Kerti fyrir 3vze
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Kerti fyrir 3vze
Eru einhver önnur kert betri en original ? Og hvert er best að fara til að láta stilla þessar vélar ?
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Kerti fyrir 3vze
Það er svosem ekki margt í þessum vélum sem er stillt, helst kveikjutíminn, en svo minnir mig að það sé búið að fjarlægja allan mengunarvarnarbúnað af vélinni hjá þér.
Ætli það sé ekki bara helst að athuga nemann á pústinu, hvort hann sé ekki í lagi. Og eins hvort spíssar séu ekki lagi, það gæti alveg farið að detta í tíma á þeim. Það eru nokkuð greinargóð video á youtube sem sýna hvernig hreinsun fer fram hjá þeim sem nenna að dunda í skúrnum.
En svo gæti líka þurft að ventlastilla, það er MEIRI háttar vesen, það þarf að rífa soggreinina ofan af milliheddinu til að ná ventlalokunum af, og ventlarnir eru stilltir með misþykkum töppum, bara vesen í framkvæmd
Bestu kerti sem maður fær nú orðið eru iridium kerti, skiptir svosem ekki öllu frá hvaða framleiðanda, en þau eru að sama skapi dýr.
Minn var alltaf hálf leiðinlegur í hægagangi og það skánaði ekki fyrr en ég skipti um þræði, en ég fann svosem ekki mikin mun á keyrslu.
Ætli það sé ekki bara helst að athuga nemann á pústinu, hvort hann sé ekki í lagi. Og eins hvort spíssar séu ekki lagi, það gæti alveg farið að detta í tíma á þeim. Það eru nokkuð greinargóð video á youtube sem sýna hvernig hreinsun fer fram hjá þeim sem nenna að dunda í skúrnum.
En svo gæti líka þurft að ventlastilla, það er MEIRI háttar vesen, það þarf að rífa soggreinina ofan af milliheddinu til að ná ventlalokunum af, og ventlarnir eru stilltir með misþykkum töppum, bara vesen í framkvæmd
Bestu kerti sem maður fær nú orðið eru iridium kerti, skiptir svosem ekki öllu frá hvaða framleiðanda, en þau eru að sama skapi dýr.
Minn var alltaf hálf leiðinlegur í hægagangi og það skánaði ekki fyrr en ég skipti um þræði, en ég fann svosem ekki mikin mun á keyrslu.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Kerti fyrir 3vze
Takk fyrir þetta kall.
Minn er einmitt leiðinlegur í hægagangi, Svo núna fyrir tveimur dögum byrjaði hann að freta og eins og hann gangi ekki á öllum en þetta stendur yfir á 10-15 sek. Lagast ef ég gef honum hraustlega inn. Verður góður þegar hann er orðinn heitur þá er ekkert vesen nema mætti ganga hraðar. Er að ganga svona 400-500.
Mátt svo endilega senda mér linka af youtube af spíssa hreinsun.
Minn er einmitt leiðinlegur í hægagangi, Svo núna fyrir tveimur dögum byrjaði hann að freta og eins og hann gangi ekki á öllum en þetta stendur yfir á 10-15 sek. Lagast ef ég gef honum hraustlega inn. Verður góður þegar hann er orðinn heitur þá er ekkert vesen nema mætti ganga hraðar. Er að ganga svona 400-500.
Mátt svo endilega senda mér linka af youtube af spíssa hreinsun.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Kerti fyrir 3vze
http://www.youtube.com/watch?v=dp-ECEpN52k
Ég myndi byrja á kertum og þráðum, og skoða líka innan í kveikjulokið og skoða hvort það eru nokkuð miklar útfellingar á pinnunum og kveikjuhamrinum eða hvort hamarinn er eitthvað brunninn. Þetta hljomar eins og kveikjuvandamál.
Ég keypti þræði á Ebay, fékk þá á hálfvirði þar miðað við umboðið, ég geri ráð fyrir að lok og hamar séu hagstæðust þar líka
Ég myndi byrja á kertum og þráðum, og skoða líka innan í kveikjulokið og skoða hvort það eru nokkuð miklar útfellingar á pinnunum og kveikjuhamrinum eða hvort hamarinn er eitthvað brunninn. Þetta hljomar eins og kveikjuvandamál.
Ég keypti þræði á Ebay, fékk þá á hálfvirði þar miðað við umboðið, ég geri ráð fyrir að lok og hamar séu hagstæðust þar líka
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Kerti fyrir 3vze
Takk kærlega fyrir þetta. Fer að versl á Ebay.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur