Síða 1 af 1

Spurning varðandi Honda fourtrax

Posted: 23.nóv 2011, 00:31
frá halli7
Er að fara gera upp eitt stykki Honda fourtrax 86 mdl.

og mig langaði að spyrja ykkur að því hvort það sé nokkuð mikið mál að taka framdrifið úr sambandi?

Hjólið er með heila hásingu að aftan og framan og er alltaf fast í framdrifinu og það er ekkert gaman að leika sér á hjólinu þannig.

Svipað hjól:
Image

Eruð þið með einhverja lausn á þessu?

Re: Spurning varðandi Honda fourtrax

Posted: 23.nóv 2011, 09:46
frá hobo
Ég átti eitt sinn svona svipað hræ.
Er ekki drifskaft að framan, geturðu ekki tekið það burt?
Eða var það inn í röri? ...man það ekki.

Re: Spurning varðandi Honda fourtrax

Posted: 23.nóv 2011, 15:46
frá halli7
Man nefninlega ekki hvernig þetta er og get ekki séð það fyr en eftir ca mánuð.

Er ekki einhver sem hefur átt svona og man hvernig þetta er?

Re: Spurning varðandi Honda fourtrax

Posted: 23.nóv 2011, 17:44
frá Sævar Örn
þu getur alltaf losað annan framöxulinn úr...

Re: Spurning varðandi Honda fourtrax

Posted: 23.nóv 2011, 18:10
frá halli7
Sævar Örn wrote:þu getur alltaf losað annan framöxulinn úr...

Er það ekkert mál?

uppá það að geta hent honum aftur í.

Re: Spurning varðandi Honda fourtrax

Posted: 23.nóv 2011, 18:37
frá Sævar Örn
Ekkert meira mál en bara í fólksbíl, losar annanhvorn spindilinn og dregur öxulinn út, lemur ytri liðinn af skaftinu og setur hann í hjólnafið og lokar fyrir kúlulegurnar í liðnum með t.d. öxulhosu með poka innanundir svo óhreinindi komist ekki í liðinn og geri hann ónothæfan.

Öxullinn verður að vera í hjólnafinu til að halda legunni saman og innri liðurinn til að olían af framdrifinu leki ekki af því.

Það fer betur með mismunadrifið að taka báða öxlana úr en hitt hef ég aldrei séð skemma nokkurn hlut

Re: Spurning varðandi Honda fourtrax

Posted: 23.nóv 2011, 19:09
frá ursus
losar frammgaffalinn undann, festur með 2 sexkanntsboltum. 17mm sexkannt. losar demmparana af hásinguni, 2 boltar fyrir 17 mm fastann lykil. Dregur gaffalinn aðeins frammþá losnar drifskaftið frá motornum. dregur drifskaftið úr rörinu og hendir honum eða eithvað. setur saman aftur og málið er dautt. Engin geimvísindi.