Síða 1 af 1

Loftdælur í Poulsen

Posted: 08.des 2011, 12:35
frá G,J.
Hefur einhver prófað 12v dælurnar sem Poulsen er að selja,er þetta eitthvað sem virkar
eða á maður bara að kaupa Fini ?

Kv.GJ

Re: Loftdælur í Poulsen

Posted: 08.des 2011, 21:13
frá Kalli
G,J. wrote:Hefur einhver prófað 12v dælurnar sem Poulsen er að selja,er þetta eitthvað sem virkar
eða á maður bara að kaupa Fini ?

Kv.GJ

Þetta er málið
Image
• Mótorstærð 0,6 kW 1x12 V
• Þrýstingur 8 bör
• Loftflæði inn 166 l/mín
Loftpressa Flash Air Olíufrí
Vörunúmer: FINI615HJ00012
Verð: 69.995 kr.- hjá Fossberg.

Re: Loftdælur í Poulsen

Posted: 08.des 2011, 21:42
frá Sævar Örn
http://www.styri.is/vorur/spil/

hefur einhver sögu að segja af þessari 150l dælu?

hún kostar skilst mér 43590 kr m.vsk

Re: Loftdælur í Poulsen

Posted: 08.des 2011, 21:45
frá hobo
Ég keypti svona dælu hjá honum fyrir ári síðan og er hún ekki á þessu verði, frekar nálægt 20 þús kalli.
Hún er ennþá í toppstandi og reglulega notuð.

Re: Loftdælur í Poulsen

Posted: 08.des 2011, 22:39
frá frikki
150 l dælurnar í poulsen eru á 18. 9oo kr og virka flott.

Re: Loftdælur í Poulsen

Posted: 08.des 2011, 23:04
frá Sævar Örn
hobo wrote:Ég keypti svona dælu hjá honum fyrir ári síðan og er hún ekki á þessu verði, frekar nálægt 20 þús kalli.
Hún er ennþá í toppstandi og reglulega notuð.

flott að heyra hörður hefuru sirka tíma á hvað 38" er lengi frá 0 í sirka 25, er það 2 mín eða 5 eða 8 mín sirka..., er orðinn þreyttur á að vera 8 mín með hvert dekk 36"

Re: Loftdælur í Poulsen

Posted: 09.des 2011, 00:05
frá rockybaby
Hjá Stýrisvélum eru tvær loftdælur í boði annarsvegar þessi á ca. 20.000 kr sem myndin er af á netsíðunni hjá þeim og svo hin sem heitir T-max heavy duty á 42.000 kr.
T-Max dælan er það sem ég myndi mæla með, menn eru að kaupa hana fyrir allt að 44" breyttu jeppana og eru sáttir við hana. Var að kaupa eina fyrir björgunarsveitina sem ég er í.
Hins vegar eru fáar sem engar rafmagnsdælur sem slá Fini loftdælunni við en hún kostar aðeins meira , ca. 70.000 kr.

Re: Loftdælur í Poulsen

Posted: 09.des 2011, 08:04
frá hobo
Sævar Örn wrote:
hobo wrote:Ég keypti svona dælu hjá honum fyrir ári síðan og er hún ekki á þessu verði, frekar nálægt 20 þús kalli.
Hún er ennþá í toppstandi og reglulega notuð.

flott að heyra hörður hefuru sirka tíma á hvað 38" er lengi frá 0 í sirka 25, er það 2 mín eða 5 eða 8 mín sirka..., er orðinn þreyttur á að vera 8 mín með hvert dekk 36"


Já ég mældi tímann þegar ég fékk hana, minnir að það hafi verið rétt undir 3 mín að pumpa úr 3 eða 5 pundum upp í 25 pund á 38" dekki. Ég var mjög sáttur við það.
Ég passa mig samt á því að láta hana ekki ganga út í eitt vegna hita, þær hafa t.d. þolað það illa að vera ofan í lokuðu húddi.
Ég hef svosem ekki áhyggjur yfir vetrartímann þar sem hún er á pallinum með góða kælingu.

Re: Loftdælur í Poulsen

Posted: 09.des 2011, 11:42
frá AgnarBen
Ég er líka með svona dælu frá Tryggva (20 þús.kr) tengda við kút og þetta er allt í lagi, var með Fini áður og fyrir þennan pening þá er þetta hin fínasta dæla ef hún endist. Ég er bara búinn að nota hana nokkrum sinnum.

Ég byrjaði á því að svera allar lagnir frá stimplunum (tekur plasthaldfangið af) og að herða aðeins upp á lokinu ofan á báðum stimplunum, sá þegar ég byrjaði að nota hana að hún smitaði aðeins þar á milli. Ég er með hana í skottinu í svalanum út við hlera.

So far so good .....

Re: Loftdælur í Poulsen

Posted: 09.des 2011, 16:44
frá G,J.
150 ltr dælurnar hjá Poulsen og Stýrisvélum eru mjög
áþekkar af myndum að dæma,ætli þetta séu sömu græjurnar?

Kv.GJ

Re: Loftdælur í Poulsen

Posted: 09.des 2011, 16:56
frá HaffiTopp
Ég er líka með svona tveggja stimpla dælu frá Stýrivélaþjónustunni, keypti hana reyndar hjá Stillingu og notaði hana einu sinni í sumar, var ágætlega lengi að dæla í 4 dekk en slangan leiðinleg svona snúin og kapplarnir of stuttir til að vera með hana tengda við geyminn sem er yfirleitt vinsta megin og erfitt að dæla í hægra aftari dekkið :D
Svo ég skveraði upp lagnir og tengi frá báðum hausum og setti nýja lengri (ósnúna) slöngu á dæluna og ég er ekki frá því að hún sé fljótari að dæla í dekk eftir þessa breytingu. Einnig þarf að passa uppá þetta öryggi á öðrum kapplinum. Það brotnaði hjá mér hlífin utan um öryggið og ég tók bara öryggið og lóðaði saman vírinn, og svo eru vírarnir og frágangur á þeim við on/off takkann frekar lélegur og best að kíkja á það í leiðinni þegar/ef maður fer í að laga þetta til. Get sett inn myndir sem ég tók af þessu ef menn vilja. Alla hluti fékk ég í Barka í Kópaboginum á fínu verði og góða þjónustu þar ásamt góðum ráðum frá þeim þar :)
Kv. Haffi.

Re: Loftdælur í Poulsen

Posted: 09.des 2011, 19:18
frá ellisnorra
Fyrst menn eru að tala um tíma á að pumpa í dekk þá tengdi ég saman litla ódýra bílskúrsdælu og aircon dæluna í húddinu hjá mér og var 2 mín með 46", 0-20psi. :)