Út er kominn á heimasíðu Útivistar ferðadagskrá næsta árs á utivist.is
Hér að neðan er copy af heimasíðu þeirra um ferðir jeppadeildar Útivistar.
Ég byrjaði að ferðast með þeim 2002 og læt mjög vel af því, þetta er mjög hentugt þeim sem hafa gaman að ferðast og þekkja fáa til að fara með eða vilja fara með fararstjóra í skipulagðar ferðir.
Einnig er stefnt að því að fara í dorgferð á Arnarvatnsheiði, á Drangjökul og fl. eftir veðri og vindum.
Ég hvet menn til að skoða þetta vel.
Einnig hef ég farið með Gíslavinafélaginu http://www.simnet.is/gop/ frábær hópur stútfullur af gömlum og góðum reynsluboltum og allir velkomnir.
Njótið félagar. Kveðja Gulli
Þrettándaferð í Bása. Jeppa- og gönguskíðaferð Nánar ...
Dags: 7. - 8.1.
Brottför: kl. 10:00 frá Hvolsvelli.
Erfiðleikastig:
Gisting:
Almennt verð: 0 kr.
Nr. 1201J01
Hvað er ævintýralegra fyrir fjölskylduna en að hefja ferðaárið í þrettándaferð í Goðaland? Básar íklæddir vetrarskrúða eru veisla fyrir augað. Ef snjóalög eru hagstæð er upplagt fyrir gönguskíðafólk að skella sér með og fara á skíðum frá Stóru-Mörk inn í Bása, en jeppar flytji þá farangurinn í skála. Í Básum verður farið í léttar gönguferðir, slegið upp kvöldvöku og farið í blysför að brennunni. Flugeldasýningin fer eftir því hvað ferðalangar draga upp úr pússi sínu. Kröfur um búnað jeppa fara eftir færð og veðri. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.
Jón Tryggvi Þórsson.
Strútur Nánar ...
Dags: 18. - 19.2.
Brottför: kl. 8:00.
Erfiðleikastig:
Gisting:
Almennt verð: 0 kr.
Nr. 1202J01
Dreymir jeppann um að komast í frábæra vetrarferð? Hvað um eigandann? Umhverfi Strúts á Mælifellssandi er draumaveröld fyrir vetrarferðamennsku jeppans, jeppamannsins og -konunnar. Snjóalög þar eru jafnan mikil, falleg fjöll og jarðhiti. Snemma á laugardagsmorgni verður lagt upp frá Reykjavík, stefnan tekin á Sólheimajökul og yfir Mýrdalsjökul í hinn glæsilega skála Strút þar sem verður gist. Heitur skáli og huggulegheit. Leiðarval á heimleið fer eftir færð og aðstæðum. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.
Fimmvörðuháls Nánar ...
Dags: 17. - 18.3.
Brottför: kl. 8:00.
Erfiðleikastig:
Gisting:
Almennt verð: 0 kr.
Nr. 1203J01
Fimmvörðuháls er alltaf áskorun. Heillandi og hættulegur, notalegur og næðingssamur, auðveldur og ógnvekjandi! Allt í senn. Í ferð um Fimmvörðuháls þurfa menn að lesa veður og færð. Farið verður á laugardagsmorgni að Skógum og ekið í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi. Eftir léttan hádegisverð verður ekið og gengið um nýju gosstöðvarnar. Magni og Móði verða skoðaðir og nýja hraunið kannað. Ekið að nýju í skála og notið góðrar kvöldstundar að hætti Útivistarfélaga. Á sunnudeginum verður ekið upp á Mýrdalsjökul og ef veður er gott farið niður norðan jökuls. Ferðinni lýkur á Hvolsvelli. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.
Grímsfjall Nánar ...
Dags: 30.3. - 1.4
Brottför: kl. 8:00.
Erfiðleikastig:
Gisting:
Almennt verð: 0 kr.
Nr. 1203J02
Ef til er goðsögn áfangastaða jeppamanna þá er það Grímsfjall. Og ekki að ósekju! Lagt af stað að kvöldi fimmtudagsins upp í Jökulheima og gist þar. Á föstudagsmorgni er haldið á Grímsfjall. Gist í skálum Jöklarannsóknafélagsins á Grímsfjalli í tvær nætur og farið um áhugaverð svæði á jöklinum. Skálarnir bera smiðum sínum og umsjónarmönnum hið fegursta vitni. Að reisa afburðaskála á þessum stað á stærsta jökli Evrópu – það gera engir aukvisar! Frá Grímsfjalli sést til margra áhugaverðra staða; Bárðarbungu í norðri, í norðaustri eru Kverkfjöll með öllum sínum leyndardómum og í suðri blasir Hvannadalshnúkur við. Nánari ferðaáætlun fer eftir veðri og aðstæðum á jöklinum. Aðeins fyrir mikið breytta og vel útbúna jeppa. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.
Töfrar Hofsjökuls Nánar ...
Dags: 19.4. - 22.4.
Brottför: kl. 19:00.
Erfiðleikastig:
Gisting:
Almennt verð: 0 kr.
Nr. 1204J01
Umhverfi Hofsjökuls er heillandi og spennandi fyrir vetrarferðir á jeppum. Lagt verður af stað á miðvikudagskvöldi, farið í Hólaskóg og gist þar. Á fimmtudagsmorgni verður ekið upp Kvíslarveituveg og síðan gömlu Sprengisandsleiðina í Laugafell. Ef veður og snjóalög leyfa verður komið við á Þjórsárjökli hjá rótum Arnarfells hins mikla. Á föstudagsmorgni verður farið að miðju Íslands við Illviðrahnjúka, áfram norður fyrir Hofsjökul um Ingólfsskála og Bláfell. Síðan verður stefnt á Ströngukvíslarskála á Eyvindarstaðaheiði þar sem gist verður. Á laugardagsmorgni verður farið vestanmegin við jökulinn, sneitt upp í hann á kafla og stefnan tekin á Kerlingarfjöll. Gist verður í Setrinu, skála Ferðaklúbbsins 4x4. Á sunnudegi verður stefnan tekin á Nautöldu og þaðan til byggða yfir Sóleyjarvað á Þjórsá og hringnum þar með lokað. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.
Vatnajökull Nánar ...
Dags: 3. - 6.5.
Brottför: kl. 18:00.
Erfiðleikastig:
Almennt verð: 0 kr.
Nr. 1205J01
Fimmtudagur - Grímsfjall, föstudagur - Kverkfjöll, laugardagur - Jökulheimar. Ferðin hefst að morgni fimmtudags, ekið í Hrauneyjar og tankað, þaðan haldið í Jökulheima þar sem ferðin hefst fyrir alvöru við rætur Tungnaárjökuls. Fjörutíu kílómetra inni á jöklinum eru töfraheimar Grímsvatna og á tindi einum stendur skáli Jöklarannsóknafélagsins þar sem gist verður fyrstu nóttina. Á föstudegi verður ekið í Kverkfjöll og jarðhitasvæðin í Hveradölum skoðuð ásamt því að farið verður í bað í hinu margrómaða Hveragili. Þar er aðeins baðfært að vetri til vegna þess að leysingavatnið kælir vatnið í baðhita. Dagurinn endar í Sigurðarskála. Á laugardeginum verður haldið upp Dyngjujökul og með viðkomu á Grímsfjalli verður haldið í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum þar sem slegið verður upp kvöldvöku að hætti Útivistarmanna í nýuppgerðum skálanum. Sunnudagur notaður til heimferðar hina hefðbundnu leið í Hrauneyjar þar sem ferðinni lýkur. Ferð fyrir mikið breytta og vel útbúna jeppa. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.
Töfraheimar Vatnajökuls: Öxi – Kverkfjöll Nánar ...
Dags: 4. - 9.8.
Brottför: auglýst síðar.
Erfiðleikastig:
Gisting:
Almennt verð: 0 kr.
Nr. 1208J01
Við höldum áfram hringferð okkar umhverfis Vatnajökul og byrjum ferðina þar sem henni lauk árið 2011 á Öxi. Spennandi og fáfarnar leiðir þræddar á svæðinu frá Öxi og að Kverkfjöllum þar sem ferðinni lýkur. Nánari ferðalýsing birtist síðar á vef Útivistar.
Vöð og vatnasull Nánar ...
Dags: 14. - 16.9.
Brottför: kl. 19:00.
Erfiðleikastig:
Gisting:
Almennt verð: 0 kr.
Nr. 1209J01
Þrjú hjól undir bílnum (og þú í vöðlum eða þurrbúningi – í vesti!). Í þessari ferð verða ferðir frumkvöðlanna rifjaðar upp og vöð yfir stórfljótin könnuð. Einnig verður farið í gegnum helstu grunnatriði við akstur yfir ár. Ekið í Hólaskóg og gist þar. Við byrjum á að kíkja á Bjallavað. Allir í gallana og vaðið kannað. Það er ekkert hér-um-bil hérna! Tak vaðstaf þinn og gakk! Síðan verður hið sögufræga Hófsvað kannað og lagt að velli ef aðstæður leyfa. Einnig verða skoðaðar fleiri fornar leiðir yfir Tungnaá áður en haldið verður áfram för í skála Útivistar í Strút. Síðasta dag ferðarinnar verður þess freistað að sulla yfir Markarfljót og Krossá í Bása. Þátttakendur hafi með sér vöðlur (eða búning) og vaðprik. Ánægja af straumþungum vötnum og skemmtilegri vaðvinnu skilyrði! Þátttaka háð samþykki fararstjóra. Fararstjóri Hlynur Snæland.
Dalakofi – Strútur Nánar ...
Dags: 2. - 4.11.
Brottför: kl. 19:00.
Erfiðleikastig:
Gisting:
Almennt verð: 0 kr.
Nr. 1211J01
Umhverfi Strúts á Mælifellssandi er draumaveröld fyrir vetrarferðamennsku. Hvar hefur vetrarsólin notið sín betur en á snæhvítum breiðum Mælifellssands? Snjóalög þar eru jafnan mikil, þar eru falleg fjöll og jarðhiti. Snemma á laugardagsmorgni verður stefnan tekin á Sólheimajökul og yfir Mýrdalsjökul í Strút þar sem verður gist. Grill, góðmeti, gaman og gleði. Leiðarval á heimleið fer eftir færð og aðstæðum. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.
Að Jeppast með Útivist og fl.
Að Jeppast með Útivist og fl.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2
Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2
Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur