Síða 1 af 1
Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 18.des 2011, 20:11
frá gummiwrx
Sælir spjallverjar, nú var ég að versla mer 38" patrol um daginn og er i smá vandræðum með hann
þannig er það að i 4wd eiga til að koma einhver leiðinda smelli hljóð og högg sem maður finnur uppi bil, þetta a kemur bara i tíma og ótíma en extra mikið þegar kemur eitthvað átak inni málið. töldum fyrst að þetta væri af völdum ónýtra frammstýfu fóðringa, en buið er að skifta um þær við hásingu og minkaði þá hljóðið og högginn, en útrýmdi ekki alveg, kemur ekkert þegar er i rwd, kemur lika ekki ef er ekki i gír, en kemur samt þótt sé bara að renna niður brekku i gír..
kannast einhver við þetta vandamál og getur gefið mér ábendingar um hvað gæti verið að angra bílinn :/
Re: Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 18.des 2011, 20:55
frá kaffinn
þetta getur verið driflokan
Re: Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 18.des 2011, 22:22
frá AgnarBen
Sammála, fyrsta gisk er klárlega drifloka. Ef þú ert með orginal lokur og þær eru keyrðar í 4wd í ófærum stilltar á Auto þá skemmast þær með tímanum.
Re: Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 20.des 2011, 13:10
frá arnarlogi15
Þetta er eiginlega alveg pottþétt lokan hjá þér.
Re: Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 20.des 2011, 14:33
frá gummiwrx
okay, þá byrja ég á því að skoða þær, er það bara taka hana af og skoða hvort sé allt i góðu eða klessu? er svona fyrst núna reyna byrja i þessu sporti af alvöru :)
Re: Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 20.des 2011, 14:34
frá Hagalín
Ertu með orginal lokurnar (Auto/Lock) eða ertu með aftermarket lokur (Free/Lock)???
Re: Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 20.des 2011, 15:37
frá gummiwrx
ég er með superwinch lokur 2x4/4x4
Re: Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 20.des 2011, 19:19
frá Kalli
gummiwrx wrote:ég er með superwinch lokur 2x4/4x4
Þær eru algjört drasl.
Re: Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 21.des 2011, 07:13
frá gummiwrx
já búinn að vera lesa það hérna, þetta var nú bara i bílnum og var ég bara fá hann fyrir max 2 vikum
Re: Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 21.des 2011, 10:12
frá AgnarBen
ég var með superwinch lokur á mínum gamla og þegar þær fóru þá lýsti það sér nákvæmlega eins.
Re: Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 21.des 2011, 11:59
frá gummiwrx
okay, takk fyrir þetta, tók líka eftir þegar ég fór skoða þetta eitthvað i gær að lokan var eiginlega bara laus á -.- en hvernig lokum mynduð þið mæla með? 38" breyttur, og stefnt á að fara í 44" i sumar, eru ekki einhverjar lokur sem kæmu til með að endast lengur en aðrar
Re: Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 21.des 2011, 15:02
frá AgnarBen
Ef þú vilt lokur þá hugsa að ég að best sé að fara bara í orginal lokur aftur og hugsa almennilega um þær, keyra ekki í torfærum í Auto. Gallinn er að þær eru fokdýrar.
Hérna eru ódýrar manual lokur í UK, veit ekkert um gæðin en einhverjir á þessari síðu hafa verslað við þessa gaura með góðum árangri.
http://www.milneroffroad.com/index.php?route=product/product&path=13_67_2996_4006&product_id=25291Ég fór bara í fasta flangsa frá Ægi en sumir hafa líka soðið orginal lokurnar fastar.
Re: Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 21.des 2011, 21:18
frá jeepson
Ég er með super winch lokur og þær virðast virka allavega eins og er. En Ég var að pæla í að kaupa aðrar sem að ég man bara ekki hvað heita í augnablikinu. en þær kosta alveg helling. mannig ekki hvort að það var 15 eða 30 kall stykkið.
Re: Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 21.des 2011, 22:12
frá kaffinn
ef þú ællar að seta góðar lokur á hann þá myndi ég fá mér þær sem maður þarf topp til að seta þær á
Re: Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 22.des 2011, 06:54
frá gummiwrx
Var að skoða þetta i gær og lokan sjálf virðist heil, splittið var komið af öxlinum farið til baka svo ekki var lokan alltaf að gripa almennilega þótt var i 4x4
Re: Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 22.des 2011, 16:27
frá Valdi B
þetta er bara eðlilegt í patrol... ef þú heyrir ekkert aukahljóð þá þarftu að fara að hafa áhyggjur!
Re: Aukahljóð i Patrol Y60
Posted: 22.des 2011, 16:38
frá Hagalín
gummiwrx wrote:Var að skoða þetta i gær og lokan sjálf virðist heil, splittið var komið af öxlinum farið til baka svo ekki var lokan alltaf að gripa almennilega þótt var i 4x4
Gæti líka verið gormurinn sé orðinn slappur og heldu þá ekki alveg við þegar átak er komið á öxulinn.
Var í þessu veseni sjálfur á tímabili og þá var lokan alltaf að svíkja örðu hvoru. Á endanum smallaðist innvolsið og fór ég þá og fékk ónýtar orginal lokur og lét sjóða þær og það svíkur ekki.