Síða 1 af 1
Einhver Jeppamaniac sem langar að prufa fyrir mig kastara?
Posted: 07.des 2011, 19:13
frá dazy crazy
Halló
Er einhver hérna sem langar að vera með xenon kastara á bílnum sínum til að prófa þá fyrir mig?
Tilgangur prófunarinnar er að finna styrk kastarahússins, gæði ljóssins og bara almennt álagsþol þeirra. þeir koma bara með + og - köplum og því sem þarf til að skrúfa þá á festingar, ekki takki en þetta getur hentað þeim vel sem eru með lagt fyrir kösturum en vantar bara kastarann sjálfan.
Um er að ræða 2 55w xenon kastara
svona
http://shop.importdriver.com.au/store/p ... .inetstore allir 12 volt
Re: Einhver Jeppamaniac sem langar að prufa fyrir mig kastara?
Posted: 07.des 2011, 19:18
frá ellisnorra
Ég er alveg til í að prufa þetta, er með gamla kastara hjá mér sem eru mjög slappir og glerið í öðrum meira að segja brotið. Afhverju prufaru þetta samt ekki sjálfur? Eru þetta einhverjir ódýrir kastarar sem þú vilt fá að vita að séu sambærilegir þekktari merkjum?
Linkurinn hjá þér er í ólagi.
Kv. Elli 8666443
Re: Einhver Jeppamaniac sem langar að prufa fyrir mig kastara?
Posted: 07.des 2011, 20:17
frá dazy crazy
Sæll
ég er búinn að laga linkinn
Ég prófa þá ekki sjálfur vegna þess að ég hef enga reynslu að því t.d. hvað Hella kastararnir eru að lýsa, og langar að fá mat mér reyndari manna, hef heldur ekki bíl nema fólksbíl sem fer ekkert nema innanbæjar. Þetta eru mjög ódýrir kastarar miðað við það sem er nú þegar á markaðnum og mig langar til að fá samanburð, einnig treysti ég mér ekki til að gera hlutlaust mat á þeim því að ég náttúrulega valdi þá og keypti og eins og menn vita þá gera menn aldrei léleg kaup haha.
Ég er mjög líklega búinn að fá mann til að prufa 70w kastarana en ef þú kemur stærri kösturunum (55w) á bílinn hjá þér þá væri það frábært, þeir eru reyndar ekki alveg tilbúnir þar sem ég þarf að ganga betur frá leiðslunum sem koma út úr kastaranum svo hann fyllist ekki af vatni.
Kv. Dagur Torfason
Re: Einhver Jeppamaniac sem langar að prufa fyrir mig kastara?
Posted: 07.des 2011, 20:25
frá ellisnorra
Ég kem 55w kösturunum ekki fyrir í þeirri kastaragrind sem ég er með í dag, þar eru bara rúmelga 8" milli röra og því ekki möguleiki á stærri en 8" kösturum en þessir eru 9" og meira að segja 10" niður á festingu.
Re: Einhver Jeppamaniac sem langar að prufa fyrir mig kastara?
Posted: 07.des 2011, 20:40
frá dazy crazy
já, þessir eru í stærra lagi
Re: Einhver Jeppamaniac sem langar að prufa fyrir mig kastara?
Posted: 07.des 2011, 21:40
frá nupur
ég er allveg til ef þú ert að en að leita
865-4347
Re: Einhver Jeppamaniac sem langar að prufa fyrir mig kastara?
Posted: 07.des 2011, 22:06
frá dazy crazy
passa 9 tommu kastararnir á bílinn þinn semsagt.
Ég verð þá í bandi þegar þeir eru tilbúnir :D
Kv. Dagur Torfaosn
Re: Einhver Jeppamaniac sem langar að prufa fyrir mig kastara?
Posted: 07.des 2011, 22:46
frá brallari
Ég væri mikið til í að prufa er með mikið pláss
símin hjá mér er 822 8111 Trausti
Re: Einhver Jeppamaniac sem langar að prufa fyrir mig kastara?
Posted: 08.des 2011, 12:30
frá birgthor
Ef þú vilt prófa setja svona kastara á björgunarsveitar bíl þá er ekkert mál að kippa þeim sem fyrir eru af og svissa.
Láttu mig vita ef þú hefur áhuga.
Kv. Birgir
8665960
Re: Einhver Jeppamaniac sem langar að prufa fyrir mig kastara?
Posted: 08.des 2011, 13:25
frá dazy crazy
Það vantar ekki áhugann, mér líst reyndar vel á að setja þetta á björgunarsveitarbíl því að þar eru margir sem geta gefið sitt álit og yfirleitt margir með reynslu.
Kv. Dagur
Re: Einhver Jeppamaniac sem langar að prufa fyrir mig kastara?
Posted: 08.des 2011, 19:18
frá HR2JON
ég hef áhuga á að prófa þetta, mjög gott pláss
s: 8643442
Re: Einhver Jeppamaniac sem langar að prufa fyrir mig kastara?
Posted: 08.des 2011, 21:37
frá dazy crazy
Er kominn með sjálfboðalið... allavega í fyrsta holl :)