Síða 1 af 1
nýliði í smá skrepp..
Posted: 06.jan 2012, 20:17
frá afc
Hæhæ
Jæja hvað segiði félagar
Er einhver hérna sem ætlar í einhvern pínu skrepp á morgun og væri til í að lóðsa og leiðbeina algjörum byrjanda í jeppamennsku :)
Konan stakk uppá bíltúr á morgun og ef einhver hérna inni vill vera fróði og klári maðurinn hérna á morgun og vill leyfa nýliða að fylgja með í eitthvað smávegis jeppabras þá má endilega láta vita :)
Re: nýliði í smá skrepp..
Posted: 06.jan 2012, 23:10
frá hobo
Sæll, ég er klárlega ekki sá reyndasti en ég er oftast til í smá skrepp.
Mér datt í hug Þúsundvatnaleið á Hellisheiði, rétt hjá bænum, og gæti verið krefjandi í svona umhleypingum.
Hvernig lýst þér á?
Re: nýliði í smá skrepp..
Posted: 07.jan 2012, 01:47
frá Kölski
Þið bara farið varlega. Við kíktum þarna á Fimmdudaginn og þá var mjög íllfært. Annar bíllinn hjá okkur var nær olltinn. Og vil ég líka benda ykkur á að passa ykkur á þar sem hitarörin lyggja. Annar bíllinn hjá okkur var að bakka og svo hlunkaðist aftur endin niður og lenti á einu svona heitavatnsröri og ég er ekki að ýkja þegar ég seigi að þetta voru 2-3 metrar niður og snjóhellir meðfram rörunum. Fara varlega og það tekur hugrekki að snúa við. Munið það strákar og skemtið ykkur vel.
Og svona fyrir forvitnissakir. Hvernig bíl ertu á afc.??????
Re: nýliði í smá skrepp..
Posted: 07.jan 2012, 10:01
frá afc
Sést í undirskriftinni :)
Er á Trooper 35"

Algjörlega óreyndur í að jeppast en langar að prufa bara eitthvað lítið og nett fyrst um sinn :)
Ef þú nennir Hörður þá væri gaman að prufa eitthvað
Re: nýliði í smá skrepp..
Posted: 07.jan 2012, 10:44
frá hobo
Ég er til.
Veistu hvar afleggjarinn er fyrir austan háheiðina á Þúsundvatnaleiðina? Skilti merkt Ölkelduháls.
Hittast þar? Klukkan hvað?
Re: nýliði í smá skrepp..
Posted: 07.jan 2012, 10:49
frá ivar
Strákar ég ætla að rjúka eitthvað út, er að leggja af stað. Áttin að skjaldbreið eða þúsundvötn skiptir ekki öllu.
Ef þið viljið fylgja með þá er það velkomið
844-2887
Ívar