Síða 1 af 1
ný síða f4x4.is
Posted: 21.nóv 2011, 14:45
frá bragi
Mig langaði að láta ykkur vita að það er komin ný síða í loftið hjá
Ferðaklúbbnum 4x4.
Síðan var tekin til gagngerrar endurskoðunnar, með áherslum á að gera síðuna einfaldari og skilvirkari en sú gamla var.
Fréttir, ítarefni og greinar eru nú aðgengilegri en áður og kynnum við einnig til sögunnar Pistla, þar sem ýmsir ritfærir menn koma til með að ausa úr viskubrunni sínum og deila hugleiðingum sínum varðandi hagsmunamál okkar allra, sem ferðast um
landið okkar.
fh. vefnefndar F4x4
Bragi Þór Jónsson
R3863
Re: ný síða f4x4.is
Posted: 22.nóv 2011, 17:43
frá ellisnorra
Sæll Bragi.
Ég ætla að fá að beina einni spurningu til þín, með smá formála.
Líflegasti spjallflokkurinn (fyrir utan auglýsingar) sem er bílar og breytingar rúmar 5 vikur á fyrstu síðunni sem rúmar 25 þræði. Það kalla ég dautt spjall. Eina leiðin til að lífga upp á spjallið er að opna fyrir óbreytta. Sem aukaverkun af því væri síðan aukin nýliðun í klúbbnum og meiri áhugi fyrir verkum klúbbsins.
Ég veit um tugi manna sem fóru í fýlu fyrir að vera útilokaðir af spjallinu á sínum tíma, og þá meðal annars spratt þetta ágæta spjall hér upp.
Spurningin er því sú;
Er eitthvað á döfunni að opna aftur skrifaðgang að spjallinu fyrir óbreytta?
Gott væri að fá rökstuðning fyrir svarinu, sérstaklega ef það er neikvætt.
Re: ný síða f4x4.is
Posted: 22.nóv 2011, 18:02
frá Árni Braga
ég er svo mikið sammála þessu spjallið á 4x4 er dautt,
hvað veldur því.
Re: ný síða f4x4.is
Posted: 22.nóv 2011, 18:05
frá ivar
Já, ég er félagsmaður í F4x4 og nýtist spjalið þar mjög ill.
Ég var mjög hissa á því þegar þessi ákvörðun var tekin og ef ég hefði ákvörðunarvald myndi ég taka hana til baka.
Hinsvegar er nú þegar mikill skaði skeður á þeirri heimasíðu þar sem upp hefur komið önnur síða í stað 4x4 sem sinnir betur þessu "spjall og ráðlegginga" hlutverki.
Ívar
Re: ný síða f4x4.is
Posted: 22.nóv 2011, 18:09
frá Johnboblem
Alveg sammála þessu. Skil ekki þessa stefnu.
Re: ný síða f4x4.is
Posted: 22.nóv 2011, 19:57
frá Startarinn
Kom þessi lokun ekki til á F4x4.is vegna stöðugs persónulegs skítkasts sem við höfum blessunarlega verið nánast lausir við hérna?
Re: ný síða f4x4.is
Posted: 22.nóv 2011, 20:11
frá Ofsi
Ferðaklúbburinn 4x4 verður að fara flýta þeirri ákvörðun, hvort síðan verði opnuð öllum eða ekki. Hvort það breyti einhverju fyrir það dauðastríð sem f4x4.is hefur verið í, er annað mál. Það sem er alvarlegt mál fyrir Ferðaklúbbinn 4x4, er það að endurnýjun er ekki næg. Með svona lokunarstefnu, endar f4x4 sem lítil dauð eðla á elliheimili. Því á jeppaspjallinu er í raun útsæði jeppamanna til framtíðar og það gengur ekki að reka jeppaklúbb með eingöngu 50 + félaga sem burðarása. Það þarf fólk á öllum aldri. Hinsvegar má segja að þeir jeppamenn sem tíma ekki að greiða félagsgjald í f4x4, séu sjálfum sér verstir, enda er enginn annar aðili heldur en f4x4 sem gætir hagsmuna ykkar til ferðafrelsis, reddar ykkur VHF kerfinu, mörgum gistiskálum og öllum fjandanum öðru. Þið jeppamenn sem tímið ekki 6000 þúsund kalli í það að styðja við ykkar eigin hagsmuni eigið eiginlega að skammast ykkar, fyrir nískuna. Vetrarakstur og jeppabreytingar væru hreinlega bannaðar ef ekki hefði verið fyrir tilstuðlan f4x4. Ég borga félagsgjaldi í f4x4, vegna þess að félagið gætir hagsmuna minna. Það breytir mig engu hvort klúbburinn sé með opna eða lokaða síðu, eða alls enga síðu. Það breytir mig heldur engu hver er í stjórn eða nefndum. Ferðaklúbburinn 4x4 er hreinlaga þannig að samviska allra sem telja sig alvöru jeppafólk á að vera þannig að þeir séu félagar. Hinsvegar vill ég jeppaspjallið lifi líka sjálfstæðu lífi, enda vel pláss fyrir tvær síður. Það er ekki svo langt síðan fjölmargir jeppahópar og gengi svo með sínar einkasíður og hafði það síður en svo áhrif á f4x4 á þeim tíma. Nóg í bili :-)
Re: ný síða f4x4.is
Posted: 22.nóv 2011, 20:27
frá Johnboblem
Þó maður sé í F4x4 þá er spjallið dautt hjá þeim...
Re: ný síða f4x4.is
Posted: 22.nóv 2011, 20:54
frá Ofsi
Einmitt, einsog flestar lokaðar síður.
Re: ný síða f4x4.is
Posted: 22.nóv 2011, 21:54
frá Freyr
Ég tek heilshugar undir það að það er eina vitið að opna aftur fyrir skrifaðgang utanfélagsmanna á 4x4 spjallinu. Síða 4x4 hrapaði niður um leið og lokað var á utanfélagsmenn og tel ég það neikvætt fyrir klúbbinn hvernig sem á það er litið. Þó er rétt eins og einhver bendir á hér að ofan að það var orðið allt of mikið skítkast og leiðindi sem er slæm þróun hvernig sem á það er litið. Á nýja spjallinu kemur alltaf nafn viðkomandi fram í dálnkum hm. við það sem skrifað er á spjallið, var það svoleiðis á gamla 4x4 spjallinu eða gátu menn skýlt sér bakvið nafnleynd? Ég er á því að það eigi undantekningarlaust að koma fram undir nafni á netinu, nær undantekningarlaust tek ég ekki mark á þeim sem þora ekki að koma fram undir nafni, tek hvorki mark á æsingi eða ráðleggingum frá viðkomandi.
Vona innilega að f4x4.is lifi áfram og nái að styrkjast og dafna.
Kveðja, Freyr Þórsson, R-3671
Re: ný síða f4x4.is
Posted: 22.nóv 2011, 22:28
frá stjanib
Ég verð að vera sammála fyrri ræðumönnum. Ég er sjálfur F4x4 meðlimur og mun verða áfram en það þarf að opna fyrir spjallið. Það er afar lélegt að þegar maður hendir inn spurning á F4x4 að maður fær svar eftir nokkra daga eða vikur eða jafnvel aldrei, þar sem að á jeppaspjallinu fær maður yfirleitt svar eftir nokkra tíma eða jafnvel nokkrar mínutur.
Þeir sem opnuðu jeppaspjallið eiga gott hrós fyrir, virkalega góð síða og góður hópur af mönnum hér sem hafa mikla reynslu og það er það líka á F4x4 en bara spjallið er dautt.
Eins og Ofsi segir það alveg nóg pláss fyrir 2 síður.
K.v
Stjáni
R-3623
Re: ný síða f4x4.is
Posted: 24.nóv 2011, 14:55
frá kjartanbj
mm
Re: ný síða f4x4.is
Posted: 24.nóv 2011, 15:38
frá Óskar - Einfari
Nýja 4x4 síðan er að lofa mjög góðu. Veit ekki betur en að þetta sé allt gert í sjálfboðavinnu og á vefnefnd heiður skilið.
Ég er líka félagi í 4x4, eftir að spjallið var drepið íhugaði ég að hætta í 4x4 en hef "hangið" inni m.a. af nokkrum þeim ástæðum sem Ofsi nefnir. Mér fannst lokunin á 4x4 alltaf doldið undarleg, það var talað um að aðalástæðan fyrir lokuninni hafi verið skítkast en mér fannst einmitt á þeim tíma skítkast vera svo að segja úr sögunni og lokunin því út af einhverjum eldgömlum sárum??? get ekki sagt annað en að jeppaspjall sé síðan sönnun á akkurat því máli því að hérna hafa umræður almennt verið yfirvegaðar og málefnalegar. Það geta alltaf komið einhver leiðindi inn á milli og það verður þá bara að stýra því, það gengur fínt á öðrum spjöllum..... frekar vill ég lifa við það heldur en að þetta sé eins og í kirkjugarði..
Annars finnst mér jeppaspjall frábær vefur. Sýnir bara hvað þarf í raun lítið til. Menn eru duglegir hérna að pósta inn því sem er að gerast í skúrnum og eru að pósta inn hérna myndir af sínum bílum, hvað þeir hafa gert eða langar til að gera... allir eru með, enginn er útundan í umræðunni bara af því að hann er að stíga sýn fyrstu skref í jeppamennsku....
Re: ný síða f4x4.is
Posted: 24.nóv 2011, 16:06
frá Páll Ásgeir
Ég vil nota þennan vettvang til þess að óska 4x4 til hamingju með nýja vefsíðu. Ég geri það náttúrulega hér því ég hef ekki aðgang á þeirra síðu því ég er ekki félagsmaður. Ég hef því aldrei tekið þátt í umræðum þar. Tvisvar sinnum - ef ég man rétt- kom til tals að mér væri veittur aðgangur að 4x4 spjallinu. Á þeim tíma voru stundum fleiri en einn þráður í gangi sem fjölluðu mig persónulega eða skoðanir mínar og einhverjum umburðarlyndum félagsmönnum fannst að ég ætti ef til vill að eiga færi á því að taka þátt í umræðunum. Af því varð þó ekki því þótt þáverandi formaður væri því að sögn hlynntur mætti það harðri andstöðu.
Ekki dettur mér í hug að erfa þetta við þetta ágæta félag.
En að því sögðu hvet ég félagið til þess að opna síðuna á ný fyrir almennum umræðum. Ég held að vel væri hægt að komast hjá fjaðrafoki og skítkasti með hóflegum áminningum til skrifara og ekki síst með því að amast við nafnleynd eða banna hana alveg.
Í flestum tilvikum er reyndar hægt að rekja nafnlaus skrif manna á spjallvefjum og í athugasemdakerfum þótt það sé ekki alltaf gert með þeim hætti sem menn halda. Ég kannast t.d. við duglegan skrifara á vef 4x4 og víðar sem á að minnsta kosti 20 dulnefni sem ég veit um. Aldrei hefur mér tekist að ímynda mér hver ástæðan er en ekki reyndist mjög flókið að tengja þau öll við sama manninn.