Síða 1 af 1
Aukahlutaverslanir í Boston
Posted: 28.nóv 2011, 08:22
frá Hagalín
Veit einhver um góðar verslanir í Boston??
Vantar mæla og svoleiðis dót......
Re: Aukahlutaverslanir í Boston
Posted: 28.nóv 2011, 23:48
frá Óli ágúst
Sæll,
Ég var þarna um daginn og pantaði frá þessum aðila og fékk sent á hótelið sem ég var á.
http://www.glowshiftdirect.com/Það er mjög lítið um svona búðir í Boston en gæti verið fyrir utan borgina allavega á mínum ferðum sá ég ekkert svona.
Re: Aukahlutaverslanir í Boston
Posted: 28.nóv 2011, 23:56
frá Bóndinn
Sælir!
Var ekkert mál að láta senda á hótelið?
Kv Geiri
Re: Aukahlutaverslanir í Boston
Posted: 29.nóv 2011, 10:11
frá AgnarBen
Ég og margir sem ég þekki hafa verslað alls konar dót í USA í gegnum netið og það er ekkert mál að fá hlutina senda á hótelin sem maður er að fara á ef að hótelið bíður upp á það á annað borð að geyma en flest gera það. Það er miklu betra að eyða tímanum heima í að finna ódýrasta dótið og fá það bara sent á hótelið og njóta þess frekar bara að vera úti í fríi í stað þess að vera rúnta að leita að búðum í ókunnri borg :)
Re: Aukahlutaverslanir í Boston
Posted: 29.nóv 2011, 13:48
frá stebbiþ
Rétt hjá Agga, allar stóru varahlutasjoppurnar senda á hótel, sé þess óskað. Miklu þægilegra en að vera að leita að einhverjum búðum sem hafa kannski lítið úrval af vörum. Lét frænku mína einu sinni burðast með framlegu/hub í Dana 30, þegar hún var þarna í Boston. Sent á hótelið frá Summit Racing.
Kv, Stebbi Þ.