pundum og slít dekkjunum jafnt yfir munstrið og þegar ég var á DC undir patrol þá var ég með 16- 17 pund í þeim, mér finnst ég sjá alltof marga slíta miðjuna úr dekkjunum fyrst.
kveðja Helgi
Re: Loftþrýstingur í 44 dekki.
Posted: 09.jan 2012, 12:17
frá Ofsi
ég nota 22 pund í DC 44 á 2.2 tonna jeppa.
Re: Loftþrýstingur í 44 dekki.
Posted: 11.jan 2012, 17:10
frá -Hjalti-
Brjótur wrote:Já Hjalti hafa nógu mikið í þessu svo þú klárir miðjuna úr þeim eins og flestir gera alveg stórkostleg viska, :) þetta gera menn hægri vinstri, ég keyri 46 tommu undir Econoline í 20 pundum 46 undir Patrol á 14 pundum og slít dekkjunum jafnt yfir munstrið og þegar ég var á DC undir patrol þá var ég með 16- 17 pund í þeim, mér finnst ég sjá alltof marga slíta miðjuna úr dekkjunum fyrst.
kveðja Helgi
Dekkin voru keyrð í 18psi og kláruðu kantana.. ég hef keyrt í 28psi um það bil 25000km og hef varla séð þau slitna.
Re: Loftþrýstingur í 44 dekki.
Posted: 13.jan 2012, 14:24
frá Hilmar Örn
Felgubreidd hefur líka mikið að segja til um slit á dekkjum. Breiðar felgur slíta köntunum meira en mjóar felgur, það virðist vera sama hvað maður pumpar miklu lofti í dekk á mjög breiðum felgum, þau slitna alltaf meira á köntunum.
Einnig þarf að spá í þyngd bíls. það sama á ekki við ford 350 og Hilux
Ég er með 38" mödder á 15"+ breiðum felgum og þótt ég setji 30 pund í dekkin þá slitna þau á köntunum. En þvílíkur munur á floti í snjó að vera á þetta breiðum felgum miðað við 12" felgurnar sem ég á líka og búinn að prófa undir sama bíl og með sömu dekk.
Hinsvegar er mikið betra að keyra á þjóðvegunum á mjórri felgunum, léttari í stýri og rífur minna í.
Þetta er alltaf spurning í hvað menn nota jeppanna sína.
Ég er líka með 44" DC á 16.5" breiðum felgum undir 4runner sem er um 2,2 tonn fyrir utan búnað en þó með einnhveri olíu. þegar ég er að keyra á malbiki innanbæjar og upp í Hraunaeyjar eða álíka þá hef ég verið með 25- 30 pund í dekkjunum og sýnist mér það koma vel út hvað slit á dekkjunum varðar. Einnig verður bíllinn léttari í keyrslu eftir því sem meira er af lofti í blöðrunum.
Hinsvegar þarf að hleypa strax úr og komið er á malarveg því 25 -30 er alltof mikið fyrir mölina, 10-16 pund á malarvegi fer mikið eftir því hvernig vegurinn er.
slóðar 7 pund og minna.