Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá sonur » 11.des 2011, 21:58

Sælir

Ég search-aði nokkrum sinnum af eins þræði en fann eingann..

Ég er að velta því fyrir mér hvað þið eruð að eyða í elsneyti á jeppunum ykkar
í bænum, á langkeyrslu og svo uppá fjalli?

Endilega látið flakka hvurslags mótor þið eruð með þá bensin eða diesel
slagrými
hlutföll
og eins að taka það framm ef þið eruð með flr en einn millikassa :D

Ég er að velta þessu öllu saman fyrir mér þar sem ég er að byrja að smíða einn 38"- 44" Jeep Comanche
og hef völ á annaðhvort VM 2.5 Diesel Turbo Cherokee rellu og hinsvegar gamli 4.0l sem er annaðhvort
uppgerður orginal eða búið að stroka hann, á eftir að mæla hann..

Jeep Cherokee Beinskiptur VM 2.5l Diesel Turbo Intercooler
á 38"
4.56:1 hlutföll, orginal millikassi np231 með hlutföll 2.72:1
Eyðsla innanbæjar: 12.5L cirka
Langkeyrsla: 11L
Uppá fjöllum: hef ekki farið á honum ennþá :D

á 35"
Innanbæjar: 12L cirka
Langkeyrsla: 10L fer ekki mikið neðar
Uppá fjöllum: fór 12km um daginn í smá leik mældi hann ekki

þetta eru samt grófreiknaðar tölur hjá mér og eftir minni, hendi in réttum tölum við tækifæri..
Síðast breytt af sonur þann 12.des 2011, 11:46, breytt 1 sinni samtals.


Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá AgnarBen » 11.des 2011, 22:32

´95 Cherokee XJ á 39,5" Irok, 13" breiðar felgur, 1700 kg tómur af fólki, farangri og eldsneyti
4.0 HO bensín, sjsk á 4.56 hlutföllum - ekkert búið að eiga við vél né öndun til/frá vél

Eyðsla
Innanbæjar = 20-23 l. (fer eftir akstursmáta og aðstæðum)
Langkeyrsla = 16 l. (Rvk-Hrauneyjar, ca helming leiðarinnar í snjó og hálku í sídrifinu, 200 lítrar af eldsneyti í bílnum)
Á fjöllum = öllu sem er sett á hann og gerir það STRAX ;-) ..... að öllu gamni slepptu þá sýnist mér hann vera að eyða svipað og gamli 2001 Patrolinn minn á 44" en þetta er ennþá bara einhver tilfinning eftir tvær helgarferðir !
Síðast breytt af AgnarBen þann 12.des 2011, 09:31, breytt 1 sinni samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá stebbiþ » 11.des 2011, 23:02

Fór í sumar eina létta fjallaferð á Söbbanum og reyndi að vera eins nettur á gjöfinni og hægt er. Ferðin var tæpir 400 km. Kjalarnes - Laugarvatn - Tungufellsdalur - Leppistungur - Kerlingarfjöll. Til baka var það Kjalvegur - Laugarvatn - Kjalarnes.
Ég fór ekki nema með 80 lítra í þessari ferð, mér til mikillar ánægju, með 350 chevy og Q-jet blöndung. Keyrði ekki hraðar en á 85 km/klst á þjóðveginum, það munar öllu á svona skókassa. Sem sagt, 20 lítrar á hundraðið í frekar léttri fjallaferð að sumri. Gæti ekki verið ánægðari.

Kveðja, Stebbi Þ.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Sævar Örn » 11.des 2011, 23:14

Suzuki vitara 36" 1300 kg 1.6 97 hestöfl með beinni innspýtingu ekin 200 þús km.

Hlutföll í hásingum eru 5.71:1, fjórði er beint í gegn og lága drif er 1.81:1

Gírkassinn er svona. Ég nota 5 gír hiklaust á langkeyrslu nema upp brekkur í vindi.

1=3.78:1, 2=1.95:1, 3=1.37:1, 4=1.0:1, 5=0.8:1 og R=3.65:1.

á 100km hraða er vélin á 2950 sn í fimmta gír. c.a. 3200 í fjórða.

1600 vélin hefur besta nýtni og tog á 3200 snúningum en flestu hestöflin á 5500sn.

Rauða strikið byrjar á 6500 en útsláttur í 7400, ég hef hiklaust snúið vélinni 7000 sn. í lengri tíma upp brekkur án þess að það valdi nokkrum skaða. Vélin hefur afl til að spóla öll hjól í öðrum lága með úrhleypt. En þriðji er of þungur. Öllu jafna tek ég af stað í öðrum lága nema mótstaðan sé þeim mun meiri.

Langkeyrsla 11l/100
Innanbæjar 11-12l/100

Utanvegar í förum 12l
Utanvegar í þungu 12-15l


Eyðsla á heilum degi í þungu ekki í förum sirka 3/4 af tank, þ.e. 24 lítrar, það gerir 4l á klst. m.v. 6 tíma akstur

Heildarstærð tanks 34 lítrar.

Fjöldi km. á tank undir bestu kringumstæðum 340 km, (kemst ekki til akureyrar á tanknum.)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Kiddi » 11.des 2011, 23:26

Þegar ég var með 258 í Wranglernum með Throttle Body innspýtingu (einn spíss) þá var eyðslan ca svona:

- Innanbæjar 18-25
- Utanbæjar 12 á 35", 14 á 38"
- Á fjöllum um 40 lítrar á dag.

Ef það er eitthvað sem ég sé eftir, þá er það að hafa tekið þessa vél úr. Hún var alveg hrikalega gangviss og eyðslunett, sem er bara flott í ferðajeppa.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá -Hjalti- » 11.des 2011, 23:49

Toyota 4runner 6cyl 2.8 TDi à 44"

5:71 hlutföll

innanbæjar : 15L
utanbæjar à 90kmh 11-12L
à fjöllum 5L à klukkustund

Sami jeppi med 6cyl 3.0 bensin

innanbæjar 25-30L
Utanbæjar à 90kmh 23-25L (44") 21-23 (38")
à fjöllum 10-15L à klukkustund
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

baartek
Innlegg: 25
Skráður: 28.nóv 2011, 15:01
Fullt nafn: Bartłomiej Rębisz

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá baartek » 11.des 2011, 23:51

Ég er með óbreyttan 4Runner. 3,0 V6 bensín og ssk. Hann eyðir um 16 í blönduðu akstri bæði í bænum og á Reykjanesbrautinni, en þegar ég er bara í bænum þá eyðir hann 18 lítrum á hundraði. En það er eingöngu með afturdrifi. Um leið og ég set fjórhjóladrifið á í snjó þá er það ca. 20-21 l. á hundraði, 24 lítrar með kerru og mótvindi í snjó með fjórhjóladrifi á. Hef aldrei farið á fjöll.

Hins vegar mæli ég ekki með VM 2,5. Það er bara gallaður mótor... Vandræði og vesen. Peningurinn sem maður sparar á eldsneytinu fer ábyggilega í viðgerðir.
Toyota 4Runner V6 ´92 í notkun
Toyota 4Runner V6 ´90 partabíll

User avatar

elfar94
Innlegg: 445
Skráður: 08.feb 2011, 13:58
Fullt nafn: elfar þór helgason
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: kópavogur

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá elfar94 » 12.des 2011, 00:15

óbreytt lada, 1.7 blöndungur, bensín, bsk. innanbæjar er eyðslan a bilinu 11-13. veit ekki hvað hann er að eyða á fjöllum því ég hef ekkert komist neitt, enda nýkominn með bílpróf
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Freyr » 12.des 2011, 01:12

Í langkeyrslu ek ég á 90-100 og alla jafna keyri ég engann sparakstur heldur frekar í hina áttina ef eitthvað er.

'97 xj cherokee með 4.0 ltr vél, 4,56 hlutföll, 38" dekk, sjálfskiptur, tregðulásar í báðum hásingum (valda örlítilli þvingun sem væntanlega mjakar upp eyðslunni).
-Langkeyrsla: Alla jafna 16-17 en í miklum mótvindi fer hann yfir 20
-Innanbæjar: Ekki hugmynd, hef aldrei notað hann að ráði svoleiðis
-Snjóakstur: 45-60 ltr/100 km, hef þó séð eitthvað lægri en einnig mun hærri tölur í undantekningartilfellum. Algengt að far ameð u.þ.b. tank á dag sem er um 70 ltr.
-Hann eyddi pínulítið minna en 2007 Patrol á 44" í haustferð í nær engum snjó (ath. samt að patrolinn var um 1 tonni þyngri).
-Hann eyddi örlítið minna en 3.0 hilux 2007 38" á leið yfir langjökul (bara snjóaksturinn sjálfur) þrátt fyrir að ryðja alla leið í þungum snjó en eyddi mun meira í heildina eftir daginn með því að taka með keyrslu á malbiki og snjóléttum kjalvegi.
-Eyddi slatta minna en 2,5 38" L200 í sæmilega þungu færi Geysir - Setur.
Í heildina litið þá eyðir hann miklu m.v. þyngd í venjulegum akstri en í snjó kemur hann vel út því hann drífur vel og þarf oft að hafa minna fyrir hlutunum en ferðafélagarnir.

'95 patrol 38" beinskiptur, 5:42 hlutföll, 2,8 diesel:
-Langkeyrsla: 14-16
-Innanbæjar: 18-19
-Snjóakstur: 40-70

Blazer S-10 með 350 sbc með TBI inspítingu (innspítingarhaus í stað blöndungs ofaná soggrein). 38", milligír, 4,88 drif, ssk:
-Langkeyrsla á 37" fínmynstruðum dekkjum: 16
-Langkeyrsla á 38" swamper: 19-20
-Innanbæjar: 25-35
-Snjóakstur: 60-90
Þessi bíll eyddi lang mest af öllum jeppum sem ég hef átt eða ferðast á. Var gjarnan með mun hærri tölur en ferðafélagarnir, fór t.d. með kringum 230 ltr í túr sem ferðafélaginn á diesel 4runner fór með kringum 160 ltr.

'91 38" cherokee, 4.0 ltr., ssk. orginal hlutföll
-Langkeyrsla: minnir að hann hafi hangið í um 20
-Innanbæjar: 20-24 held ég
-Snjóakstur: Man það ekki, man bara að hann eyddi miklu og ástæðurnar voru tvær, allt of há hlutföll (3,73 eða 3,55) og vélin var mjög slitinn og léleg.

'87 cherokee, 4,0 ltr. ssk, 4,88 hlutföll
-innanbæjar: 18+
-Langkeyrsla: 14-15
-Snjóakstur: hef engar tölur en ég man að ég ók á einum tank (80-90 ltr) Hvolsvöllur - mýrdalsjökull - fimmvörðuháls - mýrdalsjökull - hvolsvöllur í meðal þungu færi.


Þessa bíla hef ég ekki átt sjálfur en þekki ágætlega til þeirra:

Musso, 5,38 drif, 38", beinskiptur, 2,9 diesel, '97 árg:
-Innanbæjar: 10-12
-Langkeyrsla: 10
-Snjóakstur: Hef engar tölur en hann var fáránlega eyðslugrannur. 100 l tankurinn dugði venjulega fösdudagskvöld, allan laugardaginn og slatta á sunnudeginum.

Landcruiser 70, 2,4 diesel, '90 módel, 4,88 drif, 38":
-Innanbæjar: 12-14 minnir mig
-langkeyrsla: 12-14 minnir mig
-Snjóakstur: Minnir að kringum 50 ltr./100 km hafi verið algengt, 90 ltr tankurinn kláraðist ekki nema 2x ef ég man rétt á einum degi en oftast mun minna en það. Man einnig að hann eyddi um 10-20 ltr. minna á dag en '91 2,8 patrol sem við vorum stundum með.

Patrol '94 2,8, 5,42 drif, háþekja, 41" dekk:
-Innanbæjar og langkeyrsla: tæplega 20
-Snjóakstur: ekki viss með tölur en man bara að hann kom stundum á óvart hvað hann eyddi miklu.

Ford 350, 6,4 diesel með öllu á 49":
-Langkeyrsla: 22-23 með sparakstri
-Snjóakstur: Fórum seinnipart dags að Skjaldbreið og til baka. Ég á '97 cherokee á 38" fór með tæpa 40 ltr í túrnum en fordinn tæpa 80 lítra. (fordinn eyddi samt aðeins minna á hvert tonn ;-)

Bæti við seinna ef fleiri koma upp í hugann.

Kv. Freyr

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá jeepson » 12.des 2011, 01:13

Patrol 94 með 96 krami. Vel ekin um 200þús og
38" á 13" breiðum felgum. 2,8 Bigblock uppskrufað olíuverk og bínan að blása rúm 11 pund og 5.42 hlutföll
Eyðsla á langkeyrslu um 13L svona gróflega reiknað á eftir að reikna það betur.
eyðsla innanbæjar. Giska á svona 15 miðað við hvernig ég keyri. bíllinn er látinn vinna létt og er ekkert pína hann í of háum gír
Eyðsla uppá fjöllum á klukkutíman. Er ekki búinn að hafa tíma í að komast uppá fjöll en vonandi gerist það í vetur. en ég ætla að skjóta á svona 8-10l á klukkutímann. En það olíuverkið er samt ekki mikið uppskrúfað. En hann er hellvíti seigur upp brekkurnar og er bara nokkuð sprækur miðað við patrol :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá jeepson » 12.des 2011, 01:16

Voðalega virðast þessir mussoar eyða litlu. Þetta hvetur mann til að fá sér svona bíl einhverntíman.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


rockybaby
Innlegg: 106
Skráður: 31.jan 2010, 15:53
Fullt nafn: 'Arni Þórðarson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá rockybaby » 12.des 2011, 01:52

Land Rover defender 90 árg. 1998
2.5 l Diesel tdi 4cyl Búið skrúfa upp olíuverk og túrbínu ( Boost 19.5 psi max )
drifhlutföll: 4.75:1 ( K.A.M ), driflæsing aftan ( ARB )
Upphækkun: Framan engin ,aftan 2 cm
Tankapláss er 180 lítrar
Er að vigta samkvæmt skoðun á 37" dekkjum + verkfæri + fullan aðaltank , 1965 kg
Tilbúin í vetrarferð með fulla tanka 180 lítra af olíu , spili , verkfærum , varahlutum , mat , farangri og tveim fullvaxta karlmönnum er jeppinn að vigta 2530kg miðað við 3-4 daga ferð
39.5x16.5-15" Pit Bull dekk + 15x14.5" felgur ( vetrardekkin )
37x12.5-15" good year dekk + 15x12" ( sumardekk )
Á sumardekkjum er eyðslan á bilinu 10-12 lítrar pr 100km eftir aksturmáta
Á vetrardekkjum er eyðslan á langkeyrslu 10.5-12.5 lítrar pr 100km, innanbæjar 12-13.5 lítrar pr 100km og í snjóakstri 17-47 lítrar pr 100km allt eftir færi og hvort maður er fyrsti bíll að ryðja eða ekki.

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá sonur » 12.des 2011, 02:03

Er þessi musso vél ekki 5cyl ?

og hvernig er það er einginn á Izuzu ?

Gamli á einn 38" Trooper Beinskiptur
mótor: 4cyl 3.0 Diesel Turbo Intercooler 159hp
Hlutföll: uppfæri seinna
Eyðsla innanbæjar: sagði hann mér að væri með í kringum 10L
Eyðsla utanbæjar: er ekki búinn að komast í að fara neitt gírkassinn brotnaði
Uppá fjöllum: -ll-
Síðast breytt af sonur þann 12.des 2011, 11:39, breytt 1 sinni samtals.
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá birgthor » 12.des 2011, 07:15

Ég hef þessar tölur af eigin reynslu hef reyndar ekki verið að mæla mína bíla í snjó:

Izusu Crew Cap 3,1 Tdi 35"
11-12 innanbæjar
10-11 langkeyrsla
Prófaði ekki að mæla í snjó en með 1200kr fellihýsi á erfiðasta kafla Vestfjaðra var hann í 15 -16

Hilux x-cap 3l v6 beinskiptur 38"
17-18 innanbæjar
15 langkeyrsla

Jeep Cherokee 4l HO beinskiftur 35"
13-15 langkeyrsla
15-17 innanbæjar

Súkka Vitara 5dyra 1600cc 31"
10-11 alltaf

Chevy Astro V6 4,3 vortec 35" með dana 44 framan og ford 9" aftan (sjálfskiptur)
15 langkeyrsla
17 innanbæjar

Chevy K1500 óbreyttur með 5700cc sjálfskiptur
18-20 innanbæjar

Mussó 31" sjálfskiptur 2300cc
10-12 blandað
Kveðja, Birgir

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Startarinn » 12.des 2011, 07:31

Hilux V6 bensín 3vze vélin
2 gírkassar, 38" mudder, 4,56 hlutföll, 70 cruiser hásing að framan
Þyngd í kringum 2 tonn

Innan bæjar: Þori ekki að taka það saman sökum mikilla eymsla í veski
Utanbæjar: 14-19ltr/100km, fer eftir veðri og lestun
Á fjöllum: Hef ekki tekið saman síðan kassi og hásing fóru undir en á 5,71 hlutföllum á klöfum, Sauðárkrókur-Skiptabakki-Miðjan-Ingólfsskáli-Sauðárkrókur var meðal eyðslan um 35ltr/100km, þannig að það er hægt að giska á 45ltr/100 á fjöllum

Fór ferð frá Eskifirði til Reykjavíkur með gamlan GAZ á 38" í eftirdragi á beisli, eyðslan um 20ltr/100km og keyrt að miklu leiti á 70-80km/h
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


G,J.
Innlegg: 91
Skráður: 20.feb 2011, 13:51
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Staðsetning: Blönduós

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá G,J. » 12.des 2011, 07:41

Grand Cherokee ´94 4.0.l.
Dekk 38"
Hlutföll.4.88
Eyðsla innanbæjar.20-24l
Eyðsla langkeyrsla.16-18l
Eyðsla í snjó. yfirleitt 28-32l
Mesta mælda eyðsla, mjög þungt færi!
fremsti bíll ,eyðsla 43l (Lc 120 var að eyða 34l í slóðinni)
1.5 pund í dekkjum,meira og minna allt í lága og á 3-4000rpm.

Musso ´98 2.9l TDI
Dekk 35"
Meðaleyðsla,10-13l

Kv.GJ
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Hagalín » 12.des 2011, 08:57

Nissan Patrol 2001 44" SuperSwamper sjálfskiptur ekki með tölvukubb. 5.42 hluföll.

Innanbæjar: Hef ekkert mælt hann innanbæjar en gæti trúað að hann sé örugglega í 20l
Utanbæjar: Hefur verið í um 15-16l Mældi hann með fulla tanka eða 140l, svona lámarks verkfærabúnað, 45-50kg hund, frúnna, guttann, mig sjálfann og mat og föt í helgarferð í Húsafell. Fyllti á Akranesi og fyllti svo á Akranesi þegar komið var heim. Þá var hann með þetta 15l. Ekið ekki yfir 90km/klst. Hef tekið eftir því með þá jeppa sem ég á að ef maður fer eitthvað yfir 100km/klst þá fara þeir að súpa eitthvað meira.
Á fjöllum: Hef lítið verið að spá í því. En hefur verið að fara með tæpan tank á góðum degi kanski 12klst en er auðvitað rosalega misjafnt eftir færi og svoleiðis.
Fór í Stórferðina síðasta vetur. Fyllti í Árnesi á fimmtudegi, fór Sprengisand niður Bárðadalinn og inn á Akureyri á föstudegi. Var með econoline í afturdrifi síðusstu 15km, eitthvað ekið inn á Akureyri á laugardeginum, á sunnudeginum fyllti ég svo á allt í Varmahlíð og fóru 130l á bílinn þar. Á föstudeginum voru við 18kls frá Hrauneyjum og inn á Akureyri.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Tómas Þröstur » 12.des 2011, 10:11

Er með tvo Ford Rangera - bensín og annan 33" dísil. Ansi mikill munur á eyðslu á sömu dekkjum og báðir í kringum 2 tonn.Eyðsla að öllu jöfnu - ekki teknar einhverjar extreme lágar/háar tölur sem sjáldnast sjást.

Ranger 1992. 4l bensín sjálfskiftur 4,56 hlutföll. 160 hestöfl
35" innanbæjar 17-18
35" utanbæjar 15-17
38" i/b 21-23
38" u/b 18-21
Eyðsla í snjó á 38 fer eftir færi en fer létt með tank á dag 80L Getur verið meira.
Mjög svipuð eyðsla og á 36" Hilux XC 1989 með 2,2 blöndungsvél og 5,71 sem ég átti á undan þessum.

Ranger 2000 2.5l beinsk.dísil intercooler. ca 4,6 hlutföll. 108 hestöfl
33" i/b 10-12
33" u/b 10-11
38"i/b 14-15
38" u/b 13-14
Eyðsla í snjó á 38 fer eftir færi en fer létt með 40l á dag. Getur verið meira en fjandi sparneytinn samt í þungu færi til þess að gera.
Mjög svipuð eyðsla og á 36" Hilux 1983 með 2,2 dísil með 5,71 sem ég átti í denn.

User avatar

JoiVidd
Innlegg: 242
Skráður: 23.okt 2010, 18:56
Fullt nafn: Jóhann Viðarsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá JoiVidd » 12.des 2011, 11:05

Það segir EKKERT að gefa eyðslu uppá fjöllum í km/klst.. getiði ekki sagt hvað þetta er að fara með á klukkutímann? það er töluvert betri mælin á eyðslu..

Ég var með '99 Patrol á 44" með 2.8tdi á 5:42 hlutföllum
Hann var að fara með innanbæjar í kringum 17l/100km (aldrei yfir 18)
Í lankeyrslu var hann í 15.5-16l/100km
Og á fjöllum var hann með ca. 5l. á klst.

Svo er ég með 2000 Grand Cherokee núna á 38" með 4.7 ho á 4:56 hlutföllum
Hann er með 20 +/- innanbæjar (20og eitthvað í þessu frosti.. legg ekki í nánari útreikninga)
Utanbæjar: 15-16l./100km
Og ég hef ekki mælt hann á fjöllum er það er sjálfsagt 10-20l. á klst. (En ég reyni að hugga mig á því að hann eyðir ekki bensíni, hann notar það!)
Ford F350 6.0 '05
Benz E55 Amg '98 til sölu
Skidoo Summit 860cc 154" '08

Til sölu varahlutir úr Patrol '02!
Jóhann - 6601605

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá HaffiTopp » 12.des 2011, 11:16

Pajero sport 2003 árg með v6 3000 og sjálfskiftingu. Hún er vafalaust það skemmtilegasta við bílinn enda vélin (6G72) talin vera eyðslufrek af mörgum en ég hef náð honum niður í 10,5 utanbæjar á 91 km. hraða sirka miðað við GPS tækið og hafður á Cruise-controleinu. Hlutföllin eru að mig minnir 3.63:1 og innbyggðt lockup í skiftinguna,- tekur aukaþrep ofaná fjórða þrepið og lækkar sig um 500 sn/mín, en það er ekki takki á skiftingunni til að taka Overdrifið af (lockupipð) af eins og er á eldri bílnum sem mér finnst frekar asnalegt. Snýst 2200 sn/mín. á 92 miðað við GPS.

Eyðsla öllu jafna:
Innanbæjar 20 hér á Akranesi þar sem umerðin er lítil miðað við Reykjavík, engar brekkur og fá umferðarljós.
Utanbæjar frá 11-12,5 eftir bestu aðstæðum.
Hef farið tvær "fjallaferðir," önnur með litlunefnd 4x4 fyrir tveim árum rúmum að vetri til í ferð frá Þyngvöllum í kringum Hlöðufell, línuveg, Kaldadal og litið á Langjökul. Keyrt "Borgarfjörðin" heim (Húsafell, Reykholt og það dót komið niður við Borgarnes) fór hann með 16 á 100.

Fór Fjallabaksleið Syðri í sumar. Hafði aldrei farið hana áður. Keyrt af Akranesi í bæinn, tankað á Selfossi: 12,5 í nokkru roki. Keyrt með 19 PSI í dekkjum þar sem vegurinn byrjaði að vera erfiður og þessi leið er nú ekki hraðfarin né sú láréttasta ;;)
Fór með rúma 16 í þeirr ferð. Miðað við að ekið var á um 35-60 miðað við hvað ferðafélagarnir fóru hratt.

Þennan bíl hef ég nýverið sett á ný dekk sem eru grófmunstruð með mjúku munstri. Er með 40 PSI í þeim þar sem þau "leyfa það" og bíllinn er ekkert hastur eða stirður (allavega ekki meira en venjulega;))
Fór þessa Fjallabaksleið á þessum dekkjum, og var það í fyrsta sinn sem ég fór á þeim á fjöll. Þetta eru æðisleg dekk: Goddyear http://www.goodyear.com/tires/wrangler-duratrac og eru af stærðinni 265/75R16- örlítið stærri en þessir bílar eru skráðir á orginal.
Það sem ég hef gert við bílinn hvað viðhaldssögu varðar er snýr að eyðslu er að skifta um kerti (breytti engu nema var betri í gang kaldur) Skifta um glussa á skiftingu og síu (breytti engu) Skifta um bensínsíu sem mig grunar að hafi verið orginal allann þennan tíma (breytti engu) og hafa vel af lofti í dekkjum 35-40PSI en það tel ég vera eina bestu aðferðina til að halda niðri eyðslu bílanna okkar. Svo hef ég sett á hann af og til spíssahreinsi sem er aðallega til að hafa spíssana hreina og koma í veg fyrir tæringu í tanki og leyðslum.
Tel að eyðslan myndi minnka og krafturinn skila sér betur ef ég léti undir hann 2,5" púst alla leið. Þar sem það eru ÞRÍR
kvarfakútar á pústkerfinu á þessum bíl, og örugglega til að mæta mengunarvörnum enda er hann skráður aflminni en gamli Pajero með þessum vélum og fyrstu Sportararnir sem voru með þessum vélum virðast vera það líka (aflmeiri en minn sem sagt). Spurning hvort maður komist með hann í gegnum skoðun þannig.
Kv. Haffi

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá sonur » 12.des 2011, 11:21

Sé að sumir eru að gleyma að taka fram hvort þeir séu Beinskiptir eða Sjálfskiptir, finnst það skipta mikklu máli, endilega hafa það með inni töflunni strákar, þetta eru frábær svör hjá ykkur!
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Hjörturinn » 12.des 2011, 11:52

Landcruiser HJ-61 38" bsk á 4.88 hlutf. (ekinn 340.000 sirka) ~2400kg
Innanbæjar sirka 15-16L/100km
utanbæjar sirka 14-15L/100km (er of hátt gíraður), hef séð hann fara í 12.
Fjöllum, sirka 4-6 l/klst.
Hef mælt hann 205L/100km á fjöllum þannig klukkustundaeiningin er töluvert betri.
Síðast breytt af Hjörturinn þann 12.des 2011, 11:57, breytt 1 sinni samtals.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá sonur » 12.des 2011, 11:57

Þó hann sé ekki beint jeppi en...

MMC L300 8manna, fór aldrei uppá fjöll
2.4l 4cyl 16ventla Bensín 152hp
Beinskiptur
Hlutföll: finn hvergi upplýsingar um það en þau voru orginal
og með diskalás að aftan sem var stórhættulegur í hálku

31"
Innanbæjar: 12l
Utanbæjar: 10l

33"
Innanbæjar: 13l
Utanbæjar: 11-12l

Sé mikið eftir þeim bíl
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá gaz69m » 12.des 2011, 12:59

jeepson wrote:Voðalega virðast þessir mussoar eyða litlu. Þetta hvetur mann til að fá sér svona bíl einhverntíman.



virðist spennandi kostur allavega upp á eysðluna á þessum ,
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Stjáni Blái » 12.des 2011, 15:29

Kiddi wrote:Þegar ég var með 258 í Wranglernum með Throttle Body innspýtingu (einn spíss) þá var eyðslan ca svona:

- Innanbæjar 18-25
- Utanbæjar 12 á 35", 14 á 38"
- Á fjöllum um 40 lítrar á dag.

Ef það er eitthvað sem ég sé eftir, þá er það að hafa tekið þessa vél úr. Hún var alveg hrikalega gangviss og eyðslunett, sem er bara flott í ferðajeppa.



Það er nú ónefndur aðili sem er alltaf að segja við mig ... If it ain't broken don't fix it !
Spurning hvort sá frasi hafi ekki átt vel við í þessu tilfelli ?
hmmm... Já maður spyr sig :)
Gott ef sami aðili minntist ekki á það líka að hann væri mjög sáttur með 6 Cýl vélina sína og myndi aldrei þurfa að setja V8 í jeppann sinn...
Síðast breytt af Stjáni Blái þann 12.des 2011, 18:36, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá DABBI SIG » 12.des 2011, 16:11

Kiddi wrote:Þegar ég var með 258 í Wranglernum með Throttle Body innspýtingu (einn spíss) þá var eyðslan ca svona:

- Innanbæjar 18-25
- Utanbæjar 12 á 35", 14 á 38"
- Á fjöllum um 40 lítrar á dag.

Ef það er eitthvað sem ég sé eftir, þá er það að hafa tekið þessa vél úr. Hún var alveg hrikalega gangviss og eyðslunett, sem er bara flott í ferðajeppa.


Nú held ég að menn séu endanlega komnir í ruglið þegar það er farið að sakna gömlu áranna með einhverja hækju í húddinu á meðan bíllinn hangir inní skúr með 2x öflugri vél og kemst ekki lönd né strönd. Grasið grænna hinum megin? tja?
-Defender 110 44"-

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Kiddi » 12.des 2011, 19:07

Það er ágætt ef þið teljið ykkur trú um að þið hafið alltaf tekið rétta ákvörðun strákar. Kristján, þér hefur ekki dottið í hug að ég væri að deila af eigin reynslu þegar ég sagði þér að keyra bílinn bara frekar en að fara að rífa hann í spað? ;-)


Úlfur
Innlegg: 39
Skráður: 27.okt 2011, 13:27
Fullt nafn: Haukur Eggertsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Úlfur » 12.des 2011, 19:38

Suzuki Jimny, beinskiptur, ca. 82 hestöfl, 1300 cc bensín. Hef keyrt hann mest á 32" en setti 33" undir nú í vetur.
Innanbæjar 9 til 11 l
Langkeyrsla á malbiki 8,5 til 9,5 l fer talsvert eftir vindi :-)
Á fjöllum. Fór úr Reykjadal um Engidal, niður með Skjálfandafljóti að austan, skipti yfir á Suðurárbotnaleið (skammt sunnan Svartárkots) og svo hraunin suður í Botna og áfram Dyngjufjalladal og yfir á Gæsavatnaleið, Sprengisand út á Kistuöldu og þaðan yfir á leiðina um Klifhagavelli, þaðan upp að Dynk og Búðarháls og malbik út að Árnesi. Semsagt, 10% malbik og afgangur greiðir malavegir og niður í úfið hraun í 1-2 lága. 12 pund nema 7 frá flæðunum á Gæsavatnaleið og út að Kistuöldu. Eyddi á þessu ferðalagi 11 l á hundraðið sem mér fannst býsna gott.
Fór svo á 33" á Kaldadal nú í lok nóvember. Festur og þungt færi, snéri við skammt norður af hæsta punkti. Frá Mosfellsbæ og til baka aftur var hann að eyða ca. 16 l á hundraðið, sem hefur vafalaust gert 20 til 25 l í snjónum.


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá olafur f johannsson » 12.des 2011, 20:06

er með Ford Ranger 4.0l sjálfskiftan 38" 5/13 hlutföll
eyðsla innanbæjar er 20l ef keyrt er bara í aftur drifinu en 25l í 4wd
eyðsla utanbæjar í afturdrifinu er um 16-17l ekið á 100kmh
fór ein túr til fjalla í ágúst mest keyrt í aftur drifinu eknir um 420km eyðslan var 1 tankur sem er 75l
Síðast breytt af olafur f johannsson þann 23.júl 2016, 14:30, breytt 1 sinni samtals.
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá sonur » 12.des 2011, 21:26

Á einhver Jeep Cherokee XJ með 2.5 bensin mótor og beinskiptingu á 38"
helst með breytt hlutföll og getur sagt mér nákvæma eyðslu?

Átti fyrir nokkrum árum einn bláan XJ TE-326
1998árgerð 2.5 4cyl bensin 130hp típan 5gíra beinskiptur

á 38"
mjög líklega óbreytt hlutföll því hann var ekki að meika 38" dekkin innabæjar
Eyðsla innanbæjar: 17l og stundum meir eftir því hvort ég keyrði oft uppá höfða og uppí vatnsendann
Utanbæjar: fór aldrei neitt á honum

Keypti undir hann 35" sem hann stendur ennþá á í dag
Eyðsla innanbæjar: 14l - 15l
Utanbæjar: fór aldrei neitt á honum
Síðast breytt af sonur þann 12.des 2011, 21:59, breytt 1 sinni samtals.
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

stjani39
Innlegg: 65
Skráður: 12.des 2011, 13:23
Fullt nafn: Kristján Guðmundsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá stjani39 » 12.des 2011, 21:36

Er með Musso 98 2,9 D turbo á 35", 4.28:1 hlutföll í sæmilegu veðri á 95 km hraða fer hann með 9,9 -10,1 en um leið og það er komin strekkingur á móti 12 L með fellihýsi 12,5 - 13 L Þessi sami bíll var með 9,5 L á 31" með 3,53:1 hlutföll
á fjöllum að vetri til í snjó og fjöri þá endist tankurin 70 L vanalega 2 1/2 dag er með 70 l aukatank og bara gaman á fjölum Ps Mussóin er að fara með um 16 L innanbæjar eins og veðrið er búið að vera í desember og framdrifið alltaf á en venjulega um 14 L
Síðast breytt af stjani39 þann 13.des 2011, 21:39, breytt 1 sinni samtals.
Musso, 1998, 3.0L OM 606 TD, 35", 12000 punda spil.
Stjáni


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá juddi » 13.des 2011, 00:11

Er lærdómurinn af þessu að JEEP með 2.9 tdi sé málið ?
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá sonur » 13.des 2011, 00:26

juddi wrote:Er lærdómurinn af þessu að JEEP með 2.9 tdi sé málið ?


Sé ekki betur :D en það á ennþá eftir að koma tölur af Izuzu vélunum
og ég er ekki ennþá búinn að sjá L200 bilinn hérna en það er bara búið að líkja honum á móti 4.0 jeep sem örlítið eyðslu meiri í póstinum hans Freys
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Kiddi » 13.des 2011, 01:34

Ford Econoline V-10 bensín 6.8 lítra, 2006 árgerð, 5 gíra sjálfskiptur á 46" túttum. Þyngd um 3300 kg tómur.

- Innanbæjar.........uuuu já einmitt. Aldrei notaður þannig.
- Utanbæjar: 20-25. Hef séð mest 50 en þá var ekið með 44" 4Runner í eftirdragi og lítið slegið af.
- Á fjöllum: Heildstæðasta mælingin sem ég hef er 310 lítrar á sólarhring. Það var úr Rvk, og þaðan upp á Langjökul við Jaka. Þokkalega þungt færi á jöklinum. Fórum niður með girðingu á Hveravelli, þar bilaði 44" 4Runner og var hann tekinn í spotta í bæinn þannig að það er inn í þessum 310 lítrum.
Ef maður tekur ekki dráttinn með þá erum við sennilega að tala um einhverja 10-15 lítra á klukkustund.

Kosturinn við að hafa þessa vél m.v. dísel er að viðhaldið er ekkert, á meðan 6.0 dísellinn hefur verið með alls konar kvilla (túrbínur ryðga ef bílarnir standa t.d.) og er líka með fleiri síur, meiri smurolíu o.s.frv.

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá DABBI SIG » 13.des 2011, 01:55

Kiddi wrote:Ford Econoline V-10 bensín 6.8 lítra, 2006 árgerð, 5 gíra sjálfskiptur á 46" túttum. Þyngd um 3300 kg tómur.

- Innanbæjar.........uuuu já einmitt. Aldrei notaður þannig.
- Utanbæjar: 20-25. Hef séð mest 50 en þá var ekið með 44" 4Runner í eftirdragi og lítið slegið af.
- Á fjöllum: Heildstæðasta mælingin sem ég hef er 310 lítrar á sólarhring. Það var úr Rvk, og þaðan upp á Langjökul við Jaka. Þokkalega þungt færi á jöklinum. Fórum niður með girðingu á Hveravelli, þar bilaði 44" 4Runner og var hann tekinn í spotta í bæinn þannig að það er inn í þessum 310 lítrum.
Ef maður tekur ekki dráttinn með þá erum við sennilega að tala um einhverja 10-15 lítra á klukkustund.

Kosturinn við að hafa þessa vél m.v. dísel er að viðhaldið er ekkert, á meðan 6.0 dísellinn hefur verið með alls konar kvilla (túrbínur ryðga ef bílarnir standa t.d.) og er líka með fleiri síur, meiri smurolíu o.s.frv.


Svo ekki sé talað um þyngdarmuninn :D
-Defender 110 44"-

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá DABBI SIG » 13.des 2011, 03:22

sonur wrote:
juddi wrote:Er lærdómurinn af þessu að JEEP með 2.9 tdi sé málið ?


Sé ekki betur :D en það á ennþá eftir að koma tölur af Izuzu vélunum
og ég er ekki ennþá búinn að sjá L200 bilinn hérna en það er bara búið að líkja honum á móti 4.0 jeep sem örlítið eyðslu meiri í póstinum hans Freys


Þarna var verið að vísa til gamla L200 bílsins míns.
Þetta var 2001 árg af MMC L200 beinskiptur með 2.5 dísil (mekanískt olíuverk) með 2.5" pústi og k&n. Hann var á 5.29 hlutföllum og 38" mudder 14" breiðum felgum.
Í þessu tilviki var bíllinn með ökumann + 2aukamenn og frekar mikið lestaður... sléttfullur pallur af drasli, fötum, brúsum og búnaði.
Ég man nú ekki tölurnar þarna í eyðslu nákvæmlega en þetta er nokkurnveginn rétt hjá Frey með "slatta" minna :D Reyndar var það ekkert gífurlega mikið minna þar sem eins og áður kom fram var bíllinn mikið lestaður og Freyr á léttari bíl. Þegar kom í þungt færi var því væntanlega eyðsla hjá mér nálægt Cherokee eyðslu.

Hinsvegar voru þessir bílar nokkrum sinnum bornir saman og þá var formúlan sirka þessi, L200 var með svona 12 l /100 í langkeyrslu, lestaður í ferð með 2 mönnum en cherokee svona 16-18 í sömu aðstæðum. Svo þegar malbiki sleppti var eyðslan svona ca. 15% minni á L200 (varlega áætlað, stundum meiri munur, oft minni) en mismunandi að sjálfsögðu eftir færi. Í rólegu lulli eða hjakki í þyngra færi þar sem báðir bílar sökkva og ekki er verið að keyra mikið hratt þá var L200 töluvert sparneytnari en breytist ef keyrt var hraðar þar sem cherokee sekkur minna. Annars voru þessir bílar ekki langt frá hvorum öðrum í þyngd. 200-300kg munur m.v. 2 aðila í báðum bílum og temmilegt af farangri í dagsferð. Nærri lagi Freyr?
38" Grand cherokee WJ eins búinn var allavega 100 kg þyngri!

En allavega að tölulegum upplýsingum að þá var ég ánægður með eyðslu á þessum rauða hér til hliðar, hann var með á 38":
utanbæjar: 10.5-12l utanbæjar eftir lestun og veðri.
innanbæjar: 11.5-12.5 (réttar tölur, mældi þær nokkrum sinnum) þarna var keyrt frekar "hagstætt" frekar en hitt en samt enginn ömmuakstur. Mældi hann meiraðsegja nokkrum sinnum 10.5 og undir 11 l/100km en það var þá um sumar og lítið lestaður innanbæjar. Gæti jafnvel toppað Musso m.v. þyngd og nýtni
Á fjöllum tók ég ekki nákvæmlega saman tölur en þar gat það verið 60 litrar í dagstúr, þ.e. malbikskeyrsla+ allnokkrir tímar í snjó. Oft í kringum 5 l/klst m.v. miðlungsþungt færi og stopp og brekkuæfingar o.fl.
Sumartúr var svona 13-16l/100km miðað við venjulegt sumardól í 4wd og 12-15psi í 38". Fer ofar í sandi og brekkum o.s.frv.

Svo er það annar L200 2004 árg, 2.5 dísil(tölvustýrt olíuverk), sjálfskiptur með 5.29 hlutföllum og 38". Ég er ekki búinn að mæla hann nógu nákvæmlega en hann virðist ca. 1 líter í plús í utan- og innanbæjarakstri m.v. beinskipta bílinn. Kannski meira innanbæjar. Setti nýleg, negld, gróf 38" mudder undir á 14" stálfelgum og keyrði aðeins innanbæjar og svo innað Dómadalsafleggjara, fannst hann fara með ca. 12-12.5 á langkeyrslu mest autt en eitthvað á snjó og aðeins í 4wd.
Hann er ca líter minna á 35".

pajero 2005 33" 3.2 dísel:
utanbæjar: 12
innanbæjar: 13
frekar jöfn eyðsla óháð veðri, lestun o.fl

95 árg súkka 1600 bensín, bsk stutt á 33:
Alltaf sama eyðsla en alltaf keyrt í botni óháð aðstæðum:D Eyðslan var 10-11/100 í öllum akstri þ.e. ekki snjóhjakki eða torfæruspóli.

95 cherokee xj 2.5 bensín bsk 31":
utanbæjar: 13
innanbæjar: 14-15 en auðvelt að fara ofar í einhverjum inngjöfum eða lestun

´98 pajero langur, 2.8 dísil ssk 33":
utanbæjar: 12-13
innanbæjar: 13-14
sumarferðir: 15-18 og frekar jöfn eyðsla

fór í dagstúr um daginn með LS1 cherokee ssk á 38" GH, fórum innað dómadal. Hann var með aðeins meiri eyðslu en ég í snjóakstrinum enda léttari bíll og bara einn maður með engann farangur og í "erfiðu" færi sem hentaði léttum bílum (hentaði okkur báðum ágætlega, þó hann væri alltaf að festa sig:D )
-Defender 110 44"-

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá DABBI SIG » 13.des 2011, 03:26

Hinsvegar er ágætt að benda á það í svona samanburði að menn hafi í huga þyngd bíla svo ekki sé verið að bera saman súkku og 49" Ford þó það sé vissulega hægt:)
-Defender 110 44"-

User avatar

muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá muggur » 13.des 2011, 08:43

Pajero 1998 V6 3000 24v langur sjálfskiftur, 33'' dekk
Innanbæjar: 16-18
Utanbæjar: Hef lægst komist í 14.7 en fyrri eigandi í 14 l/100km
Torfærur... hef ekki reynt það en geri ráð fyrir að 'sky is the limit'.
Vetur, stuttar leiðir stundum í 4wd 20+

Finn engan mun hvort skiftingin er stilt á Hold eða Normal
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Freyr » 13.des 2011, 12:56

sonur wrote:
juddi wrote:Er lærdómurinn af þessu að JEEP með 2.9 tdi sé málið ?


Sé ekki betur :D en það á ennþá eftir að koma tölur af Izuzu vélunum
og ég er ekki ennþá búinn að sjá L200 bilinn hérna en það er bara búið að líkja honum á móti 4.0 jeep sem örlítið eyðslu meiri í póstinum hans Freys


Þetta tilvik sem ég benti á með mun á L200 og Jeep er samt sennilega frekar undantekning heldur en regla. Myndi gera ráð fyrir að alla jafna væri L200 með minni eyðslu í snjóakstri.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Freyr » 13.des 2011, 13:13

Búinn að lesa svarið hans Davíðs a.k.a. "Mr. L200" hér að ofan. Ég held hann fari bara með hárrétt mál þarna. Ef færið er mjög gott og hart eyðir L200 minna og hann eyðir örugglega mun minna ef færið er svo þungt að báðir eru í kúludrætti og hjakki. Hinsvegar eru aðstæður stundum þannig að Cherokee nær að komast á góða ferð og plana ofaná snjónum þó færið sé í þyngra lagi og þá fer hann að eyða minna en L200 þar sem fyrirstaðan verður mun minni þar sem hjólin sökkva ekki djúpt meðan ekið er á góðri ferð.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 26 gestir