Breytingar á Ford F150


Höfundur þráðar
arnarjo
Innlegg: 4
Skráður: 06.apr 2010, 14:51
Fullt nafn: Arnar Már Jóhannesson

Breytingar á Ford F150

Postfrá arnarjo » 06.apr 2010, 15:02

Ég er með 2006 árg. af Ford F150 sem mig langar til að setja á stærri dekk. Ég veit að það er eitthvað til af þessum bílum á 35" en það sem mig langar til að vita hafa menn eitthvað verið að setja undir þá 38" plús. Hef heyrt að það séu einhver vandræði með klafa að framan, en sel það ekki dýrara en ég keypti það.



User avatar

MY007
Innlegg: 2
Skráður: 17.maí 2010, 11:43
Fullt nafn: Rögnvaldur Helgason
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Breytingar á Ford F150

Postfrá MY007 » 17.maí 2010, 12:38

það er ekkert mál að skella þeim á 38" kaupa hækkunarsett 2-2,5" að framan og setja kubb undir fjaðrarblöðin

skera úr brettanum ,setja kantana á taka drifið undan til að breita hlutföllanum

þetta er svona ódýrasta leiðin minn er breittur fyrir 35" og ég er mikið að hugsa um að setja hann á 38"

Ég var með explorer á 38" með klafa og það var aldrei vandamál með hann eina sem þarf að passa að þvinga þá ekki of mikið og hafa bílinn beinan = ekki hafa afturendan í jörðini :)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Breytingar á Ford F150

Postfrá jeepson » 17.maí 2010, 15:24

Mér skylst að á nýrri 150-350 bílunum sé bara nóg að setja 35" undir bílinn og svo setja kanta á þá. Meira þurfi ekki. Sle það ekki dýrara en ég keypti það. En þetta hef ég frá einum félaga mínum sem að vinna hjá ib bílum á Selfossi.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Breytingar á Ford F150

Postfrá HaffiTopp » 17.maí 2010, 15:57

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 00:08, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Breytingar á Ford F150

Postfrá jeepson » 17.maí 2010, 17:58

skylst að það sé bara nóg að setja kanta á bílinn og setja svo bara 35" á. Þá er það komið. Jú heyrðu. það þarf að rýma eitthvað aðeins til í innra brettinu. En mér skylst að þau séu nú úr plasti þannig að að dugi að færa þau eitthvað innar. Þið leiðréttið mig ef að þetta er einhver vitleysa. :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

bragi
Innlegg: 101
Skráður: 02.feb 2010, 01:55
Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
Bíltegund: Ford F-150 FX4
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Breytingar á Ford F150

Postfrá bragi » 21.maí 2010, 01:15

Ég er líklega sá eini sem hef breytt svona bíl (F150 FX4 MY04-current) á stærri dekk en 37". Ég er með Irok 41" Radial á 17x14" stálfelgum.
38" er ekki til neins undir þessa bíla að mínu mati. Það er annað hvort 35" á þeim óbreyttum (eða með 2" leveling kit) eða þá að fara í 41" Irok. Öll önnur dekk þar á milli eru 10 strigalaga og ekki hentug til snjóaksturs.
Ég setti 6" Fabtech suspension kit undir (það breytir ekki stýrisgangnum) og hefur virkað mjög vel. Að aftan koma 5" klossar í staðinn fyrir 1" klossana sem fyrir voru. Ég setti E-Locker læsingu í framdrifið og notast við original LS drifið að aftan, þar sem það voru ekki til læsingar í það, mér að skapi, þá. Mér skilst að það sé nú til E-Locker í 9,75" sem og fleiri tegundir. Þess má geta að 2010 F150 Raptor-inn er með E-Locker að framan og aftan sem staðalbúnað.
Það eru tvö "vandamál" við þessa breytingu, annað er felgumál og hitt er kantar. Ég er með eina kantasettið sem smíðað hefur verið á þessa bíla (ég er með flareside) en Gunnar Yngvi bílasmiður var mér innan handar í þeim málum.
Kostnaður við að breyta þessum bílum er ekki mikill (miðað við aðra) og gerðum við það 2 félagarnir yfir ca. helgi. Frágangur o.fl. tók þó aðeins meiri tíma og er smotterí eftir enn (tossaskapur í mér).
Þessi breyting hefur reynst vel og klafarnir ekki til vandræða. Ég á þó eftir að láta smíða hlífðarplötu undir hann og að framan svo klafasíkkunin virki ekki eins og tönn og akkeri í þungu færi.
Til að fara á stærri dekk (44-46") þyrfti að hækka hann um 3" á boddy líka eða fara í frekari tilfæringar á festingum að framan. Ég myndi þó mæla með SAS breytingu, þ.e. Dana60 hásingum að framan og aftan með 8 gata deilingu og tilheyrandi.
Burðargeta þessara bíl er um og yfir 700kg (SCap) og er því kominn nálægt heildarþyngdar mörkunum. Minn bíll hefur verið um 3,3t í góðri helgarferð (2 manneskjur, 100l auka eldsneyti og búnaður) sem er við þyngdarmörkin. Sjálfur bíllinn vigtar rúm 2,8t (sem er rúmlega tonni léttari en F350 bílarnir).
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com

User avatar

bragi
Innlegg: 101
Skráður: 02.feb 2010, 01:55
Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
Bíltegund: Ford F-150 FX4
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Breytingar á Ford F150

Postfrá bragi » 21.maí 2010, 01:36

jeepson wrote:skylst að það sé bara nóg að setja kanta á bílinn og setja svo bara 35" á. Þá er það komið. Jú heyrðu. það þarf að rýma eitthvað aðeins til í innra brettinu. En mér skylst að þau séu nú úr plasti þannig að að dugi að færa þau eitthvað innar. Þið leiðréttið mig ef að þetta er einhver vitleysa. :)


Ég skellti nú bara 315/70R17 (35") BFG beint á original felgurnar (17x7,5") og keyrði út um fjöll og fyrnindi og upp á jökla. Ég þurfti enga kanta. Reyndar setti ég líka 2,5" leveling kit en það var bara til að rétta hann upp að framan.
Í dag er ég á 41" Irok og fer allt sem ég vil ;)
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur