Ég er líklega sá eini sem hef breytt svona bíl (F150 FX4 MY04-current) á stærri dekk en 37". Ég er með Irok 41" Radial á 17x14" stálfelgum.
38" er ekki til neins undir þessa bíla að mínu mati. Það er annað hvort 35" á þeim óbreyttum (eða með 2" leveling kit) eða þá að fara í 41" Irok. Öll önnur dekk þar á milli eru 10 strigalaga og ekki hentug til snjóaksturs.
Ég setti 6" Fabtech suspension kit undir (það breytir ekki stýrisgangnum) og hefur virkað mjög vel. Að aftan koma 5" klossar í staðinn fyrir 1" klossana sem fyrir voru. Ég setti E-Locker læsingu í framdrifið og notast við original LS drifið að aftan, þar sem það voru ekki til læsingar í það, mér að skapi, þá. Mér skilst að það sé nú til E-Locker í 9,75" sem og fleiri tegundir. Þess má geta að 2010
F150 Raptor-inn er með E-Locker að framan og aftan sem staðalbúnað.
Það eru tvö "vandamál" við þessa breytingu, annað er felgumál og hitt er kantar. Ég er með eina kantasettið sem smíðað hefur verið á þessa bíla (ég er með flareside) en Gunnar Yngvi bílasmiður var mér innan handar í þeim málum.
Kostnaður við að breyta þessum bílum er ekki mikill (miðað við aðra) og gerðum við það 2 félagarnir yfir ca. helgi. Frágangur o.fl. tók þó aðeins meiri tíma og er smotterí eftir enn (tossaskapur í mér).
Þessi breyting hefur reynst vel og klafarnir ekki til vandræða. Ég á þó eftir að láta smíða hlífðarplötu undir hann og að framan svo klafasíkkunin virki ekki eins og tönn og akkeri í þungu færi.
Til að fara á stærri dekk (44-46") þyrfti að hækka hann um 3" á boddy líka eða fara í frekari tilfæringar á festingum að framan. Ég myndi þó mæla með SAS breytingu, þ.e. Dana60 hásingum að framan og aftan með 8 gata deilingu og tilheyrandi.
Burðargeta þessara bíl er um og yfir 700kg (SCap) og er því kominn nálægt heildarþyngdar mörkunum. Minn bíll hefur verið um 3,3t í góðri helgarferð (2 manneskjur, 100l auka eldsneyti og búnaður) sem er við þyngdarmörkin. Sjálfur bíllinn vigtar rúm 2,8t (sem er rúmlega
tonni léttari en F350 bílarnir).