Málningarefni á grind


Höfundur þráðar
finnzi
Innlegg: 68
Skráður: 03.okt 2010, 16:45
Fullt nafn: Finnur Ingi Hermannsson

Málningarefni á grind

Postfrá finnzi » 20.des 2011, 22:49

Sælir spjallverjar.

Ég er að leggja lokahönd á endurbætur/smíði á grind undan jeppa sem ég er að gera upp, að lokinni uppgerð fer grindin í sandblástur.
Með hvaða málningarefnum mælið þið með að ég noti til þess að mála grindina ? eitthvað sem endist vel, kemur í veg fyrir ryð og þolir grjótkast (Tectyl, Epoxý, trukka lakk)

kv.
Með von um hagnýt svör.



User avatar

GísliG
Innlegg: 32
Skráður: 21.mar 2011, 12:11
Fullt nafn: Gísli Gíslason

Re: Málningarefni á grind

Postfrá GísliG » 20.des 2011, 23:01

Sæll
Notaði þetta hjá mér:
• JOTAMASTIC 87 CC (sem er tvíþátta epoxygrunnmálning) t.d. grátt
• HARDTOP AS ( sem er tvíþátta pólýúretanlakk) svart
Fæst í Málningu.
Síðan er gott að sprauta inn í grindina koppafeiti þynnta með steinolíu ca á árs fresti til að koma í veg fyrir ryðmyndun innan frá.

Kv - Gísli

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Málningarefni á grind

Postfrá frikki » 20.des 2011, 23:19

Strákar talið við Smára í betra púst.
simi 555 7070.

Hann er með geggjað efni fyrir grindina.
Þetta efni er oliublandað ryðvarnarefni sem fer inn í grindina,sílsana og hjólaskálarnar.

Þetta efni hrindir frá ser snjó og klaka ,sömuleiðis seltunni sem er á götunum.

Svo myndi ég mála mála grindina með epoxy grunni og epoxy málningu að utan.
Patrol 4.2 44"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Málningarefni á grind

Postfrá Freyr » 20.des 2011, 23:23

Grunnar með penguard stayer sem er tveggja þátta epoxy grunnur sem ég hef keypt í Slippfélaginu en minnir að það standi líka Málning ehf á dósunum. Þetta er öflugasti grunnurinn sem þeir selja og hefur rótvirkað hjá mér, jafnvel þó ég máli yfir illa hreinsað ryð, gamalt króm án þess að matta það o.fl. Ekki skemmir fyrir að hann er um 3x ódýrari en 1 lítri af sambærilegum grunni hjá t.d. Poulsen og N1.

Þessi grunnur er nóg einn og sér hvað varðar styrk/endingu/tæringarvörn, það að mála yfir er eingöngu fyrir augað. Sterkast í þeim efnum eftir því sem ég best veit er tveggja þátta Hardtop lakk frá Slippfélaginu en fyrir mína parta læt ég duga að úða spreybrúsalakki yfir Penguard grunninn. Hafðu samt í huga að lakk sem er blandað fyrir þig á brúsa er 3x öflugra (u.þ.b. 1/3 lakk - 2/3 þynnir) heldur en lakk í brúsum sem stendur blandað í hillum (minnir að þar sé lakkið um 10% og um 90% þynnir). Þó hef ég fundið eina gerð spreylakks sem mér þykir svipa til þess sem er blandað og það er Quattro lakk frá Wurth. Hef notað það með góðum árangri og jafnvel svindlað og notað það án þess að grunna fyrst og það er tekið fram á brúsunum að það megi nota það á illa ryðhreinsaða fleti.

Freyr

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Málningarefni á grind

Postfrá Freyr » 20.des 2011, 23:28

Í sambandi við ryðvörn innan í grind, sílsa o.s.frv. hef ég notað holrýmavax sem er það sama og bílaframleiðendurnir nota í svona. Er koppafeitin e.t.v. öflugri vörn?

Kv. Freyr

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Málningarefni á grind

Postfrá Startarinn » 21.des 2011, 07:13

Er eitthvað því til fyrirstöðu að láta galvan húða grindina?
Þú færð allavega ekki betri húð en það
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Málningarefni á grind

Postfrá Freyr » 24.des 2011, 01:17

Startarinn wrote:Er eitthvað því til fyrirstöðu að láta galvan húða grindina?
Þú færð allavega ekki betri húð en það

Grindurnar eiga til að vinda upp á sig vegna hitans. Svo er líka leiðinlegt að sjóða eftir þetta.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Málningarefni á grind

Postfrá jeepson » 24.des 2011, 01:25

GísliG wrote:Sæll
Notaði þetta hjá mér:
• JOTAMASTIC 87 CC (sem er tvíþátta epoxygrunnmálning) t.d. grátt
• HARDTOP AS ( sem er tvíþátta pólýúretanlakk) svart
Fæst í Málningu.
Síðan er gott að sprauta inn í grindina koppafeiti þynnta með steinolíu ca á árs fresti til að koma í veg fyrir ryðmyndun innan frá.

Kv - Gísli


Alveg sammála Nafna mínum í þessu með koppafeitina og olíuna. ég ætla t.d að nota motór olíuna af pattanum mínum. Sótuð olía er best í ryðvörn :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
finnzi
Innlegg: 68
Skráður: 03.okt 2010, 16:45
Fullt nafn: Finnur Ingi Hermannsson

Re: Málningarefni á grind

Postfrá finnzi » 10.jan 2012, 23:08

Sælir.

Þá er ég búinn að láta sandblása grindina og telst þá járnsmíða vinnu á undirvagni nánast búinn. Ég grunnaði grindina tvær umferðir með JOTAMASTIC 87 CC og málaði yfir tvær umferðir með HARDTOP AS. Á eftir að setja vax inn í alla grindina. Ég verð að segja að útkoman er mjög góð og verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur til með að endast þegar á reynir.

Ég sandblés einnig gólfið (botninn) á bílnum og er að velta fyrir mér hvaða efni eru heppileg til þess að ganga vel frá því.
Ég hafði hugsað mér að grunna tvær umferðir með PENGUARD EXPRESS MIO, lím- og pensilkítta allar kverar og samskeyti og sprauta svo tvær umferðir af wurth gjótmassa yfir. Hvernig lýst ykkur á þessa yfirborðsmeðhöndlun ?

Allar aðrar tillögur eru vel þegnar.

kv.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Málningarefni á grind

Postfrá jeepson » 11.jan 2012, 00:30

Hvernig bíl ertu að græja ogg á ekkert að henda inn myndum?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
finnzi
Innlegg: 68
Skráður: 03.okt 2010, 16:45
Fullt nafn: Finnur Ingi Hermannsson

Re: Málningarefni á grind

Postfrá finnzi » 11.jan 2012, 17:50

Ég er að gera upp 1990 árgerð af 4Runner sem ég er búinn að eiga í tæp 10 ár. Ég mun setja inn myndir af uppgerðinni þegar tími gefst.

En hvað segið þið með yfirborðsefnin á gólfið/botninn, enginn comment ?

Kv.


gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: Málningarefni á grind

Postfrá gaz69m » 11.jan 2012, 18:07

finnzi wrote:Ég er að gera upp 1990 árgerð af 4Runner sem ég er búinn að eiga í tæp 10 ár. Ég mun setja inn myndir af uppgerðinni þegar tími gefst.

En hvað segið þið með yfirborðsefnin á gólfið/botninn, enginn comment ?

Kv.



ég er að gera upp forn bíl og hann verður grunnaður með tveggja þáta polyurethan grunn svo polyurethan malningu yfir það og neðan á botnin set ég polyurethan gúmmíkvoðu frá artictrucks ættlað á jeppapalla á gólfið fer svo hljóðeinangrandimottur ofaná úrethanmalninguna og spurning hvort að ég dúkleggbílin ofan á það eða teppalegg
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur