Rafmagns pælingar

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Rafmagns pælingar

Postfrá arni87 » 03.des 2011, 16:36

Nú er ég að fara að endurnýa aukarafkerfið í bílnum hjá mér.
Þá þarf að leggja nýtt fyrir kastara, loftpressur og annað.

Pælingin hjá mér er hvað þarf ég svera kapla??

Eru þessir kaplar nóu sverir, of sverir eða hvað: http://www.summitracing.com/parts/HFM-PW18-RED/

eða þarf ég að kaupa extream eins og þessa: http://www.summitracing.com/parts/PRF-70858/


Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


Logi
Innlegg: 18
Skráður: 17.nóv 2011, 21:28
Fullt nafn: Elvar Logi Gunnarsson

Re: Rafmagns pælingar

Postfrá Logi » 03.des 2011, 16:49

það er til formúla yfir þetta sem ég man því miður ekki hvernig er.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Rafmagns pælingar

Postfrá Stebbi » 03.des 2011, 21:01

Bæði þessi sett á Summit eru jafn sver, 18 gauge eða 1q á íslensku. Það er ekkert extreme við það. Ef þú ætlar að vera með þokkalega öfluga halogen kastara þá ertu pottþéttur með 2,5q vír.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Rafmagns pælingar

Postfrá Stebbi » 03.des 2011, 21:45

2.5q vír er alveg nóg fyrir 20A DC í stuttum vegalengdum eins og frá geymi að kösturum. 5q vír er ekki til, þú átt örugglega við 4 eða 6q.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


IL2
Innlegg: 27
Skráður: 05.aug 2010, 23:01
Fullt nafn: Óskar Óskarsson

Re: Rafmagns pælingar

Postfrá IL2 » 03.des 2011, 23:15



Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Rafmagns pælingar

Postfrá Izan » 04.des 2011, 14:18

Sæll

Það er langur vegur frá því að þú getir valið þér einn vír til að setja upp aukarafkerfi í bíl. Ég hef reyndar aldrei heyrt um að menn tali um gauge þegar talað er um þverskurðarflatarmál á vír.

Það er tvennt sem þú þarft að hafa í huga og það er hversu stórt öryggið er fyrir framan hlutinn því að það þarf að fara áður en vírinn brennur ef eitthvað gerist. Síðan þarftu að hugsa út í spennufall í vírnum sem er þónokkurt vandamál þegar þú hefur bara 12V til afnota.

Kastarapar s.s. 2x100W halogen kastarar eru = 200W. Þá reiknast manni til að þeir taki (200/12)= 16A. Þetta gengur á 14V og þá verður straumurinn svolítið hærri.

Þetta er hin sívinsæla formúla sem nefnd hefur verið Ohms-lögmálið U=RxI.
U stendur fyrir spennu í voltum, R er viðnámið í hringrásinni og I er heildarstraumuirnn. Þetta er reyndar ekki alveg rétt hjá mér því að formúlan sem ég notaði er náfrænka ohmslögmálinu en ég bara man ekki hvað hún heitir en hún er P=UxI þar sem P er heildaraflið í wöttum.

Fasta breytan í þessari formúlu er viðnámið, það er s.s. það sem ræður hversu mikinn straum peran tekur m.v. spennuna sem hún fær.

Ef við miðum við að peran taki 18A á 14V (ég nenni ekki að reikna það út) getum við notað aðra formúlu til að reikna spennufallið sem verður yfir vírinn. Við þurfum að gefa okkur eitthvað t.d. hvað vírinn er langur.

Segjum að það séu 6 m vír frá öryggjaboxi, þar sem við erum pottþétt með 14V, að ljósi. Þá getum við reiknað út mótstöðuna í vírnum með því að segja (0,018*12)/1,5. 0,018 er eðlisviðnám kopars s.s. raunviðnám í 1m af 1q af efninu, 12 þvi að það eru 6 m í ljósið og það þarf 2 víra + og - og 1,5 sem er fyrsta tillaga af vír s.s. 1.5q.

Úr þessu fáum við 0,144 ohm og getum notað það í ohmslögmálið með 18 amperunum og fengið 2,59V. Það þýðir að ef það eru pottþétt 14 V í kassanum fáum við 11,41V á perurnar framan á bílnum.

Þetta er kannski viðunandi en af því að þú ert með 20A öryggi þarftu að nota sverari vír, 2.5 eða jafnvel 4q.

Þá ertu kominn með ljósin og stærsta þrautin eftir sem er loftpressan. Hún getur tekið mikið og fær sér vel í startinu til að komast af stað. Þú getur notað nákvæmlega sömu formúlur og áðan en farðu alltaf amk einn sverleika ofar þegar þú ert að tengja svona mótora.

Gagnast þetta þér eitthvað?

Kv Jón Garðar

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Rafmagns pælingar

Postfrá Stebbi » 04.des 2011, 21:15

Hérna er ágætis þumalputtaregla en hún er aðeins til viðmiðunar og ekki fyrir vegalengdir mikið yfir 2m.

1q - 10A
1.5q - 15A
2.5q - 20A
4q - 25A
6q - 30A
10q - 40-50A
16q - 50-60A

Ef að það á að tengja Fini dælu í húddi sem tekur um og yfir 60A þá veitir ekkert af 16q vír og hann má ekki vera langur, ef það þarf að fara yfir húddið með lagnir þá myndi ég fara í 25q vír. Sumum finnst þetta sjálfsagt vera taugaveiklun og overkill en það er það ekki. Þeir sem víruðu Fini dælurnar upp á sínum tíma þegar þetta var sem mest selt settu á þær 2m langa 10q víra og klemmur, þetta volgnar í 10 stiga frosti þegar er verið að pumpa í og veldur því að dælurnar fá ekki næga spennu til að ganga á fullum krafti, það á endanum drepur mótorinn í dæluni. Ef allt er rétt gert þá á þetta ekki að hitna og dælan á að geta gengið á fullum afköstum.
2x100w kastarar sem eru tengdir með 2.5q vír svelta aldrei rafmagn og skila meira ljósi en þeir sem eru tengdir með 0.75q lampasnúru sem var til í bílskúrnum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Rafmagns pælingar

Postfrá Stebbi » 04.des 2011, 21:30

Það er yfirleitt aldrei talað um þvermál víra heldur þverskurðarflatarmál í mm. 25q vír er 25mm2 í þverskurðarflatarmál, en samkvæmt töfluni sem var póstuð aðeins ofar þá er það umþb 5mm í þvermál.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Turbo Bronco
Innlegg: 2
Skráður: 13.des 2011, 17:43
Fullt nafn: Guåbjörn Grímsson

Re: Rafmagns pælingar

Postfrá Turbo Bronco » 13.des 2011, 18:21

í bátabransanum notum við einfalda þumalputtareglu deildu með 3 í strauminn (A) það er að segja 50W kastari notar 50/12=4,16A þá er 4,16/3=1,05mm vír en það er ágæt regla að hækka upp þannig að 1,5mm hefði orðið mitt val. reglan gildir fyrir 3m og veldur því að spennufall verður mímimalt en gæði vírs spilla líka inní þetta. Ísskápur, bensín eða diesel hitari, loftdæla og annar búnaður með háan startstraum þurfa sverari lögn.
kveðja frá Noregi
Bubbi

User avatar

stjani39
Innlegg: 65
Skráður: 12.des 2011, 13:23
Fullt nafn: Kristján Guðmundsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Rafmagns pælingar

Postfrá stjani39 » 13.des 2011, 23:47

Þessar töflur eru réttar
á þessari vefsíðu er líka hægt að reikna þetta út en þá þarf EXEL
http://www.securitypower.com/WireLossCalculator.html


12V TABLE

POWER WIRE GAUGE
W(VA)/Amps 8awg 10awg 12awg 14awg 16awg 18awg 20awg 22awg 24awg 26awg

3W/.25A 3,733 2,396 1,508 947 595 376 234 146 93 59
4W/.33A 2,828 1,815 1,142 717 451 285 177 111 70 44
5W/.42A 2,222 1,426 898 564 354 224 139 87 55 35
10W/.83A 1,124 722 454 285 179 113 71 44 28 18
20W/1.67A 559 359 226 142 89 56 35 22 14 9
30W/2.50A 373 240 151 95 60 38 23 15 N/A N/A
40W/3.33A 280 180 113 71 45 28 18 11 N/A N/A
50W/4.17A 224 144 90 57 36 23 14 N/A N/A N/A
60W/5.00A 187 120 75 47 30 19 12 N/A N/A N/A
70W/5.83A 160 103 65 41 26 16 10 N/A N/A N/A
80W/6.67A 140 90 57 35 22 14 N/A N/A N/A N/A
90W/7.50A 124 80 50 32 20 13 N/A N/A N/A N/A
100W/8.33A 112 72 45 28 18 11 N/A N/A N/A N/A
110W/9.17A 102 65 41 26 16 10 N/A N/A N/A N/A
120W/10.00A 93 60 38 24 15 N/A N/A N/A N/A N/A



24V TABLE

POWER WIRE GAUGE
W(VA)/Amps 8awg 10awg 12awg 14awg 16awg 18awg 20awg 22awg 24awg 26awg

3W/.13A 14,417 9,253 5,823 3,656 2,299 1,451 905 565 358 226
4W/.17A 11,025 7,076 4,453 2,796 1,758 1,110 692 432 274 173
5W/.21A 8,925 5,728 3,605 2,263 1,423 898 560 350 222 140
10W/.42A 4,463 2,864 1,803 1,132 712 449 280 175 111 70
20W/.83A 2,258 1,449 912 573 360 227 142 89 56 35
30W/1.25A 1,499 962 606 380 239 151 94 59 37 24
40W/1.67A 1,122 720 453 285 179 113 70 44 28 18
50W/2.08A 901 578 364 229 144 91 57 35 22 14
60W/2.50A 750 481 303 190 120 75 47 29 19 12
70W/2.92A 642 412 259 163 102 65 40 25 16 10
80W/3.33A 563 361 227 143 90 57 35 22 14 9
90W/3.75A 500 321 202 127 80 50 31 20 12 8
100W/4.17A 449 288 182 114 72 45 28 18 11 7
110W/4.58A 409 263 165 104 65 41 26 16 10 6
120W/5.00A 375 241 151 95 60 38 24 15 9 6
130W/5.42A 346 222 140 88 55 35 22 14 9 5
140W/5.83 321 206 130 82 51 32 20 13 8 5
150W/6.25A 300 192 121 76 48 30 19 12 7 5
160W/6.67A 281 180 114 71 45 28 18 11 7 4
170W/7.08A 265 170 107 67 42 27 17 10 7 4
180W/7.50A 250 160 101 63 40 25 16 10 6 4
190W/7.92A 237 152 96 60 38 24 15 9 6 4
200W/8.33A 225 144 91 57 36 23 14 9 6 4
Musso, 1998, 3.0L OM 606 TD, 35", 12000 punda spil.
Stjáni

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Rafmagns pælingar

Postfrá Stebbi » 14.des 2011, 00:52

svopni wrote:Er þá s.s gauge og q (kvaðrat) það sama?


Hugmyndin á bakvið Gauge og Kvaðrat er nokkurnvegin sú sama nema að mæling í Gauge er öfug miðað við Kvaðrat, s.s þeim hærri sem Gauge talan er þeim grennri er vírinn, alveg eins og með hlaupvídd á haglabyssum. Kvaðrat er fermillimetramál á þverskurði vírsins en td. er 18 gauge 1/18 af 1 Gauge og þá þarf maður að vita hvað það er til að koma því í nútímalegt samhengi.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 46 gestir