Síða 1 af 1

Niðurfelling innflutningsgjalda

Posted: 10.apr 2010, 19:50
frá Beinskiptur
Sæl öll hér.

Mig vantar smá upplýsingar. Málið er að vinur minn er að fara kaupa sér fjórhjól, honum vantar að vita hvað þarf til að sleppa við að borga toll og vsk af slíku leiktæki. Hvernig er þetta, er maður ekki bara skráður í björgunarsveit og þá sleppur maður við allt svoleiðis? Eða hvernig eru menn að græja þetta?

Re: Niðurfelling innflutningsgjalda

Posted: 10.apr 2010, 21:23
frá danfox
lol, vinur þinn græjar þetta þanning að hann borgar bara tolla og aðfluttnings gjöld af þessu eins og allir aðrir.
Það er ekkert sem heitir að fá niðurfellingu á tollum - gjöldum, bara fyrir það eitt að vera skráður í björgunarsveit.

Re: Niðurfelling innflutningsgjalda

Posted: 10.apr 2010, 21:29
frá HaffiTopp
..

Re: Niðurfelling innflutningsgjalda

Posted: 10.apr 2010, 22:15
frá dabbigj
Það fyrirkomulag sem að var að menn gátu keypt sleða og notað þá í starfi sveitarinnar gegn niðurfellingu hefur verið tekið úr gildi, þeir sleðar sem að voru keyptir svona voru merktir og tryggðir sem björgunartæki og eftir því sem að ég veit best að þá eru menn bara að nota sleðana í starfi hjá björgunarsveitunum.

Nú er ég í björgunarsveit og flestir sem að eru að starfa þar og hafa almennt áhuga á jeppum eiga sjálfir jeppa og eru margir virkir í t.d. f4x4 o.s.f., þeir sem að eru að starfa með sleðaflokkum hafa átt sleða í fjöldamörg ár og eiga sjálfir sleða.


Sjálfur er ég meðlimur í Hjálparsveit Skáta í Kópavogi og umgengst þau tæki sem björgunartæki og af þeirri virðingu sem að þau eiga skilið.

Annars er þér og vini þínum fullfrjálst að ganga í björgunarsveit og ganga í gegnum þetta 2 ára nýliðinunarprógram sem að er í gangi hjá landsbjörg og leggja til nokkur hundruð tíma í vinnu, gefa svo sveitinni þinni fyrir kaupverði á fjórhjóli og nýta það svo í björgunarsveitarstarfinu.

Re: Niðurfelling innflutningsgjalda

Posted: 11.apr 2010, 20:54
frá ellisnorra
Að það sé til svona fólk. Ég bara á ekki orð.














Þarf að segja eitthvað meira?

Re: Niðurfelling innflutningsgjalda

Posted: 11.apr 2010, 23:12
frá Einar
Neibb... nóg sagt.

Re: Niðurfelling innflutningsgjalda

Posted: 12.apr 2010, 10:10
frá Beinskiptur
Jæja, var að heyra í vini mínum sem er búinn að kanna þetta nánar. Hann segir að þetta sé einfalt.

Maður skráir sig í einhverja björgunarsveit og kaupir leiktækið í gegnum sveitina og viti menn, engin vörugjöld, vaskur eða neitt. Sem sagt, þetta verður næstum ókeypis.

Síðan er víst settur einhver límmiði á tækið og þarf að vera þar í 1 ár. Eftir þann tíma má selja leiktækið með fullum gjöldum á almennum markaði og jafnvel græða.

Er þetta rétt og hafa menn þá ekki verið að nýta sér þetta?

Allavega sniðugt ef rétt er.

Re: Niðurfelling innflutningsgjalda

Posted: 12.apr 2010, 12:14
frá Ingi
Miða við hvað þú ert búinn að agnúast út í björgunarsveitirnar í öðrum þræði hérna þá skil ég ekki hvernig í ósköpunum þér dettur í hug að ætla að skrá þig í eina

Re: Niðurfelling innflutningsgjalda

Posted: 12.apr 2010, 12:30
frá HaffiTopp
..

Re: Niðurfelling innflutningsgjalda

Posted: 12.apr 2010, 12:59
frá Óskar1
Sælir. Þetta er nú ekki allveg svo einfalt. Leiktækið sem þú nefnir þarf að vera í eigu sveitarinnar í þrjú ár. Ef þú gettur ekki farið í útkall á tækinu getur formaður viðkomandi sveittar skikkað að annar jafnhæfur einstaklingur fari á því. Ef það tjónast og trygingar kaupa tækið þá þarf að greiða viðlkomandi gjöld sem voru feld niður. Menn gerðu þetta fyrir nokkrum árum að kaupa sleða í gegnum sveitir. En það hefur stórlega dreigið úr því eftir að regglur voru hertar. Þeir sem kaupa þetta núna eru fólk sem er á kafi í störfum sveitana og er alltaf reiðubúið að fara af stað.
KV.

Re: Niðurfelling innflutningsgjalda

Posted: 12.apr 2010, 18:10
frá Stebbi
Beinskiptur wrote:Jæja, var að heyra í vini mínum sem er búinn að kanna þetta nánar. Hann segir að þetta sé einfalt.

Maður skráir sig í einhverja björgunarsveit og kaupir leiktækið í gegnum sveitina og viti menn, engin vörugjöld, vaskur eða neitt. Sem sagt, þetta verður næstum ókeypis.

Síðan er víst settur einhver límmiði á tækið og þarf að vera þar í 1 ár. Eftir þann tíma má selja leiktækið með fullum gjöldum á almennum markaði og jafnvel græða.

Er þetta rétt og hafa menn þá ekki verið að nýta sér þetta?

Allavega sniðugt ef rétt er.


Þetta er ekkert mál, ég er margbúin að gera þetta með miklum gróða og góðum árangri. Þú skráir þig í sveitina og þá eru allir vegir færir, passaðu þig bara að vera annað hvort veikur eða utan þjónustusvæðis á öllum æfingum og útköllum þá ertu að græða mest. Þetta er stórsniðugt og ekkert mál að svindla svona á kerfinu.

Re: Niðurfelling innflutningsgjalda

Posted: 12.apr 2010, 19:21
frá Einar
Held að "Beinskiptur" sé bæði með brotin gírkassa og steikta kúplingu.

Re: Niðurfelling innflutningsgjalda

Posted: 12.apr 2010, 19:38
frá Stebbi
Einar wrote:Held að "Beinskiptur" sé bæði með brotin gírkassa og steikta kúplingu.


Ég er að fíla 'ann