Síða 1 af 1

Utanvegaakstur

Posted: 22.nóv 2011, 14:31
frá thengillo
Hvað í andskotanum er að fólki. Er mönnum bara alveg sama um allt og alla. :(
Þetta eru ljótar myndir. http://www.facebook.com/media/set/?set= ... 582&type=3

Ætla menn aldrei að læra? Eða hlusta menn bara ekki.

Kv
Þengill

Re: Utanvegaakstur

Posted: 22.nóv 2011, 15:04
frá gaz69m
þetta er ljótt og með öllu óskiljanlegur vitleysis ganmgur

Re: Utanvegaakstur

Posted: 22.nóv 2011, 15:05
frá bjornod
Ég sé engar myndir

Re: Utanvegaakstur

Posted: 22.nóv 2011, 15:52
frá -Hjalti-
Ömurlegt að sjá þetta!
Hvað gengur mönnum til?

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Re: Utanvegaakstur

Posted: 22.nóv 2011, 16:12
frá jeepson
Já þetta er skelfilegt. það er alveg greinilegt að svörtu sauðirnir ætla að eyðileggja fyrir okkur hinum sem erum að berjast fyrir því að geta fengið að aka annarsstaðar en á malbikinu.

Re: Utanvegaakstur

Posted: 22.nóv 2011, 16:12
frá jeepson
vonandi finnast svona menn þannig að það sé hægt að láta þá gera upp fyrir sín brot.

Re: Utanvegaakstur

Posted: 22.nóv 2011, 17:00
frá -Hjalti-
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/ ... atturunni/


„Þetta eru ljótustu myndir af svona utanvegaakstri sem ég hef lengi séð, ég er eiginlega orðlaus satt að segja," segir Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður og fjölmiðlamaður um nýleg náttúruspjöll sem má sjá á leiðinni inn í Dalakofa, nánar tiltekið á leiðinni milli Hungurfitjar og Laufafells.

Starfmenn Útivistar voru þar á ferð um síðustu helgi til að vinna í skálanum og var brugðið þegar þeir sáu samfelld för eftir utanvegaakstur á um 6 km kafla.

„Myndirnar bera það með sér að menn hafi ekið við hliðina á veginum þannig að það erfitt að sjá hvaða erfiðu kringumstæðum hefðu knúið menn til þess að haga sér með þessum hætti og því virkar þetta sem meiri glæpur. Tilgangsleysið og brotaviljinn er alveg augljós," segir Páll Ásgeir.

Fræðsla og yfirveguð og opinber umfjöllun er besta ráðið gegn athæfum af þessu tagi að mati Páls Ásgeirs. „Það verður með einhverjum hætti að gera fólki ljóst að skemmdir eins og þessar eru óafturkræfar. Svo þarf að gera löggjafanum kleift að lögsækja þá sem að eru staðnir að svona afbrotum. Það hefur ekki gengið vel að fá menn sakfellda fyrir utanvegaakstur jafnvel þó þeir séu staðnir að verki vegna þess að skilgreining á vegakerfi hálendisins er áfátt."

Re: Utanvegaakstur

Posted: 22.nóv 2011, 17:59
frá Árni Braga
Það ætti að taka þessa menn og híða fyrir þetta.
vilja þeir að aðrir komi og spóli upp garðana hjá sér
það þarf að standa vörð um landið okkar.og við sem verðum vitni af svonalögðu við
eigum að kæra þessa djöffla.