Síða 1 af 1

Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 02.jan 2012, 20:26
frá atlifr
Sælir

Þar sem maður er alltaf að brasa eitthvað í rafmagninu á þessum blessuðu greyjum ákvað ég að spyrja hópinn.

Hvar gerir maður bestu kaupinn í rafmagnsvír sem er með nokkuð góðri kápu.

Ég hafði hugsað mér að kaupa þetta á rúllu, 25-50m, 1-2,5q eða svipað. Með góðri kápu sem molnar ekki eftir hálft ár.

Endilega setjið inn söluaðila, jafnvel þó þið vitið ekki verðin, ég bjalla þá bara á þá.

Svo var ég jafnvel að spá í að flytja inn slatta af þessu þannig að þið megið líka láta mig vita ef þið hefðuð áhuga.

Kveðja
Atli

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 03.jan 2012, 01:31
frá Þorsteinn
sæll,
ég keypti 100 m af 2.5q vír á tæpan 8000 kall
50 metrar kosta 9 þúsund og eitthvað með góðum afslætti til mín.

kv. Þorsteinn

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 03.jan 2012, 08:04
frá ivar
Ef þú ætlar í innflutning þá hef ég áhuga á vír sem getur nýst sem rafmagnskapall fyrir spil.
Ég þarf örugglega 10 m amk af honum og hann er örugglega ekki ódýr.

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 03.jan 2012, 09:04
frá atlifr
Sælir og takk fyrir svörin.

Þorsteinn, ertu til í að gefa upp hvar þú keyptir þetta og hvort þetta sé góður vír?

Ívar, ég er ekki búinn að ákveða mig með að kaupa þetta að utan en er að skoða það, hvað er spilið þitt að draga í max straum?

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 04.jan 2012, 09:33
frá atlifr
Jæja drengir

307 búnir að skoða og 2 búnir að svara :D

Ég er búinn að bjalla hingað og þangað, besta verðið virðist nú hreinlega vera í N1, 50kr m af 1,0q vír, þeir að vísu gefa ekki magnafslátt ef þú kaupir í rúllu og geta voðalega lítið gefið mér upp um hvað er í vírnum og kápunni eða aðrar tækniupplýsingar :).

Rönning á vír sem þeir segja að sé í lagi í þetta, hann kostar 74 kr m og er í 100m rúllum, en hann er fortinaður og þess vegna dýrari.

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 04.jan 2012, 12:00
frá Kalli

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 04.jan 2012, 12:32
frá Stebbi
Töfluvír er yfirleitt ódýrastur í Ískraft í Kópavoginum. 50kr meterinn er frekar í dýrara lagi, ef þið náið þessu í gegnum rafverktaka þá eruð þið í eins góðum málum og hægt er hérna á klakanum.
Best er að hringja í stóru heildsölurnar og taka stöðuna á þessu:
S.Guðjónson
Ískraf
Rönning
Reykjafell
Smith og Norland
Wurth

En 458kr meterinn fyrir 4q vír hjá Stillingu er glæpastarfsemi, þetta er nálægt verði á 5x10q vír í heildsölu með VSK.

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 04.jan 2012, 14:21
frá atlifr
Sælir og takk fyrir svörin

Ég hef talaði við SG, Ískraft, Rönning, Reykjafell, Rafport og Amg Aukaraf. Einnig fór ég á síðuna hjá Stillingu og Wurth.

Niðurstaðan úr þessu var sú að öll stærri fyrirtækin skaffa ekki vír sem er hentugur í bíla. Amg flytur inn sinn vír en ekki hægt að kaupa af þeim í magni. Stilling og Wurth eru með ágætt úrval en verðið eins og áður segir

Reykjafell sagðist hafa flutt inn vír sem er sérframleiddur í tæki og bíla, hættu því en eru enn að versla við birgjann, einnig fór ég á síðuna hjá birgjanum og þeir selja beint út á ágætis verði.

Ágætt að hafa þennan þráð sem smá gagnagrunn um hvar hægt er að fá víra.

Ég hef svosem alveg notað víra frá stærri sölunum í bíla en spurning er hvernig þetta endist ef menn eru að taka bíla í gegn.

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 04.jan 2012, 16:13
frá Þorsteinn
sæll,
ég keypti vírinn í ískraft.

kv. Þorsteinn

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 04.jan 2012, 17:16
frá Jóhann
Hvernig er það er ekki fullt af rafmagnsvörum í bíla í Poulsen? Held það.

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 04.jan 2012, 17:58
frá Óskar - Einfari
Poulsen er með bílarafmagnsvörur.

Síðan er gastec með svera kappla sem gætu henntað fyrir t.d. spil.

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 04.jan 2012, 18:53
frá Stebbi
1500 kall meterinn er eitthvað mun verra en glæpur, þetta er margfalt verð á miðað við heildsölu. Vírinn sem N1 er að selja er keyptur bæði af Wurth og Heidsölunum hérna innanlands, 100m rúlla af þessu kostar 150.000 kall hjá N1 og þeir kaupa hana á eitthvað í kringum 30þús.

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 05.jan 2012, 09:46
frá H D McKinstry
Við hjá Tomcat höfum flutt inn þann vír sem við notum í loom smíði. Hef ekki séð svipaðan vír hérna heima á sambærilegu verði. Eins með alla íhluti.

Kv. Darri

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 05.jan 2012, 10:36
frá Kalli
Poulsen er með 1.5q meterinn á 126 kr.

Byko er með 1,5q meterinn á 96 kr.

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 13.jan 2012, 23:02
frá Cruserinn
Et verslun á eithvað af vírum veit ég á góðu verði.

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 14.jan 2012, 00:36
frá joias
Djöfull eruð þið víraðir :)

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 18.jan 2012, 10:45
frá gaz69m
fóðurblandan selfossi er með 1,5qvaðrat vír á 102 kr meterinn


á honum stendur 1,5 90c og hann er ce merktur

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 20.apr 2012, 22:25
frá OskarV
Leit við í N1 í leit að 6q og 10q vír.

Fékk uppgefin metraverð sirka 650 kall meterinn af 6q og 970kr meterinn af 10q. Fór beinustu leið út og sagðist ætlað leita annað.
Ekki getur verið að þetta séu lægstu verðin sem klakinn hefur uppá að bjóða í svona vír?

Hvað er það annars sem gerir rafmagnsvír að sérstökum bílavír? Öflugri kápa bara?

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 21.apr 2012, 09:40
frá jongud
Talandi um rafmagnsvír, Einhversstaðar heyrði ég að gott efni í startkapla væri rafsuðukaplar sem hægt er að kaupa í metravís, m.a. hjá Ískraft. (Húsasmiðjan fær allan rafmagnsvír frá Ískraft þannig að það er sama stöffið.)
Sjálfur notaði ég vír frá Húsasmiðjunni síðast þegar ég smíðaði aukarafkerfi.
Þá vaknar upp spurningin; Veit einhver hvaða efni er best í kápu utanum rafmagnsvír í bíla?
Ég notaði töfluvír en datt ekki í hug að kaupa heila rúllu því þá yrðu allir vírar í sama lit!
Ég hef séð 15 ára gamlar lagnir með töfluvír í fínu lagi undir bíl, en vel að merkja var sá bíll úti á landi en ekki í saltpæklinum hér fyrir sunnan.

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 01.okt 2021, 17:19
frá tommi3520
Ég er að fara víra upp jeppa frá grunni og Bílanaust er með meter af 4mm2 á 425kr og stilling með sama vír og lengd á 295kr hverjir aðrir eru að selja mjúka víra í ökutæki, Poulsen eru ekki með víra

einhverjar hugmyndir?

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 01.okt 2021, 17:24
frá jongud
tommi3520 wrote:Ég er að fara víra upp jeppa frá grunni og Bílanaust er með meter af 4mm2 á 425kr og stilling með sama vír og lengd á 295kr hverjir aðrir eru að selja mjúka víra í ökutæki, Poulsen eru ekki með víra

einhverjar hugmyndir?


Ef þú ert að fara að víra jeppa frá grunni held ég að bestu kaupin væru að kaupa heilt rafkerfi (víralúm) í jeppann. Það eru til fullbúin kerfi fyrir allan fjandann.
Hvernig jeppa ert þú með?

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 01.okt 2021, 17:32
frá tommi3520
já það var til skoðunar en ákveðið að fara hina leiðina, þetta er 66 cj5 willys, það er búið að hanna rafkerfið að mestu leiti hvað varðar rofaborð, öryggjabox og relay og ca hvað verður í jeppanum sem þarf rafmagn, nú þarf bara vírana og byrja tengja

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 02.okt 2021, 09:53
frá jongud
tommi3520 wrote:já það var til skoðunar en ákveðið að fara hina leiðina, þetta er 66 cj5 willys, það er búið að hanna rafkerfið að mestu leiti hvað varðar rofaborð, öryggjabox og relay og ca hvað verður í jeppanum sem þarf rafmagn, nú þarf bara vírana og byrja tengja


Hvað með að finna nýlegt hræ og leggjast á það?
4-5 ára gamalt bílhræ er fullt af girnilegum vírum í öllum regnbogans litum, og þeir ættu ekki að vera farnir að eldast að ráði.

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 02.okt 2021, 20:52
frá Sævar Örn
Keyptu þér rafmagnsvírakefli af amazon.com, þau eru ekki dýr þar og getur fengið stand fyrir keflin líka, svo alls kyns tengja assortment box, þetta eru allt hlutir sem eru seldir í stykkjatali hérlendis svona frá kr 30 stk en box með 1000 tengjum fæst gjarnan á c.a. 800kr á amazon

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 04.okt 2021, 19:53
frá Steinmar
Sælir

Ég hef keypt töluvert frá þessum: https://www.vehiclewiringproducts.co.uk/
Reyndar mest af því notað í mótorhjól, en líka í raflagnir bíla.

Kv. Steinmar

Re: Gott verð á rafmagnsvír

Posted: 22.aug 2022, 22:55
frá tommi3520
Getur verið að Stilling sé að merkja rafmagnsvírana hjá sér vitlaust? virðast ekki gera greinamun á mm og mm2.

Það sem er raunverulega mm2 vír merkja þeir sem mm, ætlaði að framlengja relay vír sem var 12awg í mm (þvi þeir merkja víra í mm) og fékk út 2.052mm síðan þegar ég kem í skúr og ætla splæsa við þá er þessi vír sem ég keypti bara ræfill og sé síðan að þetta á að vera 4mm2.

Þannig Stilling merkir mm2 víra sem koma til þeirra sem mm, einnig stendur á kössunum sem þeir taka vírana uppúr qmm sem að ég held sé það sama og mm2, ég lét starfsmann vita, sendi síðan mail, og hringdi síðan og hef ekki fengið neitt svar.