Síða 1 af 1

Val á ökutæki

Posted: 15.des 2011, 22:33
frá Ingójp
Sælir félagar, Ég hef verið að skoða í kringum mig undanfarið leitandi að bíl fyrir mig og konuna þó aðallega mig.

Það sem ég er að leitast eftir er pallbíll diesel t.d Hilux / Nissan D/C. Bílarnir sem ég hef skoðað eru bílar með smá reynslu 2000 model
eknir frá 150-200 þúsund ég hef persónulega engar áhyggjur af þessari km stöðu. Þetta er einnig nokkuð orginal hef ekkert að gera við meira en 35" dekk þar sem ég mun nota bílinn í veiði og ferja hundana mína.

Eins og staðan er í dag er ég að horfa á tvo bíla 2000 árgerð af Hilux 2.4 diesel svo Nissan Double Cap 2000 árgerð með 2.5 diesel

Þeir sem þekkja til þessa bifreiða endilega hamrið á lyklaborðið einhverjar upplýsingar um þessi ágætu ökutæki

Re: Val á ökutæki

Posted: 15.des 2011, 22:38
frá Ingójp
Svo til að bæta aðeins inní þessa spurningu Mazda B2500 2.5 diesel kveðja einn sem getur ekki beðið eftir að klára bílakaup

Re: Val á ökutæki

Posted: 15.des 2011, 22:44
frá Logi
ég myndi frekar taka hiluxinn þó hann sé keyrður meira. Þessir bílar hafa enst vel, eru sterkir og auðvelt að fá varahluti. það er jú enginn bíll sem bilar ekki!

Re: Val á ökutæki

Posted: 16.des 2011, 00:29
frá Ingójp
Já ég hef fína reynslu af Hilux innan fjölskyldunar, En ég þekki voðalega takmarkað inná Nissan bílinn .

Re: Val á ökutæki

Posted: 16.des 2011, 11:01
frá birgthor
Mæli með Izusu Crew Cap 3,1 dísel, lang skemmtilegasti pickuppinn á þessum tíma.

Re: Val á ökutæki

Posted: 16.des 2011, 16:42
frá jeepson
Myndi nú ekki vera að hafa mikla áhyggjur af km stöðu nema að þú sért kanski kominn í einhvern 4-500þús. Hilux turbinu laus fer t.d leikandi 400þús km ef það er bara hugsað vel um hann. Reyndar fara flestir langt ef að það er bara hugsað rétt um þá. En það er ekkert óalgengt að sjá t.d hiluxa til sölu sem eru eknir 2-300þús. Bróðir minn er með gamlann 2,4 bensín og hann er ekkert að hlífa vélinni í honum og sá er kominn uppí 280þús minnir mig og gengur en eins og klukka. en hann er líka óbreyttur ýmist á 31" á sumrin og 33" á veturna. En þetta virðist ganga alveg endalaust.

Re: Val á ökutæki

Posted: 16.des 2011, 18:55
frá Óttin
Ég er búin að eiga báðar gerðirnar af þessum bílum reyndar 2003 árgerðina af nissaninum(2.5 133 hö) og á núna 2002 árgerð af hilux (2.5 102 hö). sem eru nú reyndar báðir með næsta mótor fyrir ofann þann sem mér sýnist að þú sért að spá í. og þessir bílar hafa bara báðir sína kosti og galla.
myndi t.d segja að nissaninn væri töluvert ! skemmtilegri akstursbíll og svona almennt meira lúxus í honum þar að segja ef þú tekur fínni týpuna af honum og meiri kraftur hinnsvegar skilst mér að vélarnar í þeim hafi verið óttalegir gallagripir eftir 2002 sem kemur reyndar ekki af sök því þú ert að spá í eldri gerðinni sem hefur nú gengið vel svona vélarlega séð enn er auðvitað kraftminni og svona.. það er meira að segja líka 1 36 tommu breyttur svoleiðis á heimilinu 1999 árgerð (2.5 102 hö) og hefur alveg gengið enn hafa verið svona hvimleiðar rafmagnstruflanir í mælaborðinu á honum enn sá bíll er komin vel yfir 200 þúsund km (enn eins og einn hérna sagði bilar þetta ekki allt)

hiluxin sem ég á núna (2.5 102 hö) hefur svo sem bilað alveg merkilegalítið. það hefur nú eiginlega allt bara verið hreinum böðulskap að kenna það sem hefur bilað í honum þá drif og svona.. enn hann er nú alveg ágætur til sínsbrúks þrátt fyrir að vera leiðinnlegri akstursbíll enn nissanin. hann er allavega alveg að detta í 380 þúsund kílómetrana hjá mér og búin að vera 38 tommubreyttur alveg frá upphafi og aldrei verið litið á vél eða kassa enn að sjálfsögðu verið vel viðhaldið . mér hefur nú sýnst að (2.4 89 hö)vélin semsagt fyrir 2002 sé nú ekki síðri og heldur nú alveg vel 100 út á vegi þrátt fyrir að vera nú ekki beint neinn kappakstursbíll.

enn mæli nú eiginlega frekar með hiluxnum svona eftir því sem mér hefur sýnst viðhaldslega séð og og ekki síður svona upp á endursölu virðast þeir halda sér alveg merkilega í verði eiginlega einum of meira að segja ;-) þó svo sem hvorugur þessara bíla hafi neinn stóran galla sem ég veit umm upp á bilanir að gera annars verður nú bara hver að dæma fyrir sig hvað henntar.. best að fara bara að skoða og prófa sjálfur svona bíla til að finna hvað henntar :-)


ps. ég á líka 1 ford ranger 2003 sem er nú sami bíll og mazdan nema mekið og grillið enn mér finnst hann nú síðstur af þessum bílum er búið að vera bölvað gírkassa vandamál í honum frá því ég fékk hann og það er víst þekkt vandamál í þeim. og mér hefur nú sýnst hann vera bland af svona óþarflega mörgum bíl gerðum :-)

Re: Val á ökutæki

Posted: 19.des 2011, 10:44
frá Ingójp
Eftir að hafa prufað tvo Hilux 2000 model 2,4 90 hö bílinn svo 2003 2,5 102 hö báðir 35" getur vel verið að ég sé að bulla en mér fannst skemmtilegur munur á þeim. Annars er ég ekkert að stressa mig á þessu ætla að finna það eintak sem ég er sáttur við og það kemur þegar það kemur.