Síða 1 af 1

Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 27.des 2011, 14:49
frá Svenni30
Var á leiðinni í ferð í morgun (Eyjafjarðardeild Brennuferð) komst ekki lengra en á bensínstöðina. Farinn hjólalega að aftan.
Image
Fékk far með þessum.

Image

Image
kominn á lyftu 2tímum seinna

Image
Byrjað að rífa

Image

Image
Búinn að ná í varahluti.
Er að verða tilbúinn núna.

Ætla að kaupa og eiga legur á lager.

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 27.des 2011, 14:58
frá ellisnorra
Það er meira leguvesenið á þér, samt ekki jafn mikið vesen eins og síðast sýnist mér :)

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 27.des 2011, 15:01
frá G,J.
Man eftir þessu hjólalegu veseni frá því back in the days....ef maður skiptir um þær árlega
þá eru þær til friðs :)

Kv.GJ

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 27.des 2011, 15:18
frá Svenni30
elliofur wrote:Það er meira leguvesenið á þér, samt ekki jafn mikið vesen eins og síðast sýnist mér :)


Já segðu, þetta er miklu minna mál en síðast, sem betur fer.

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 27.des 2011, 15:34
frá Hjörvar Orri
Sælir. Ég átti 90 árgerð af diesel hilux sem ég breytti fyrir "38. Þegar ég breytti honum var hann ekinn 190000 km. Þegar ég seldi hann var hann ekinn 247000 km. Ég ferðaðist mikið á honum og hlífði honum lítið. Allan tíman var ég með sömu hjólalegurnar að aftan og voru í þegar ég keypti hann. Ég var annar eigandinn af þessum bíl, og fyrri eigandinn hafði skipt einu sinni um hjólalegur að aftan. Nú spyr ég, eru sterkari hjólaglegur í diesel hilux?

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 27.des 2011, 16:48
frá Hilmar Örn
Ég setti keflalegur að aftan og færði pakkdósina út fyrir þannig að það er alltaf gírolía á legunum. Gerði þetta 2002 hef ekki þurft að skifta um legu síðan, er á 38" og 44" dekkjum og 15,5" og 16,5" breiðum felgum.

Orginal kúlulegurnar þola ekki stórudekkin, og þegar legurnar fara þá geta öxlarnir skemmst og fara svo í sundur með tímanum.

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 27.des 2011, 17:52
frá Svenni30
Komið saman. Ég þarf svo að skipta um hina líka það er farið að heyrast í henni.
Ætla að skipta um aðra á framan líka, þá eru komnar nýjar legur hringinn.
Alveg glatað að lenta í þessu þegar maður ætal á fjöll.


Var mikð mál að græja þetta svona Hilmar. Væri óvitlaust að gera þetta. Svo legurnar verði til friðs

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 27.des 2011, 18:06
frá Hjörvar Orri
Vertu samt feginn því að hafa ekki lent í þessu uppi á fjöllum ;)

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 27.des 2011, 18:18
frá Nóri 2
ég boraði og snittaði í leguhúsið hjá mér að framan svo að ég get sett gírolíu inn á legurnar og þá eiga þær að vera til friðs er bara ný búinn að gera þetta en menn hafa gert þetta hérna og seigja að leguvandamálin hverfi. legurnar voru altaf ónýtar hjá mér að framan og gaman að sjá hvort að þetta virki ekki. hef ekkert verið í veseni með þær að aftan en vonandi að þu komist á stað í ferðina

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 28.des 2011, 00:17
frá Hilmar Örn
Var mikð mál að græja þetta svona Hilmar. Væri óvitlaust að gera þetta. Svo legurnar verði til friðs


Nei þetta var ekkert mál, legurnar passa í stað orginal og svo er notuð pakkdós sem passar þar sem drulluskafan er.

Það þarf ekkert að smíða eða græja bara að raða saman og þú sleppur við að kaupa pakkdósina í hásinguna ;)

Keflalegurnar eru að vísu nokkuð dýrar en það sparast fljótt með betri endingu. Svo er bara hægt að keyra og keyra án þess að hafa áhyggjur.

Það er alltaf smá slag í hjólinu með þessum legum en það er vegna þess að legurna eru þannig gerðar að þær ganga til hliðar, veit ekki hvernig ég á að útskýta það nákvæmlega, en það er sennilega einn af kostunum við þessar legur. Þetta er samt ekki það mikið að það sé sett út á það í skoðun

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 28.des 2011, 00:21
frá Hilmar Örn
ég boraði og snittaði í leguhúsið hjá mér að framan svo að ég get sett gírolíu inn á legurnar og þá eiga þær að vera til friðs


Ég er mikið búinn að vera að spá í þetta, hvernig er það helst olían inn í nafinu. eru pakkdósirnar nógu góðar og lekur ekki olían út með driflokunni.

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 28.des 2011, 00:51
frá Nóri 2
já þær virðast þola þetta. er bara ný búinn að gera þetta hjá mér þannig að ég á eftir að sjá hvernig þetta reynist en veit um nokra sem hafa gert þetta og hef ekki heyrt að þetta sé neit vesen

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 28.des 2011, 13:11
frá Izan
Sælir

Ég er með svona útbúið eins og Nóri, sennilega sömu mennirnir sem héldu á snittappanum í báðum tilfellum, en lekavandamál meðfram lokunni er ekki vandamál heldur að drullan lekur inn í liðhúsin. Ég leysti það bara með því að kaupa ódýrustu gerð af koppafeiti og smekkfyllti húsin til að stoppa gírolíuna. Þetta virkar ágætlega.

Ég hinsvegar setti legurnar í koppafeiti upphaflega og bætti svo gírolíunni inn á svo að það er ekki hrein gírolía á hjólalegunum heldur einhver olíudrulla og svo hafa einhverjir bætt um betur og sett dass af sjálfskiptiolíu á með, bara svona að gamni.

Þetta er á Patrol og í þokkabót er ég búinn að tæma driflokuhúsin nánast því alveg. Lokurnar eru s.s. fastar á og lokuhúsið tómt og prýðs olíubað fyrir gírolíuna.

Kv Jón Garðar

P.s. það var til í Olís einhverntíma feitisdrulla, ógeðslegur miðill en magnað smurefni, sem er eitthvað pínulítið þykkari en þessi gírolíudrulla sem ég notaði mikið og þannig entust hjólalegur hjá mér alveg ágætlega.

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 28.des 2011, 20:40
frá Óskar - Einfari
Ég kláraði alveg minn skammt af svona véseni með afturhásinguna í sumar eftir að hafa átt Hiluxinn minn í 4 ár. Ég leysti málið hjá mér með því að skipta hásingunni út fyrir Patrol aftuhásingu... þannig fékk ég tvöfaldar keflalegur, sterkara drif, sterkari öxla og efnisþykkara rör..... kanski doldið róttæk aðgerð en ég fékk líka alveg nóg eftir 11 hjólalegur, 4 öxla og tvö drif á 115þ km akstur......

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 28.des 2011, 20:59
frá Hörður Aðils
Ertu ekki bara með vitlaust backspace á felgunum hjá þér ef þú ert alltaf í leguvandamálum? Ég átti Hilux á 38" og lenti aldrei í leguvandamálum

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 28.des 2011, 22:38
frá -Hjalti-
Óskar - Einfari wrote:Ég kláraði alveg minn skammt af svona véseni með afturhásinguna í sumar eftir að hafa átt Hiluxinn minn í 4 ár. Ég leysti málið hjá mér með því að skipta hásingunni út fyrir Patrol aftuhásingu... þannig fékk ég tvöfaldar keflalegur, sterkara drif, sterkari öxla og efnisþykkara rör..... kanski doldið róttæk aðgerð en ég fékk líka alveg nóg eftir 11 hjólalegur, 4 öxla og tvö drif á 115þ km akstur......


Ég kannast ekki við afturleguvandamál í þeim toyotum sem ég hef átt. Er búin að keyra minn um það bil 25.000km á 44" dick cepek og aldrei þurft að hugsa út í afturlhjólalegur. Þar á undan keyrði ég 38" 4runner 60.000km og skipti einusinni um legu en þá hafði bíllin staðið óhreyfður í 18 mánuði þar á undan.

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 29.des 2011, 00:43
frá ellisnorra
Mínar afturhjólalegur eru komnar yfir 100þús síðan ég skipti, en ég er líka bara á 33-35"

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 29.des 2011, 01:15
frá ulfr
Það getur ekki verið! Farin afturhjólalager í Toyotu! Guð minn góður. Mér finnst ég kannast við þetta, á 10þús km fresti...

P.s. Hjalti, yeaaaa rite.

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 29.des 2011, 01:26
frá -Hjalti-
ulfr wrote:
P.s. Hjalti, yeaaaa rite.


Jú lýg því ég hef einusinni skipt um hjólalegu að aftan hjá mér á 44" bílnum
En aulaðist reyndar til að skipta um vitlausa legu. Og skipti út góðri legu. Sú sem var ónýt að mati mikills sérfræðings er enn undir 3500km seinna og rúllar fínt hehe

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 29.des 2011, 01:30
frá ulfr
Bíddu bara, það þíðir ekkert að hringja í mig og biðja mig um að rúlla með tjakk og drasl þegar dótið hrynur undan. heh heh

Annars man ég ekki betur en að einhver hafi beðið í næstum 3 tíma eftir þér því að það fór lega í jeppanum þegar fara átti á Skjaldbreiður hér um árið? Þegar túrbínan fór ekki hjá mér. *hóst* *hóst*
:P

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 29.des 2011, 01:34
frá -Hjalti-
ulfr wrote:Annars man ég ekki betur en að einhver hafi beðið í næstum 3 tíma eftir þér því að það fór lega í jeppanum þegar fara átti á Skjaldbreiður hér um árið? Þegar túrbínan fór ekki hjá mér. *hóst* *hóst*
:P


Ég held að það hafi bara verið léleg afsökun á þynkumorgni og allmennri leti:P

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 29.des 2011, 10:43
frá Hr hilux
Kvar er ódýrast að kaupa hjólalegur í hilux.

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 03.jan 2012, 00:58
frá stjani39
Hr hilux wrote:Kvar er ódýrast að kaupa hjólalegur í hilux.



eftir að hafa starfað sem vélstjóri síðan 1979 þá spekulera ég aldrei hvar ég fæ ódírar legur því að þær endast ekkert ég kaupi einfaldlega SKF eða FAG því að þær endast og eiga þessir leguframleiðendur yfirleitt til legu kitt í flesta bíla, sumar útfærslurnar hjá ykkur eru athyglisverðar ég hef langa reinslu af því að hafa tvöfalda pakkdós fyrir innan legurnar og tvöfalda fyrir utan og gírolíu 85-90 á legunni, má blanda með millitek eða prolong þetta er mjög þæilegt þar sem gert er ráð fyrir abs skinjurum. annars bara smá handavinna

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 03.jan 2012, 01:12
frá jeepson
stjani39 wrote:
Hr hilux wrote:Kvar er ódýrast að kaupa hjólalegur í hilux.



eftir að hafa starfað sem vélstjóri síðan 1979 þá spekulera ég aldrei hvar ég fæ ódírar legur því að þær endast ekkert ég kaupi einfaldlega SKF eða FAG því að þær endast og eiga þessir leguframleiðendur yfirleitt til legu kitt í flesta bíla, sumar útfærslurnar hjá ykkur eru athyglisverðar ég hef langa reinslu af því að hafa tvöfalda pakkdós fyrir innan legurnar og tvöfalda fyrir utan og gírolíu 85-90 á legunni, má blanda með millitek eða prolong þetta er mjög þæilegt þar sem gert er ráð fyrir abs skinjurum. annars bara smá handavinna


Styð eindregið þetta með að kaupa SKF legur. Ég kaupi ekkert annað. Bara skoða legu nr vel og ef að menn eru að hringja í verslanir og biðja um legur í sýna bíl tegund. Þá endilega spyrja í leiðinni frá hverjum legan er.

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 03.jan 2012, 11:02
frá aae
Ég var að skipta um aftruhjólalegu í Subaru impressa og hún var ódýrust í Landvélum og kom í umbúðum frá SKF en var samt frá nipparts.
Stál og stansar hafa verið ódýrastir í framhjólalegum í hilux/4runner/LC þegar mig hefur vantað slíkt síðustu misseri. Fálkinn yfirleitt ódýrari í afturhjólalegum.
Annars hringja bara á alla staði og tékka þetta er breytilegt.
Kv Andri

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 17.nóv 2014, 12:26
frá sfinnur
Veit einhver stærð og gerð á þessari pakkdós?

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 17.nóv 2014, 21:58
frá Hilmar Örn
Sæll Finnur

Hér er númerið á legunni 21308
Keflalega úr kúlulegusölunni sem Bílanaust keypti http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1069222/

Hér er númerið á pakkdósinni frá toyota 90311-48010

kv Hilmar

Re: Meira vesenið á þessu Toyotu dóti

Posted: 17.nóv 2014, 22:17
frá sfinnur
Takk fyrir