Síða 1 af 1
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 31.des 2011, 14:13
frá jeepson
Veit einhver hvort að græni wranglerinn hans Gústa sé tilbúinn eða?
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 31.des 2011, 14:27
frá ellisnorra
Jafn ljótur og mér fannst runnerinn hans Hjalta fyrir breytingar þá finnst mér hann geggjað flottur núna :) Ég greiði honum atkvæði mitt.
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 31.des 2011, 14:48
frá birgthor
Hvar er ofur súkka guðna og 6x6 súkkan
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 31.des 2011, 18:22
frá Brynjarp
hvar er 4runnerinn blái með 3,4 toyotu mótornum sem bergur á? afhverju er hann ekki valmöguleiki
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 31.des 2011, 18:48
frá joisnaer
hilux arnórs tvímælalaust!
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 31.des 2011, 19:05
frá Freyr
Ég er svolítið hissa á hvert þetta stefnir, ég átti von á því að Wrangler-Toycar myndi sigra með yfirburðum....
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 31.des 2011, 19:56
frá Forsetinn
Ekki veit ég hvað minn bíll er að þvælast þarna,..... þótt góður sé heheh
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 31.des 2011, 20:30
frá Hagalín
Bara það eitt að hafa sett Nissan Patrol mótor ofan í 4runner er áfangi út af fyrir sig.
Er nokkuð viss um að sumir Toyotu eigendur hefðu nú slípað allt utan af vélinni sem tengir hana við Nissan áður en
hún hefði farið ofan í Toyotu.
En flottur er hann orðinn hjá honum.......
P.S.
Hvað var minn að gera þarna? Hann er nú nánast eins og annar hver 44" Patrol í landinu í dag :)
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 31.des 2011, 20:31
frá -Hjalti-
það er aldeilis sem mönnum líst vel á jeppan hjá mér :)
Ég þakka fyrir atkvæðin og gaman að fá viðurkenningu á það að maður er að gera hlutina vel og útkoman góð :)
Þetta er búið að taka óteljandi vinnustundir og vinnan bakvið þetta allt mun meiri en þráðurin sýnir enda smáatriði og frágangur botnlaust verk en kláraðist loks að lokum.
Takk fyrir mig og ég er svo sannarlega ekki búin. Fer í öflugri hásingar eftir veturinn
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 31.des 2011, 21:35
frá StefánDal
Freyr fær mitt atkvæði. Aðalega fyrir frumkvöðlastarf í Cherokee breytingum.
Mér skilst að hann sé með kosningarkaffi á milli 08:00 og 08:25 í fyrramálið. Vöflur, kaffi og blöðrur.
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 31.des 2011, 22:16
frá hobo
Ég kaus 4Runner-inn hans Hjalta, kannski vegna þess að maður hefur séð mest af honum.
Eigandinn er duglegur að breyta og bæta og einnig að nota hann óspart.
Svo skemmir ekki ljósmyndin fyrir.. :)
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 31.des 2011, 22:21
frá gummiwrx
Brynjarp wrote:hvar er 4runnerinn blái með 3,4 toyotu mótornum sem bergur á? afhverju er hann ekki valmöguleiki
Er eigandin a honum medlimur? Ef svo er er nu litid mal ad skella honum med inn
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 31.des 2011, 22:23
frá gummiwrx
Forsetinn wrote:Ekki veit ég hvað minn bíll er að þvælast þarna,..... þótt góður sé heheh
Hann var tilnefndur ;) monnum var velkomid henda framm hugmyndum af hvada bil sem er svo lengi sem medlimur jeppaspjall.is
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 31.des 2011, 22:26
frá gummiwrx
Hagalín wrote:Bara það eitt að hafa sett Nissan Patrol mótor ofan í 4runner er áfangi út af fyrir sig.
Er nokkuð viss um að sumir Toyotu eigendur hefðu nú slípað allt utan af vélinni sem tengir hana við Nissan áður en
hún hefði farið ofan í Toyotu.
En flottur er hann orðinn hjá honum.......
P.S.
Hvað var minn að gera þarna? Hann er nú nánast eins og annar hver 44" Patrol í landinu í dag :)
Eg sjalfur er sekur af tvi ad hann se tarna, fannst vanta meiri fjolbreytni og fannst ekki alveg videigandi fara setja minn eiginn, svo eg valdi tinn einfaldlega fyrir tad ad mer finnst hann omotstædilega flottur einhverja hluta vegna hehe :) ekkert mal ad taka hann ut ef vilt ekki hafa hann a tessum lista
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 31.des 2011, 22:30
frá sukkaturbo
birgthor wrote:Hvar er ofur súkka guðna og 6x6 súkkan
hér á 46
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 31.des 2011, 23:31
frá Hagalín
gummiwrx wrote:Hagalín wrote:Bara það eitt að hafa sett Nissan Patrol mótor ofan í 4runner er áfangi út af fyrir sig.
Er nokkuð viss um að sumir Toyotu eigendur hefðu nú slípað allt utan af vélinni sem tengir hana við Nissan áður en
hún hefði farið ofan í Toyotu.
En flottur er hann orðinn hjá honum.......
P.S.
Hvað var minn að gera þarna? Hann er nú nánast eins og annar hver 44" Patrol í landinu í dag :)
Eg sjalfur er sekur af tvi ad hann se tarna, fannst vanta meiri fjolbreytni og fannst ekki alveg videigandi fara setja minn eiginn, svo eg valdi tinn einfaldlega fyrir tad ad mer finnst hann omotstædilega flottur einhverja hluta vegna hehe :) ekkert mal ad taka hann ut ef vilt ekki hafa hann a tessum lista
Hann má alveg ver þarna, ekkert mál, langað bara að vita :)
Ágætt að einhverjum öðrum finnst hann góður fyrir utan mig sjálfan enda búið að gera helling fyrir hann eins og flesta aðra bíla á þessum lista.......
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 01.jan 2012, 02:23
frá stjanib
sukkaturbo wrote:birgthor wrote:Hvar er ofur súkka guðna og 6x6 súkkan
hér á 46
Það vantar hinn helminginn á myndinni... :)
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 01.jan 2012, 02:36
frá stjanib
Af þessum möguleikum þá fær,,
Forsetinn mitt atkvæði því að hann er búinn að vera lengi vel í okkar vina hóp og er búið að ditta mikið að á þessum tíma, eins og einhver sagði þá læknar tíminn öll sár :)
Haglín fær mitt atkvæði líka, einfaldlega flottur patti hér á ferð og flottar myndir sem ég hef séð af honum...
Hjalti Gto fær líka mitt atkvæði, glæsilegur runner hér á ferð sem er búið er að vinna mikið í og mikið búið að gerast á stuttum tíma og má hrósa Hjalta fyrir snögg vinnubrögð og ekki má gleyma þessari dramatísku stund þar sem að hann stóð fyrir framan alla Toyotu menn og setti Patrol mótor ofaní Toyotu... :))) Plús í kladdan hjá mér...
Gleðilegt nýtt ár
Stjáni
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 01.jan 2012, 08:39
frá Kölski
Tilnefning. Ég er á því að "Bóndinn" Sigurgeir setji inn nýjar myndi af sínum Patrol með cummins vélinni. Það er fjandakornið flottasti patrol sem ég hef séð. Og smella infó með . Koma svo Bóndinn.
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 01.jan 2012, 10:33
frá vesi
HILUX
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 02.jan 2012, 20:37
frá Snæland
Ég þakka fyrir sýndan áhuga, kom mér verulega á óvart að einhver mundi eftir bílnum.
Nú er verið að gera upp LC hásingar til að setja undir bílinn næsta sumar eða haust. Kem með sögur af því á þessu spjallsvæði
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=2227 þegar það gerist.
Ég og Guli, eins og hann er oftast kallaður, sendum nýárskveðjur :)

Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 02.jan 2012, 20:44
frá Ravish
Ég kaus bílinn hans Arnórs, af 2 ástæðum, Arnór er búinn að vinna helling í bílnum, þrátt fyrir að vera í skóla og nýbakaður faðir, alltaf smá tími auka fyrir jeppann...
og mest EPIC comment sem ég hef heyrt um jeppa, frá eldri manni á Breiðdalsvík, þegar Arnór var að færa afturhásinguna,
"er hann að breyta bílnum meira? var ekki nýbúið að breyta bílnum eitthvað"
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 02.jan 2012, 21:37
frá AgnarBen

Þetta er alveg þvílíkt glæsilegur bíll hjá þér - Hrikalega vel uppgerður og flottur. Ég átti í mestu vandræðum með að velja á milli þín og ToyCar en því miður þá fékk hann prikið frá mér að þessu sinni ...
Freyr var close third enda eru grænir Cherokee-ar aðal bílarnir í jeppaflotanum ;-)
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 02.jan 2012, 21:54
frá Snæland
Ég átti í mestu vandræðum með að velja á milli þín og ToyCar en því miður þá fékk hann prikið frá mér að þessu sinni ...
Já ég kaus bæði Toycar og Guðna á 6x6. Ég hef dálæti af aðeins öðruvísi bílum og því kaus ég þá.
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 03.jan 2012, 08:37
frá Tómas Þröstur
Kaus gulu CJ5 hættuna - einn eftirtektarverðasta og smekklegasta bílinn og mest spes í einfaldleik sínum.
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 03.jan 2012, 09:19
frá joisnaer
Stolltur kaus ég CJ5 og svo Hilux Arnórs Ara sem er afburðar glæislegt ökutæki sem ber af öðrum jeppum. Þótt að toyota sé
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 03.jan 2012, 22:02
frá Valdi B
okay þessi 70 krúser og báðir þessir hiluxar eiga ekkert með að vera á þessum lista... hvað með hiluxinn sem er verið að breyta hérna, með klafana að framan og coilovera og tacomu afturhásingu... það ætti að vera á þessum lista ekki nánast original 70 krúser, eða hilux sem var breytt fyrir nokkrum árum og sá sem á hann og er skráður hérna á spjallinu kaupir hann svona ... né hinn hiluxinn því það er ekkert sérstakt við hann, .... svonan veriði aðeins öflugri í þessu!
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 04.jan 2012, 00:16
frá geirsi23
coilover lúxinn verður með á næsta ári því þá verður búið að setja undir hann hásingu að framan líka :)
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 04.jan 2012, 03:13
frá Nóri 2
sitt sínisr hverjum mér fynst bara að bílar sem er búið að vinna mikið í og breita mikið á árinu ættu að vera á þessum lista. ég kís runnerinn hjá hjalta fynst hann framúrstefnulegur í þessari breytingu hjá sér..
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 04.jan 2012, 11:34
frá jeepson
Nóri 2 wrote:sitt sínisr hverjum mér fynst bara að bílar sem er búið að vinna mikið í og breita mikið á árinu ættu að vera á þessum lista. ég kís runnerinn hjá hjalta fynst hann framúrstefnulegur í þessari breytingu hjá sér..
Þar að auki heyrir maður altaf eitthvað um bílinn hans hjalta. altaf eitthvað að gerast. Hvort sem að það séu ferðir eða breytingar. Maður hefur ekkert heyrt um græna wranglerinn hans Gústa í lengri tíma. Og það er eins og að sá bíll sé bra ekki til lengur. Endilega ef að einhver veit eitthvað hvort að það sé eitthvað í gangi hjá þeim bræðrum. þeir voru líka að gera upp jeepster og svo er pabbi þeirra með flottann overland pickup sem eitthvað var verið að bralla í.
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 04.jan 2012, 12:50
frá Forsetinn
Græni Wranglerinn var í vélaskiptum uppí Renniverkstæði Ægirs síðast þegar ég vissi.....
Re: Kosning á jeppa ársins Jeppaspjall.is
Posted: 24.jan 2012, 22:04
frá Addi_litli
hey átti ég ekki að vera þarna líka????? :D
