skrúfa upp í olíuni eftir að intercooler var bætt við í patr


Höfundur þráðar
SigmarP
Innlegg: 45
Skráður: 10.okt 2011, 18:06
Fullt nafn: Sigmar Pálsson

skrúfa upp í olíuni eftir að intercooler var bætt við í patr

Postfrá SigmarP » 25.nóv 2011, 13:15

Var að setja intercooler i frammstuðaran a 1995 patrol hja mer.
Er þa ekki nauðsinlegt að auka við oliuna?
Hvernig er það gert og hvernig veit maður hversu mikið a að auka það ?




Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: skrúfa upp í olíuni eftir að intercooler var bætt við í patr

Postfrá Izan » 25.nóv 2011, 14:20

Sæll

Nei, það er alls ekki nauðsynlegt að auka við olíuna en það er hægt og alveg þorandi eftir að millikælirinn er kominn í.

Ef þú ætlar þér að auka við olíuna þarftu að gera þér grein fyrir því sem er að gerast. Ef mótorinn fær meiri olíu en svo að hún geti brennt henni í strokkunum fer hún hálfbrunnin út um pústið og myndar svona fallegt svart reykjarþykkni fyrir aftan bílinn. Ef þetta er að gerast oft og lengi ertu að eyðileggja vélina því að of mikil olía á móti lofti eykur brunahitann og þegar hann verður of hár skemmist heddið. Þetta er hægt að koma í veg fyrir með því að kaupa og setja afgashitamæli (og náttúrulega fylgjast með honum og breyta aksturslaginu í samræmi við hann). Ég setti minn milli hedds og túrbínu en það eru skiptar skoðanir á því hvar hann á að vera. Ég vildi vernda heddið og sjá hvað er að skila sér heitt frá því. 650-700°C er algert hámark þarna á milli.

Með því að setja millikælinn ertu búinn að tryggja hreinni og betri bruna í vélinni og þá ættirðu að sjá eyðsluna detta smávegis niður og bílinn verða svolítið snarpari en ef þú eykur olíuna færðu eyðsluna aftur en bíllin verður enn snarpari. (eða minna latur)

Olíuskrúfan er aftaná verkinu minnir mig undir blikkhettu. Taktu hettuna af og þá blasir við skrúfa með festiró. Merktu allt saman því að þú vilt geta fundið upphaflegu stillinguna aftur. Losaðu síðan á rónni og skrúfaðu inn (minnir mig) um fáeinar gráður. (ef maður ákveður hringinn sem klukku ættu 5-7 min að duga allavega í fyrsta) og hertu rónna aftur og fylgstu með að stilliskrúfan ferðist ekki með rónni.

Svo er líka spurning hvort það sé ástæða til að auka lítillega við túrbínuþrýstinginn til að vega á móti mótstöðunni í hosum og rörum. Það er þá bara gert með því að taka wastegatemembruna af og setja þykkinu undir hann s.s. færa bembrupunginn pínulítið nær túrbínunni (1mm gerir helling)

Kv Jón Garðar


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 37 gestir