Síða 1 af 1

Mótorrassar

Posted: 16.des 2011, 12:43
frá ellisnorra
Ég er að spökulera hvort einhver búi yfir þekkingu hvort 2.7 nissan úr terrano (1999) sé með sama rass, eða öllu heldur gangi á sama gírkassa og gamli patrol 2.8 sem er hvað, 91-97 minnir mig.
Heita þessar vélar ekki rd27 og rd28 og svo einhverjir stafir fyrir aftan..

Vantar að koma 2.7 við patrol kúplingshús.

Eru sömu startarar?

Re: Mótorrassar

Posted: 16.des 2011, 14:13
frá Brjótur
Ég hugsa ekki Elli þar sem að blokkin sem er notuð í 4.2 er sú sama og 2.7 bara + 2 stimplar já það eru sömu stimplar og hringir í 4,2 Nissan og 2.7. þá reikna ég frekar með að kassi úr 4,2 passaði en ég er ekkert viss samt bara svona hugleiðing.

Re: Mótorrassar

Posted: 16.des 2011, 22:23
frá ellisnorra
Ertu viss um að það séu sömu stimplar í 2.7 og 4.2? Það passar ekki að deila 4162 eins og sagt er að 4.2 vélin sé í 6 og margfalda með 4, þá fær maður 2774 en sagt er að 2.7 sé 2664.
Gæti verið að munurinn liggji í sveifarásnum samt og 2.7 sé þá örlítið slaglengri.

En er einhver sem veit fyrir víst með rassana?

Re: Mótorrassar

Posted: 16.des 2011, 22:42
frá olei
Þessar vélar eru með sitthvorn afturendann og kassarnir passa ekki beint á milli.

Lausnin er að taka kúplingshúsið af Terrano gríkassa og setja framan á Patrol kassann. Það er bara skrúferí og passar beint. Innvolsið úr Patrol gírkassanum heldur sér alveg óbreytt og kúplingin og gaffall úr Terrno passa beint. Sennilega passar líka kúpling úr patrol en ég man það ekki.

Með því að nota Terrano Kúplingshúsið passar síðan Terrano startarinn að sjálfsögðu. Mig minnir að hann sé ekki eins og í Patrol, en þori ekki að fara með það.

Hér er Patrol til vinstri og Terrano kúplingshús til hægri, þetta er c.a 92 patrol og 2000 Terrano 2.7.
Image

Ofar er Patrol, neðar Terrano
Image

Gírkassarnir, Patrol til vinstri.
Image

Til gamans eru hér upplýsingar yfir Terrano Kassann, hann er allur hærra gíraður en sá í Patrolnum.
Engine
TD27Ti and ZD30DDTi
Transmission model
FS5R30A
No. of speeds 5
Gear ratio
1st 3.580
2nd 2.077
3rd 1.360
4th 1.000
OD 0.811
Reverse 3.631

Hér er svo Patrol kassinn:
Engine
RD28ETi
Transmission model
FS5R30A
Gear ratio
1st 4.061
2nd 2.357
3rd 1.490
4th 1.000
OD 0.862
Reverse 4.125

Re: Mótorrassar

Posted: 16.des 2011, 23:21
frá Brjótur
Sé að þú ert búinn að fá svarið Elli, en já ég gerði upp svona vél í Janúar síðastliðnum og Kistufell uppi á hÖfða pantaði allt fyrir mig slífar stimpla legur og þá sýndi hann mér að þetta eru sömu stimplar.

kveðja Helgi

Re: Mótorrassar

Posted: 17.des 2011, 06:16
frá ellisnorra
Ég segi bara vá, ekki hægt að hugsa sér betra svar! Mikið svakalega kærar þakkir fyrir þetta báðir tveir, ég er öllu fróðari núna!

Þess má til gamans geta að til stendur að koma þessum 2.7 mótor ofan í hilux. Hugmyndin var að mixa kúplingshúsið af terrano á hilux kassann vegna þess að venjulegur terrano er með framdrifið vitlausu megin. Vinur minn á síðan handa mér patrol kúplingshús en við erum ekki á sama stað á landinu og þessvegna þurfti ég að vita hvort það passaði.
Mér sýnist vera einfaldast að redda sér patrol kassa til að nota með þessu dóti þá. Svo er spurning hvort maður fer einfalda eða flókna leið :)

Re: Mótorrassar

Posted: 17.des 2011, 10:21
frá Gísli Þór
Held að 2,7 terranomótorinn verði snilldarmótor í Hilux og þá notarðu auðvitað Patrol kassann og átt möguleika á lógír frá Pattanum :)
Snilld kv Gísli

Re: Mótorrassar

Posted: 06.jan 2012, 16:18
frá ellisnorra
Núna er þetta verkefni hjá mér farið að potast, ég sótti mótorinn í dag og kúplingshús sem passar á hann. Nú vantar mig bara patrol kassa og þá er kramið komið saman.

Svo er annað í þessu, í "nýja" mótornum er splunkunýtt olíuverk, glansandi fínt. Sagan á bakvið það er að bíllinn sem var utanum þennan mótor valt og tryggingafélagið keypti bílinn af eigandanum. Hjá tryggingafélaginu fór bíllinn ekki í gang og tóku þeir þá ákvörðun að kaupa nýtt olíuverk í bílinn. Furðulegt, en satt. Svo kom reyndar í ljós seinna þegar ekkert breyttist að það var eitthvað rafmagnsplögg sem fór í sundur í veltunni og allt hrökk í gang um leið og það var tengt.
Þetta olíuverk er semsé rafeindastýrt af zyxel gerð (minnir að það sé stafsett svona). Mér var sagt að þetta væri drasl útbúnaður, og ég ætti að henda þessu og fá mér gamalt mekaníst, sem viðmælandi minn rétti mér um leið. Þannig að það er allavega til! :)
Nú spyr ég ykkur snillingana, hvað er svona slæmt við þetta verk? Lúmmið er til og líka fundust tvær tölvur uppí hillu hjá þeim sem seldi mér mótorinn þannig að ég treysti mér vel til að koma þessu saman, annað eins hefur nú verið gert.
Hvernig er að bæta við olíuna á tölvustýrða olíuverkinu?

Re: Mótorrassar

Posted: 06.jan 2012, 16:27
frá HaffiTopp
Hehe geri mig skondinn og skýt fastlega á að besta leiðin til að bæta afli við tölvustýrt olíuverk sé setja á það þar til gerðann tölvukubb;)
Kv. Haffi

Re: Mótorrassar

Posted: 06.jan 2012, 18:09
frá ellisnorra
HaffiTopp wrote:Hehe geri mig skondinn og skýt fastlega á að besta leiðin til að bæta afli við tölvustýrt olíuverk sé setja á það þar til gerðann tölvukubb;)
Kv. Haffi


Já en stundum eru einhver önnur trikk líka :)
Eins þá hvaða kubbar eru að gefa hvaða aflaukningu og eru einhver önnur trikk? :)

Re: Mótorrassar

Posted: 06.jan 2012, 18:32
frá Stebbi
elliofur wrote:Þetta olíuverk er semsé rafeindastýrt af zyxel gerð (minnir að það sé stafsett svona). Mér var sagt að þetta væri drasl útbúnaður, og ég ætti að henda þessu og fá mér gamalt mekaníst, sem viðmælandi minn rétti mér um leið. Þannig að það er allavega til! :)


Zexel heitir það og einn stærsti olíudæluframleiðandinn fyrir asíska bíla, Zyxel eru internet routerar sem menn eru mis ánægðir með.

Re: Mótorrassar

Posted: 07.jan 2012, 20:25
frá ellisnorra
Upplýsingar óskast :)