Truntugangur


Höfundur þráðar
toni guggu
Innlegg: 124
Skráður: 08.maí 2011, 11:44
Fullt nafn: Anton Guðmundsson

Truntugangur

Postfrá toni guggu » 07.des 2011, 15:00

Sælir. Heyriði mussoin hjá mér 2,3 bensín gengur ekki fullan snúning þeas það er eins og hann slái út í rúmum 4000 snúningum en hægagangurinn er í lagi og já uppað rúmlega 4000 sn, ég er búin að skifta um pústskynjara og svo eru ný kerti og þræðir, það er þá loftflæðiskynjarinn eftir og mér skilst að erfitt sé að mæla þá ?? svo sá ég sá á you tube að það væri hægt að taka þá í sundur og þrífa. jæja komiði með einhverjar hugmyndir.

kv Toni.



User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Truntugangur

Postfrá Startarinn » 07.des 2011, 15:13

Gerist þetta í gír eða bara í parkinu?

Í benz er þetta svona orginal, það er ekki hægt að snúa vélinni meira en 4000 sn/mín í Park, ég veit ekki um beinskiptu bílana eftir að þetta kom, ég hef ekki átt svoleiðis. En mér finnst þetta alltof mikil tilviljun til að geta verið bilun í búnaðinum á vélinni, ef bíllinn er beinskiptur eða ef hann er sjálfskiptur og gerir þetta í öllum gírum gæti rofinn sem gefur merki um stöðu á skiptingu verið bilaður
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
toni guggu
Innlegg: 124
Skráður: 08.maí 2011, 11:44
Fullt nafn: Anton Guðmundsson

Re: Truntugangur

Postfrá toni guggu » 07.des 2011, 15:26

Sæll. kannski ég byrji á byrjunini þá fór bíllinn að missa kraft og hökta í keyrslu og þá skifti ég um kerti og þræði ekki breyttist hann við það þá fekk ég ráðleggingar um að skifta um pústskynjarann og það sem breyttist við það var að þá var eins og hann færi að slá út i um 4000 sn. Bíllinn er beinskiftur og ég var að taka enn einn prufurúntin og það er eiginlega komið í gamla farið þeas bíllinn byrjar að hökta og missa kraft en ekki alveg eins slæmt og áður.
Og ég er búin að taka loftflæðiskynjarann úr sambandi og taka rúnt og það breyttist ekkert, svo er búið að benda mér á að háspennukeflin séu ónýt þannig að það er næsta vers.

kv Toni.


jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: Truntugangur

Postfrá jongunnar » 07.des 2011, 19:04

Toni fáðu þér bara Patrol ;)
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Truntugangur

Postfrá JonHrafn » 07.des 2011, 22:16

bensínsía?


Höfundur þráðar
toni guggu
Innlegg: 124
Skráður: 08.maí 2011, 11:44
Fullt nafn: Anton Guðmundsson

Re: Truntugangur

Postfrá toni guggu » 07.des 2011, 22:49

Búin að skifta um bensínsíu

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Truntugangur

Postfrá HaffiTopp » 08.des 2011, 08:28

Vitlaus á tíma, óvenjulélegir spíssar- stíflaðir eða orðnir ónýtir, knastásskyrnari, toppstöðunemi (er það sami hluturinn? :D)
Beygðir stimpilstangir/stöng, stífluð öndun eða vacuum á vél, mjög mikil óhreinindi í bensíni, léleg háspennukefli, ónýt heddbakkning eða hedd. Veit ekki hvað meira manni gæti látið sér detta í hug.
Kv. Haffi


Höfundur þráðar
toni guggu
Innlegg: 124
Skráður: 08.maí 2011, 11:44
Fullt nafn: Anton Guðmundsson

Re: Truntugangur

Postfrá toni guggu » 08.des 2011, 15:01

Mér var að detta í hug að sían í tanknum væri stífluð en ætti bíllinn þá ekki að drepa á sér ég meina hann gengur hægaganginn óaðfinnanlega ? það er ekki vatn í olíuni og ekki heldur að sjá að frostlögurinn hafi minkað í tanknum þannig að það má útiloka heddpakkningu, jæja þetta hlítur að koma í ljós.

kv Toni.

User avatar

Burri
Innlegg: 63
Skráður: 25.sep 2011, 23:41
Fullt nafn: Magne kvam

Re: Truntugangur

Postfrá Burri » 09.des 2011, 22:42

Nota útilokunare aðferðina.Tékkkaðu á bensíninu
. Byrjadu á ad setja glæra slöngu a eldsneytið og sjáðu hvort hann er nokkuð að taka loft inn.hvernig eldsneytisdaela er í bílnum? Rafmagnsdæla ?
DEFENDER 90 300tdi / DEFENDER 110 td5

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Truntugangur

Postfrá jeepcj7 » 09.des 2011, 23:28

Bensíndæla ekki nógur þrýstingur.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Truntugangur

Postfrá Startarinn » 10.des 2011, 08:32

Ef bíllinn hefur einhverntíman orðið bensínlaus eru allar líkur á að dælan sé ónýt.
En síurnar stíflast líka ef það kemur vatn í þær, skiptir engu hvort það er frost eða ekki.

miðað við seinni lýsinguna hjá þér hljómar þetta eins og bensínvandamál.

Þegar þú skiptir um pústskynjaran GÆTI verð að tölvan hafi farið í fýlu yfir of veikri blöndu og hreinlega klippt á eldsneytið til að forðast skemmdir á vélinni
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
toni guggu
Innlegg: 124
Skráður: 08.maí 2011, 11:44
Fullt nafn: Anton Guðmundsson

Re: Truntugangur

Postfrá toni guggu » 10.des 2011, 10:29

Bíllinn var byrjaður að láta ílla áður en ég skifti um pústskynjara og bensínsíu, jamm það er þá næsta skref að skoða bensínsíuna í tanknum og dæluna.

kv Toni


Höfundur þráðar
toni guggu
Innlegg: 124
Skráður: 08.maí 2011, 11:44
Fullt nafn: Anton Guðmundsson

Re: Truntugangur

Postfrá toni guggu » 10.des 2011, 12:28

Og ég var nýbúin að taka bensín og á leiðinni heim þegar vandræðin byrja (hef ekki orðið bensínlaus)

User avatar

Burri
Innlegg: 63
Skráður: 25.sep 2011, 23:41
Fullt nafn: Magne kvam

Re: Truntugangur

Postfrá Burri » 10.des 2011, 16:16

Ertu ekki urugglega buinn að resetta tölvuna . .? Taka plusin af geymirinum í nokkrar secondur
DEFENDER 90 300tdi / DEFENDER 110 td5


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Truntugangur

Postfrá Aparass » 10.des 2011, 18:34

Ég fékk einusinni musso í viðgerð til mín, lýsti sér nákvæmlega eins bilunin. Tók mig solldinn tíma að fatta að það hafði brotnað keramik inn í hvarfakútnum og hálf lokað fyrir pústið. Þess vegna gekk hann alltaf vel lausaganginn en skeit á sig við snúning. Ég fattaði þetta ekki fyrr en ég fór eitthvað að nauðga honum með snúning og þá tók ég eftir að hann byrjaði að blása út með samskeytum á pústi, þá aftengdi ég pústið fyrir framan hvarfakút og allt fór í lag.


Höfundur þráðar
toni guggu
Innlegg: 124
Skráður: 08.maí 2011, 11:44
Fullt nafn: Anton Guðmundsson

Re: Truntugangur

Postfrá toni guggu » 10.des 2011, 18:52

Ok takk ég skoða þetta, veistu hvort það er einhver skynjari á innspýtinguni ?

kv Toni


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur