Síða 1 af 1
Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 30.nóv 2011, 03:33
frá GeiriLC
ég var bara að spá hvort einhver hérna ætti tjekk lista svona yfir hvað þú vilt hafa í jeppanum þegar þú leggur af stað. þá ég við lista yfir allt frá lykli og dekkjum uppí verkfæri föt og þess háttar ekki bara hvað þú þarft til að stunda sprungu björgun
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 30.nóv 2011, 04:01
frá joisnaer
ég fer helst ekki í ferðir nema að hafa eftirfarandi með mér
Búnaður:
Skófla
drullutjakkur
ál / járnkarl
Gott verkfærasett (alla fasta lykla, toppa og skrall, hamar, járnsög)
Sterkur spotti
startkaplar
tappasett fyrir dekk
Gps
talstöð (vhf)
svo jafnvel einhverja varahluti t.d öxla, hosur, viftureimar ofl
Föt:
Góðann kuldagalla
vetlingar
húfa
hlý undirföt
nokkur pör af þykkum sokkum, helst ullarsokkum
föt til skiptana (fer eftir hversu langri ferð samt)
margir hafa vöðlur.
svo bara hlý og góð föt yfir höfuð
nauðsynjar:
auka eldsneyti
nóg af nesti og nóg að drekka
brennivín ef gist er í skála (þó drukkið í hófi og ekki undir stýri)
smurolíur(motor/drif/bremsu/stýrisvökvi)
þetta er svona það helsta í tékklista sem ég vill hafa.
það var góður listi í hálendishandbókinni minnir mig
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 30.nóv 2011, 06:41
frá jeepcj7
Ég myndi helst bæta við varadekki/felgu/r ef margir eru saman með svipaðar stærðir og deilingar.
Slatta af boltum í nokkrum stærðum,dragbönd,teip,borðastrekkjara,rafsuðupinnaog ruslapoka.
Og svo helst af öllu dekkjatöng og startsprey líka.
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 30.nóv 2011, 06:44
frá Árni Braga
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 30.nóv 2011, 15:03
frá Forsetinn
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 30.nóv 2011, 15:40
frá G,J.
Ef ég er að ferðast með öðrum þá reynum við að deila niður hlutum þannig að ekki
séu allir með það sama,t.d. óþarfi að allir séu með drullutjakka o.þ.h.
Annars reyni ég að hafa með eitthvað af verkfærum,s.s.topplyklasett,fastir lyklar,skrúfjárn og hamra.
Varahluti t.d. krossa,felgubolta (og rær) viftureim,slöngur,ÖRYGGI fyrir allt það dót sem þarf að virka (merkilegt hvað margir gleyma þeim).
hosuklemmur nokkrar stærðir,olíur og frostlög.
Skófla og tóg er staðalbúnaður!
Wc pappír verður seint ofmetinn :)
Held að flest sé komið fram hér á undan sem varðar fatnað og mat
Kv.GJ
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 30.nóv 2011, 16:47
frá Hjörvar Orri
Myndavél
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 30.nóv 2011, 17:15
frá Lindi
nett Tjald það er ágætt að skríða inn í það meðan beðið er eftir hjálp eftir að vera tildæmis búinn að rúlla bíllnum út af veginum. og muna að tékka regglulega hvort síminn nái sambandi ágætt að vita hvert maður þarf að labba til að fá signal.
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 30.nóv 2011, 21:00
frá GeiriLC
þetta eru flottar hugmyndir ég ætla að reyna að taka svona sem er algjört möst úr þessu og bua til exelskjal og setja það hérna inn
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 30.nóv 2011, 21:07
frá gislisveri
Getur komið sér vel að hafa nýjasta hefti bændablaðsins, svoldinn landa og lifrarpylsu (soðna).
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 30.nóv 2011, 22:18
frá Ofsi
Slappir þessir minnislistar: Hvergi minnst á kassa af Faxa :-)
PS sá að vantaði líka tappatogar í rauðvínið
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 30.nóv 2011, 23:34
frá jeepcj7
Og að faxinn þarf helst að vera 10% ef vel á að vera.
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 01.des 2011, 01:33
frá GeiriLC
svo ég vitna í jóa snæ
"nauðsynjar:"
"brennivín "
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 01.des 2011, 07:40
frá jongunnar
gislisveri wrote:Getur komið sér vel að hafa nýjasta hefti bændablaðsins, svoldinn landa og lifrarpylsu (soðna).
bwahahahahah
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 05.jan 2012, 15:01
frá Turboboy
ööö minn listi gróflega.
Hlý föt x3 þó það sé dagsferð, veist aldrei í hvaða krapa/vatnasulli þú lendir í.
Auka skó
Hand VHF stöð
Snickers x150 (hehehehe)
dráttartóg og nóg af henni frá gamla :)
Varahlutir s.s. Reimar, hosur, krossar og varadekk ef hægt er.
Verkfæri s.s. fastir lyklar frá 6mm-32mm n1 sett
N1 topplyklasett með 2 stærðum af skröllum og toppa sett fyrir minna 6-16mm og stærra 8-32 mm.
Rafmagnsslípirokkur og rafmagnshögg vél (mjög fyrirferða lítið og þægilegt í notkun :)
hitapoki fyrir manneskju (álpoki)
ég tek ALLTAF með mér sjúkrakassa 3 í bílinn.
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 05.jan 2012, 18:39
frá birgthor
Kannski svona smá pæling fyrir ykkur sem mikið ferðast.
Það eru töluvert meiri líkur á því að þið eigið kost á að bjargið mannslífi með góðu teppi (best ef fleirri en 1 er með) heldur en með lögbundnu sjúkrakössunum.
Ég er á þeirri skoðun að breyta ætti þeim reglum sem minnast á sjúkrakassa í > 33" bílum og setja 2x teppi í þeirra í stað.
Svo endilega hendiði gömlu ullarteppunum í bílana hjá ykkur og hafið þau með.
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 05.jan 2012, 21:52
frá spazmo
gott vasaljós er nauðsynlegt.
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 06.jan 2012, 06:37
frá cameldýr
Naglbít og smá hönk af baggabandi og girðingavír, ef eitthvað klikkaði.
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 06.jan 2012, 12:53
frá Stebbi
Auka sandala og ullarsokka ef maður skyldi þurfa að slysast út úr bílnum í miðri á. Svo getur verið gott að vera með auka stutterma skyrtu líka ef það rignir mikið.
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 06.jan 2012, 12:57
frá jeepson
Stebbi wrote:Auka sandala og ullarsokka ef maður skyldi þurfa að slysast út úr bílnum í miðri á. Svo getur verið gott að vera með auka stutterma skyrtu líka ef það rignir mikið.
Og ekki má gleyma kaffinu. Maður verður að geta fengið sér kaffi sopa líka :p
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 11.jan 2012, 05:07
frá Valdi B
nóg af ólíu á hiluxinn og þau verkfæri sem ég man eftir, svo auka par af sokkum og plastpoka ef að ég blotna
svo bara vona að ferðafélagarnir séu með restina :D
ég hef verið mjög óvarkár með þetta en hef nú ekki farið í neina ferð af viti
hef bara farið tvær ferðir uppað gosinu á fimmvörðuhálsi og eina ferð inní botnlanga á cherokee sem ég keypti sömu nótt og ég fór og þá bara með eitthver verkfæri, sæng og nóg af flatkökum
síðan fór ég á hiluxnum inní kvíslarlón en var þá mun betur búinn
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 11.jan 2012, 05:19
frá Valdi B
og ekki slæmt að hafa með sér eins og tvær líters captain morgan ef farið er í helgarferð
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 10.nóv 2013, 20:14
frá Big Red
Nú hef ég séð talað um sjúkrakassa 1,2 og 3 hvar sér maður muninn á þeim ? Meina þá innihaldi?
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 10.nóv 2013, 21:02
frá Fordinn
Tappasett. med helling af töppum. Auka ventla og verkfæri til að draga þá í, eða stálventla. pílur og hettur. og startsprey.
Slaghamar. álkarl.skóflu og drullu tjakk. og nóg af þessum venjulegu verkfærum. teygjuspotta, og lágmark 5 tonna strappa med strekkjurum.
Teppin er ekki vitlaust að láta vacumpakka og hafa bara alltaf í bílnum. þá eru þau þurr og til staðar þegar á reynir.
auka perur i aðaljos og kastara!!! og eitthvað af tengjum og vírum sem hægt er að bjarga sér á ef eitthvað gerist....
það er hægt að halda svona endalaust áfram... td auka startara ef billinn er sjalfskiptur... best að vera meða allt sem madur mögulega gæti þurft að nota og þurfa svo ekki að nota það...
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 10.nóv 2013, 21:39
frá Hjörturinn
Vantar alveg að hamra á vöðlum, ekki alltaf notaðar en alger nauðsinn þegar á reynir
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 10.nóv 2013, 23:11
frá Stebbi
Ég er alltaf með annan bíl í varahluti með mér og snúrusíma með langri framlengingu svo ég geti hringt heim.
Re: Almennur búnaður í jeppa ferð
Posted: 10.nóv 2013, 23:34
frá íbbi
Stebbi wrote:Ég er alltaf með annan bíl í varahluti með mér og snúrusíma með langri framlengingu svo ég geti hringt heim.
hehe