Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum


Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Hjörvar Orri » 13.des 2011, 15:51

Ég ætla nú bara að minna á að maður sér aldrei eftir peningunum í brennivín og bensín, sérstaklega þegar það er gaman :)



User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá arni87 » 13.des 2011, 16:23

Ég er á Musso 38" beinskiftum, 4,88 hlutföllum 2.9 tdi (ekki high output vél) 97 árgerð

Hann eyðir öllu því sem á hann er sett og ekki dropa meir, alla vega fer ég að skoða eyðslu á honum og mæla þegar það verður meiri eyðsla en það :D

Og það besta við hann er að það er sama eyðsla innanbæjar og á þjóðveginum, svo er jú það sama á fjöllum :D
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

stjani39
Innlegg: 65
Skráður: 12.des 2011, 13:23
Fullt nafn: Kristján Guðmundsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá stjani39 » 13.des 2011, 22:21

Það er 1 sem ég hef ekkert eða lítið séð hérna á spjallinu en það er hvernig vélar eru að fara með mismunandi eldsneiti.
Bí til annað spjall um það
Musso, 1998, 3.0L OM 606 TD, 35", 12000 punda spil.
Stjáni

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá sonur » 14.des 2011, 00:26

stjani39 wrote:Það er 1 sem ég hef ekkert eða lítið séð hérna á spjallinu en það er hvernig vélar eru að fara með mismunandi eldsneiti.
Bí til annað spjall um það


Þú átt þá væntlanlega við mismunandi eldsneytis olíur, það er allt annar þráður held ég, of mikið að fara að troða honum hingað inn, er til í einn þannig þráð í alment, er að vesenast með 300l Biodiesel heimasmíð
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá sonur » 30.des 2011, 12:45

Jeep Cherokee Diesel Turbo Intercooler
VM 2500cc beinskiptur 35" 4.56:1 hlutföll
diskalás aftan loftlæsing framan

í 4x4 nær allan tímann og ekkert verið að pæla í sparakstri
Innanbæjar: 16.3l
Utanbæjar: 14l
Uppá fjöllum: 18.5l ef mér skjátlast ekki reikningurinn
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


elvarö
Innlegg: 101
Skráður: 06.feb 2010, 15:18
Fullt nafn: Elvar Örn Sigurðsson
Staðsetning: Reykjarvík

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá elvarö » 30.des 2011, 21:34

Skrýrtið að það sé einginn landcruser eigandi búinn að tjá sig hérna

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá HaffiTopp » 30.des 2011, 23:14

Hljóp víst aðeins á mig með hlutföllin, þau eru víst 1:4.636 en ekki 1:3.63 eins og ég sagði áður.
Kv. Haffi

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá smaris » 30.des 2011, 23:17

Ég skal fórna mér sem Land Cruiser eigandi.

LC 80 4,5 24 ventla bensín sjálfskiptur á 38" og 4.10 hlutföllum.
Langkeyrsla á 100-110km hraða 20L á hundraði.
Innanbæjar. Bý í bæ sem er ca. 1000x1000metrar á stærð og göturnar að meðaltali 300 metrar þannig að ég reikna með því að eyðslan sé talsverð.
Á fjöllum ca 15L á tímann við í þæfingsfærð. Hef ekki enn prófað hann í góðu færi.


thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá thor_man » 31.des 2011, 11:53

Enginn Terrano-eigandi hefur tjáð sig svo ég hendi inn nokkrum tölum:

Terrano 2,7 Tdi (diesel) '97, beinskiptur, óbreyttur á 31" heilsársdekkjum:
Langkeyrsla: 9-11 l./100 km
Innanbæjar: 11-14 l./100 km (hef þó ekki mælt eins nákvæmlega og í langkeyrslu).

Átti einnig Jeep Cherokee Laredo '91, 2ja dyra, 4.0L H.O., beinskiptan, óbreyttan á 30":
Langkeyrsla: 12-14 l./100 km
Innanbæjar: 15-20 l./100 km (ónákvæm mæling).

Engar fjallaferðir.


Maddi
Innlegg: 68
Skráður: 25.aug 2010, 20:09
Fullt nafn: Marvin Einarsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Maddi » 09.jan 2012, 10:43

Jeep Cherokee '89 4.0 vélin, flækjur, ssk, 4.88 hlutföll, 38" dekk.
Mældi hann um daginn Klaustur - RVK og hann fór með ca 14 lítra í ömurlegu færi með frekar lint í dekkjum.
Get eflaust náð honum neðar þar sem það er einhver skynjari orðinn slappur.
Keyri hann bara langkeyrslu svo ég veit ekki með innanbæjar eyðslu, hef ekki mælt hann á fjöllum.


ingolfurkolb
Innlegg: 22
Skráður: 08.feb 2010, 16:42
Fullt nafn: Ingólfur Kolbeinsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá ingolfurkolb » 09.jan 2012, 15:32

Suzuki Jimny ´07. 1,3 L á 35" dekkjum. Er með lækkuðum hlutföllum í millikassa.

8-10 l./100km alltaf.
Hef ekki mælt hann á fjöllum enda er ekkert vit í því. Fór með hálfan tank um helgina í rólegum dagstúr upp á lyngdalsheiði, úr bænum og í bæinn aftur. Áttum 10km eftir í Skjaldbreið.

Kv, Ingó

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá DABBI SIG » 20.jan 2012, 02:24

Til gamans,
fór í gær í úthlíð og tilbaka í einum rykk. Færðin var svona hálka og hálkublettir og sumstaðar þjappaður snjór með smotteríssköflum í köntum. Þokkalegur vindur á heimleiðinni og líka austur.
Var með gjörsamlega DREKKhlaðinn bíl á leiðinni austur og þá meina ég DREKKHLAÐINN. Pallurinn var sléttfullur uppí rjáfur af mögnurum, græjum, mixerum og öðru hljóðfæradrasli og farangri þannig að það varð að strappa aftur palllokið til öryggis svo það myndi ekki springa upp, var sömuleiðis með einhverja standa og dót á toppnum, 4 í bílnum og miðjusætið drekkhlaðið uppí topp ásamt því að allir þrír farþegarnir héldu á dóti :D (NB. ekki þungum hættulegum hlutum heldur fötum og mat o.fl) Hefði verið áhugavert að vigta vagninn :)
Svona keyrði ég austur í úthlíð, keyrt einhvern spöl innað bústað í snjó og lágadrifinu, bíllinn látinn ganga í ca. 30 mín fyrir utan og svo keyrt aftur sömu leið heim í einhverjum mótvind einn í bílnum og mjög lítill farangur. Keyrt aðeins í 4wd á leiðinni í hálku og mest alla leið á 70-90km/klst báðar leiðir, keyrt í gegnum höfuðborgina smá hring heim og tankað. 26,5 lítrar og þetta reyndust ca. 210 km. Mér reiknast til að þetta séu 12,6 lítrar/100km eða undir 13 allavega.
Bíllinn er 2004 árg L200 2,5 dísel sjálfskiptur á 38" grófum negldum nýlegum mudder á 14" breiðum stálfelgum. Ásættanleg eyðsla eða hvað?
-Defender 110 44"-

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Freyr » 20.jan 2012, 09:12

Þetta er hriiiiiiiikaleg eyðsla Davíð, ég myndi fá mér cherokee ;-)

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá DABBI SIG » 20.jan 2012, 10:20

Já ég er alveg búinn að sjá ljósið þar...
Til þess að sinna þessu tiltekna verkefni og koma öllum farangrinum og fólki hefði þetta ekki verið nema 3 ferðir með meðaleyðslu 15l/100 hver:D samtals 600 km og 90 lítrar :D
En í aðra notkun er ég alveg til í karokee ;)
-Defender 110 44"-


HGJ
Innlegg: 26
Skráður: 21.jún 2011, 12:10
Fullt nafn: Haraldur Gunnar Jónsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá HGJ » 20.jan 2012, 11:42

Landcruiser 60 beinskiptur milligír 38-44 4,2 dísel
Alltaf með 11-12l innanbæjar skiptir ekki máli með 38 eða 44
Langkeyrsla skiptir ekki máli með 38 eða 44 10-11l
Á fjöllum 12-15l


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá ivar » 20.jan 2012, 12:29

AgnarBen wrote:´95 Cherokee XJ á 39,5" Irok, 13" breiðar felgur, 1700 kg tómur af fólki, farangri og eldsneyti
4.0 HO bensín, sjsk á 4.56 hlutföllum - ekkert búið að eiga við vél né öndun til/frá vél

Eyðsla
Innanbæjar = 20-23 l. (fer eftir akstursmáta og aðstæðum)
Langkeyrsla = 16 l. (Rvk-Hrauneyjar, ca helming leiðarinnar í snjó og hálku í sídrifinu, 200 lítrar af eldsneyti í bílnum)
Á fjöllum = öllu sem er sett á hann og gerir það STRAX ;-) ..... að öllu gamni slepptu þá sýnist mér hann vera að eyða svipað og gamli 2001 Patrolinn minn á 44" en þetta er ennþá bara einhver tilfinning eftir tvær helgarferðir !



Þetta er bara eins og fordinn minn.
05 F350, 37" BFG, 3900kg með olíu og fólki, 6.0L diesel ssk á 3.73. Allt orginal nema tölvukubbur.

Eyðsla
Innanbæjar = 20-23 l. (fer eftir akstursmáta og aðstæðum)
Langkeyrsla = 16 l.
Undir miklu álagi = öllu sem er sett á hann og gerir það STRAX

Annars er þessi bíll mjög jafn í eyðslu 16-20 óháð aðstæðum. Hefur hinsvegar komið fyrir einusinni þar sem ég keyrði í miklum sandi sem náði uppá felgur í langan tíma. Vil ekki vita hvað hann eyddi þá klukkutíma sem þær aðstæður stóðu.

Kv Ívar


Svenni Devil Racing
Innlegg: 77
Skráður: 18.des 2011, 15:26
Fullt nafn: Sveinn H Friðriksson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Svenni Devil Racing » 20.jan 2012, 12:44

Minn eyðir því sem sett er á hann og það er gaman á meðan því stendur , skítt með eyðlsuna ef þetta virkar og er eitthvað power í þessu , væri alls ekki sáttur ef þetta gerði ekkert nema eyða bensíni .... Bensín er til þess að eyða því og hafa gaman :)

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Sævar Örn » 20.jan 2012, 16:19

Það er gott og gilt Sveinn H F.

En veldur það ekki því þegar bílar eyða bara "því sem sett er á þá" að menn fara bara að setja sjaldnar bensín á þá og nota þá minna?

Ég er allavega farinn að sjá mikla aukningu í gömlum hiluxum og súkkum og 2,5 pajero og þar fram eftir á fjöllum en gömlu 8 gata græjunum fer sífækkandi, og ekki að það sé ekki nóg til af þeim...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Svenni Devil Racing
Innlegg: 77
Skráður: 18.des 2011, 15:26
Fullt nafn: Sveinn H Friðriksson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Svenni Devil Racing » 22.jan 2012, 13:47

Sævar Örn wrote:Það er gott og gilt Sveinn H F.

En veldur það ekki því þegar bílar eyða bara "því sem sett er á þá" að menn fara bara að setja sjaldnar bensín á þá og nota þá minna?

Ég er allavega farinn að sjá mikla aukningu í gömlum hiluxum og súkkum og 2,5 pajero og þar fram eftir á fjöllum en gömlu 8 gata græjunum fer sífækkandi, og ekki að það sé ekki nóg til af þeim...

°

Jaa auðvita fækkar eitthvað túrunum sem menn fara í en ef menn hætta nú alveg að fara þó svo þetta eyði einhverju hafa menn bara ekki áhuga á þessu sporti , allt er dýrt í dag :)

User avatar

SHM
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:06
Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá SHM » 22.jan 2012, 17:59

Patrol 2002 3.0 38" sjálfskiptur.
Innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu: 19 l/100 km.
Utanbæjar við góðar aðstæður: 16 l/100 km.
Við erfiðar aðstæður i snjó: Í gær fór ég á Skjaldbreið í mjög þungu færi. Ferðin tók samtals þrettán og hálfa klukkustund og þar af var bíllinn í gangi í 13 klukkustundir. Fyllti tankinn fyrir og eftir.
66 lítrar fóru í túrinn og það gerir rétt rúmlega 5 lítra á klukkustund.

Eins og einhver nefndi hér fyrir framan þýðir lítið að tala um eyðslu á 100 km. við erfiðar aðstæður eins og voru á Skjaldbreið í gær, en ef einhver vill vita það þá ók ég rétt rúmlega 200 km. á þessum 66 lítrum, sem gerir hálfan annn helling fyrir hverja 100 km.
Patrol 2002 38"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá hobo » 22.jan 2012, 22:29

Toyota hilux ´92
2,4 bensín
38"
5.71 hlutföll

Langkeyrsla: 10,7 ltr/100km (sumar)

Á fjöllum: 25 ltr/100km eða 3,75 ltr/klst
(miðað við túrinn í gær en þá fóru 45 lítrar í 180 km túr sem tók 12 tíma) (vetur)


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Hrannifox » 23.jan 2012, 20:50

Jeep Cherokiee 2.5 vm turbo diesel á 35" og með 4.56:1 hlutföll handskift kvikindi

tók smá hring um helgina alls ca 400 km

vorum 5 i bilnum + fullur af drasli var að vigta um 2230 kg

miðað við mælingu þá var hann að eyða 13 l hjá mér í langkeyrslu og það í fjórhjóladrifinu meiripartinn
var ekkert að reyna að eyða oliu en var svosem ekkert að sparana neitt frekar 80 90 km/h
það er reyndar inni þessu 3 tíma hjakk og vesen leiðinlegt færi. myndi mögulega vera minna ef maður
hefði bara verið að keyra á milli staða.
hef ekki enþá komist á fjöll þannig hef ekki hugmynd um eyðslu en var sagt 16 l á 38'' í þungufæri( sel það ekki dýrara en ég stal þvi ) hef ekki mælt hann innanbæjar.

reikna með að ná honum svoldið neðar eftir endurbætur miðast þá við 35" 36 "
kemur mér litið við hvað eyðsla er á 38" enda á lifið eftir að vera svo skemmtilegt
næsta vetur að mér er alveg sama þó hann sé ekki að spara dieselinn
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ


Logi
Innlegg: 18
Skráður: 17.nóv 2011, 21:28
Fullt nafn: Elvar Logi Gunnarsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Logi » 23.jan 2012, 21:21

fór hringinn í fyrra á 2,8 patrol bsk.35" BF goodrich og hann fór alldrey niður fyrir 15 l.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Stebbi » 23.jan 2012, 21:34

Pajero 2.5 beinskiptur á 38"

Eyðir að öllu jöfnu ca. 8 lítrum, hef náð honum í 6.2 í langkeyrslu. Fór í fyrra á Hornbjarg á honum og vorum 14 í bílnum og bíllinn var svo pakkaður af drasli að hann hefði ekki beyglast við á fá lest í hliðina á sér, þá náði ég að pína hann í 11 lítrana. Eyðsluna má skíra á því að það festust legur í afturdrifi þegar ég var komin í Brú og þær náðu ekki að losa sig aftur fyrr en við snérum við, hefði það ekki gerst þá hefði hann ekki farið yfir 9 á hundraðið.

Í snjó og geðveikt þungu færi eyðir hann 10L á 38" Muddernum, en 11.5L á 49" dekkjunum. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá DABBI SIG » 24.jan 2012, 00:12

Stebbi wrote:Pajero 2.5 beinskiptur á 38"

Eyðir að öllu jöfnu ca. 8 lítrum, hef náð honum í 6.2 í langkeyrslu. Fór í fyrra á Hornbjarg á honum og vorum 14 í bílnum og bíllinn var svo pakkaður af drasli að hann hefði ekki beyglast við á fá lest í hliðina á sér, þá náði ég að pína hann í 11 lítrana. Eyðsluna má skíra á því að það festust legur í afturdrifi þegar ég var komin í Brú og þær náðu ekki að losa sig aftur fyrr en við snérum við, hefði það ekki gerst þá hefði hann ekki farið yfir 9 á hundraðið.

Í snjó og geðveikt þungu færi eyðir hann 10L á 38" Muddernum, en 11.5L á 49" dekkjunum. :)


...og þess má geta að bíllinn er til sölu.. gleymdirðu því ekki? :D

Vil nú ekki skemma það fyrir þér en áttu raunverulegar tölur fyrir þennan bíl eða ertu rebel og pælir ekki í eyðslu, hér er væntanlega verið að skjóta fast á mig ásamt fleirum í þessum þræði :D
-Defender 110 44"-

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá hobo » 16.jún 2013, 16:01

Fyrstu eyðslutölur af 38" Trooper:
Keyrt austur fyrir fjall og til baka daginn eftir, samtals 110 km samkvæmt GPS.
Fyllt á tankinn fyrir ferð þangað til dælan sló út og alveg eins daginn eftir.
Í bílnum voru tveir fullorðnir og tvö börn, tjaldvagn aftaní, tengdamömmubox á toppnum og slatti af útilegudóti.

Það fóru 9.8 ltr á bílinn sem þýðir 8,9 ltr/100 km

Mig grunaði að hann væri eyslugrannur en kannski ekki svona mikið :)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Stebbi » 16.jún 2013, 18:56

DABBI SIG wrote:...og þess má geta að bíllinn er til sölu.. gleymdirðu því ekki? :D

Vil nú ekki skemma það fyrir þér en áttu raunverulegar tölur fyrir þennan bíl eða ertu rebel og pælir ekki í eyðslu, hér er væntanlega verið að skjóta fast á mig ásamt fleirum í þessum þræði :D


Þess má geta að hann er seldur og komin 3.5 tonna Econoline hlunkur á 44" í bílastæðið. Hann fer heldur ekki yfir 10 lítrana sama hvað ég reyni, ég er farin að gruna að þetta tengist bílastæðinu. Allar mínar eyðslutölur eru þrí-reiknaðar með tveim reiknivélum af sama LandCruiser eigandanum og ekki eiga þeir í vandræðum með eyðslutölur. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Kiddi » 17.jún 2013, 01:23

Fór á Selfoss í gær á 44" Jeep. Setti á hann 12 lítra og keyrði í bæinn og varð ekki bensínlaus á leiðinni.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Óskar - Einfari » 18.jún 2013, 10:58

Ég mældi af gamni á föstudaginn. Hilux 3.0 D4-D SSK 1:4,88 hlutföll á 35" sumardekkjum. Við vörum tvö og bíllin vel lestaður og í þokkabót var ég að draga fyrir annan aðila 700kg fellihýsi. Þetta var RVK - Þakgil 12,1 l/100km. Allan tíman keyrt á löglegum hraða miðað við að vera með aftanívagn.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá AgnarBen » 18.jún 2013, 17:16

hobo wrote:Fyllt á tankinn fyrir ferð þangað til dælan sló út og alveg eins daginn eftir.


Hörður, ég hef nú séð vísindalegri mælingu en þetta, það er ekkert sem segir að dælan slái alltaf út á sama tíma ! Menn verða að fylla upp í stút ef það á taka eitthvað mark á þessu ..... ;-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá hobo » 18.jún 2013, 17:54

Hún var allavega ekki sú nákvæmasta, hefðu mátt vera fleiri kílómetrar í dæminu.
Ég dældi áfram í seinna skiptið eftir að dælan sló út og fór kannski 1 líter í viðbót þangað til fór að frussast upp.
Ég geri nákvæmari og vísindalegri mælingu næst.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá hobo » 14.júl 2013, 17:28

Nýjustu 38" Trooper tölur:

Eknir 553 km. Allt keyrsla í og úr vinnu í bænum, nema ein ferð á Skagann.
Fóru 64 lítrar á bílinn.
Kjaftfyllt upp að stút fyrir og eftir.

11,6 ltr/100km

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá jeepson » 14.júl 2013, 19:16

hobo wrote:Nýjustu 38" Trooper tölur:

Eknir 553 km. Allt keyrsla í og úr vinnu í bænum, nema ein ferð á Skagann.
Fóru 64 lítrar á bílinn.
Kjaftfyllt upp að stút fyrir og eftir.

11,6 ltr/100km


Mjög flott eyðsla á 38" bíl. Ég fór hringinn í kringum landið á 33" pattanum. Hann er reyndar á 31" núna en eyðslan var um 11,3-11,6 mest. Hann fór þó upp fyrir 12 í einni mælinguni og niður í 10,6 í síðustu mælinguni. Sú mæling var frá Akureyri yfir á Eskifjörð og svo uppí Fellabæ. Ég var mjög ánægður með eyðsluna almennt enda bíllinn hlaðinn eins og gengur og gerist þegar að maður fer í frí. Á leiðinni frá rvk-ak og frá Ak austur var bíllinn svo fullur að ég hefði sennilega ekki geta komið flugu fyrir í skottið og við vorum farin að stafla í gólfið á milli fram og aftur sæta.. En varðandi Trooper þá hafa ansi margir trooper eigendur talað um 10-11 á hundraðið á 35" bíl. Hvort að menn séu að tala um blandaðann eða langkeyrslu veit ég ekki. En mælingarnar mínar eru gerðar með GPS tæki, þannig að þær eiga að vera mjög nákvæmar.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá frikki » 14.júl 2013, 23:39

Djöfull hef eg gaman að lesa þetta. :)

Patrol 95 4.2 bensin. (Allir orðnir spenntir........)

Eiðir eða notar bensínið eins og eg keiri hann .....
Notar meira bensin á malbiki og möl en á fjöllum í þungu færi.

Hefur farið upp í 120 litra á 100 eða notað 25l á 20 km hefur lika notað 16l á hundraðið á 41 irock á 12" breiðum felgum á 80 km hraða.

Meðaleiðsla innanbæjar ekki hugmynd nota hann ekki það mikið innanbæjar..
Eiðir minna eftir þvi hvað færið þingist eða dregur úr hraðanum.... vinnur rosalega lett í þungu færi.

'i helgartúrum er hann að fara með ca tank á dag eða um 90 lítra.
Svo fer það bara eftir veðri og nennu eiganda hvað rennur í gegnum hann.

En að ollu grini sleftu þá er hann með um 20 til 22 á langkeirslu og um 10l á klukkustund í ferðum ...
Patrol 4.2 44"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá jeepson » 15.júl 2013, 00:42

frikki wrote:Djöfull hef eg gaman að lesa þetta. :)

Patrol 95 4.2 bensin. (Allir orðnir spenntir........)

Eiðir eða notar bensínið eins og eg keiri hann .....
Notar meira bensin á malbiki og möl en á fjöllum í þungu færi.

Hefur farið upp í 120 litra á 100 eða notað 25l á 20 km hefur lika notað 16l á hundraðið á 41 irock á 12" breiðum felgum á 80 km hraða.

Meðaleiðsla innanbæjar ekki hugmynd nota hann ekki það mikið innanbæjar..
Eiðir minna eftir þvi hvað færið þingist eða dregur úr hraðanum.... vinnur rosalega lett í þungu færi.

'i helgartúrum er hann að fara með ca tank á dag eða um 90 lítra.
Svo fer það bara eftir veðri og nennu eiganda hvað rennur í gegnum hann.

Þetta eyðir bara eins og yaris hjá þér :)
En að ollu grini sleftu þá er hann með um 20 til 22 á langkeirslu og um 10l á klukkustund í ferðum ...
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá Óttar » 23.júl 2016, 13:40

Èg er að spá í að bæta inn í þennan skemmtilega þráð smá upplýsingum um minn bíl
Vw Touareg 4.2 V8 33" dekk hlutföll 4.56:1 orginal, 5. Og 6. Gír eru 0.9 og 0.7 ca. Eigin þyngd er 2460kg

Í langkeyrslu 13-14 lítrar
Innanbæjar 14-24l
Langkeyrsla með 600kg eftirvagn, fullur af drasli,fólki og hundur ekið frá hafnarfirði á kirkjubæjarklaustur og til baka 16l
Ekki enn komnar mælingar í fjallaferðum :)

Ég er alltaf að telja mér trú um að ég væri betur settur á diesel því ansi fróðlegt og skemmtilegt að rekast á þennan þráð


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá olei » 24.júl 2016, 12:33

Smá tip: Tékkið km-teljarann í jeppanum af miðað við GPS, og vegalendarmerkingar vegagerðarinnar þegar þið eruð á flandri um þjóðvegina. Þeir eru merkilega skakkir í sumum bílum og ber hreint ekki saman við nálina. Þ.e.a.s í bílum með (mikið til) réttan hraðamælir getur skekkjan í teljaranum verið 10%.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Postfrá olei » 24.júl 2016, 12:46

198x árgerð af Chevrolet Blazer K5 með íplantaðri 350 TBI, TH400 skiptingu (ekkert lockup) og NP208 millikassa á 38" mudder.

Sumarferðalag, norður Kvíslaveitur-Sprengisand-Gæsavatnaleið-Mývatnsöræfi-Húsavík-Akureyri-Eyjafjörður-Sprengisandur-Selfoss. Með ýmsum útúrdúrum- 1600Km. Allt hálendið ekið á 8 psi í dekkjunum. Eyðsla 21.5 l/100km.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 73 gestir