Síða 1 af 1

drullutjakksfesting á lödu?

Posted: 25.des 2011, 20:59
frá elfar94
ég fékk drullutjakk í jólagjöf og var að spá hvort menn vissu hvernig væri hægt að festa þá á lödur? pabbi sá eina um daginn með tjakkin eftir endilöngum stuðaranum bara en gleymdi að skoða festinguna, veit einhver hvernig ég get útbúið svona?

Re: drullutjakksfesting á lödu?

Posted: 25.des 2011, 21:42
frá jeepson
Þú gætir líka fest hann á toppinn ef að þú ert með topp grindur.

Re: drullutjakksfesting á lödu?

Posted: 25.des 2011, 21:45
frá elfar94
jeepson wrote:Þú gætir líka fest hann á toppinn ef að þú ert með topp grindur.


ég á toppgrind, en hún er ekkert á leiðinni á á næstunni, þarf að taka hana alla í gegn og mála uppá nýtt( þetta er toppgrindin af partabílnum), svo rakst ég á þessa mynd rétt áðan http://www.ladaniva.co.uk/baxter/Galler ... 2.jpg.html er sniðug hugmynd að festa þetta svona eða þarf ég kanski að festa hann betur?

Re: drullutjakksfesting á lödu?

Posted: 25.des 2011, 22:54
frá jongunnar
EF þú festir tjakkinn á stuðarann og þarft að nota hann síðan þá er það sá stuðari sem tjakkurinn er á sem er á kafi!! þú getur alveg bókað það :)

Re: drullutjakksfesting á lödu?

Posted: 25.des 2011, 23:06
frá elfar94
satt, hvernig get ég þá útbúið festingu á toppgrindina hjá mér? er með þessa toppgrind http://a8.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos- ... 2180_n.jpg

Re: drullutjakksfesting á lödu?

Posted: 25.des 2011, 23:06
frá Izan
Sæll

Settu bara tvo 10mm snittteina þar sem þú vilt hafa tjakkinn og skrúfaði tjakkinn fastann með augaróm.

Kv Jón Garðar

P.s. á Lödu ætti þetta bara að vera á toppnum á honum, enda myndi ladan ekkert versna þó að tveir snitteinar stæðu upp úr þakinu á honum.

Re: drullutjakksfesting á lödu?

Posted: 28.des 2011, 00:11
frá ordni
Skottastu bara í það að græjja þessa gríðalega mössuðu toppgrind og skelltu tjakknum á hliðina á grindinni með einmitt 10mm boltum. verður vígalegt.