Gæsla á gosstöðvum


Höfundur þráðar
Beinskiptur
Innlegg: 15
Skráður: 02.feb 2010, 17:18
Fullt nafn: Árni Magnússon

Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Beinskiptur » 07.apr 2010, 11:41

Úr því að björgunarsveitir fá greitt frá ríkinu fyrir alla "gæslu" á gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi, þarf þá ekki að bjóða verkið út eins og á við um önnur verk sem unnin eru fyrir opinbert fé?



User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Einar » 07.apr 2010, 12:06

Það er nú bara verið að tala um að borga þeim fyrir útlagðan kostnað sem er töluverður, þetta er orðið talsvert meira en venjulegt útkall. Ég ætla að leifa mér að koma með tvær tilvitnanir í ónefndan björgunarsveitamann á mínum vinalista á Facebook sem er greinilega að verða svolítið þreyttur:
Strumpa strætó kominn á skrið niður Skógaheiði hvar endar þessi vitleysa er ekki í lagi með fólk. Eiga björgunarsveitirnar að búa á Fimmvörðuhálsi meðan á gosi stendur?

Eitt er á hreinu að það er búið að bjarga manslífum á hálsinum þessa daga


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá dabbigj » 07.apr 2010, 12:16

Beinskiptur wrote:Úr því að björgunarsveitir fá greitt frá ríkinu fyrir alla "gæslu" á gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi, þarf þá ekki að bjóða verkið út eins og á við um önnur verk sem unnin eru fyrir opinbert fé?


Þetta er nú frekar hugsað til að mæta þeim kostnaði sem að sveitirnar þurfa að leggja útí varðandi slit á tækjum, búnaði o.s.f. efast um að einhver einkaaðili myndi geta boðið í það að vera með mannskap sem að hefur þessa þjálfun, reynslu og útbúnað á staðnum fyrir þessar upphæðir.


Höfundur þráðar
Beinskiptur
Innlegg: 15
Skráður: 02.feb 2010, 17:18
Fullt nafn: Árni Magnússon

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Beinskiptur » 07.apr 2010, 12:25

Hvað telst til útlagðs kostnaðar í þessu tilviki og hver metur þann kostnað?


Pilko
Innlegg: 1
Skráður: 07.apr 2010, 14:00
Fullt nafn: Páll Viggósson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Pilko » 07.apr 2010, 14:06

Útlagður kostnaður held ég að hljóti að vera það sem orðið segir til um. Það þarf að leggja út fyrir t.d. Olíu á bílana, þó þeir flestir noti litaða, þá kostar hún alveg sitt. Eins bensín á sleða, fjórhjól, sexhjól og þannig !
Ekki er um neinar greiðslur til fólksins, þ.e.a.s það er enginn á launum við þetta. Eins þarf fólk sjálft að hafa með sér nesti. Skilst þó að Kvennadeildarkonur þarna fyrir austan hafi skellt í góða kjötsúpu sem björgunarsveitarmenn gátu gætt sér á er niður var komið ! Það er því ekki verið að tala um neinar stórar upphæðir sem slíkar, heldur væri kannski frekar að kalla þetta "styrk til olíu og bensínkaupa"

User avatar

Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Tóti » 07.apr 2010, 14:50

Það er eðlilegt að ríkið bjóði út venjubundna vinnu og innkaup á vöru. Hins vegar er þarna ekki verið að ræða um neina venjulega vinnu. Þetta er vinna sem unnin er í almannavarnaástandi og til er samningur milli almannavarna (ríkisins) og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. SL er ekki fyrirtæki heldur viðbragðsaðili sem hefur ákveðnu hlutverki að gegna, ekki ólíkt slökkviliði eða lögreglu.

Hvaða annar aðili ætti svosem að bjóða í slíkt verk? Hver annar hefur vel þjálfaða einstaklinga sem skipta hundruðum og tæki sem útbúin eru til verksins? Ekki gleyma öllu innra skipurlagi sem oftast sést ekki og enginn fréttir af.

Það er ekkert nema eðlilegt að þær sveitir sem hafa lagt dag við nótt að fylgjast með svæðinu fái eitthvað uppí kostnað. Ég held að sama hver upphæðin verður mun hún líklega aðeins hörkkva uppí kostnaðinn en ekki greiða hann að fullu. SL held ég að hafi aldrei grætt á viðskiptum sínum við ríkið.


Höfundur þráðar
Beinskiptur
Innlegg: 15
Skráður: 02.feb 2010, 17:18
Fullt nafn: Árni Magnússon

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Beinskiptur » 07.apr 2010, 15:47

Tóti wrote:Það er eðlilegt að ríkið bjóði út venjubundna vinnu og innkaup á vöru. Hins vegar er þarna ekki verið að ræða um neina venjulega vinnu. Þetta er vinna sem unnin er í almannavarnaástandi og til er samningur milli almannavarna (ríkisins) og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. SL er ekki fyrirtæki heldur viðbragðsaðili sem hefur ákveðnu hlutverki að gegna, ekki ólíkt slökkviliði eða lögreglu.


Ekki vissi ég að væri til samningur milli ríkis og Landsbjargar. Ef sá samningur er til þá hlýtur þetta allt saman að vera á hreinu. Það væri jafnframt fróðlegt að sjá þennan samning.

Hitt er annað mál að þetta er nokkuð skýrt í lögum um almannavarnir hvernig þessum málum er háttað.
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008082.html

User avatar

Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Tóti » 07.apr 2010, 15:51

Þetta kom fram minnir mig í viðtali við formann SL um daginn. Þar sagði hann skýrt að greitt sé fyrir gæslu sem þessa sé hún unnin í almannavarnaástandi.


Höfundur þráðar
Beinskiptur
Innlegg: 15
Skráður: 02.feb 2010, 17:18
Fullt nafn: Árni Magnússon

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Beinskiptur » 08.apr 2010, 17:57

Ok, sem sagt björgunarsveitir fá greitt fyrir gæslu sem þessa frá ríkinu, væntanlega samkvæmt einhverju einingaverði í samning ef rétt er. Hvað ætli kosti þá að fá björgunarsveit í vinnu fyrir sig?
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/0 ... _haettuna/
Eða er svonalagað unnið í "sjálfboðavinnu" eða fyrir ágóða af sölu flugelda?
Við undirbúning og skipulag ferðarinnar óskaði Arctic Trucks eftir nærveru Hjálparsveitar skáta í Kópavogi, enda hefur Arctic Trucks í áraraðir átt mjög gott samstarfs við hjálparsveitir landsins. Útvegaði sveitin m.a. fjarskipta- og ljósabúnað auk sprunguöryggisbúnaðar.

Vissi ekki að það væri hægt að óska eftir fylgd hjálparsveita ef farið er í vafasamar ferðir.


Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Andri M. » 08.apr 2010, 18:20

allir sem eru í björgunarsveit, eru í sjalfboðavinnu, og fá því ekki greitt í vasann, hins vegar er rekstur björgunarsveita ekki ódýr, og er allur kostnaður fenginn af styrkjum og fjáröflunum,

þannig að jú tæknilega séð væri ábyggilega hægt að fá bjsv í vinnu fyrir sig, þannig að þá yrðir þú að borga upphæðina sem framkvæmdin kostaði til sveitarinnar í stað vasa þeirra sem í henni eru

og þá taka bjsv að eg held, ætla ekki að fullyrða neitt, s.s. ákveðið mikið tímakaup á mann, þannig að ef þú færð tíu úr bjsv, og segjum að sveitin taki t.d. 1000 kall á mann á tímann, þá kostar þetta þig tíu þús kr klukkutíminn í vinnu,

vonandi gat eg útskýrt þetta fyrirkomulag hja þer

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Einar » 08.apr 2010, 18:27

Beinskiptur wrote:Vissi ekki að það væri hægt að óska eftir fylgd hjálparsveita ef farið er í vafasamar ferðir.

Hvar hefur þú haldið þig góði minn, þú fylgist ekki sérlega vel með, björgunarsveitir hafa gegnum tíðina tekið að sér alls konar verkefni, t.d. gæslu á tónleikum og öðrum viðburðum, aðstoð þegar tæki bila eða festast á slæmum stöðum og ýmislegt annað sem er ekki er hægt að flokka sem björgun, það er bara hluti af þeirra fjáröflun og ósköp eðlilegur hlutur.

Hvað hafa björgunarsveitir annars gert þér? í hvaða krossferð ertu?


Höfundur þráðar
Beinskiptur
Innlegg: 15
Skráður: 02.feb 2010, 17:18
Fullt nafn: Árni Magnússon

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Beinskiptur » 08.apr 2010, 19:47

Bíðið við, skil ég þetta þá rétt?
Eru björgunarsveitir að selja sig út í samkeppni við einkaaðila, á tækjum og búnaði sem kostaður eru með styrkjum, fjáröflunum og flugeldasölu? Ætli það sé kannski líka notuð lituð olía í þennan rekstur?

Eru þetta ekki sömu aðiliar og kveina hástöfum yfir samkeppni á flugeldasölumarkaði?

Engin krossferð í gangi hér, einkennilegt hvað margir eru viðkvæmir fyrir þessu málefni.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá birgthor » 08.apr 2010, 22:20

Sæll beinskiptur.
Eins og fyrr segir þá hafa björgunarsveitir tekið að sér allskyns verkefni í gegnum tíðina, áður fyrr (fyrir mörgum árum) þekktist það að sveitir væru að taka að sér túrista keyrslu í fjáröflun en þegar það komu fyrirtæki í það hættum þær því. Gæslur hafa verið teknar en þá er mannþörfin vanarlega svo mikil að ekkert fyrirtæki á Íslandi ræður við slíkt þegar um þjálfaðan mannskap er um að ræða. Einnig eru gæslufyrirtæki þá oft með. Björgunarsveitir hafa til dæmis ekki verið að selja klósetpappír eins og íþróttafélögin svo þau félög séu ekki í samkeppni.

Svona er þetta með flestar björgunasveitir, þær vilja ekki vera í samkeppni eða einhverstaða þar sem þær geta verið rangtúlkaðar. Björgunarsveitir selja mannskap sinn ekki ódýrt og eru fyrirtæki því oft að borga meira fyrir bjsv mann heldur en ef einhver væri fenginn á laun við sömu vinnu. Fyrirtæki sjá þetta oft sem stuðning við björgunarsveitirnar.

Ef það er eitthvað fleirra sem þig langar að forvitnast með, þá endilega póstaðu því hér og ég skal svara.
Kveðja, Birgir


maxi
Innlegg: 88
Skráður: 23.mar 2010, 12:03
Fullt nafn: Magnús Pálmarsson
Bíltegund: 2007 Navigator

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá maxi » 08.apr 2010, 22:25

Hvernig væri nú að ráða eitthvað af þessum 10.000 manns sem eru án atvinnu til að vinna við gæslu þarna upp frá? Væri ekki hægt að skutla nokkrum Kárahnjúka gámum á staðinn og búa til nokkur störf? Varla geta björgunarsveitirnar verið þarna að eilífu.

maXi

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Hagalín » 08.apr 2010, 22:59

maxi wrote:Hvernig væri nú að ráða eitthvað af þessum 10.000 manns sem eru án atvinnu til að vinna við gæslu þarna upp frá? Væri ekki hægt að skutla nokkrum Kárahnjúka gámum á staðinn og búa til nokkur störf? Varla geta björgunarsveitirnar verið þarna að eilífu.

maXi
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Andri M. » 09.apr 2010, 00:09

maxi wrote:Hvernig væri nú að ráða eitthvað af þessum 10.000 manns sem eru án atvinnu til að vinna við gæslu þarna upp frá? Væri ekki hægt að skutla nokkrum Kárahnjúka gámum á staðinn og búa til nokkur störf? Varla geta björgunarsveitirnar verið þarna að eilífu.

maXi


eg verð nú að hrósa þer fyrir þessa hugmynd, mer finnst hún nú bara helvíti góð, hef nú heyrt margt vitlausara,


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Izan » 09.apr 2010, 18:02

Sælir

Mér finnst gæta ákveðins misskilnings á starfi björgunarsveita sem eru að kristallast í þráðum bæði hér og á vef 4x4. Ég er félagi í Björgunarsveitinni Héraði á Egilsstöðum og mig langar til að gefa ykkur sýnishorn af starfi og skyldum björgunarmanna.

Björgunarstarf á Íslandi er sjálfboðaliðastarf svo að þegar þið sjáið mann að störfum merktan slysavarnafélaginu Landsbjörgu eru ekki peningar sem hvetja hann til vinnunnar, það er pottþétt. Björgunarsveitir reiða sig á mjög óstöðugu fjármagni sem annarsvegar kemur frá félaginu sjálfu (hef ekki hugmynd um hvernig þeir peningar koma til en finnst líklegt að það sé frá hinu opinbera í bland við styrki sem eru ætlaðir til allra eininga) og hinsvegar með fjáröflunum félaganna s.s. flugeldasölu og ýmis konar vinnu. Það hefur verið kristaltær stefna Björgunarsveitarinnar Héraðs og er mjög líklega rekin annars staðar að taka ekki að okkur vinnu sem ógnar starfsöryggi svæðisins. Oftast nær fáum við verkefni sem er illmögulegt fyrir aðra að sinna annaðhvort vegna þess að þeir hafi ekki búnað til að leysa verkið. Auðvitað er hárfín lína þarna á milli en hingað til hefur enginn kvartað við okkur um þjófnað á verkefnum, sem betur fer.

Mjög líklega gætu fyrirtæki kvartað við okkur vegna einstaka verkefna en það gæti líka verið ástæða fyrir því að menn geri það ekki. Ef sýslumaður eða lögregla kallar okkur út í eitthvað lítið spennandi eigum við í raun ekkert val. Okkur ber skylda til að ganga í málið sama hvað það er. Þar liggur stór munur á fyrirtækjum og björgunarsveit. Ef fyrirtæki fær beiðni um aðstoð sem verkstjóri treystir sér ekki í getur hann sagt nei en það getur björgunarsveit ekki gert. Það segir mér að sveitirnar verða að vera viðbúnar því sem mögulega getur gerst með öllum þeim búnaði sem því fylgir, og það er ekkert smáræði. Bílar sveitanna er svona hálfgert andlit veraldlegu eignanna en eru samt bara hluti af búnaði hverrar sveitar. Bílum þarf að halda við og sveitirnar eiga mikið safn verkfæra til þess. Aðkeypt vinna myndi sliga sveit á stuttum tíma ef allir bílarnir færu á verkstæði í hvert sinn sem eitthvað þyrfti að gera. Sigbúnaður, það er dýr útbúnaður og eins með það eins og bílana, þeim mun betri búnað hinn almenni klifurmaður notar þurfum við að efla okkur líka. Þetta þarf að fylgjast að því að menn eru að lenda í hremmingum við erfiðari aðstæður vegna þess að þeir komast sjálfir lengra. Sjúkrabúnaður. Þarf að vera pottþéttur í hverju farartæki og í raun á hverjum gangandi manni. Ef menn eru að kaupa sér sjúkrapúða í bílinn á 8.000 kall ættu þeir kannski að velta fyrir sér hvað björgunarsveitirnar eru að punga út fyrir þetta. Börur, kragar, hitapokar o.s.frv. ódýrt ónei.

Þarna er ótalin ýmis búnaður sem menn vita að er fokdýr s.s. kaðlar og spottar af öllum gerðum, siggálgar, kerrur, fjarskiptabúnaður helst á hvern og einn, hjálmar o.s.frv. Hver sveit þarf þak yfir höfuðið og eru misvel búnar húsakosti en rekstur húsnæðis er ekkert ódýr og á flestum stöðum er einhverskonar stjórnstöð með tölvubúnaði og urmul af fjarskipttækjum.

Enn er ótalinn búnaður sem hver og einn félagsmaður leggur sér til. Oftast nær hangir bakpoki aftan á björgunarmanni sem inniheldur einhvern útbúnað s.s. GPS tæki, mat o.s.frv. Fötin sem hann stendur í kaupir hann sér sjálfur.

Víða á íslandi er til viðbótar rekin rústabjörgunarsveit sem þarf búnað eins og hamra, nagla, öflugar sagir, brotvélar, lýsingarbúnað, rafstöðvar o.s.frv. sem nýtist reyndar gjarnan í óveðursútköllum þar sem þakplötur t.d. yfirgefa tilætlaða staðsetningu.

Þessi lesning er farin að hljóma eins og hálfgert væl um hvað við eigum bágt en það er ekki raunin. Nefninlega er það tilfellið að á meðan íslendingar hafa trú á okkur virðast þeir vera tilbúnir að láta fé af hendi rakna til þess að halda starfinu gangandi og taka þannig virkann þátt í björgunarstarfinu með okkur. Í staðin fylgir því loforð um að vera til taks ef á þarf að halda með öllum tiltækum búnaði og ráðum.

Engin sveit þarf að kaupa þetta í einu góli eða endurnýja árlega en stöðug endurnýjun er nauðsynleg til þess að mæta þeim kröfum sem fólkið sem við vinnum fyrir heimtar af okkur. Mikill hluti búnaðarins t.d. sigbúnaðar er ekki öruggur nema í ákveðið mörg ár.

Gagnrýni á björgunarsveit er með öllu réttmæt og sérstaklega ef henni er ætluð að efla og styrkja en sleggjudómar eins og fram hafa komið t.d. að mínu mati á vef f4x4.is gera fátt annað en að grafa undan því trausti sem almenningur hefur á þessu bákni.

Hvergi í heiminum finnst annarstaðar jafnöflugt björgunarstarf sem er rekið með þessum hætti s.s. sjálfboðaliðastarf og það vekur víða eftirtekt hversu vel þessi faktor er búinn til að takast á við það sama og atvinnumannasveitir erlendis.

Hvergi í íslenskum björgunarsveitum er að finna ofurmenn. Hver einn og einasti maður sem svarar útkalli er venjulegur maður sem er búinn að sitja á nokkrum námskeiðum og margir hverjir búnir að prófa ýmislegt í gegnum starfið og þannig öðlast reynslu og þekkingu til þess að takast á við málefnin. Þeir sem taka þátt gera það ekki peninganna vegna því að þá væru þeir að sigla í þveröfuga átt heldur eru þeir allir með viljan að vopni til að gefa samfélaginu eitthvað annað en skatta. Þetta starf er skemmtilegt, ekki bara vegna þess að maður fær að prófa sig í ymsum undarlegum aðstæðum og takast á við allskonar furðuverkefni heldur er líka skemmtilegur félagsskapur sem starfinu fylgir.

Kv Jón Garðar

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Einar » 09.apr 2010, 19:29

maxi wrote:Hvernig væri nú að ráða eitthvað af þessum 10.000 manns sem eru án atvinnu til að vinna við gæslu þarna upp frá? Væri ekki hægt að skutla nokkrum Kárahnjúka gámum á staðinn og búa til nokkur störf? Varla geta björgunarsveitirnar verið þarna að eilífu.

maXi


Í fljótu bragði góð hugmynd en þegar betur er að gáð arfavitlaus (fyrirgefðu orðalagið "maXi" ég er að tala um hugmyndina ekki þig :)).

1. Þetta er ekki gæsla á einhverjum hljómleikum heldur í veðravíti uppi á fjöllum um vetur í námundan við eitt hættulegasta náttúrufyrirbæri sem til er, eldgos. Þeir sem stunda gæslustörf þurfa að hafa þjálfun í að takast á við erfiðar og hættulegar aðstæður. 1-0 fyrir björgunarsveitir gegn atvinnulausum.

2. Þeir sem stunda gæslustörf þurfa að hafa yfir að ráða farartækjum og búnaði sem geta komist að og um svæðið og kunna að nota þau. 2-0 fyrir björgunarsveitir gegn atvinnulausum.

3. Það getur þurft að kunna að leita og aðstoða fólk sem villist eða kemur sér í einhverjar aðrar ógöngur á svæðinu. 3-0 fyrir björgunarsveitir gegn atvinnulausum.

4. Það getur þurft að hlú að slösuðum eða ofkældum á svæðinu og því nauðsynlegt að kunna almennilega til verka við skyndihjálp. 4-0 fyrir björgunarsveitir gegn atvinnulausum.

Það er örugglega hægt að tína til fullt af rökum til viðbótar um hvers vegna björgunarsveitirnar séu rétti aðilinn til að takast á við þetta verkefni en ég þarf sjálfur ekki fleiri rök og það mætti örugglega skipta út orðinu atvinnulausir fyrir næstum því hverja sem er.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Izan » 09.apr 2010, 21:23

Sælir

Ég er ekki svona neikvæður um að þetta geti ekki orðið vinna fyrir aðra en björgunarsveit. Björgunarsveitir eru hluti af viðbragðsliði en ekki gæslufólk.

Ég er sannfærður um að það mætti finna atvinnulausa einstaklinga sem væru færir um að sinna þessu jobbi jafnvel lært eitthvað um ofkælingu og kallað til viðbragðsaðila ef þeir ráða ekki við ástandið t.d. ef til leitar kemur eða þeir þurfi tímabundna aukagæslu.

Það er ekki hægt að ganga út frá því sem gefnu að björgunarsveitamenn séu reiðubúnir til að fórna öllu sumarfríinu sínu í að gæta þess að forvitnir ferðamenn lendi í ógöngum, almenna reglan er sú að fólk ferðast á eigin ábyrgð ekki satt. Þetta sést kannski á því hversu pirraðir gæslumenn hafa orðið og þ.a.l. umræðuefni um víðann völl.

Það veit enginn hversu lengi þetta gos á eftir að vara. Síðast gaus í 2 ár, var það ekki? Það getur engin björgunarsveit staðið vaktina í 2 ár. Mér finnst að það þurfi að kynna vandlega að það verði hætt við allt eftirlit á staðnum og sjá hvort fólk fari ekki að haga sér í samræmi við það.

Vatnajökulsþjóðgarður a.m.k. hafa sinn gæslumann á sínum vegum og svipað er uppi á teningnum á Mývatni þar sem landverðir þramma svæðið þvert og endilangt í leit að vandræðum, ætli það geti ekki eins átt við þarna. Væri kannski hægt að semja við Útivist um mannaða gæslu í Fimmvörðuskála sem hefði augu með gosferðalöngum. Það verður trúlega lítið um labb yfir Fimmvörðuháls þetta sumarið en eitthvað labb þarna inneftir.

Mér finnst samt að það ætti að gera fólk meira ábyrgt á sjálfu sér. Með björgunarsveit á staðnum og alla þessa umferð eru ferðamenn greinilega ekkert að spá hvar þeir eru, gætu allt eins verið að þramma Bankastrætið.

Fann reyndar athyglisverðann pungt einhversstaðar um það hvers vegna fólki er ekki kennt að klæða af sér vetur í íslenskum grunnskólum frekar en að tala dönsku. Mér finnst líklegra að íslendingar lendi oftar í þeim aðstæðum heldur en að ræða við dana sem ekki kann ensku.

Kv Jón Garðar


lukku.laki
Innlegg: 33
Skráður: 01.feb 2010, 01:37
Fullt nafn: Daði Rafn Brynjarsson
Staðsetning: hveragerði

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá lukku.laki » 09.apr 2010, 23:44

hérna kem ég með 2 spurningar og endilega svarið þeim
hvort viljið þið hafa þarna uppfrá fólk sem að var að koma af ''skólabekknum'' (meðal námskeið kostar frá 20000 - 40000)eða viljið þið hafa fólk sem að hefur reynslu í þessum málum???

viljið þið að skattagrímur fari að nota pening til að gera þetta atvinnulausa fólk hæft til að vera í gæsu hjá gosinu (kaupa bíla, sjúkrabúnað, fjarskiptabúnað, fjallabjörgunarbúnað og alla þessa flóru......) og borga því laun vitandi það að gosið gæti verið í 5 ár og kannski bara mánuð í viðbót..... eða hafa björgunarsveitirnar þarna og þurfa bara að borga uppihald
toyota hilux 38'' 1990 (í uppgerð)
opel vectra 2.0 D 2000 (í notkun)


lukku.laki
Innlegg: 33
Skráður: 01.feb 2010, 01:37
Fullt nafn: Daði Rafn Brynjarsson
Staðsetning: hveragerði

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá lukku.laki » 09.apr 2010, 23:48

Beinskiptur wrote: Ætli það sé kannski líka notuð lituð olía í þennan rekstur?


sérðu eitthvað að því að hjálparsveitir nota litaða olíu??? sama hvaða dagur er sama hvaða veður og sama hvar þú ert á landinu þá koma hjálparsveitir þér til bjargar ef þú þarft á því að halda....
toyota hilux 38'' 1990 (í uppgerð)
opel vectra 2.0 D 2000 (í notkun)

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá ofursuzuki » 10.apr 2010, 02:06

Nú er ég alveg hættur að skilja upp né niður í þessari umræðu um björgunarsveitir og þeirra aðkomu að gæslu í kringum þennan sirkus sem þetta blessað gos er orðið. Hvað er það sem veldur því að einhverjir rísa upp á afturlappirnar og finna því allt til foráttu að björgunarsveitir sjái þarna um gæslu, ég hef hvergi séð raunverulega hvað menn eru að tala um aðeins að einhverjum þykki þeir sem þarna starfa ekki koma nógu vel fram og séu með valdsmannshroka. Eins og áður er sagt þá er misjafn sauður í mörgu fé og alltaf einhver sem fer kannski ekki alveg nógu vel að mönnum. Er ekki bara málið að sumum er bara svo rosalega illa við að vera skipað fyrir og álíta sig yfir það hafna að fara eftir fyrirmælum. Við höfum bara heyrt þeirra hlið á málunum en ekki hina, ég er alveg viss um það að dagfarsprúðustu menn gefast á endanum upp á að vera kurteisir við þá sem ekki geta með nokkru móti gert eins og þeim er sagt. Hvað ætli væru margir búnir að drepa sig þarna ef engin gæsla væri á staðnum, hvað væri þá sagt, hvað af hverju eru ekki björgunarsveitirnar þarna?? Það er almannavarnarástand á svæðinu og þar gilda reglur settar af almannavarnarnefnd og um það höfum við sem borgarar ekkert að segja og okkur ber að fara eftir þeim hvort sem við eru bara Jón eða séra Jón.
Nú og svo eru menn að missa sig yfir því að það skuli eiga að henda nokkrum handónýtum krónum í sveitirnar sem þarna starfa fyrir olíu og svoleiðis ég á bara ekki til orð, halda menn að þetta kosti ekki eitthvað þó að mannskapurinn sé í sjálfboðavinnu. Við svona aðstæður eru sveitirnar að sinna lögboðnum gæslustörfum en ekki björgunarstörfum og má því með réttu segja að ekki eigi að eiða því fé sem sveitirnar hafa til björgunarstarfa í þessa gæslu og þar með minnka getu þeirra til að takast á við það sem þær raunverulega standa fyrir en það er að bjarga mannslífum.
Björgunarsveitirnar hafa í gegnum tíðina tekið að sér gæslu á fjölmennum mannamótum eins og t.d hestamannamótum og sórum útihátíðum . Af hverju skyldi það vera? jú einfaldlega af því að fáir eða engir eru með jafn mikinn mannskap, tækjabúnað og þekkingu sem til þarf í svona gæslu nema björgunarsveitir landsins og ekki má gleyma því að samstarf sveitanna og lögreglunar er gott og þar á milli ríkir ákveðið traust og trúnaður sem er ómetanlegt þegar svona verkefni eru unnin. Ég skil alveg ómögulega hvað þeim gengur til sem eru með horn í síðu björgunarsveitanna út af þessum gæslustörfum á gossvæðinu, menn tala um að það megi ekki gagnrýna sveitirnar þá verði allt vitlaust og svona fuglar eins og ég fari þá að brýna gogg. Það væri í lagi ef þetta væri þá alvöru gagnrýni en ekki einhverjir sleggjudómar og upphrópanir, það jaðrar frekar við að þetta sé niðurrifsstarfsemi en uppbyggileg umræða og þetta skaðar björgunarsveitirnar í landinu en það er kannski ætlunin, nei vonandi ekki en maður spyr sig. Ég vona að þeir aðilar sem mest ergja sig yfir þessu öllu þurfi aldrei á aðstoð björgunarsveita að halda en ef þeir þurfa hana einhvertímann þá er mannskapur björgunarsveita Landsbjargar ávalt reiðubúinn 24 tíma sólahringsins, sjö daga vikunnar allt árið um kring að koma þeim til aðstoðar en til þess þurfum við landsmenn allir að standa að baki sveitunum og styrkja þær áfram eins og gert hefur verið hingað til.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Izan » 10.apr 2010, 09:28

Sælir.

Lukkuláki, þú ert að misskilja smáatriði. Fólk sem myndi sinna svona gæslu þarf ekki að vera útskrifaðir háskólaborgarar úr óverðursfræðum né með first response wilderness eða hvað þetta heitir. Læra skyndihjálp á einum degi og á áttavita hinn og búið. Gæsla er ekki það sama og viðbragðslið. Gæsla kallar eftir aðstoð ef til þarf, veitir hana í raun ekki.

Það er gæsla allstaðar úti um allt land þar sem einhver telur sig hafa tekjur af henni. Gæti ekki einhver rúllað pulsuvagni upp, þá er komin vakt, skálavörður í Fimmvörðuskála gæti tekið að sér að hafa auga með ferðamönnum og fyrir það gæti ríkið greitt einhverjar krónur. Allt hægt. Sömuleiðis mætti prófa að semja við einhverjar björgunarsveitir um að rúnta uppeftir 2 sinnum á sólarhring og fá fyrir það greitt.

Ég skil bara ekki af hverju menn sjái fyrir sér stöðuga vakt á svona stað greidda af hinu opinbera. Ég hef ferðast um hálendið á ýmsa staði sem geta talist hættulegir en aldrei séð nokkurn mann sem hefur sagt mér hvað ég má og má ekki gera. Ég veit að ef ég lendi í ógöngum á hálendinu tekur viðbragðið langann tíma og ég geri fátt annað en að kveljast á meðan þannig er þetta bara. Ef ég dett oní sprungu hvort sem er í hrauni eða ís, stíg í hver, sný á mér lappirnar í brekku eða brenni mig á eldfjalli er ég alltaf á eigin vegum og ábyrgð. Ég get óskað eftir aðstoð og þá bregst viðbragðsliðið við eftir því sem við á og kemur mér til hjálpar en það er alveg sama hvað það heitir lögregla, slökkvilið, björgunarlið, rauðakrossinn eða skátarnir, þeir sem koma er venjulegt fólk sem keyrir venjulega bíla og labbar á sama hraða og ég svo að ef ég er kominn dagleið frá byggð má ég eiga von á að bíða í heilann dag eftir aðstoð.

Kv Jón Garðar

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Einar » 10.apr 2010, 09:43

Þið megið ekki gleyma því að það er tvennt ólíkt gæsla á þessu svæði núna þegar gosið er ferskt og þúsundir manna flykkjast á svæðið í vetrarkulda og óstöðugu vetrarveðri. Ef gosið stendur fram á sumar mun þurfa allt öðruvísi og minni gæslu og eftirlit. Þá verður meira þarna af skipulögðum "túristaferðum" undir stjórn leiðsögumanna sem vita hvað þeir eru að gera (oftast), einstaklingar á ferðinni verða mun færri og veður verða ekki eins válynd. Undir þeim kringumstæðum verður mun minni þörf á reyndu fólki og sérhæfðum tækjabúnaði.


Höfundur þráðar
Beinskiptur
Innlegg: 15
Skráður: 02.feb 2010, 17:18
Fullt nafn: Árni Magnússon

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Beinskiptur » 10.apr 2010, 11:25

Þá vitum við það, björgunarsveitir fá greitt um 1 mkr. á dag fyrir "gæslu" hraunsins.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/20 ... todvarnar/

Er það virkilega svo vandasamt verk að gæta þess að sauðsvartur almuginn fari sér ekki að voða við hraunið, að það þurfi "þrautþjálfaðar" björgunarsveitir til.

Svo er annað, hvert rennur þetta fé nákvæmlega? Hafa allar björgunarsveitir sama rétt til að komast í þessa vinnu? Björgunarsveit Raufarhafnar vantar dekk undir bílinn sinn, geta þeir komist í gæslu einn dag og unnið sér inn fyrir dekkjum?

Ég veit líka að ákveðinn Kíwanisklúbbur hér á landi væri tilbúinn til að gera þetta fyrir minna fé.

Já svo er það tækjabúnaðurinn, Econoline á 33 tommu dekkjum (eða kannski var það 275-65 R18) hlaðinn skólakrökkum í gulum pollagöllum, er það rétti búnaðurinn og mannskapurinn í þetta verk?


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá dabbigj » 10.apr 2010, 12:30

Þetta skiptist á milli björgunarsveita og lögreglu, þannig að hugsanlega fer helmingur í að greiða fyrir yfirvinnu o.s.f. hjá lögreglumönnum, aukinn olíukostnað og slit á bílum, búnaði o.s.f.

Hinn helmingur fer í björgunarsveitirnar sem að myndi útleggjast á tæpar 400.000 krónur á dag og fyrir þann pening er verið að halda 3-4 bílum á svæðinu og á annan tug björgunarsveitarmanna, sveitirnar sem að koma af höfuðborgarsvæðinu þurfa að keyra rúmlega 340 kílómetra bara til að komast á svæðið og eru svo á ferðinni að aðstoða og athuga reyna að tryggja öryggi þeirra sem að eru að ferðast um svæðið.


Þótt að björgunarsveitirnar fái einhvern smá aur fyrir að sinna lögbundnum gæslustörfum og að þurfa ekki að leggja út fyrir þessu sjálfar og geta þá frekar nýtt peningana til tækjakaupa og þjálfunar á mannskapnum er bara besta mál í mínum augum.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Stebbi » 10.apr 2010, 12:45

Beinskiptur wrote:Þá vitum við það, björgunarsveitir fá greitt um 1 mkr. á dag fyrir "gæslu" hraunsins.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/20 ... todvarnar/


Fréttin talar um allt að 6mkr á viku í gosið ekki bara hjálparsveitirnar, það telur lögreglu og almannavarna starf líka. Annars dauðlangar mig að vita hvað er að pirra þig svona varðandi hjálparsveitirnar, ég hef seint verið talin besti vinur hjálparsveitarpjakksins sem er oft eins og pepperoni pizza í framan og telur sig vita allt um hálendið eftir eitt námskeið og sumarvinnu í sveitini en ég veit þó að hjálparsveitirnar eiga ekki skilið svona umtal.
Þær eru ekki í samkeppni við neinn aðila á einkamarkaði eins og Securitas og Öryggismiðstöðina sem sinna gæslu á stórum atburðum, enda væri ekki hægt að koma Opel Astra þarna uppeftir fyrir þá til að sitja í. Svo stórefa ég að þessir peningar fari beint til þeirra sveita sem að þessu koma, þetta fer örugglega í pott hjá Landsbjörgu og svo geta sveitirnar væntanlega sótt um úr pottinum.

Hvaða hagsmuna ert þú að gæta? Er einhver sem þú þekkir að spá í að sækja um gæsluna þarna uppfrá?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Ofsi » 10.apr 2010, 16:19

Góður Stebbi.

Beinskiptur er nýbúinn með nei aldurinn. Og nú er hann kominn á bull aldurinn.
Beinskiptur verður örugglega orðinn nokkuð góður eftir helgi, og þá fer hann að furða sig á þessu bulli sem hann var með í síðustu viku.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Brjótur » 10.apr 2010, 21:57

Jæja sælir nú get ég ekki setið á mér lengur og ætla að varpa hér sprengju.
Björn Ingi ertu búinn að fara þarna sjálfur? Ég spyr því þú talar um sirkus , ég er búinn að fara þarna sex sinnum og ekki séð þennan sircus ennþá, þú gætir kanski bent mér á hann það væri nú gaman að geta slegið þessu í eina ferð, einu sirkusatriðin sem ég sé þarna eru blessaðir unglingarnir í ..Björgunarsveitunum... sem eru svo rosalega ánægðir að fá að fara að gosi í krafti yfirvalda í .. Gæsluhlutverki... og leika sér á fjórhjólunum og vélsleðunum er búinn að horfa aðeins upp á það, og þú spyrð hvað margir væru búnir að drepa sig ef ekki væri gæslan þarna , svar enginn það er svo einfalt. Og ég held að sveitirnar ættu bara að halda sig við hestamannamótin! Og þú segir tækjabúnað og þEKKINGU, hu það er ekki nóg að eiga tækin þegar þekkingin er ekki til staðar og það er hún ekki í alltof miklum mæli það þekki ég af eigin raun. Og nei Björn Ingi það eru ekki allar sveitir alltaf tilbúnar og því varð ég fyrir sjálfur og skal ég segja þá sögu hérna núna, Fyrir ca 2 árum þurfti ég aðstoð og þar sem ég var með túrista ákvað ég að kalla á Björgunarsveit í staðinn fyrir vini mína, taldi að sveitin yrði fyrri til heldur en vinir mínir, ó nei ekki aldeilis fyrri sveitin sem ég hafði samband við hafði ekki mannaskap og seinni sveitin var seinni á staðinn heldur en vinir mínir hefðu verið ef ég hefði haft samband strax við þá, ok en svo kastaði nú fyrst tólfunum þegar ég heyrði svo nokkrum mánuðum seinna að frásögn BJÖRGUNARSVEITARMANNS um að ég hefði ekki þurft neina aðstoð. þetta eru frábærir menn er það ekki nei takk!! Og svo finnst mér að almenningur ætti að deila með 2 í allan Æsifréttaflutninginn sem er orðin allsráðandi hér á landi og eins og ég sagði áður þá sé ég ekki þetta óðagot hjá neinum þarna uppfrá nema hjá blessuðum gæslumönnum sveitanna, slappa svo af
kveðja Helgi

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá smaris » 10.apr 2010, 22:48

Það var ekkert að þakka Helgi.
Manni hlýnar alltaf um hjarta rætur þegar maður finnur hvað fólk er alltaf þakklátt fyrir þegar það er aðstoðað, ég get reyndar ekki neitað því að menn eru mis þolinmóðir að bíða eftir því að ekið sé úr byggð upp í óbyggðir í ófærð að vetri til, en þú ert nú ekki svoleiðis. Ég vona bara að reikningurinn fyrir aðstoðinni hafi ekki sett reksturinn hjá þér á hliðina.
Mér finnst nú reyndar að þegar menn eru að selja ferðir upp á hálendið einbíla, þá ættu menn að vera búnir gera ráðstafanir til að redda sér ef eitthvað smávægilegt eins og festa kemur upp á.
Mér þykir leitt ef þjónustan hefur ekki staðið undir væntingum, en það skal ekki gerast aftur.

Með bestu kveðju.
Smári.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Brjótur » 11.apr 2010, 00:56

þýðir ekkert að fara í fýlu Smári þó menn geti ekki staðið við stóru orðin og eins og ég sagði þá mun ég ekki ónáða björgunarsveitir aftur ég hóa í vini mína frekar og hjálpa þeim og öðrum líka því að ég hef gaman af að hjálpa öðrum ef ég get en reyni ekki að slá mig til riddara á kostnað annara og ofmetnast af því og megir þú vel lifa væni.
kveðja Helgi

P.S. varst það kanski þú sem sjálfur sem sagðir að ég hefði ekki þurft aðstoð? ég bara spyr,eitthvað virðist þú kannast við málið

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá smaris » 11.apr 2010, 10:20

Það er nú ekki hægt að vera í fýlu eftir að hafa lesið póstana þína Helgi, þeir hafa hærra skemmtanagildi en póstar margra annara.
Því miður komst ég ekki í þennan bíltúr sjálfur en sá um að útvega mannskap í hann.

Kv. Smári.

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá ofursuzuki » 11.apr 2010, 10:30

Blessaður og sæll Helgi og allir hinir, ég er bara mjög afslappaður og ekkert farinn að æsa mig ennþá en segi bara það sem mér finnst um hlutina og hef fullan rétt til að hafa mínar skoðanir.
Nei ég er ekki búinn að fara og sjá þetta blessað gos, hef einfaldlega ekki haft tök á því og er svo sem ekkert viss um að ég muni nokkuð gera það enda allt fullt af kolvitlausu björgunarsveitarfólki að leika sé þarna svo þetta er sjálfsagt bara stórhættulegt, hættulegra en eldgos. Ég hef bara fylgst með þessu svona úr fjarlægð í fjölmiðlum, bloggskrifum og umræðum á vefsíðum eins og þessari en ég auðvitað gleymdi að deila í þetta með tveim eins og þú segir þannig að auðvitað er ekkert að marka þetta.
Mér þykir mjög leiðinlegt að heyra að þú Helgi minn hafir svona slæma reynslu af björgunarsveitafólki, en um leið verð ég að segja að þetta er ekki það sem ég þekki alla vegana ekki hér norðan heiða. Í flestum þeim sveitum sem ég þekki til er mikið af úrvals fólki með mikla reynslu af ferðum um hálendi landsins, hvers vegna, jú þetta er að stórum hluta jeppamenn eins og við hinir því það vill svo sérkennilega til að þetta fer mjög oft saman og svo nýta menn sér þessa þekkingu sem þeir hafa öðlast í þágu sveitanna ásamt því námi sem fer fram á vegum Landsbjargar.
Eftir að vera búinn að lesa mikið af skrifum um þessa gæslu sem þarna fer fram þá er ég ekki en að sjá með hvaða rökum menn eru að fetta fingur út í þetta. Það er samkvæmt skilningi almannavarnarlaga eins km. hættusvæði í kringum gosstöðina og því er framfylgt með gæslu sem er á höndum lögreglu á viðkomandi svæði sem aftur notar svo björgunarsveitir til að sjá um þetta því lögreglan hefur ekki mannskap og tæki til þess. Þetta er allt gert í nafni almannavarna en ekki af einhverjum öðrum ástæðum því ekki má gleyma því að þó að þetta sé „lítið og sætt túristagos“ þá gæti það breyst á einni svipstundu því eldgos eru óútreiknanleg og fara ekki eftir neinum reglum.
Ég held að við þurfum minnst að hafa áhyggjur af þessari gæslu og hvort við megum koma kílómetranum nær eða fjær því nú vill umhverfisráðherra láta friðlýsa gosstöðvarnar (eins og restina af landinu) og þá getum við bara gleymt þessu. Við þurfum að hafa mun meiri áhyggjur af því að stanslaust virðis vera unnið að því að þrengja að ferðamennsku á hálendinu heldur en hvernig einhver gæsla er framkvæmd einhverstaðar.

Kveðja
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur


Höfundur þráðar
Beinskiptur
Innlegg: 15
Skráður: 02.feb 2010, 17:18
Fullt nafn: Árni Magnússon

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Beinskiptur » 11.apr 2010, 11:16

Hvað er málið með þessa björgunaráráttu hjá hjálparsveitum landsins?

Hér er dæmi um fólk sem er að bíða af sér veður í skála sem er í 2 tima göngufæri frá byggð.
http://visir.is/article/20100411/FRETTIR01/792401145
Það er búið að láta vita af sér og segist vera vel búið en þá ætla björgunarsveitir að fara rembast við að "bjarga" þeim niður helst sem allra fyrst.

Björgunarsveitir stórskemmdu veginn upp frá skógum við að bjarga einhverjum eldfjallafræðingi þarna á fyrstu dögum gossins og ætla sennilega að klára verkið núna.

Hvernig væri nú að leyfa þessu fólki bara að bíða nokkra klst eftir betra veðri og leyfa því að klára göngutúrinn niður?

Ég gef mér að fréttaflutningur sé réttur, þ.e. að fólkinu sé engin hætta búin og sé í sambandi.

Kannski hafa björgunarmenn áhyggjur að því að þau deyji úr fúkkalykt.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Stebbi » 11.apr 2010, 11:27

Beinskiptur wrote:Hvað er málið með þessa björgunaráráttu hjá hjálparsveitum landsins?


Sama óþolandi áráttan og hjá stöðumælavörðum Reykjavíkur sem þurfa endalaust að skrifa stöðumælasektir þegar ekkert er í stöðumælinum. Þetta hefur víst eitthvað með það að gera að vinna vinnuna sína.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá dabbigj » 11.apr 2010, 11:59

Beinskiptur wrote:Hvað er málið með þessa björgunaráráttu hjá hjálparsveitum landsins?

Hér er dæmi um fólk sem er að bíða af sér veður í skála sem er í 2 tima göngufæri frá byggð.
http://visir.is/article/20100411/FRETTIR01/792401145
Það er búið að láta vita af sér og segist vera vel búið en þá ætla björgunarsveitir að fara rembast við að "bjarga" þeim niður helst sem allra fyrst.

Björgunarsveitir stórskemmdu veginn upp frá skógum við að bjarga einhverjum eldfjallafræðingi þarna á fyrstu dögum gossins og ætla sennilega að klára verkið núna.

Hvernig væri nú að leyfa þessu fólki bara að bíða nokkra klst eftir betra veðri og leyfa því að klára göngutúrinn niður?

Ég gef mér að fréttaflutningur sé réttur, þ.e. að fólkinu sé engin hætta búin og sé í sambandi.

Kannski hafa björgunarmenn áhyggjur að því að þau deyji úr fúkkalykt.



Kerfið virkar þannig að útköll eru boðuð af lögregluyfirvöldum á viðeigandi svæði og svo sér svæðisstjórn um að ákveða hvernig á að bregðast við. Þetta fólk er með mat fyrir daginn og verður líklegast fegið að fá þessa aðstoð við að komast til byggða.

Þú veist nákvæmlega ekki neitt um hvort að þetta fólk hafi beðið um aðstoð eða ekki og mættir helst bara sleppa því að tjá þig ef að þú ætlar ekki að gera það málefnalega né byggja þetta á einhverjum rökum. Að lesa fréttabúta af mbl og vísi sem að segja frekar lítið og reyna að túlka þetta einsog þér sýnist í þeim tilgangi að reyna að níða skóinn af björgunarsveitum.


Höfundur þráðar
Beinskiptur
Innlegg: 15
Skráður: 02.feb 2010, 17:18
Fullt nafn: Árni Magnússon

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Beinskiptur » 11.apr 2010, 13:21

Verð að taka það fram að núna er búið að breyta fréttinni á http://www.visir.is sem ég vitnaði í hér áður.

Þetta er ekki óalgengt vinnulag hjá veffréttamiðlum í dag og líklega er best að taka skjámynd af því sem maður vitnar í.

Breytir samt ekki því að vel búið fólk á að geta beðið af sér veður þótt það verði meira en einn sólahringur og óþarfi að vera hlaupa af stað í dýrar björgunaraðgerðir fyrir það eitt að fólk sé að drepast úr leiðindum.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Izan » 11.apr 2010, 15:33

Sælir.

Skil ekki þessa áráttu að telja allar ákvarðanir sem aðrir taka asnalegar og tilgangslausar. Þetta er náttúrulega ótrúlegt þegar ísland er smekkfullt af sérfræðingum um ákveðin málefni en sá sem tekst á við vandamálin virðist alltaf vera mesti asninn.

Ég held að fjölmiðlarnir hafi verið að færa æsifréttamennsku í aukana og því samhliða verða fréttirnar ekki eins nákvæmar.

Við getum gefið okkur það að þetta fólk hafi ekki óskað eftir aðstoð að nausynjalausu. Ef fólk leggur á fjöll vel búin matar er ekki þar með sagt að maturinn endist fram á sumar, hann klárast eins og annað. Ætli fólk haldi því fram að það sé betra að sækja svona hóp í miðri viku þegar björgunarsveitarmennirnir eru í vinnu. Þetta er bara fólk eins og aðrir og allflestir eru í vinnu. Það hanga ekki björgunarmenn á snögum úti um allar trissur og bíða eftir útkalli. Þetta er venjulegt fólk.

Flest alvarlegustu útköll björgunarsveitanna byrja sem eftirgrennslan. Er það björgunarárátta að vilja komast hjá því að villtur ferðamaður breytist í stórslys. Ja hérna.

Ekki gleyma því að félagið heitir "Slysavarnafélagið" Landsbjörg. Hvað leynist í nafninu slysavarnafélag. Er það ekki árátta til þess að koma í veg fyrir slys eða koma í veg fyrir að óhöpp verði svo alverleg að kalla megi slys.

Ég er alveg gapandi hissa á að menn séu að velta svona málum fyrir sér vitandi hvernig leit er ný afstaðin. Sú leit byrjaði sem eftirgrennslan og kemur líklega til með að hvetja allar björgunarsveitir til að ganga enn harðar fram í byrjun.

Menn eru fljótir að gleyma þykir mér.

Það er alveg ljóst að þú veist ekkert um það hvernig björgunarstarfi er háttað á íslandi og hversu mörgum útköllum sveitir þurfa að sinna á hverju ári. Ætli sveitin mín sé ekki að sinna á bilinu 120-130 útköllum á ári en sem betur fer eru þau flest þannig að engin hætta er á ferðum vegna þess að við höfum komið í tæka tíð. Þessi tæka tíð er náttúrulega teygjanlegt hugtak en ef við sækjum ekki fasta vegfarendur á Fjarðarheiði t.d. veit enginn hversu lengi fólk endist, veðrið endist o.s.frv. Það þola ekki allir bílar að vera kyrrstæðir í gangi í kolvitlausu veðri, aðrir blása pústinu inn með gírstönginni þegar fennir fyrir pústið, enn aðrir geta orðið eldsneytislausir en í öllu falli erum við ekki tilbúnir til að taka sénsinn á því. Þetta fólk sækjum við áður en vandamálin hrannast upp með þeim búnaði sem getur verið nauðsynlegur.

Vissulega kemur fram að þetta fólk á fimmvörðuhálsinum var vel búið og þess vegna var ekki rokið af stað þegar kallið kom að því er ég best veit. Menn lögðu í hann í rólegheitunum vegna þess að enginn taldi hættu stafa þessu fólki en ef eitthvað kemur uppá t.d. ofkæling skiptir tíminn öllu máli og það að þoka sér í gegnum þreifandi byl í kappi við tímann er ekki eftirsóknarvert.

Ef menn vilja gangrýna björgunarstarf er það allt í lagi en svona rugl gerir ekkert annað en að grafa undan trausti á þessu starfi og stífla fjárstreymi til þessara samtaka. Vilja menn í alvörunni leggja þetta af og sjá til þess að enginn sé tilbúinn til að koma neinum til hjálpar ef á þarf að halda. Það er akkúrat það sem svona sleggjur gera.

Ef menn telja sig vita svona miklu betur hvernig sveitirnar eiga að bregðast við ættu þeir að ganga í björgunarsveit. Það er málið. Ef það kemur í ljós að aðferðirnar okkar eru hreint rugl þá er alveg pottþétt að við þurfum á þessum snillingum að halda til að segja okkur til syndanna en það er líka eins gott að trixin þeirra skili sama eða betri árangri.

Kv Jón Garðar


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá dabbigj » 11.apr 2010, 16:13

Beinskiptur wrote:Verð að taka það fram að núna er búið að breyta fréttinni á http://www.visir.is sem ég vitnaði í hér áður.

Þetta er ekki óalgengt vinnulag hjá veffréttamiðlum í dag og líklega er best að taka skjámynd af því sem maður vitnar í.

Breytir samt ekki því að vel búið fólk á að geta beðið af sér veður þótt það verði meira en einn sólahringur og óþarfi að vera hlaupa af stað í dýrar björgunaraðgerðir fyrir það eitt að fólk sé að drepast úr leiðindum.



Held að flestir sem að hafa ferðast um á þessu svæði þekkji hve lítið þarf til að það verði mannskaðaveður þarna. Ég hef aldrei upplifað það í björgunarsveitarstarfi að við neyðum einhvern til að láta bjarga sér. En það er alltaf betra að aðstoða fólkið niður meðan að það er í góðu standi frekar en þurfa að fara útí miklu stærri aðgerð sem að myndi hugsanlega fela í sér leit, sjúkraflutninga o.s.f.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gæsla á gosstöðvum

Postfrá Brjótur » 11.apr 2010, 18:56

Já sæll Smári gott að heyra að þér er skemmt enda er ég ekki að skammast neitt eins og svo margir halda ;) ég er bara orðinn hundleiður á hvað allt saman er ýkt og blásið út í sambandi við gosið núna, ég skal segja ykkur smásögubút í fyrradag fórum við á fjórum bílum upp að gosi með ferðamenn og einn bíllinn gekk eitthvað asnalega svo það var hringt í yfirvaldið á Hvolsvelli og spurt hvort það væri í lagi að koma niður hjá Skógum en nei það var ómögulegt en eitthvað misskildi löggi málið og ráðlagði okkur frá að fara upp að gosi þar væri arfavitlaust veður, já en við erum þarna uppfrá sögðum við og þá kom stutt þögn á hinum endanum og svo bað hann okkur að fara varlega í guðsbænum, og ég get nú sagt ykkur að það var ekkert svo slæmt veður .
Og Björn Ingi já gott að heyra að þetta er svona hjá ykkur en hérna fyrir sunnan held ég að fæstir eigi sjálfir bíla og fari þessvegna í jeppaferðir með sveitinni sinni, og ég ætla heldur ekki að setja alla bj.sveitarmenn undir sama hatt svosem, en já þú hlustar á fréttamennina og lest blogg frá fólki sem hefur aldrei svo mikið sem komið nálægt hálendi Íslands en skrifa eins og þeir séu þar öllum tímum .
Og Smári ég held þú ættir að setja ofaní við þenna snilling sem kom að hjálpa mér ég er ekkert sáttur við svona kjaftagang, vona að þú skemmtir þér við þennan lestur.
kveðja Helgi


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 69 gestir