Síða 1 af 1

Framhásingapæling?

Posted: 27.nóv 2011, 14:23
frá Addi_litli
Sælir.. Er að hugsa um að setja framhásingu undir bílinn hja mér er með klafa núna sem ég er ekki alveg að fíla..

Hvernig er það, er mikið mál að setja framhásingu undir hilux X-cab 1990?
Og hvaða hásingu hafa menn verið að setja undir þá???

Re: Framhásingapæling?

Posted: 27.nóv 2011, 18:14
frá JonHrafn
Algengast er að setja framhásingu undan Land Cruiser 70, ef þú ert á v6 bensín bíl þá þarftu spacera til að breikka framhásinguna, 2x 16mm spacera.

Það er svoldið afstætt hvort þetta er mikið mál eða ekki, bara vinna.

Re: Framhásingapæling?

Posted: 27.nóv 2011, 21:07
frá jeepson
Lýst vel á þessa hugmynd hjá þér Addi. Láttu vaða. Ég veit um cruiser með 3,4 diesel mótor og hásingum með barkalæsingum. Verðið er að mig minnir 350þús. En það má eflaust prútta vel. Hann væri fínn í slátur.

Re: Framhásingapæling?

Posted: 27.nóv 2011, 22:13
frá kjartanbj
jeepson wrote:Lýst vel á þessa hugmynd hjá þér Addi. Láttu vaða. Ég veit um cruiser með 3,4 diesel mótor og hásingum með barkalæsingum. Verðið er að mig minnir 350þús. En það má eflaust prútta vel. Hann væri fínn í slátur.


væri fínt þá fyrir þig að taka þennan 3Vezen mótor úr og setja dísel í staðin

Re: Framhásingapæling?

Posted: 27.nóv 2011, 22:16
frá jeepson
kjartanbj wrote:
jeepson wrote:Lýst vel á þessa hugmynd hjá þér Addi. Láttu vaða. Ég veit um cruiser með 3,4 diesel mótor og hásingum með barkalæsingum. Verðið er að mig minnir 350þús. En það má eflaust prútta vel. Hann væri fínn í slátur.


væri fínt þá fyrir þig að taka þennan 3Vezen mótor úr og setja dísel í staðin


Ég var einmitt að segja honum það áðan þegar ég hringdi í hann. en hann er bara svo þver drengurinn hohoho :D

Re: Framhásingapæling?

Posted: 28.nóv 2011, 14:48
frá Phantom
Sælir,

Hvað er það sem þú ert ekki að fíla við klafana?

Það er afturför að setja hásingu undir klafabíl.

kv
Svanur

Re: Framhásingapæling?

Posted: 28.nóv 2011, 14:55
frá StefánDal
Tel það nú ekki mikla afturför að losa sig við 7.5" drif og hundleiðinlega vindustangarfjöðrun.
Þú finnur allt um þessa framkvæmd með því nota leitina hér og á f4x4.is.

Re: Framhásingapæling?

Posted: 28.nóv 2011, 17:45
frá JonHrafn
Phantom wrote:Sælir,

Hvað er það sem þú ert ekki að fíla við klafana?

Það er afturför að setja hásingu undir klafabíl.

kv
Svanur


Get nú ekki verið sammála þessu eftir að hafa hent klöfum fyrir gormahásingu :þ

Re: Framhásingapæling?

Posted: 28.nóv 2011, 18:37
frá Ofsi
Klafabíla grafa sig niður að framan (ryðja upp skafli) og svo þegar á að bakka er það oft of seint. Þ.a allt fast. Almennt hélt ég að það þyrfti ekki að ræða yfirburði hásingar fram yfir klafa. Í mínum huga er jeppi ekki alvöru jeppi fyrr er búið er að henda klöfunum í ruslið.

Re: Framhásingapæling?

Posted: 28.nóv 2011, 18:38
frá Sævar Örn
Phantom það er til góð klafafjöðrun, en hana er ekki að finna í Hilux, og ekki í Suzuki Vitara.

bara sem dæmi með mína smíð þá hjólstillti ég bílinn meðan hann var á klöfum, við það klossa ég stýrishjólið uppi í bíl fast. Og tek síðan á hjólinu í allar áttir til að leita að slagi, ég gat mælt með hjólastillihausunum að hjólin gengu til hægri og vinstri um 2,30 gráður þó stýrishjólið stæði kyrrt, auðvitað var hvergi slag þ.e. stýrisendum, fóðringum, legum, stýrismaskínu eða neinu.

Svo setti ég rör undan hilux að framan og ég get ekki hreyft hjólið nema 0.18° því þar er millibilsstöng og togstöng í heilu lagi og í beinni línu og því dobblast ekki slagið í hjólinu þegar veltingurinn á millibilsstönginni kemur.

Þar að auki varðandi drifgetu í snjó þá er að telja að nú get ég bakkað ef ég festi mig, það gat ég aldrei áður. Framendinn var bara eins og ankeri í snjónum, ef ég bakkaði þá gróf hann sig bara lengra niður, alltaf.

Stýriseiginleikar eru mun betri þ.e. vegna aukins spindilhalla(val) og stífari stýrisbunaður minna hlaup í öllu, víxlfjöðrunin er MUN betri, uþb. 30° í stað kannski mögulega 10° áður án ballansstangar ef það væri mælanlegt með klafabúnað.

Ég nýtti tækifærið og færði framhásinguna svolítið framar og þvílíkur munur að keyra bílinn, allt aðrar hreyfingar og maður stampast ekki fram og til baka í ófærum.




bara það sem ég hef að segja, kappakstursbílar eru auðvitað á klafafjöðrun oftast, en þeir eru sjaldnast orginal frá framleiðanda.

Re: Framhásingapæling?

Posted: 29.nóv 2011, 13:29
frá Phantom
Hef ég nú farið yfir athugasemdir skrifenda og er ég enn á því að hásingarvæðing er afturför ;-)

Ég myndi skilja það í samhenginu að framdrifið eða spindlar væri of lítið og ekki fengist sterkara nema með hásingu.

En að tala um fjöðrun hvernig sem hún er skilgreind hjá viðkomandi þá hafa klafar alltaf yfirburði sé samspil gorma og dempara í samræmi við notkun.

Ætli menn að lulla áfram er hásingin fín.

Varðandi festur, er ekki bara spurning um að bakka fyrr?

Finndu þér drif úr 120 krúser, smíðaðu keppnis klafa, fáðu þér gorma og dempara sem henta og spændu svo frammúr hásingarbílunum meðan þeir hlunkast yfir ójöfnurnar.

kv
Klafinn

Re: Framhásingapæling?

Posted: 29.nóv 2011, 13:30
frá Phantom
PS: GAZinn er að sjálfsögðu með hásingu

Re: Framhásingapæling?

Posted: 29.nóv 2011, 14:48
frá Þorri
Með hásingunni ertu alltaf með sömu hæð undir lægsta punkt sem er þá drifkúlan en í samanfjöðrun á klafabíl er hæðin undir bitann oft ekki margir cm þannig að þetta virkar eins og maður stígi á bremsuna við vissar aðstæður. Klafarnir eru kannski betri á malbiki malarvegi og harðfenni.

Re: Framhásingapæling?

Posted: 29.nóv 2011, 18:22
frá Ofsi
Það er hægt að diskutera þetta fram og aftur. Í sófanum heima virka klafarnir örugglega flott og á teikniborðinu. En í praxis þegar komið er á fjöll og færð þyngist. Þá get ég sagt ykkur hvar klafabílarnir eru. Þeir eru í förunum hjá okkur á hásingabílunum. Þannig er það ekki stundum, þannig er það alltaf í þeim ferðum sem ég hef farið í, það sem af er þessari öld, og eru þær ornar nokkur hundruð talsins. (nema auðvita að það sé harðfenni)
Ég hef ferðast helling með klafabílum, t,d flestum af þessum Tacomunum , og helling af 90 Cruserunum og nýju Pajerounum. Sama vísa alstaðar. Helvíti flottir bíla og þjóta um á harðfenni einsog smalahundar fram og til baka. Svo þegar færð þyngist og snjór verður öldóttari. Þá tapa þeir ferðinni og að lokum eru þeir komnir í för. Og ekki minnast á Hummer=Bömmer.

Re: Framhásingapæling?

Posted: 29.nóv 2011, 20:23
frá Forsetinn
Sammála Ofsa, klof er fyrir kellingar...... rör er fyrir alvöru íslenska karlmenn hehe.

Re: Framhásingapæling?

Posted: 29.nóv 2011, 20:35
frá Hjörturinn
Sammála Ofsa, klof er fyrir kellingar...... rör er fyrir alvöru íslenska karlmenn hehe.

tja ég er nú meira fyrir klofið en each to his own :)

Re: Framhásingapæling?

Posted: 29.nóv 2011, 20:45
frá Forsetinn
hehe, var nú að meina "eigið stell" hehe

Re: Framhásingapæling?

Posted: 30.nóv 2011, 11:38
frá Hfsd037
Ofsi wrote:Klafabíla grafa sig niður að framan (ryðja upp skafli) og svo þegar á að bakka er það oft of seint. Þ.a allt fast. Almennt hélt ég að það þyrfti ekki að ræða yfirburði hásingar fram yfir klafa. Í mínum huga er jeppi ekki alvöru jeppi fyrr er búið er að henda klöfunum í ruslið.



Reynslan mín af klöfum er misgóð.
en hvað varðar drifgetuna að þá er ég ekki beint sammála þér, ég hef mörgu sinnum keyrt í kringum fasta bíla sem eru sambærilegir mínum í stærð og þyngd og með hásingar.

En ég læt aftur-hásingafærslu aftar í meiri forgang heldur en hásingavæðingu að framan hjá mér :)

Re: Framhásingapæling?

Posted: 30.nóv 2011, 13:12
frá Óskar - Einfari
Addi_litli wrote:Hvernig er það, er mikið mál að setja framhásingu undir hilux X-cab 1990?
Og hvaða hásingu hafa menn verið að setja undir þá???


Fyrir þennan bíl sem þú ert á er þetta ekki mikið mál.... allavega ekki miðað við nýrri bíla. Mest hefur verið notað af LC70 frammhásingum í þetta... eitthvað líka af hásingum undan gamla hilux... það er búið að gera þetta margoft þannig að þú ættir ekki að þurfa að finna upp á neinu nýju ef þú ferð í þetta.

Síðan varðandi hásingu vs. klafa. Það er rosalega auðvelt að bera saman eppli og appelsínur þegar það kemur að þessari umræðu.... það er t.d. doldið kjánalegt að bera saman orginal eða jafnvel saman skrúfaða klafafjöðrun við sérsmíðaða hásinga-frammfjöðrun með sérvöldum gormum og dempurum... Ég vill meina að þetta sé meira undir bílstjórunum komið en menn halda... góður bílstjóri á 38" klafabíl getur auðveldlega drifið meira heldur en vonlaus bílstjóri á 44" hásingabíl og síðan öfugt....

Kv.
Óskar Andri

Re: Framhásingapæling?

Posted: 01.des 2011, 15:59
frá Addi_litli
Ég sé að ég hef valdið eitthverju deilum her á spjallinu haha :D En takk fyrir góð ráð og fl.. En ég held að ég hendi mer bara á Hásingu en þá vandast bara helv málið :D Hvar er að finna þessa umtöluðu hásingu.. ekki það þetta gæti leynst á eitthverjum bænum her í kringum mig.. þá er bara að fara spyrja ;) En ef þið vitið um eitthvað endilega henda á mer línu á spjallinu ;)

Re: Framhásingapæling?

Posted: 01.des 2011, 17:42
frá Brjótur
Davíð Smári er að auglýsa laskaða hásingu undan LC 70 hérna á spjallinu

Re: Framhásingapæling?

Posted: 01.des 2011, 21:14
frá Logi
Þetta eru mikil vísindi hér á ferð. En er einhver ykkar sem hefur smíðað 70 hásingu undir 4 runner sem væri til í að deila smá upplýsingum!

Re: Framhásingapæling?

Posted: 01.des 2011, 22:21
frá Forsetinn
Nóg til af upplýsingum inná www.f4x4.is, bara leita smávegis

http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... &g2_page=3

Re: Framhásingapæling?

Posted: 02.des 2011, 17:42
frá Logi
þú hefur sem sagt ekki smíðað hásingu undir 4 runner en takk samt

Re: Framhásingapæling?

Posted: 02.des 2011, 18:46
frá Brjótur
Held nú Logi minn að þú sért að reyna að snúa eitthvað útúr er það ekki ???
Enginn munur á að smíða undir 4Runner eða Hilux sem var á klöfum sama dæmið, en hvað annars var það sem þú vildir fá að vita?

Re: Framhásingapæling?

Posted: 02.des 2011, 23:02
frá Logi
ég hef 70 cruser sem ég ætla að færa framhásinguna yfir í 4 runner. Vangaveltan var sú hvort ég ætti að nota allt úr 70 crusernum gormana, stýrismaskínuna og gormasætin eða hvort menn væru búnir að finna eitthvað annað sem hentaði betur heldur en það og hvað það væri þá. þess vegna var ég að spyrja hvort það væri einhver sem hefði gert þetta og hefði jafnvel brennt sig á einhverju sem betur mætti fara. Því mér þykir leiðin legt að finna upp hjólið! En ef einhver hefur móðgast við þessi skrif biðst ég afsökunar.

Re: Framhásingapæling?

Posted: 03.des 2011, 00:44
frá Brjótur
Ekki misskilja neinn Logi ég held að enginn hafi móðgast, en menn fara sennilega jafnmargar leiðir og þeir eru margir, flestir gera basicinn á sama máta en svo vilja menn hafa ýmis smáatriði í fráganginum eftir sínu höfði, en flott ef þú ert með allt setupið þá myndi ég nota það ekki spurning, og einmitt að nota stýrismaskínuna, hú hentar einstaklega vel úr 70 bílnum, gangi þér vel kallinn :)

Re: Framhásingapæling?

Posted: 03.des 2011, 07:44
frá Startarinn
Ég notaði Xtra cab maskínuna hjá mér með arminum af LC70 maskínunni, og færði maskinuna eins framarlega og ég taldi hægt með góðu móti og rétti hana aðeins við svo armurinn yrði neðar, ef þú notar LC70 maskínuna er auðveldara að fara framar með hásinguna, armurinn snýr jú fram á þeim.

Ég notaði afturgorma úr Lc 90 hjá mér með efri gormaskálar undan patrol að framan, þar pössuðu meira að segja dempara festingarnar en ég held að það hafi verið búið að stytta þær þegar ég fæ skálarnar, mér finnst Lc gormarnir full stífir en ég veit reyndar ekki hvort þeir koma undan 5 eða 7 manna bíl, það er víst stífleika munur þar á milli. Ef þú ferð þessa leið þarf að skera 3-4 cm stubb af neðri endanum á LC90 gormunum og færa neðra gorma sætið um 2 cm utar hægra megin.

Stýfu augun myndi ég smíða uppá nýtt síkkuð (allt í lagi að nota augun sjálf), þú endar með sára lítinn spindilhalla ef þú sýður LC70 festingarnar beint við grindina hjá þér.

Svo þarftu spacera á LC 70 hásinguna, ég færi frekar þá leið en að nota nöfin af IFS dótinu og þurfa spacer milli nafs og disks, ef þú ferð þá leið þá nær dælan ekki alveg inná IFS diskinn, Með LC70 nafinu geturu líka notað LC60 diska og IFS dælurnar og ert þá kominn með hörku bremsur án þess að þurfa að smíða neitt. Þetta boltast allt saman og þarft bara að klippa aðeins úr diskhlífinni og beygja IFS bremsulagnirnar til svo þær passi við þetta. LC 60 diskurinn er 12mm breiðari en IFS svo þú færð betri bremsur en eru á IFS eða LC 70 bílum

Spacerarnir sem þú þarft eru í kringum 1 1/4" ég fann þá hvergi þegar ég var að leita svo ég keypti 1 1/2" spacera á Ebay, það var minni munur en að fara í 1"

Þetta er svona það helsta sem ég man eftir síðan að ég setti mína hásingu undir

Re: Framhásingapæling?

Posted: 03.des 2011, 08:09
frá ellisnorra
Ég gerði þetta við minn lux á sínum tíma, ég notaði allan pakkann undan krúsernum, gorma, skálar, maskínu og bara allt. Brenndi/skar af lc grindinni, strípaði hilux grindina af öllu draslinu og færði á milli. Stífuna hafði ég nærri lárétta til að halda original lc spindilhallanum. Ég á síðan ennþá eftir að breikka, þetta munar nú ekki nema tommu hvoru megin :) Aðallega væri ég game í betri bremsur, það er á plainu hjá mér.
Þetta er sáraeinföld aðgerð.

Re: Framhásingapæling?

Posted: 03.des 2011, 13:25
frá Logi
Þetta var einmitt það sem mig vantaði. þakka mikið vel fyrir