Síða 1 af 1
Undin pústgrein...
Posted: 08.des 2011, 21:09
frá -Hjalti-
Er hægt að laga undna pústgrein? Hún er undin þannig að hún passar ekki í göt á heddinu..
Re: Undin pústgrein...
Posted: 08.des 2011, 21:33
frá steinarxe
Jamm,ég var með grein af 2,4 turbo sem var undin og lét kistufell plana hana fyrir mig,alltígóðu eftirá. það kostaði þó einhverja þúsara og eflaust ekki sama hversu mikið hún er farinn.
Re: Undin pústgrein...
Posted: 08.des 2011, 21:41
frá Startarinn
Menn hafa líka bjargað sér með að slípa flagsinná flata hlutanum á bandslípivél ef greinin er ekki of löng, en ef afstaðan á götunum hefur breyst þá held ég að það sé fátt annað hægt að gera ef það er ekki nóg að bora götin út
Re: Undin pústgrein...
Posted: 08.des 2011, 21:46
frá Sævar Örn
Láttu plana hana í þartil gerðri vél og spyrðu út í hvort þeir hiti greinina eitthvað áður en hún er plönuð, las á netinu að langar greinar, 6cyl línu td. þyrfti oft að hita ef hún væri one piece grein því hreyfingin væri talsverð þegar hún hitnar og kólnar og því best að plana hana við sirka 200°c
þetta las ég á netinu en hef enga persónulega þekkingu eða vitneskju um að öðru leiti en finnst þetta vera rökrétt
Re: Undin pústgrein...
Posted: 08.des 2011, 22:38
frá Forsetinn
Sævar Örn wrote:Láttu plana hana í þartil gerðri vél og spyrðu út í hvort þeir hiti greinina eitthvað áður en hún er plönuð, las á netinu að langar greinar, 6cyl línu td. þyrfti oft að hita ef hún væri one piece grein því hreyfingin væri talsverð þegar hún hitnar og kólnar og því best að plana hana við sirka 200°c
þetta las ég á netinu en hef enga persónulega þekkingu eða vitneskju um að öðru leiti en finnst þetta vera rökrétt
Ætlaru þá að skrúfa hana í vélina með þetta 200*c heitt líka heheh....
Re: Undin pústgrein...
Posted: 08.des 2011, 23:10
frá Sævar Örn
nei, járn hefur vægi, ef það er planað við hita hefur verpist það væntanlega saman við að kólna eðlinu samkvæmt, en þó í svo miklu lágmarki að ekki skiptir nokkru teljandi máli. Svo þegar hitnar reynir ekki á pinnboltana þegar vélin sjóðhitnar og greinin kannski allt að 600° og meira
Það er mjög algengt að pústgreinarboltar slitni, smelli hreinlega sundur með sléttum skurði og ég vil meina að það hafi eitthvað með hreyfingu á járninu vegna hita að gera.
Re: Undin pústgrein...
Posted: 09.des 2011, 00:11
frá Hagalín
Bandslípivél og nýjar pakkningar.
Greinin hjá mér á 3.0 vatt upp á sig og mér var bent á að laga hana frekar
en að fán nýja sem ætti á hættu að spenna sig. Grein sem er búin að taka út spennu
ætti ekki að fara aftur......
Re: Undin pústgrein...
Posted: 09.des 2011, 16:42
frá hobo
Mig grunar að lausnin hafi ekki fengist hérna.
Ef götin passa ekki uppá boltana er plönun varla svarið. Pústgreinin er ekki að vinda sig frá vélinni heldur upp eða niður með vélinni, er það ekki?
Ég veit ekki hvort hægt sé að laga þetta eða bara punga út fyrir nýrri grein.
ps: Flott undirskriftamynd Hjalti ;)
Re: Undin pústgrein...
Posted: 09.des 2011, 17:12
frá dazy crazy
Sævar Örn wrote:nei, járn hefur vægi, ef það er planað við hita hefur verpist það væntanlega saman við að kólna eðlinu samkvæmt, en þó í svo miklu lágmarki að ekki skiptir nokkru teljandi máli. Svo þegar hitnar reynir ekki á pinnboltana þegar vélin sjóðhitnar og greinin kannski allt að 600° og meira
Það er mjög algengt að pústgreinarboltar slitni, smelli hreinlega sundur með sléttum skurði og ég vil meina að það hafi eitthvað með hreyfingu á járninu vegna hita að gera.
Hitnar ekki líka það sem greinin er fest á svo það ætti að verða fyrir hitaverping líka svo teygjan ætti að vera jöfn og því engin þvingun? mig minnir að járn sé um 0,0118mm/m fyrir hverja gráðu svo fyrir þessar 600°C lengist járnið um 7 millimetra fyrir hvern meter sem er alveg slatti reyndar.
Re: Undin pústgrein...
Posted: 09.des 2011, 18:14
frá -Hjalti-
hobo wrote:Mig grunar að lausnin hafi ekki fengist hérna.
Ef götin passa ekki uppá boltana er plönun varla svarið. Pústgreinin er ekki að vinda sig frá vélinni heldur upp eða niður með vélinni, er það ekki?
Ég veit ekki hvort hægt sé að laga þetta eða bara punga út fyrir nýrri grein.
ps: Flott undirskriftamynd Hjalti ;)
Jú passar Hörður greinin fellur að heddinu en er undin þannig að götin passa ekki í hana á sitthvorum endanum. Veit svosem ekki hvort það komi að ráði og hvort þad pústi eitthvað alvarlega mikið þar út.
dazy crazy wrote:
Hitnar ekki líka það sem greinin er fest á svo það ætti að verða fyrir hitaverping líka svo teygjan ætti að vera jöfn og því engin þvingun? mig minnir að járn sé um 0,0118mm/m fyrir hverja gráðu svo fyrir þessar 600°C lengist járnið um 7 millimetra fyrir hvern meter sem er alveg slatti reyndar.
pústgreinin kemur af öðrum mótor svo þetta er ekki undið eins.
Re: Undin pústgrein...
Posted: 09.des 2011, 19:42
frá Startarinn
Er þetta ekki úr pottstáli?
Þá er úr vöndu að ráða því nánast hvað sem þú reynir til að rétta þetta brýtur greinina, ef það er eingin leið að bora út götin eða naga þau til með pinnafræs held ég að þú verðir að finna þér aðra grein.
Er þetta á vélinni sem þú varst að setja í?
Re: Undin pústgrein...
Posted: 09.des 2011, 21:00
frá -Hjalti-
Ég hef svosem ekki prufað að bora eða fræsa út götin. Það er líklega eina lausnin á þessu.
Nei þetta er ekki mín vél heldur önnur 2.8 vél.