Björgunarsveitarmenn blessa akstur á hrauni


Höfundur þráðar
stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Björgunarsveitarmenn blessa akstur á hrauni

Postfrá stebbiþ » 08.apr 2010, 12:36

Var ekki björgunarsveit Kópavogs með í för þegar Top Gear gaurarnir keyrðu upp á hraunið. Voru þeir kannski að horfa í aðra átt þegar ekið var uppá hraunið ?? Mér var snúið við á Morinsheiði á Páskadag af björgunarsveitakrökkum þegar ég var ætlaði að ganga upp að gosinu, einnig var mér sagt að lögreglan biði mín ef ég myndi ekki hlýða. Svona mismunun fær mann til að glata virðingu sinni fyrir yfirvöldum og björgunarsveitum.
Kveðja, Stebbi (sem þarf ekki á björgunarsveitabarnfóstrum að halda).



User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Björgunarsveitarmenn blessa akstur á hrauni

Postfrá Brjótur » 08.apr 2010, 14:00

Heyr ég gæti bara ekki verið meira sammála svo reyndu þeir að láta fólk halda að þeir væru með ...LEYFI... yfirvalda sem er svo bara KJAFTÆÐI.

kveðja Helgi


Höfundur þráðar
stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Björgunarsveitarmenn blessa akstur á hrauni

Postfrá stebbiþ » 08.apr 2010, 16:24

Þegar ég tala um mismunun, þá er ég ekki að ætlast til þess að mega keyra á hrauninu, það dytti mér aldrei í hug. Hvað þá að labba á hálfstorknuðu hrauninu. Ég bara þoli ekki þetta rugl með þennan 1 km bannradíus kringum gosið, svo fá einhverjir trúðar að keyra upp á hraunið með björgunarsveitina glápandi.
Kv, Stebbi


Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Björgunarsveitarmenn blessa akstur á hrauni

Postfrá Andri M. » 08.apr 2010, 17:29

sjálfur er eg meðlimur í björgunarsveitinni ársæl, og eg var sko allt annað en sáttur þegar eg frétti þetta, því eg tel að það verði það sama að ganga yfir alla, hvort sem þú ert jón, eða séra jón, auk þess finnst mer þetta engan vegin gott fordæmi,


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Björgunarsveitarmenn blessa akstur á hrauni

Postfrá Fordinn » 08.apr 2010, 18:53

Eru menn ekki aðeins að missa sig yfir þessu.... Auðvitað eiga menn að virða lokanir enn þetta er nú allt undir vökulu auga felaga þeirra og björgunarsveitarmanna


Ég get ekki séð hvað mögulega gæti hafa komið fyrir þarna sem hefði ekki getað komið fyrir 500 metrum aftar frá hrauninu...... þeir hefðu ju getað skemmt bílinn sinn og það er þá þeirra feill

Í sambandi við utanvega akstur þá á þetta hraun eftir að renna lengra framm og förin hverfa það er ekki eins og það myndist slóði þarna í hrauninu


Ef þetta eru stærsta áhyggju efnið hjá ykkur drengir mínir þá eigiði mikið gott!!!!


arni_86
Innlegg: 94
Skráður: 03.feb 2010, 22:39
Fullt nafn: Árni Einarsson

Re: Björgunarsveitarmenn blessa akstur á hrauni

Postfrá arni_86 » 08.apr 2010, 20:05

sammála síðasta ræðumanni

er ekki aðeins verid ad missa sig í vælinu hérna? mér finnst ekkert skrítid ad þeir hafi fengid ad læða 2 dekkjum uppá hraunid til þess ad fá myndefni í þáttinn. Svo þeir geti sýnt gríðarlegum fjölda fólks sem horfir á þessa þætti hvad ísland er töff og ekki bara heimili fjárglæpamanna.


Grétar
Innlegg: 25
Skráður: 28.feb 2010, 14:07
Fullt nafn: Grétar Skarphéðinsson
Staðsetning: Svalbarðseyri

Re: Björgunarsveitarmenn blessa akstur á hrauni

Postfrá Grétar » 08.apr 2010, 20:20

Ég held að fréttastofa Rúv hafi aðeins misst sig í æsifréttamennskunni í dag. Var sagt að bíllinn hefði ekið yfir hraunið og það hefðu brunnið undan honum 2 dekk. Staðreyndin er hins vegar að aðeins var keyrt með framhjólin upp í hraunið þar til kviknaði í öðru þeirra, en það var líka ætlunin að láta kvikna í dekki og var eldurinn slökktur strax.
Nú hefur þessi akstur valdið hjartsláttartruflunum hjá möppudýrum í umhverfisstofnun, og hefur umhverfisstofnun beðið sýslumann að rannsaka þennan utanvegaakstur og hugsanleg náttúruspjöll af völdum hans. Samkvæmt fréttum voru um 100 bílar á svæðinu kringum gosstöðvarnar í gær... Ætli þeir hafi allir haldið sig á malbikinu???????
toyota landcruiser 80 1994
isuzu crew cab 3.1 1996

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Björgunarsveitarmenn blessa akstur á hrauni

Postfrá Kiddi » 08.apr 2010, 20:37

Væluskjóður eru þetta! Svo með það að kæra þá fyrir utanvegaakstur, eru lög ekki afturvirk... meina, ef lögin voru sett áður en landið varð til, gilda þau nokkuð??? :)

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: Björgunarsveitarmenn blessa akstur á hrauni

Postfrá Gulli J » 08.apr 2010, 21:51

Meira djöfulsins vælið í mönnum, hafa menn ekkert annað að hugsa.
Banna allt bara, banna fólki að labba lengra en 1km frá þjóðvegi svo það verði sér ekki að voða, og banna og banna.
Það er ekki í lagi með þetta þjóðfélag.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Björgunarsveitarmenn blessa akstur á hrauni

Postfrá birgthor » 08.apr 2010, 22:00

.
Síðast breytt af birgthor þann 15.jan 2022, 21:01, breytt 1 sinni samtals.
Kveðja, Birgir


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Björgunarsveitarmenn blessa akstur á hrauni

Postfrá dabbigj » 08.apr 2010, 22:41

Þeir fá leyfi frá almannavörnum til að fara innfyrir útilokunarsvæðið og keyra uppað hrauninu, get ekki séð að það komi einhversstaðar fram að félagar í hjálparsveit skáta í Kópavogi hafi leyft þeim að keyra uppá hraunið eða að þeir hafi bara almennt vitað af gjörningnum.



Mér finnst þetta bara frábær landkynning og vona að þeir geri þetta að heilum þætti frekar en innskoti.

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Björgunarsveitarmenn blessa akstur á hrauni

Postfrá DABBI SIG » 08.apr 2010, 23:06

Ekki skil ég hvað menn eru að tala um að þetta 1 km bannsvæði sé eitthvað að hamla mönnum.
Síðast þegar ég fór þarna var hægt að komast alveg að hrauninu, þ.e. þú gast keyrt og labbað nánast alveg uppað því og fundið hitann af því, og þá á ég við í storknaða hrauninu töluvert langt frá gosgígnum en ekki bráðna hrauninu.
Einnig fengu menn fínt útsýni yfir gosgígana þó að það væri séð til þess að fólk færi ekki of nálægt.
Því get ég ekki séð vandamálið sem menn kvarta yfir, það er hægt að fá að sjá alveg nógu mikið þegar farið er þarna uppað gosstöðvum.
og varðandi það að mönnum er snúið við á Morinsheiði rétt við heljarkamb, það er bara vegna möguleika á að menn geti lokast inni af hraunflæði og væntanlega engu öðru. Það hefur ekkert með það að gera hvort einhver bíll frá top gear/AT kemst alveg að hrauninu.
Menn hafa fengið að keyra sína bíla nánast alveg uppað hrauninu(ath. ekki gosgígnum heldur hrauninu sem rennur storknað töluvert frá gosgínum) en hinsvegar hefur enginn verið svo sniðugur að keyra uppá það og eyðileggja dekk eins og top gear, en það var líka bara sjónvarpsefni og ekkert annað og því ættu menn ekki að vera að væla um þetta.
Það er feikinóg að sjá þegar menn fara uppað þessu hvort sem er frá Skógum labbandi eða þá á jeppa yfir Mýrdalsjökul!
-Defender 110 44"-


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Björgunarsveitarmenn blessa akstur á hrauni

Postfrá Fordinn » 09.apr 2010, 00:02

Ég allavega gat keyrt að hrauninu og i raun útum allt þegar eg fór þarna uppeftir.... madur auðvitað sýndi skynsemi og fór ekki þar sem bersynilega var rennsli undir og strókar uppí loftið talaði við björgunarsveitarmenn þegar eg kom að fyrst og þeir sogðu mer einfaldlega hvar best væri að sjá hlutina..... ég meina menn sem sýna almenna skynsemi fá að skoða sig um óáreittir hinsvegar eru alltaf einhverjir fávisir bjánar sem stofna sér i hættu og sé eg ekkert að þvi að það sé lesið yfir hausamótunum á þeim eins og þeir sem löbbuðu á hrauninu??? hvað er að?? skil alveg að jarðvísindamenn med hitasjá labbi þarna um það er bara allt annað mál. ætli þessir menn átti sig á þvi hvað gerist ef þeir stíga niður úr storknuðu skelinni þeir þurfa ekki að hafa fyrir þvi að rifa löppina upp aftur hún yrði horfin af med de samme.

Mér finnst þetta bara flott show hjá top gear verður án ef flott landkynning og hvað þeir gerðu eða gerðu ekki þarna uppfrá er langt i frá að vera eitthvað sem við eigum eða þurfum að vera að pirra okkur á..... held við ættum frekar að farað beita sjónum okkar og kröftum gegn þessu stjórnmála hyski sem ætlar sér að gera útaf við jeppasportið hjá okkur ég persónulega er að verða drullu þreyttur á því að vera málaður sem glæpamadur bara af þvi madur er á jeppa.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 46 gestir