Síða 1 af 1

Rafgeymar /stærðir/sett

Posted: 09.des 2011, 16:19
frá jeepcj7
Sælir

Er eitthvað sem mælir á móti því að vera með 2 geyma af sitt hvorri gerð,stærð eða uppbyggingu tengda saman á 12 volta kerfi?

Er að spá í að nota saman nánast nýjan optima þurrgeymi/ spiral og nýjan venjulegan sýrugeymir sem ég er ekki búinn að versla allar tillögur vel þegnar í því máli.
Þetta verður notað til að gangsetja 7.3 grútarbrennara.

Eru einhverjir vissir geymar betri en aðrir?
Er annars einhver að selja optima á íslandi í dag?

Bk.Hrólfur

Re: Rafgeymar /stærðir/sett

Posted: 09.des 2011, 19:50
frá Startarinn
Það er ekki víst að optima og sýrugeymar séu fullhlaðnir við sömu spennu, það gæti valdið því að sjóði á öðrum geyminum eða annar taki ekki fullla hleðslu, ef þetta væru tveir sýrugeymar af sitthvorri stærðinni hefði ég minni áhyggjur. En mér fannst rauði optima geymirinn sem ég var með alltaf standa aðeins lægri en sýrugeymarnir, kannski 0,5 voltum

Ég pantaði gulan optima í desember í fyrra af ebay, hann var kominn heim fyrir 45 þús.

Re: Rafgeymar /stærðir/sett

Posted: 13.des 2011, 18:02
frá Turbo Bronco
Sælir ég mæli ekki með því að hliðtengja tvo mismunandi rafgeyma. Það eru reyndar margar ástæður fyrir því ein er sú að sýruvikt á Opptima og venjulegum opnu sýrurafgeymi er misjöfn. 1.29 og 1,28 það er að segja hvíldarspenna 12,9V á móti 12,7V á fullhlöðnum rafgeymi. Innrimótstaða er ekki sú sama, það veldur því að rafgeymarnir í raun eiðileggja hvorn annan og stytta endingu. Einnig þarf að gæta að því að til að fá allt út úr Optima rafgeymi þarf hann að vera full hlaðinn og til þess þarf hærri spennu (14,4-15V) en til að hlaða upp venjulegan bílgeymi (13,8-14,2V) þetta er byggt á minni reynslu en það eru til aðrar tegundir af rafgeymum með aðra eiginleika sem ég nefni ekki hér.

kveðja frá Noregi
Bubbi