Síða 1 af 1

hvernig stillir maður lausa gang í blöndung í 70 krúser

Posted: 06.des 2011, 01:59
frá GeiriLC
ég var semsagt að skipta um blöndung´i krúsernum minum og hann er eitthvað tussulegur í lausagangi og inngjafar vírinn alveg laflaus hvað skal ég gera til að fixa það

Re: hvernig stillir maður lausa gang í blöndung í 70 krúser

Posted: 06.des 2011, 09:23
frá Polarbear
ég myndi byrja á að rífa blöndunginn úr aftur og láta hreinsa hann. sérstaklega ef hann hefur staðið eitthvað áður en hann var settur í... svo myndi ég leita að því hvort hann sé að draga falskt loft einhversstaðar áður en þú ferð að fikta í stilliskrúfum.

Re: hvernig stillir maður lausa gang í blöndung í 70 krúser

Posted: 06.des 2011, 10:00
frá GeiriLC
hvernig er best að hreinsa hann?

Re: hvernig stillir maður lausa gang í blöndung í 70 krúser

Posted: 06.des 2011, 12:20
frá Sævar Örn
Ef þú þarft að spyrja, þá skaltu láta einhvern annan, vanari um það og fá að fylgjast með honum.

Tæknivæddur Toyota blöndungur er ekki blöndungur sem maður á að læra allt á eftir að hafa rifið hann sundur í fyrsta skipti, best að byrja á gamla briggs og stratton blöndung og vinna sig upp, það er fáránlega mikið af gormum og þindum sem allar þurfa að virka rétt og fara rétt saman svo þú hafir minnsta möguleika á að gera fengið góðan gang í bílinn.

en orsök gangtruflana í blöndungsbílum er oftar en ekki af völdum óhreininda í nálum og hólfum í blöndungnum en ekki stillingaratriði mbk. sævar

Re: hvernig stillir maður lausa gang í blöndung í 70 krúser

Posted: 06.des 2011, 12:32
frá Sævar Örn
en hægagangurinn er yfirleitt bara stilltur með því að herða eða losa skrúfu sem stýrir inngjafarspjaldinu á fyrra hólfinu.

Ef bíllinn gengur mjög jafnan og fínan gang og ekkert annað út á að setja ganginn í bílnum mengun eða eyðslu þá auðvitað stillirðu bara hægaganginn rétt til að byrja með og sérð svo til.