Vélarval í Willys?

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Vélarval í Willys?

Postfrá StefánDal » 21.des 2011, 00:12

Ég stefni að því eftir áramót að fara að raða saman Willys. Þetta verður að lokum CJ5 með blæju og annaðhvort dana44 eða patrol hásingum.
Ég á 360 AMC og sjálfskiptingu en það væri gaman að sjá hvaða hugmyndir menn hafa.

Hvaða mótor myndir þú setja í willys og afhverju?




Geir-H
Innlegg: 182
Skráður: 02.aug 2010, 21:59
Fullt nafn: Geir Harrysson

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Geir-H » 21.des 2011, 01:05

Þarf ekkert að ræða þetta

Image
00 Patrol 38"


monster
Innlegg: 154
Skráður: 13.des 2011, 00:14
Fullt nafn: victor bjarmi þorsteinsson

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá monster » 21.des 2011, 02:21

eg er með 1 sem er með 304 amc sem eg ætla að láta víkja fyrir 350 buick eða 455 buick ef eg fyndi svoleiðis.

ástæðan er að mig langar i torker en samt að hafa snerpu fyrir utan það að 350 buick er 450pund en 360 er 540 -600 fer eftir árgerð

http://www.gomog.com/allmorgan/engineweights.html

listi yfir þyngdir a velum og fleirra

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Hjörturinn » 21.des 2011, 16:49

5.3 Vortec.
Hræbilleg og nokkuð eyðslugrönn, ekkert mál að ná hellings afli út úr henni.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá StefánDal » 21.des 2011, 17:53

Meinaru 4.3 Hjörtur?

Það sem 360 hefur er náttúrulega hljóðið. Ekkert mikið meira en það. Ég ætla að vera mjög raunsær og leyfi mér að giska á að hestöflin séu um 150 og eyðslan 25+.

Það er spurning hvort að góð sexa myndi auka notagildið?

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Hfsd037 » 21.des 2011, 18:10

Image
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá StefánDal » 21.des 2011, 18:15

Væri fínt að fá nöfn á vélum og einhver rök í staðin fyrir myndir:)

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Hfsd037 » 21.des 2011, 18:21

stedal wrote:Væri fínt að fá nöfn á vélum og einhver rök í staðin fyrir myndir:)


Chevy LS1
Image

BMW V10 S85
Image

[youtube]RaTBh0nekUs[/youtube]
Síðast breytt af Hfsd037 þann 21.des 2011, 19:06, breytt 2 sinnum samtals.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Stebbi » 21.des 2011, 18:45

Fyrst að menn eru komnir í ruglið þá er um að gera að láta eina flakka í réttum lit og með krafmikla sögu. Þessi væri fín með góðan handskiptibúnað aftaná sér, hef heyrt að hilux kassar séu sterkir. :)

426 Hemi
Image
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá jeepson » 21.des 2011, 19:33

426 Hemi eða bara halda 360vélinni og græja hana eitthvað..
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá StefánDal » 21.des 2011, 20:28

Ég er nú ekki viss um hvað Hilux kassi myndi segja aftan á svona skrímsli.

En já líklegast er sniðugast að halda í 360 og taka hana upp.

User avatar

Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Maggi » 21.des 2011, 20:33

Settu bara það sem þú færð á góðu verði. Helst eitthvað þar sem vél, skipting og rafkerfi kemur úr einum og sama bílnum.

Skiptir engu hvort þetta heitir LS1, Hemi, 5.3, 5.7, 6.0, ..... það er búið að nefna nokkra óraunhæfa kosti hér nema þú sért að hugsa í mjög mörgum hundraðþúsundköllum.

Ég myndi allavega setja allt nema blöndung.

kv
Maggi
Wrangler Scrambler


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Offari » 21.des 2011, 20:43

Ég átti eitt sinn Willys disel og ekki fannst mér það hljóma vel. Ég sett vél úr gamalli mözdu 929 og líkaði bara ágætlega við hann þannig. Bíllinn var léttur aflið dugði og eyðslan var einn tankur á ári. (minnir að tankurinn hafi verið 50 lítra) Þetta haði nátturulega ekki sambærilegt afl og átta gata tryllitækin en bíllinn flaut betur á 35" dekkjum en átta gata Willys á 38" dekkjum þannig að þar sparaði ég mér tölverðan pening.

Og þótt svo að vissulega séu átta gata jepparnir skemmtilegir gat ég vel skemmt mér á þessum. Þetta er því bara spurning hversu nægjusamur þú ert. Ég mæli með léttri vél og léttari hásingum. En mér skilst að þessir hafi komið vel út með 258 og því spurning hvort fjögra lítra Cherokie vélin sé ekki bara sniðugust í þennan.


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Offari » 21.des 2011, 20:46

Maggi wrote:Ég myndi allavega setja allt nema blöndung.

kv
Maggi



Hvað þarf mikið af rafkerfi að fylgja með ef maður vill setja innspýtngarvél í gamlan Scout?

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Kiddi » 21.des 2011, 20:50

Hjörtur á sennilega við 5.3 Vortec sem er nýleg V8 úr smiðju GM (úr svokallaðri "LS" fjölskyldu)
Þessi mótor tók í raun við af 350 sem sú átta sílindra GM vél sem er framleidd í langflestum eintökum þannig að það er nóg til af henni og eðlilega á alls ekki slæmu verði þannig lagað (úti í USA).
Kosturinn við LS vél er að hún er nett, tiltölulega létt, hefur breitt vinnslusvið og er nýtin á eldsneyti miðað við afl. Það er allt til á netinu um hvernig á að tengja svona vél og það er hægt að skrúfa aftan á hana gamlar GM skiptingar og gírkassa (með smá tilfæringum, þó ekki neinum svakalegum).

Það var semsagt ekki 4.3 V6 sem hann átti við :-) Þó það sé alls ekki slæm hugmynd þannig lagað.

Af eldri V8 mótorum þá get ég ekki séð að 360 AMC sé neitt verri en hvað annað. Myndi þá bara fá mér nýjan Holley eða QuadraJet blöndung að utan og einfalt og gott kveikjukerfi svo þetta væri svona þokkalega til friðs.

Það sem ég held einmitt að eigi stóran þátt í því hvað blöndungar eru oft til vandræða er að menn eru oft að pjakka upp á gamalt og sjúskað drasl sem verður aldrei til friðs.


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Stjáni Blái » 21.des 2011, 22:03

Fáðu þér Cherokee XJ með 4.0L og ssk og færðu kramið á milli. Þá verðuru sáttur maður og getur notað jeppan þinn alla daga og smælað framan í heiminn :)

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá ellisnorra » 21.des 2011, 23:40

Stebbi ég á volvo turbo handa þér með öllu tilheyrandi til að skrúfa langt yfir 200 hesta.

PM fyrir nánari upplýsingar :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Freyr » 22.des 2011, 00:12

Stjáni Blái wrote:Fáðu þér Cherokee XJ með 4.0L og ssk og færðu kramið á milli. Þá verðuru sáttur maður og getur notað jeppan þinn alla daga og smælað framan í heiminn :)


Get eiginlega ekki tekið undir þetta þó ég sé mikill cherokee kall. Þessar 4.0 ltr. vélar eru fínar en það eru til nýrri V-mótorar sem nýta bensínið mun betur, skila meira afli fyrir svipaða og jafnvel minni eyðslu og eru í þokkabót léttari, t.d. er 5,7 ltr LS1 kringum 50 kg. léttari en línu sexan. Ég væri einmitt til í að setja 5,3 vortec V8 í minn en ég efast samt um að ég muni nokkurn tímann fara út í vélaskipti í mínum.

Freyr

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá LFS » 22.des 2011, 00:38

en 4.7l ur cherokee eru það ekki þokkalegar velar rett einsog linu sexan þo þær seu v8 ?
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Freyr » 22.des 2011, 01:10

49cm wrote:en 4.7l ur cherokee eru það ekki þokkalegar velar rett einsog linu sexan þo þær seu v8 ?


4,7 vélarnar hafa bara komið mjög vel út, væri til í svoleiðis vél í minn bíl. Þær eru eitthvað léttari en sexan og skila orginal 235-265 hp í stað um 170 - 190 hp í sexunni. Þær eyða álíka miklu í grand og sexan í XJ þrátt fyrir að skila meira afli og vera í bíl sem er um 3-400 kg. þyngri.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá jeepcj7 » 22.des 2011, 03:27

360 amc ekki spurning að nota hana áfram ef hún er til staðar volgur ás 270 gráður eða svo er flott mjög gott tog á lágsnúning sem er ekta í jeppa góður blandari er náttúrulega málið (mæli með nýjum holley ) og fín kveikja td. dui sem er hei fyrir amc einfalt og gott ef vélin er þétt og í lagi að öðru leiti ertu með töluvert meira en 150 hö ég myndi giska á með flækjum að þú sért með ca. 2 x það.Og svo er amc vélin frekar létt samanborið við aðrar v8 vélar og rúmtaksmikil mv. þyngd.
Heilagur Henry rúlar öllu.


gummiwrx
Innlegg: 125
Skráður: 28.nóv 2011, 10:04
Fullt nafn: Guðmundur Sveinsson
Bíltegund: 2x Nissan Patrol

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá gummiwrx » 22.des 2011, 07:03

án þess að hafa lesið allt hérna fyrir ofan seigji ég persónulega annaðhvort 350 chevy eða bara 4.2 258 orginal cj7 mótorinn, er buinn sjalfur mikið að velta þessu fyrir mér þarsem ég er með 85' cj7 i smíðum, og stefni ég bara á að halda í orginal 258 vélina til að byrja með, hún á vist að vera finasta tork vél, átti einhverstaðar til tölur yfir slaglendina og allt fyrir þær, þær hafa samt verið með vesen á að ganga almennilega eftir að mengunarbúnaðsdraslinu var troðið á þær, er einfaldast þá bara stífla allt sem tengist þvi og fá blöndung af gamalli svona vél á hana.. persónulega myndi eg gera þetta, ég var mjög æstur að fara úti 360 en svo eftir að spurjast fyrir um allt voru menn steinhissa að ég hefði virkilega i huga að taka 258 vélina úr fyrir 360. svo er reyndar lika hægt fá bara 4.2 + 4.0ho og strokea, á vist þrusuvirka
38" Y61 patrol
2x 38" Y60 patrol.
Cj7 i smidum

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá jeepcj7 » 22.des 2011, 10:38

Ef einhver tekur 258 framyfir 360 þá hefur hann ekki prófað 360 í lagi
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá AgnarBen » 22.des 2011, 11:39

Freyr wrote:
49cm wrote:en 4.7l ur cherokee eru það ekki þokkalegar velar rett einsog linu sexan þo þær seu v8 ?


4,7 vélarnar hafa bara komið mjög vel út, væri til í svoleiðis vél í minn bíl. Þær eru eitthvað léttari en sexan og skila orginal 235-265 hp í stað um 170 - 190 hp í sexunni. Þær eyða álíka miklu í grand og sexan í XJ þrátt fyrir að skila meira afli og vera í bíl sem er um 3-400 kg. þyngri.


Félagi minn er á 4.7 Grand á 44" DC og við bárum eyðsluna saman á malbikinu Rvk - Hrauneyjar (ég á 39,5" Irok) og niðurstaðan var sú að hann var að eyða 25% meira (16 á móti 20 l.) og þetta var bara malbiksakstur í langkeyrslu (vorum í samfloti og því var aksturslagið svipað).

Ég geri ráð fyrir að sama hlutfall eigi við í bænum en kannski minnkar þessi munur á fjöllum, veit það ekki.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá jeepson » 22.des 2011, 11:55

Félagi minn á svona grand með 4,7 og hann talaði um að bíllinn væri í 16 í lang keyrslu. En eru menn ekki altaf að tala um að þessir bílar séu í 14-15 óbreyttir?? Ég hef reyndar heyrt tölur uppá 10 líka í langkeyrslu á óbreyttum svona bíl.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Stjáni Blái » 22.des 2011, 12:03

Freyr wrote:
Stjáni Blái wrote:Fáðu þér Cherokee XJ með 4.0L og ssk og færðu kramið á milli. Þá verðuru sáttur maður og getur notað jeppan þinn alla daga og smælað framan í heiminn :)


Get eiginlega ekki tekið undir þetta þó ég sé mikill cherokee kall. Þessar 4.0 ltr. vélar eru fínar en það eru til nýrri V-mótorar sem nýta bensínið mun betur, skila meira afli fyrir svipaða og jafnvel minni eyðslu og eru í þokkabót léttari, t.d. er 5,7 ltr LS1 kringum 50 kg. léttari en línu sexan. Ég væri einmitt til í að setja 5,3 vortec V8 í minn en ég efast samt um að ég muni nokkurn tímann fara út í vélaskipti í mínum.

Freyr


En þegar þú horfir á kostnaðar hliðina í þessu máli ?
Það er hægt að fá svona XJ Cherokee hræ fyrir mjög lítinn pening. Einnig væri sniðugt að færa kram úr v8 Grand Cherokee yfir í svona bíl, en helst að nota millikassan úr gamla bílnum. Svona 318 Vél úr Cherokee vinnur vel og eyðir engu til að tala um.
Aðal málið er að vélin sem þú notar. hvort sem það verði 360 AMC eða annað sé í góðu lagi. það eitt og sér spilar stóran þátt í því að þetta eyði ekki fleiri tugum lítra á hundraði.

Kv.

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Tómas Þröstur » 22.des 2011, 12:27

Í dag myndi ég setja einhverja dísilvél 130+hoho í bílinn. Þá er hægt að ferðast eitthvað að ráði fyrir venjulegan mann. Á kannski ekki við í Willis finnst einhverjum líklega en mér finnst meira atriði að ferðast en jeppast. Líka mikið atriði að þurfa ekki að taka mjög mikið magn af eldsneyti í bíl með lítið "skápapláss".
Síðast breytt af Tómas Þröstur þann 22.des 2011, 12:29, breytt 1 sinni samtals.


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Dodge » 22.des 2011, 12:28

Annaðhvort bara peppa upp það sem þú átt, ef það er 360AMC þá er það ekkert verra en hver önnur fornaldar V8.
En ég held að í svona jeppa sé lang þægilegast að fara í eitthvað nýmóðins eins og 5.7 Hemi og vera þá með vesenfrí 350 hö sem eru líka 350 hö alla daga ársins, eyða temmilega og ganga í halla og hossum.

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá StefánDal » 22.des 2011, 13:01

Þá er það slegið. 360 verður notuð.


Er með nýlegan Edelbrock 600 með rafmagnsinnsogi á 360 mótornum. Hvar er best að versla kveikju og flækjur?

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Freyr » 22.des 2011, 14:59

Stjáni Blái wrote:
Freyr wrote:
Stjáni Blái wrote:Fáðu þér Cherokee XJ með 4.0L og ssk og færðu kramið á milli. Þá verðuru sáttur maður og getur notað jeppan þinn alla daga og smælað framan í heiminn :)


Get eiginlega ekki tekið undir þetta þó ég sé mikill cherokee kall. Þessar 4.0 ltr. vélar eru fínar en það eru til nýrri V-mótorar sem nýta bensínið mun betur, skila meira afli fyrir svipaða og jafnvel minni eyðslu og eru í þokkabót léttari, t.d. er 5,7 ltr LS1 kringum 50 kg. léttari en línu sexan. Ég væri einmitt til í að setja 5,3 vortec V8 í minn en ég efast samt um að ég muni nokkurn tímann fara út í vélaskipti í mínum.

Freyr


En þegar þú horfir á kostnaðar hliðina í þessu máli ?
Það er hægt að fá svona XJ Cherokee hræ fyrir mjög lítinn pening. Einnig væri sniðugt að færa kram úr v8 Grand Cherokee yfir í svona bíl, en helst að nota millikassan úr gamla bílnum. Svona 318 Vél úr Cherokee vinnur vel og eyðir engu til að tala um.
Aðal málið er að vélin sem þú notar. hvort sem það verði 360 AMC eða annað sé í góðu lagi. það eitt og sér spilar stóran þátt í því að þetta eyði ekki fleiri tugum lítra á hundraði.

Kv.


Ef við horfum á kostnaðarhliðina og afl í sama dúr og í sexunni færi ég frekar í 4,3 vortec. Hugsa að það sé hægt að fá 4,3 vél með öllu sem þarf á ekki svo mikið meiri pening eða jafnvel á sambærilegu verði og þar ertu með vél sem vinnur örlítið betur orginal, margfallt meiri möguleikar á aukahlutum og uppfærslum og sennilega hægt að láta hana eyða minna.

Freyr

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Stebbi » 22.des 2011, 21:52

jeepson wrote:Félagi minn á svona grand með 4,7 og hann talaði um að bíllinn væri í 16 í lang keyrslu. En eru menn ekki altaf að tala um að þessir bílar séu í 14-15 óbreyttir?? Ég hef reyndar heyrt tölur uppá 10 líka í langkeyrslu á óbreyttum svona bíl.


Bíllinn minn var með 10-11 í langkeyrslu ug 16-18 innanbæjar. Fór á honum RVK - Hólmavík - RVK á vel innan við einum tank og bíllinn var fullur af fólki og farangri. 13.6 á hundraðið í fyrrasumar með með alla fjölskylduna, Combi Camp á kúluni og bílinn troðin uppfyrir glugga af útilegudóti. Ég er ekki viss um að Avensisinn minn gæti jafnað þetta undir sömu kringumstæðum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Palli
Innlegg: 82
Skráður: 06.feb 2010, 20:18
Fullt nafn: Páll I. Pálsson
Staðsetning: Akranes city

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Palli » 26.des 2011, 15:32

hef mjög oft rekist á það á erlendum spjallborðum að menn eru ekki ánægðir með 4,7 vélina. mjög bilanagjörn þegar hún er kominn yfir 200.þús.km og að 4.0l vélin sé með e-h gallaða stimpla milli 1999 og 2001

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Kiddi » 26.des 2011, 16:32

Það verður samt að hafa í huga að það sem er neikvætt á greiðari leið inn á netið heldur en það sem er jákvætt.

Menn nenna mikið, mikið, frekar að skrifa um að vélin þeirra hafi klikkað heldur en að vélin þeirra gangi eins og klukka og þess vegna verður að taka öllu svona með fyrirvara...

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Stebbi » 26.des 2011, 20:28

Ég get svosem bara talað útfrá eigin reynslu, en sú reynsla er bara af hinu góða. Ég keyrði bílinn 20 þús km og sé ekki eftir krónu í bensín á hann því að skilaði alltaf sínu sama hvað um var beðið. Ég myndi hiklaust setja svona vél í gamlan willy's eða Wrangler ef ég hefði tök á því. Og ef að menn vilja setja smá aur í svona þá er 4.7 eftir 2008 flott í þetta því hún er komin í 300 hö og með MDS til að halda eyðslu niðri á langkeyrslu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Adam levý
Innlegg: 43
Skráður: 01.feb 2010, 21:05
Fullt nafn: Adam Levý Karlsson
Staðsetning: garðabær

Re: Vélarval í Willys?

Postfrá Adam levý » 30.des 2011, 21:27

stedal wrote:Þá er það slegið. 360 verður notuð.


Er með nýlegan Edelbrock 600 með rafmagnsinnsogi á 360 mótornum. Hvar er best að versla kveikju og flækjur?


sæll ég á ónotaðar utangrindar flækjur handa þér ef þú hefur áhuga og 360 mótor með 4ra hólfa edelbrock performer álmilliheddi. í mjög fínu standi

kv Adam

8233049
jeep cj5 65´ 38"
Dodge Ram 3500 2003


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 62 gestir