Gæsla á gosstöðvum

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Stebbi » 11.apr 2010, 20:46

Ég held að Helgi hafi nokkuð til síns máls með að jeppaeign björgunarsveitramanna sé ekkert á miðað við hvernig hún var. Mér hefur fundist uppá síðkastið (síðastliðin ár) það vera landlægt hjá mörgum nýbökuðum björgunarsveitarmönnum sem ég hef talað við að það sé lítill áhugi fyrir því að eiga jeppa og stunda þetta á meðan það er hægt að djöflast á tækjum björgunarsveitarinnar. Það kanski hjálpar ekki til að það er engin samningur til við meðlimi um að veita afnot af eigin tækjum gegn því að borga olíu og varahluti ef með þarf og ekkert tryggingafélag sem vill tryggja einkabíla í störfum björgunarsveita eins og tæki sveitana.
Þetta gæti verið eitthvað sem Landsbjörg mætti skoða til að auka tækjabúnað án þess að leggja beint út fyrir honum.


Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Brjótur » 12.apr 2010, 01:08

þarna er ég fyllilega sammála Stebbi heyr heyr


lukku.laki
Innlegg: 33
Skráður: 01.feb 2010, 01:37
Fullt nafn: Daði Rafn Brynjarsson
Staðsetning: hveragerði

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá lukku.laki » 15.apr 2010, 00:29

stebbi og helgi ég skal bara segja ykkur það strax en þetta mun aldrei virka......... og eru nokkrar ástæður fyrir því t.d. það eru misjafnar kröfur á einkajeppa og jeppum hjáparsveitanna ogég ætla ekki að fara að telja það upp því að sá listi yrði altof langur

en árni magnússon og helgi helgason mig langar vinsamlegast að byðja ykkur um að taka lyklaborðin ykkar úr sambandi og kynna ykkur hvernig björgunarsveitir á þessu landi vinna.

nr1 er lögregla (forstjóri)
nr2 er svæðistjórn (umsjónamaður verks)
nr3 eru björgunarsveitir (verkamenn)

björgunarsveitirnar gera bara það sem að þeim er sagt og að sjálfsögðu er altaf eitthvað sem að hefði mátt betur fara eins og í ölu en manneskjan er ekki fullkomin og lífið er ekki fullkomið þannig deal with it!!!!
toyota hilux 38'' 1990 (í uppgerð)
opel vectra 2.0 D 2000 (í notkun)

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Brjótur » 15.apr 2010, 00:46

Góði Daði hvað er að hrjá þig maður ertu eitthvað sár? tókstu þetta svona til þín?
En ok kröfur segirðu já hehe minn bíll er með allt sem sveitarbílar eru með í jeppabúnaði
og kanski eitt umfram sveitarbílinn og strákinn sem er á honum sem ég hef grun um að gætir verið þú? og gettu nú hvað það er :)
En nokkuð magnað hvernig þú byrjar að hrauna yfir okkur en svo er úr þér allur vindur og þú talar um að allir geti gert mistök, svo hefðir þú bara ekki átta að deal with it yourself?

Kveðja Helgi ;)

p.s. ég hef séð vinnubrögðin þess vegna skrifa ég þetta


Einfari
Innlegg: 26
Skráður: 15.apr 2010, 08:56
Fullt nafn: Einar Stefánsson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Einfari » 15.apr 2010, 09:17

Eftir að hafa lesið umræðuna hér á þessari síðu dettur mér eitt í hug: Beinskiptur,,,,,, hvað er að hjá þér ?? Byrjar á því að setja út á að verið sé að nota björgunarsveitir á fimmvörðuhálsi, æsir þig vegna þess að ríkið borgar kostnað. Segir að ónefndur KIWANISKLÚBBUR sé tibúin að taka að sér verkið, þeir eru væntanlegar vanir að bjarga fólki........ nei reyndar ekki en hvaða máli skiptir það þegar peningar eru annars vegar. Eina sem þú gerir er að tuðast og skammast, var þér vísað úr skátunum eða úr björgunarsveit fyrir eitthvað ???

Og Brjótur : Er ekki allt í lagi í toppstykkinu ?? Þú segir okkur afhverju þér er illa við björgunarsveitir, ert að trússa ferðamenn og eitthvað kemur upp á og þú ert með allt niður um þig, og reynir síðan á að klína þinni vitleysu yfir á björgunarsveitirnar. Byrjaðu á því að þakka fyrir hjálpina áður en þú ferð að níða skóinn af þessu fólki sem er tilbúið að
hlaupa hvenær sem er út til að hjálpa fólki eins og þér.

Takk fyrir

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Brjótur » 15.apr 2010, 10:04

Já sannleikurinn getur verið sár er það ekki Einfari nú ryðjist þið björgunarsveitarmenn fram og skammist af því að einhver þorir að segja eitthvað um ykkur, en ég ætla samt að taka fram að ég er nú ekki að tala um alla Bj.sveitarmenn þið takið það til ykkar sem greinilega eigið sneiðina, og varðandi þessa hjálp sem ég fékk þá þakkaði ég fyrir hana en ég sé eftir því að hafa þakkað fyrir mig því að þessi maður sem kom og hjálpaði á ekkert annað en kjaftshögg skilið en ekki þakkir og vona ég svo sannarlega að hann lesi þetta, nema að það sért þú Einfari? kæmi svo sem ekki á óvart.
Svo þér til fróðleiks þá er trúss og akstur með ferðamenn ekki það sama þú ættir að vita það þar sem sveitirnar eru nú að kroppa í trússið, en trúss kallast það þegar verið er að keyra farangur og vistir á milli gistisvæða. Og ekki væna mig um að vera illa útbúinn góði minn ég er með allt sem þarf í svona bíl en í umræddu tilviki þá bilaði spilið fyrr um daginn, svo þú skalt ekki væna menn um að vera með allt niður um sig nema geta staðið við það. Svo ætla ég að láta fjúka hérna með smálýsingu á hvernig Bj.sveitarmenn haga sér að Fjallabaki á sumrin þegar þeir eru í ,,,Hálendisgæslu,,,,,(jeppaleik) hvað eftir annað sé ég til þeirra þar sem þeir eru að keyra allt of hratt skransandi í beygjum á viðkvæmum slóðum og blindum beygjum, og mér finnst það ekki til eftirbreytni.
Og þetta geta fleiri trússarar staðfest.
Anda svo með nefinu og brosa góði minn;)
kveðja Helgi

P.S. Gleymdi einu, þú segir að mér sé illa við björgunarsveitir, það er ekki rétt mér finnst bara að sumar þeirra standi ekki alveg undir þeim væntingum sem til þeirra eru garðar.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá gislisveri » 15.apr 2010, 10:14

Það er aldrei lognmolla í kringum hann Helga, svo mikið er víst :-)

En þeir sem hafa áhyggjur af Beinskiptum, þá er það alveg óþarfi því hann er líklega ekki til í alvörunni, amk. þorir hann ekki að skrifa undir réttu nafni.

Annars er ég þeirrar skoðunar að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir, þótt vissulega sé misjafn sauður í mörgu fé og blablablablabla.

Ég held að það yrðu nú engin slagsmál ef menn væru að ræða þetta í rólegheitunum á kvöldvöku í skála, jafnvel með bjór í hönd, enda eru jeppamenn upp til hópa vingjarnlegt fólk, hvort sem þeir eru í rauðum og bláum galla eða ekki.


Einfari
Innlegg: 26
Skráður: 15.apr 2010, 08:56
Fullt nafn: Einar Stefánsson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Einfari » 15.apr 2010, 16:20

Æ, Æ Helgi minn farðu nú að stoppa þessa vitleysu. Þó svo að maður sé ósammála þá er ekki þar með sagt að maður sé í Björgunarsveit, þvílíkt bull drengur. Ég held að þú ættir að telja upp í hundrað áður en þú ferð að skrifa svona pósta þar sem þú ert búin að biðja um hjálp frá þessum sveitum og fá hana. Nei þér er ekkert illa við björgunarsveitir, en í hinu orðinu gerir þú ekkert annað en að drulla yfir þær. Það er svo skrýtið að alls staðar er hægt að finna misjafnan sauð í hverri hjörð bæði hjá björgunarsveitunum, trússurum og bílstjórum sem aka með ferðamenn eins og þú. Ég vona að þú sért ekki sauðurinn í þinni hjörð.


Takk fyrir


Magnús Ingi
Innlegg: 167
Skráður: 18.feb 2010, 15:34
Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyota 4Runner

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Magnús Ingi » 15.apr 2010, 16:34

afhverju á þessi maður skilið kjaftshögg sem bjargaði þér helgi kom hann ekki að bjarga þér:)

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Brjótur » 15.apr 2010, 17:17

Sælir hvað er að gerast ? ég var búinn að skrifa stóran pistil, en svo bara hvarf hann ?
Ég verð þá bara að byrja aftur:)
Einfari afhverju er það vitleysa þó maður gagnrýni sveitirnar eru þær yfir gagnrýni hafnar? Nei það þorir enginn að gagnrýna þær einmitt af því að svona bregðast menn við
og láta eins og þær séu heilagar, en trúið mér það er fullt af fólki þarna úti sem talar um þetta sín á milli, og það þarf að laga og til þess er nú gagnrýni og já eins og þú segir þá er fólk misjafnt og það sá ég ágætlega við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi þar var fólk sem gekkst upp í ,,,Valdinu ... sem þeim var veitt. Og að öðru ,,,, reynsluleysi bílstjóra,,
mér finnst alveg ófært að láta mann keyra svona sveitarbíl upp á jökul sem þorir ekki eða vill ekki hleypa úr dekkjum, þetta atriði horfði ég á við jökulröndina hann þrjóskaðist við í allavega hálftíma á meðan jeppakallar sem kunna þetta brunuðu upp jökulinn án þess að hafa neitt fyrir því. Þarna vantar bæði kenslu og reynslu ekki satt?
Og varðandi hjálpina sem ég fékk þá mun ég sjá eftir að hafa kallað eftir henni frá þessum aðila, vinur minn var tilbúinn að koma en þar sem ég var með túrista og sveitin styttra frá þá kallaði ég í sveitina, en maður gerir ekki sömu mistökin tvisvar ;)
Og Einfari nei ég held ég sé ekki sá svarti í mínum hóp :)

Magnús Ingi ég heyrði haft eftir þessum snillingi að ég hefði ekki þurft neina aðstoð þetta hefði bara verið aumingjaskapur í mér, það var slíkur krapinn í kringum mig að strákurinn sem kom með spilvírinn óð krapann í mitti og var í vandræðum að finna krókinn að framan hjá mér, og eins og ég sagði hér í öðrum pósti þá bilaði spilið mitt fyrr um daginn, ég vil ekki hjálp frá svona vitleysing.
Ferðakveðja Helgi


trooper
Innlegg: 114
Skráður: 29.mar 2010, 20:12
Fullt nafn: Hjalti Steinþórsson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá trooper » 15.apr 2010, 19:24

Frábær umræða og þroskuð.. Jói stríddi mér einu sinni og allir Jóar eru fífl og allt sem þeir gera er heimskulegt og vitlaust..

kv. Hjalti
Santa Fe
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Brjótur » 15.apr 2010, 20:32

mjög uppbyggilegur póstur hjá þér Hjalti maður hefur bara á tilfinningunni að maður sé að lesa F4x4


trooper
Innlegg: 114
Skráður: 29.mar 2010, 20:12
Fullt nafn: Hjalti Steinþórsson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá trooper » 15.apr 2010, 21:52

Ekki finnast mér póstarnir frá þér vera betri en þessi sem ég setti inn.. væri hægt að stytta þá flesta í þessar setningar.
Ætla samt ekki að fara að eyðileggja fyrir þér annars stórgóðan þráð og skal ekki commenta aftur á þetta

kv. Hjalti
Santa Fe
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur


lukku.laki
Innlegg: 33
Skráður: 01.feb 2010, 01:37
Fullt nafn: Daði Rafn Brynjarsson
Staðsetning: hveragerði

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá lukku.laki » 15.apr 2010, 23:01

Brjótur wrote:En nokkuð magnað hvernig þú byrjar að hrauna yfir okkur en svo er úr þér allur vindur

jújú ég byrjaði að skrifa þetta nokkuð pirraður yfir þessum pistlum en þurfti svo að skreppa frá þannig að þegar að ég kláraði þá var ég orðinn rólegri.
Brjótur wrote:og kanski eitt umfram sveitarbílinn og strákinn sem er á honum sem ég hef grun um að gætir verið þú? og gettu nú hvað það er :)

ekki er það ég sem að keyri jeppana þannig að þú bendir ekki á mig og hlærð í þetta skiptið ;)
Brjótur wrote:Og að öðru ,,,, reynsluleysi bílstjóra,,
mér finnst alveg ófært að láta mann keyra svona sveitarbíl upp á jökul sem þorir ekki eða vill ekki hleypa úr dekkjum, þetta atriði horfði ég á við jökulröndina hann þrjóskaðist við í allavega hálftíma á meðan jeppakallar sem kunna þetta brunuðu upp jökulinn án þess að hafa neitt fyrir því. Þarna vantar bæði kenslu og reynslu ekki satt?

helgi þú steigst ekki uppí jeppa á fyrsta degi og keyrðir hann eins og þú keyrir núna ekki satt? þú steigst ekki uppí bíl í fyrsta skipti og keyrðir hann eins og þú keyrir í dag.... ekki satt? þú lærir aldrei nema af reynslu...... og þar sem að þessi gæsla var ekki ''útkall'' af hverju ekki þá að leyfa reynslu minni bílstjórum að æfa sig og læra á tækin? hugsaðu smá útí það
toyota hilux 38'' 1990 (í uppgerð)
opel vectra 2.0 D 2000 (í notkun)

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Brjótur » 16.apr 2010, 11:37

Sæll hjalti ég gleymdi að segja að þitt svar leit út eins og þú hefðir bara lesið seinni hluta póstsins, en ég er nú meira að fókusa á það sem ég skrifaði á undan.

Sæll Daði mér er bent á að bíða með að skrifa ef ég er æstur, en málið er að það halda allir að ég sé alltaf æstur:) Jæja en hvað um það, fyrir 23 árum þegar ég fór mína fyrstu jeppaferð á Ford Bronco á 33 tommu dekkjum þá var mér sýnt að það væri aðalatriðið að hleypa nógu mikið úr ekki bara niður ´4 pund heldur bara þar til þú drífur og þannig hef ég það enn hleypa nóg úr, ekki lemja hausnum við steininn og reyna og reyna, hleypa úr!!
það er málið, jú allt ílagi að leyfa mönnum að spreyta sig en var enginn með reynslu í viðkomandi bíl? afhverju að reyna við brekkuna í hálftíma það lærist ekkert á því :)
Það sem ég er að reyna að segja er að það vantar reynslumeiri menn í sveitirnar, og ég spyr afhverju er það? hvar eru reynsluboltarnir? Hver skyldi ástæðan vera fyrir því að reynslumiklir jeppamenn eru ekki í sveitunum? Vill einhver svara þessu ???
Kveðja Helgi

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Brjótur » 16.apr 2010, 15:48

Hva eru allt í einu allir kjaftstopp? 'eg mun sjálfur koma með mitt svar við þessu seinna :)


Magnús Ingi
Innlegg: 167
Skráður: 18.feb 2010, 15:34
Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyota 4Runner

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Magnús Ingi » 16.apr 2010, 16:17

ég veit nú í þeirri sveit sem ég starfa í eru aðeins þeir sem eru komnir með mestu reynslu keyra í útköllum og þess háttar. einnig reyna þeir að miðla reynslu sinni til okkar sem eru ekki komnir með eins mikla reynslu. en við ungu strákanir verðum að fá að prufa okkur áfram til að læra:)


Eiríkur Örn
Innlegg: 35
Skráður: 06.feb 2010, 18:07
Fullt nafn: Eiríkur Örn Jóhannesson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Eiríkur Örn » 16.apr 2010, 17:17

Image

User avatar

oggi
Innlegg: 130
Skráður: 31.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
Staðsetning: skagafjörður

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá oggi » 16.apr 2010, 18:01

það er nú ljótt að blanda "sérstaka" fólkinu í þatta en aftur á móti eru jeppamenn og björgunarsveitamenn svoltið sérstakir líka(",)

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá gislisveri » 16.apr 2010, 18:55

Ég er sérstaklega sérstakur og tekur það enginn af mér.

Hérna er skemmtilega hugleiðing um björgunarsveitir frá manni sem hefur engan áhuga á jeppum:

"Núna er alltaf verið að segja að Íslendingar hafi verið fábjánar á ýmsum sviðum, og það blasir við, en þeir eru það ekki á öllum. Sjáðu t.d. hjálparsveitirnar. Ekki er allt stútfullt af fúskurum þar. Ef sama fúskhrúgan og kom kerfinu í klessu væri þar myndi annar hver maður verða úti á meðan fúskhjálparsveitir ætu allar vistirnar sjálfar og væru bara spænandi á tryllitækjunum á fjöllum með tittlingana út úr göllunum. Því það er ástæðan fyrir klessunni: Fúsk."

http://this.is/drgunni/gerast.html

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Stebbi » 16.apr 2010, 21:02

Hann hefur engan áhuga á jeppum og meiri áhuga á því sem gægist út úr gallanum hjá björgunarsveitarmönnum. Ég held ég geti talað fyrir alla hérna og sagt að VIÐ HÖFUM ÁHUGA Á JEPPUM.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá ofursuzuki » 16.apr 2010, 21:28

Látum þá þessa góðu síðu standa undir nafni og spjöllum um jeppa, þeir sem ekki hafa áhuga á því geta bara farið á barnaland eða eitthvað annað, þetta er jeppaspjall.is ;-)
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá gislisveri » 16.apr 2010, 21:57

ofursuzuki wrote:Látum þá þessa góðu síðu standa undir nafni og spjöllum um jeppa, þeir sem ekki hafa áhuga á því geta bara farið á barnaland eða eitthvað annað, þetta er jeppaspjall.is ;-)


Heyr!

User avatar

SIE
Innlegg: 36
Skráður: 06.apr 2010, 10:54
Fullt nafn: Sigurbjörn Einarsson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá SIE » 16.apr 2010, 22:03

ofursuzuki wrote:Látum þá þessa góðu síðu standa undir nafni og spjöllum um jeppa, þeir sem ekki hafa áhuga á því geta bara farið á barnaland eða eitthvað annað, þetta er jeppaspjall.is ;-)


heyr heyr.... og spurning að loka þræðinum bara
SE

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Brjótur » 16.apr 2010, 22:22

Sælir aftur og Magnús Ingi gott að heyra ég hefði viljað heyra þig segja að það væru fleiri jeppamenn innan sveitarinnar því að það eru klárlega bestu mennirnir í þetta , því að þó að viljinn sé fyrir hendi að kenna mönnum þessa aksturstækni á ,,Jeppum,,, þá er reynslan besti kennarinn og hún fæst best ef menn eru sjálfir á jeppum og að ferðast sjálfir og öðlast tæknina þannig.
Og svo veit ég ekki betur en jeppar séu notaðir í björgunarsveitum og því í lagi að tala um þetta hérna á þessu spjalli.

kveðja Helgi

p.s. afhverju að loka þræðinum er þetta farið að hita undir einhverjum?

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá ofursuzuki » 16.apr 2010, 23:08

Nei nei Helgi minn ég held bara að á einhverjum tímapunkti sé komið nóg og tímabært að snúa sér að einhverju öðru því annars fer fyrir okkur eins og strákunum í sandkassanum sem stanslaust halda áfram að henda sandi hver í annan af því hvorugur þorir að hætta því þá hefur hinn unnið.

Hvað ætlið þið til dæmis að gera um helgina, mála bæinn rauðan, fara á fjöll, hanga bara heima og leiðast eða kíkja í skúrinn og gera eitthvað uppbyggilegt.

Helgarkveðjur
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Brjótur » 17.apr 2010, 01:04

Ok I will put my case on hold :)


Einfari
Innlegg: 26
Skráður: 15.apr 2010, 08:56
Fullt nafn: Einar Stefánsson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Einfari » 17.apr 2010, 10:33

Brjótur. .Mér spurn þar sem þú, að mér skilst gerir út á akstur með túrista, eru einhver lög yfir þá eða getur hvaða fífl (afsakið orðbragðið) tekið það að sér. Þurfa menn ekki vera búnir að taka nein próf, vera með neina reynslu bæði á fjallaferðum og einnig í leiðsögu. Hér eru leiðsöguskólar, þurfa menn ekki að hafa farið í þá áður en þeir taka svona að sér.
Eru menn sendir á námskeið í fjallaferðum áður en þeir fá leyfi til að aka með túrista eða er gengið út frá því að fólk sem ekur með túrista sé með síma og alltaf í sambandi og geti því bara hringt á björgunarsveitir?? Maður hefur hitt suma af þessum bílstjórum og eru þeir jafn misjafnir og þeir eru margir og virðist sem það séu ekkki neinar samræmdar reglur hjá þeim.
Það sem einn gerir, gerir ekki annar þó að þeir séu að fara sömu leið og ef maður spyr þann sem fór þá segir hann að sá sem fór ekki hafi verið hræddur og ef maður spyr þann semm fór ekki þá segir hann að sá sem fór hafi ekki kannað veðurspár o.sv.frv. Svo heyrir maður af því að í einhverjum tilfellum hendi menn túristunum út og það eftir á hótelum þar sem þeir treysti sér ekki lengra og láti sig hverfa. Þú getur sjálfssagt frætt mig og aðra hvaða menntun þú hefur til að vera í þessum akstri.



Takk fyrir.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá HaffiTopp » 17.apr 2010, 10:58

Skil nú ekki hvað það málefni hefur með umfjöllun þráðarins að segja. Eigum við ekki að halda okkur við umfjöllunarefnið og vera málefnalegir líka? Ekki gaman þegar menn reyna að skjóta hvern annað í kaf með vitleysis spurningum og svona hálf skítaframkonu. Ég legg til að menn sendi einkapósta eða tölfupóst til þeirra sem svona spurningar eiga að fara til.
Kv. Haffi

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Stebbi » 17.apr 2010, 11:49

Ég held að það sé best fyrir alla að gera eins og Helgi hafði pung í og stoppa og hætta þessu þrasi sem engu skilar. Þessi mynd sem var póstað hérna aðeins ofar segir svo miklu meira en þúsund orð.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Einfari
Innlegg: 26
Skráður: 15.apr 2010, 08:56
Fullt nafn: Einar Stefánsson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Einfari » 18.apr 2010, 15:51

Ef fólk gengur hér um og er að skíta aðra út, gera lítið úr fólki, talandi um börn á fjöllum o.sv.frv. þá eru viðkomandi að gefa leyfi á að þeir sjálfir séu teknir og þeir gagnrýndir. Það eina sem ég var að benda, á ef menn hafa ekki rekið augun í það, að það er allsstaðar hægt að finna fólk sem ekki á að koma nálægt því sem Það er að gera og það á jafnt við um björgunar- sveitarfólk og aðila sem aka með túrista. Ætlun mín var ekki að skjóta neinn í kaf eins og einhvejir eru að misskilja og því síður að vera með half-skítaframkomu (ágætt væri að viðkomandi sem skrifaði það útskýrðði betur hvað hann á við).

Takk fyrir

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Brjótur » 18.apr 2010, 20:58

Einfari. Björgunarsveitir eru ekki undanþegnar ganrýni er það nokkuð? Gagnrýni er af hinu góða er mér alltaf sagt það ætti að herða þær og gefa þeim færi á að laga það sem þarf að laga!

kveðja Helgi


Einfari
Innlegg: 26
Skráður: 15.apr 2010, 08:56
Fullt nafn: Einar Stefánsson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Einfari » 19.apr 2010, 01:03

Það er gott að engin sé undanþeginn gagnrýni. En eitthvað hefur sú gangrýni farið þversum ofan í þig frá björgunarsveitarmanninum sem bjargaði þér þarna um árið. Vafalaust hefur hann verið að hugsa um að þú gætir lært eitthvað á þessu.

Takk fyrir

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Brjótur » 19.apr 2010, 15:55

Kæri Einfari ef þú leggur þig fram og lest póstana allla þá hefðir þú kannski séð að ég sagðist hafa frétt nokkrum mánuðum seinna af þessum kommentum hjá honum, það minn kæri kallast baktal eða rógur, alls ekki gagnrýni.

kveðja Helgi


Magnús Ingi
Innlegg: 167
Skráður: 18.feb 2010, 15:34
Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyota 4Runner

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Magnús Ingi » 19.apr 2010, 18:18

ekki kannast ég við þetta baktal hjá þér helgi


Hjalti-
Innlegg: 17
Skráður: 01.feb 2010, 10:10
Fullt nafn: Hjalti Þórarinn Ásmundsson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Hjalti- » 19.apr 2010, 19:12

Helgi : ég hefði viljað heyra þig segja að það væru fleiri jeppamenn innan sveitarinnar því að það eru klárlega bestu mennirnir í þetta ,
Það er ekki nóg að kunna keyra jeppa þarna, því það var ekki verið þarna uppi fyrir ekki neitt, menn þurfu að kunna margt annað en að keyra bara jeppa ef eitthvað svakalegt hefði gerst....

kv. Hjalti

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Brjótur » 19.apr 2010, 19:25

Magnús Ingi ert þú í sveitinni á Hvolsvelli ? Ef svo er hvaða staða?
Hjalti það þarf náttúrulega að kunna að keyra til að komast á staðinn fyrst og síðan í burt líka ekki satt, ég efast ekki um að þeir sem ganga í sveitirnar læra ýmislegt þarft og gott þar á skemmri tíma heldur en að það tekur að verða góður jeppaökumaður :)
kveðja Helgi


Hjalti-
Innlegg: 17
Skráður: 01.feb 2010, 10:10
Fullt nafn: Hjalti Þórarinn Ásmundsson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Hjalti- » 19.apr 2010, 20:24

já það er vissulega rétt hjá þér að menn þurfa að kunna að keyra bílanna, en ég veit ýmisslegt um þetta starf því ég er sjálfur í því, og eins og ég best veit þá er það hjá t.d. stærri sveitum á landinu að það fá ekki allir að keyra þá hvert sem er, það er oft bílahópur eða tækjahópur og þar eru menn sem kunna að keyra svona jeppa, ég var ekki á staðnum þarna ,en kannski hafa þeir sem minni reynslu hafa af jeppamennsku fenigð að aka bílunum uppi á jöklinum en kannski ekki endilega á leið upp og niður, en eins og ég las það sem þú skrifaðir þá matti halda það að þeir sem eru i sveitunum og keyra bílana séu alveg tómir á milli eyraanna sem er síður en svo, svo má ekki gleyma því að það lærir enginn neitt ef hann fær ekki að prufa sig áfram, og svo eru misstök til að læra af og allir gera misstök. svo ég skil kannski alveg að einhverjir menn hafi verið að aka upp að gosinu sem hafa litila reynslu, en þá öðlast þeir hana með því að prufa hlutina, svo held ég að það hafi nú verið menn með í för sem vita hvað þeir eru að fara í.


kv. Hjalti


Magnús Ingi
Innlegg: 167
Skráður: 18.feb 2010, 15:34
Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyota 4Runner

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Magnús Ingi » 19.apr 2010, 21:41

Hvað ertu að meina með hvaða staða ég spir bara

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá HaffiTopp » 19.apr 2010, 22:00

Þetta er nú ekki flókin spurning hjá Helga Brjót. Hver er staðan þín í sveitinni á Hvolsvelli, ertu í bílaflokk, undanfaraflokk, sleðaflokk, bátaflokk, björgunar-göngu og sigflokk eða kvennadeildinni? Mætti halda að þið flestir sem hafið "rifist" á þessum þræði væruð í pönnukökubakandi saumaklúbbi sem er með fasta áskrift á Barnaland.is. Meira væl og nagg út í hvern annan hefur maður ekki séð á öldum ljósvakans í lengri tíma. Fariði nú að hætta þessu, allavega hér á vefnum. Þið getið hringt hver í annan eða sent einkapóst.
Kv. Haffi
Síðast breytt af HaffiTopp þann 19.apr 2010, 22:17, breytt 1 sinni samtals.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir