Síða 1 af 1
					
				Pajero GLS og DID
				Posted: 30.nóv 2011, 20:41
				frá jk2
				Langaði að forvitnast hvort að þessir bílar séu með original læsingu í afturdrifinu ? 
Ef einhver er  í vafa þá eru það þessi típa af Pajero sem ég er að tala um :
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=2(fann bara mynd af fyrsta bílnum á bílasölur.is)
 
			
					
				Re: Pajero GLS og DID
				Posted: 30.nóv 2011, 22:21
				frá HaffiTopp
				Það er bara misjafnt. Sumir eru með læsingartakka framan við gírstöngina, við hliðina á sætishitaratökkunum og loftnetstakkanum meðan aðrir eru með takka til að slökkva á spólvörninni en enga driflæsingu.
Verður bara að skoða hvern bíl fyrir sig býst ég við.
Kv. Haffi
			 
			
					
				Re: Pajero GLS og DID
				Posted: 30.nóv 2011, 23:46
				frá khs
				Ég átti svona 2003 model 3,5 V6 bíl.  Hann var með orginal rafmagnslæsingu.  Takkinn er fyrir framan gírstöngina.
			 
			
					
				Re: Pajero GLS og DID
				Posted: 01.des 2011, 14:42
				frá jk2
				Takk fyrir þessar upplýsingar. 
Annað mál með eyðsluna á þeim. er hún alveg djöfulleg þegar þessi bílar eru komnir a ca 33"-35"? er að hugsa bæði bensín og dísel bílin. Maður hefur heyrt að bensín v6 3500 vélin þyki sopin ekkert vondur
			 
			
					
				Re: Pajero GLS og DID
				Posted: 01.des 2011, 15:00
				frá khs
				Minn var á 32".  16-18 innanbæjar og 11-13 á langkeyrslu.  Svo +2 á veturna.
			 
			
					
				Re: Pajero GLS og DID
				Posted: 01.des 2011, 15:13
				frá JoiVidd
				Ég veit að 3.2 dísel 2006 á 32" dekkjum er í 11l. í blönduðu