Síða 1 af 1
spurning um Land Rover Discovery
Posted: 18.nóv 2011, 00:43
frá Hfsd037
Sælir er að spá í Discovery og er að velta því fyrir mér hvernig þessir bílar eru að koma út í viðhaldi og svoleiðis
þetta er 2.5 dísel sem er ekinn 200.000 þús, er mikið viðhald sem bíður manns eftir 200.000 km með þessa bíla? td spíssa túrbínu og svoleiðis
hérna er bíllinn
http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx ... &schpage=1
Re: spurning um Land Rover Discovery
Posted: 18.nóv 2011, 08:30
frá Startarinn
Einn vinnufélagi minn átti svona bíl, það var eilíft vesen með vélina í honum, en sá bíll er svosem sá eini sem ég hef einhverjar fréttir af, svo hann gæti verið einangrað tilfelli.
En hann gafst allavega upp á bílnum á endanum og seldi hann.
En svona almennt talað þá má örugglega fara að kíkja á túrbínuna ef það hefur aldrei verið skipt um legur í henni, og jafnvel skipta um dísur í spíssum
Re: spurning um Land Rover Discovery
Posted: 18.nóv 2011, 17:24
frá reyktour
kíktu inn á
www.islandrover.is Þar er menn öllu vanir.
En vara þig við Land Rover er ávanabindandi.
Er sjálfur með Defender og sé ekki ljósið fyrir Land rover.
Re: spurning um Land Rover Discovery
Posted: 18.nóv 2011, 21:34
frá oggi
minn disco (300tdi) er búin að rúlla 444,???þús km ekkert verið litið á spíssa eða turbínu nokkrar vatnsdælur og tvær tímareimar er eina sem mótorinn hefur þarfnast annað er annnað mál:) það er þó aðallega ryð og hjólalegur
reyktour wrote:kíktu inn á
http://www.islandrover.is Þar er menn öllu vanir.
En vara þig við Land Rover er ávanabindandi.
Er sjálfur með Defender og sé ekki ljósið fyrir Land rover.
alveg sammála þessu:)
Re: spurning um Land Rover Discovery
Posted: 19.nóv 2011, 17:40
frá rockybaby
Sæll ! Ég er búin að vera Defender 90 í 5 ár og get ekki sagt annað en að ég sé sáttur jeppann , það er til þess að gera fátt sem er að bila í þessum jeppum . Nú er fyrst kominn tími á að skipta um afturhjólalegur , búið að keyra þær 210 þús km. þar af 110 þús, km. á "38-"39,5 dekkjum síðast liðin 5 ár , svo ég myndi ekki hafa miklar áhyggjur af hjólalegum , það sem ég hef skipt um er eftirfarandi: Tímareim, kúpling í 190 þús km , 2 stk hjöruliðskrossa í 180 þús km., einn stýrienda í pitmann armi í 180 þús km , 2 stk afturöxla ( sem ég braut fyrir klaufaskap) eina hurðarskrá og svo þetta venjulega olíu , síur , rúðuþurrkublöð og ljósaperur . Svo að ég hiklaust mælt með þessum Land Rover jeppum en eins og með aðra jeppa þá þarf maður að fylgjast með hlutunum eins og stýrisendum , legum , olíu , síum og þess háttar til að fyrirbyggja vandamál sem geta komið upp í aðstæðum á versta stað og versta tíma.
er búin að eiga nokkra jeppana Ford Bronco , Hilux , Feroza , Suzuki og Land Rover og þar skora Land Rovernarnir mjög hátt á eftir Suzuki jeppunum sem eru alveg snilldar jeppar ( hef átt 5 stk )
Re: spurning um Land Rover Discovery
Posted: 19.nóv 2011, 19:30
frá Brjótur
Ég er ekki hissa þó þið sjáið ekki ljósið fyrir þessum bílum, þið eruð í þunglyndi yfir að eiga einn ;) hehehe
P.s. þetta er grín þori ekki annað en setja það með :)
Re: spurning um Land Rover Discovery
Posted: 19.nóv 2011, 22:40
frá Skúli
Heyrði einhvern tíman að fysta árgerðin af Td5 hafi verið eitthvað til vandræða, en þekki það ekki sjálfur. Þar fyrir utan fer ekkert nema gott orð af endingu þessara véla. Er sjálfur með tdi300 í Defender sem er sterk og góð vél og endist á við nokkrar Patrol vélar þó svo ein Patrol vél eyði eins og nokkrar tdi300 vélar (þessi var nú bara svona sérstaklega fyrir Helga Brjót). Svo geta gamlir Roverar átt til að vera með rafmagnsvesen, svona smotterísbilanir sem fara í taugarnar á sumum en aðrir kæra sig kollótta um. En almennt eru þeir að virka nokkuð vel.
Re: spurning um Land Rover Discovery
Posted: 21.nóv 2011, 09:45
frá Burri
veit ekki hvernig lífið væri ef ég ætti ekki landrover !!! ég á 2 ..
en meina þetta er basic jeppar og maður er bara með beisic kröfur á þá .. þ.e að koma manni heim.
Re: spurning um Land Rover Discovery
Posted: 21.nóv 2011, 19:42
frá Hfsd037
Takk fyrir svörin :)
Re: spurning um Land Rover Discovery
Posted: 21.nóv 2011, 21:36
frá -Hjalti-
Þeir voru ekki alveg með það á hreinu þegar þeir hönnuðu defenderin að það væri best að hafa stýrið beint fyrir framan ökumann en ekki í vinstra horninu :D