ISUZU TROOPER - Góð kaup?


Höfundur þráðar
Johnboblem
Innlegg: 228
Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
Bíltegund: Defender 130

ISUZU TROOPER - Góð kaup?

Postfrá Johnboblem » 12.des 2011, 14:34

Er að spá að kaupa Isuzy Trooper 2003 árgerð ekinn 150 þús. Hann er 38" breyttur með læsingar fram og aftur.

Hvað finnst mönnum almennt um þennan bíl sem hafa átt Trooper?



User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: ISUZU TROOPER - Góð kaup?

Postfrá AgnarBen » 12.des 2011, 15:17

Ég átti svona bsk bíl á 38" með leðri og mér fannst hann bara ekki fljóta nógu vel í alvöru snjó, var rassþungur og almennt ekki nógu öflugur snjójeppi fyrir mína parta. Bíllinn sem ég átti á undan var Y60 Patrol ´91 módel og mér fannst hann eiginlega vera skárri þó hann væri þyngri. Ég seldi Trooperinn eftir 3 mánuði minnir mig.

Að öðru leiti þá var hann mjög fínn, ágæt díselvél sem eyddi mjög litlu, fínt að snattast um og ferðast í honum með familíuna. Framdrifið er veikt og ef hann er með lækkuð hlutföll þá er það stór galli að það er ekki lengur hægt að fá þau (nema einhver sé búinn að finna lausn á því vandamáli). Það voru líka vandræði með vélina, umboðið tók á sig viðgerðir bæði á túrbínum og spíssum minnir mig, þú getur örugglega fundið heilmikið um þau mál inn á spjallinu á F4x4.is
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: ISUZU TROOPER - Góð kaup?

Postfrá halendingurinn » 12.des 2011, 15:31

Flottir bílar fyrir aurinn, ekki fann ég fyrir þessum rassþyngslum, sjálfsagt mismunandi hvernig menn gera bílana sína ferðaklára. Ég loftlæsti mínum að framan og að aftan, lækkaði lágadrifið millikassanum setti tölvukubb í hann og margt fleira. Seldi svo bróðir mínum bílinn og hann á hann ennþá. Skipta reglulega um olíu, nota rétta olíu og skipta við rétta þjónustuaðila eru lykil atriði.
Ég mæli með að fara með þessa bíla í þjónustu til Friðriks Ólafs í kópavogi, þeir þekkja þá einna best.


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: ISUZU TROOPER - Góð kaup?

Postfrá halendingurinn » 12.des 2011, 15:52

Nokkrir trooperar eru komnir í kringum 300 þkm + á sömu vél, og heyrði af einum í 340þkm fyrir ári síðan, þetta er allt spurning um að hugsa vel um bílinn sinn. Félagi minn er kominn í 265.000


Höfundur þráðar
Johnboblem
Innlegg: 228
Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
Bíltegund: Defender 130

Re: ISUZU TROOPER - Góð kaup?

Postfrá Johnboblem » 12.des 2011, 16:38

Takk fyrir svörin :)

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: ISUZU TROOPER - Góð kaup?

Postfrá AgnarBen » 14.des 2011, 09:09

Menn eru greinilega búnir að finna út hvar hægt er að fá hlutföll í Trooper
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=26&t=30701&sid=419f5731ac0a25e807b9ecfe934fc269
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: ISUZU TROOPER - Góð kaup?

Postfrá halendingurinn » 14.des 2011, 13:52

Ég pantaði í millikassann frá þessum
https://www.independent4x.com/merchantm ... Path=68_69


rabbimj
Innlegg: 117
Skráður: 01.feb 2010, 14:14
Fullt nafn: Rafn Magnús Jónsson

Re: ISUZU TROOPER - Góð kaup?

Postfrá rabbimj » 14.des 2011, 18:48

halendingurinn wrote:Flottir bílar fyrir aurinn, ekki fann ég fyrir þessum rassþyngslum, sjálfsagt mismunandi hvernig menn gera bílana sína ferðaklára. Ég loftlæsti mínum að framan og að aftan, lækkaði lágadrifið millikassanum setti tölvukubb í hann og margt fleira. Seldi svo bróðir mínum bílinn og hann á hann ennþá. Skipta reglulega um olíu, nota rétta olíu og skipta við rétta þjónustuaðila eru lykil atriði.
Ég mæli með að fara með þessa bíla í þjónustu til Friðriks Ólafs í kópavogi, þeir þekkja þá einna best.


Sæll Trausti fanstu mikinn mun á tölvukubbnum? Hvar fékstu hann? og hvað kostaði hann?

kv
Rabbi


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: ISUZU TROOPER - Góð kaup?

Postfrá halendingurinn » 14.des 2011, 19:47

Hann kom úr bíl sem íslenska víkingasveitinn sérsveit lögreglunnar átti svo að ég get ekki sagt hvar þú færð svona.
það var einhver munur en ekki öskrandi tala um 20 hestöfl hjá framleiðandanum(þarf að fara ofan í húdd hjá bróðir og losa rafgeyminn til að sjá tegundarheitið) er ekki alveg að nenna því. Fyrsta sem trooper eigendur eiga að gera ef þeir ætla ekki að stækka pústið það er að losa hvarfakútinn.
Hér er einn framleiðandi sem ég gúgglaði áðan en menn eiga alltaf að fara varlega með að trúa öllum tröllasögunum um aflaukningar þær eru yfirleitt ekki alveg eins miklar og þú býst við.http://www.ebay.com/itm/Power-Box-CR-Di ... 0397656522

User avatar

psycho
Innlegg: 107
Skráður: 18.jan 2011, 21:46
Fullt nafn: Bragi Árdal Björnsson

Re: ISUZU TROOPER - Góð kaup?

Postfrá psycho » 17.des 2011, 11:57

Ég er með 99model á 38" beinskiftur, lækkuð hlutföll og wacumlæstur framan og aftan, er að eiða 12,5 í blönduðum akstri á sumrin, gaman að segja frá því að einn patroleigandi ( hef ekkert á móti patrol) gaf sig á tal við mig og var eitthvað að setja útá minn bíl og vélina ( sem er orginal ekin 230þ) alveg þangað til ég spurði hann hvernig vélin væri hjá honum, hann var með vél númer 7 í bílnum takk fyrir:) en ég er allavega mjög ánægður með minn, þægilegur í snattinu og það sem ég hef ferðast með 38" patrol hefur hann ekkert haft neina yfirburði yfir mig í snjó.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 79 gestir