Síða 1 af 1
Túrbínublast í 3,0 Pat
Posted: 26.nóv 2011, 21:57
frá Brjótur
Sælir spjallverjar, veit einhver hérna hvað túrbína í Patrol 3.0 er að blása mörgum pundum? einhver hvíslaði að mér í dag að þær væru að blása 16-17 pundum original? satt eða ósatt??
Ég er að spá í að setja svoleiðis í Pattann minn með 4.2 mótor.
kveðja Helgi
Re: Túrbínublast í 3,0 Pat
Posted: 26.nóv 2011, 22:49
frá Brjótur
Á ég að trúa því að enginn viti þetta?
Re: Túrbínublast í 3,0 Pat
Posted: 26.nóv 2011, 23:10
frá Hagalín
Þegar ég nota allt hestaflið í mínum upp göngin norðanmegin þá er hann í þessu 15-16p.
Eitthvað var ég að garfa í þessu fyrir um ári síðan og þá var mér sagt að ef hann færi minnir mig í 19 eða hærra kæmi villumelding í formi change engien ljósinu flotta í mælaborðinu :)
Re: Túrbínublast í 3,0 Pat
Posted: 26.nóv 2011, 23:43
frá Brjótur
Sæll og takk fyrir þetta, þetta staðfestir það sem mér var sagt, en þú ert ekki með tölvukubb?
Re: Túrbínublast í 3,0 Pat
Posted: 27.nóv 2011, 03:20
frá Hagalín
Nei ekkert svoleiðis enn. Hann er í góðu yfirlæti upp í skáp :)
Re: Túrbínublast í 3,0 Pat
Posted: 27.nóv 2011, 11:57
frá Brjótur
Takk fyrir þetta :)